Þjóðviljinn - 19.11.1975, Síða 7

Þjóðviljinn - 19.11.1975, Síða 7
Miðvikudagur 19, nóvember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Barnahjálp S.Þ. fær lítinn stuöning frá íslandi Framlag íslands til Barnahjálpar Sameinuöu þjóðanna var lengi vel það rausnarlegasta, sem barst frá nokkurri þjóð í heimin- um, ef tekið var mið af framlagi hvers íbúa. Við lögðum þannig drjúgan skerf til aðstoðar við öll þau hungruðu börn og ómenntuðu, sem til eru í þróunar löndunum, en helmingur íbúa í þeim löndum er á barnsaldri. i dag er framlag okkar orðið miklum mun minna. Við höfum dregist langt aftur úr og sendum nú ekki nema tvær til þrjár miljón- ir á ári, eða sem svarar helmingi af verði sæmi- lega útbúins lúxusfólks- bils. Þá má geta þess, að á þeim þrjátíu árum, sem við höfum sent framlög til barnahjálparinnar hafa samtals farið frá okkur um 160 miljónir króna. Mun það nálgast það að vera 1/6 hluti áætlaðs verðs á borgarleikhúsinu nýja. Ástæðan fyrir þvi, að þessar ógnvekjandi tölureru hér nefndar er sú, að fyrir skömmu var stadd- ur hér á landi framkvæmdastjóri Evrópudeildar Barnahjálpar SÞ, Gordon Carter. Hann hélt fund með fréttamönnum, þar sem hann sagði frá starfi deildarinn- ar, helstu tekjulindum og öðru þvi, sem máli þótti skipta. Carter kom hingað til lands til að ræða við stjórnvöld og afla stuðnings við stofnunina. Hann sagði m.a. að helmingur ibúa i þróunarlöndum væru börn eða smábörn. Þau væru sárlega hjálparþrufi, ekki endilega van- nærð öll, heldur með öllu ómennt- uð og ófær um að bjarga sér. Starf barnahjálparinnar væri þvi nánast óendanlegt og verkefnin fjárfrek. Mörg fyrstu ár starfsins hefði framlag tslands verið rausnar- legt en upp úr 1955 hefði aðstoð okkar farið ört minnkandi. Mest fé kæmi nú frá Bandarikjunum, en sviar eru rausnarlegastir ef tekið er mið af fólksfjölda. Starfiö sagði Carter aö beindist einkum að tveimur hópum. Ann- ars vegar smábörnum og hins vegar börnum á skólaaldri. Sifellt meira af starfinu færi i smá- barnahjálp þar sem skólamál væru tekin æ fastari tökum i þjóðfélögunum. Auk þess væru börn á skólaaldri farin að nálgast svo vinnumarkaðinn, aö þeim væru töluverður gaumur gefinn. Carter sagði að um fjórðungur ibúafjölda þróunarlanda væri smábörn og þjáningar þeirra væru oft miklar, þótt litiö færi fyrir þeim, enda hefðu börn engin samtök eða málsvara, sem út- um 250 miljónir dollara á næsta ári og um 500 miljónir dollara ár- ið 1980. Sagði Garter að vart gæti það talist offjár þegar horft væri á allan þann gifurlega fjölda barna, sem væri á einn eða annan hátt sárlega hjálparþurfi. Aðspurður sagði Carter að Iran hefði verið fyrsta rikið af oliu- löndunum, til þess að tilkynna að ekki væri lengur þörf á fjárhags- aðstoð. Þó hefði verið óskað eftir áframhaldandi starfi sem beind- ist að þvi einu, að aðstoða stofn- anir íran við áframhald barna- hjálparinnar. Það væri þó ekki viða, sem fjárhagsaðstoð væri af- þökkuð og þvi væri mikilvægt að efla tekjurnar til muna. Um 80% af fjárframlögum til hjálparstarfsins koma frá rikis- stjórnum um allan heim. 10% koma inn af jólakortasölu, sem er sivaxandi. Það sem á vantar eru ýmiss konar önnur framlög. í eina tíð sendum við allra þjóða mest til Barnahjálpar- innar. Jólakortasalan skilar drjúgum peningum og fer ört vaxandi hérlendis skýrði sérstaklega þeirra sjónar- mið. Starf Barnahjálparinnar bein- ist eingöngu að varanlegum verk- efnum, þ.e.a.s. þeim verkefnum, sem skilja eftir sig til langs tima aukinn fróðleik og ný vinnubrögð. Verkefni til skamms tima eru ekki tekin nema ef um neyðar- hjálp er að ræða og ávallt er unnið i nánu samstarfi með ráðuneyt- um, félögum eða öðrum hjálpar- stofnunum. Einkum beinist starf- ið aö hreinlæti, heilsugæslu, góðu mataræði og þeirri menntun, sem kemur að fullum notum i hinu daglega lifi á hverjum stað fyrir sig. Allir málaflokkar teknir saman Carter sagði að lögö væri áhersla á það, að vinna með alla þessa þættisaman. Reynslan heföi sýnt að litill sem enginn árangur næðist öðru visi, — það þýddi litið að taka eitt sviöið út úr og sinna þvi einu. Samstillt átak á öllum sviðum þyrfti að koma til og færi þaö fram i gegnum stofnanir, sem viðkomandi rikisstjórnir settu upp i samráöi við Barnahjálpina, Mjög viða þarfnast börn mun næringarrikari fæðu en Miljónir barna i heiminum eru jafn hjálparþurfi og völ er á. Hér kennir einn starfsmanna Barnahjálp- þessir bræður, sem geta ekki annað en kallað á arinnar meðferð vitamina i pilluformi. skilning þeirra þjóða, sem berjast svo gjarnan við ofl'itu og velmegunarknraklcika. Andviröi eins ráðherra- bíls er sent árlega til allra hjálparþurfi barna öflug jólakortasala á islandi Hér á landi hefur kven- stúdentafélag tslands annast sölu jólakorta fyrir Sameinuðu Þjóð- irnar með góðum árangri. Sala á kortunum fer raunar vaxandi um allan heim og sérstaklega sagði Carter að komið hefði á óvart hve mikið seldist skyndilega af þeim i löndum Austur-Evrópu, en þar var i upphafi talið að ógjörningur myndi að selja þessi jólakort. Skilningur væri hins vegar greini- lega að aukast meðal fjölmargra þjóða, menn væru óðum að taka við sér og gera sér grein fyrir að vandamálin væru aðkallandi og krefðust skjótrar úrlausnar. Upp- lag hér á kortum S.Þ. er um 30.000. Vörur og tæki er um 60% af kostnaði Barnahjálparinnar. Starfsliðið kostar um 25% og aðkeypt sérfræðiaðstoð tekur til sin um 5%. Afgangur fer siðan i kostnað við stjórnun stofnunar- innar og útgáfustarfsemi. Það er beðið um þina bjálp. — sjálf hefði hún engar slikar stofnanir á sinum vegum. Carter sagði þó, að oft gæti reynst erfitt að fá stjórnvöld til samstarfs. Barnahjálp heyrði undir svo mörg ráðuneyti og stofnanir að oft væri næstum ógerningur að samræma starfið þannig, að öllum likaði. Einstök- um stofnunum hætti til að óttast að missa vald sitt, allir vildu ráða öllu og oft væri þvi erfitt um vik, þegar skipuleggja þyrfti aðstoð við börnin. Nú hefur Barnahjálpin yfir að ráða um eitt hundrað miljónum dollara árlega en vonast er til þess að veruleg aukning verði þar á næstunni. Stefnt er að þvi að fá Hver þarf aðstoð En hvernig skyldu þær þjóðir veljast, sem fá fjárhagsaðstoð eða aðra hjálp frá barnahjálp- inni? Carter sagði að löndin væru flokkuð niður eftir þörfum og væri þá oft miðað við þjóðarfram- leiðslu á hvern ibúa. Lönd sem hefðu undir 100 dollara i þjóðar- framleiðslu árlega á mann væru um sjötiu talsins. Þau þyrftu mjög verulega hjálp. Þau sem hafa 100—500dollara eru fimmtán eða tuttugu og fá hjálp eftir þvi sem kostur er á og eftir þvi sem beðið er um. Fimm eða sex lönd hafa 500—1000 framleiðslu fá ein- göngu leiðsögn frá barnahjálpinni og þau sem eru þar fyrir ofan „geta hreinlega séð um sig sjálf” sagði Carter. Munu það vera um fimmtiu lönd. Meginhluti starfsins fer fram i Afriku og hluta Asiu og starfið fer eftir mjög langri dagskrárgerð, sem ekki tekur tillit til fjárhags þjóðanna, þótt hann batni e.t.v. meðan á starfi stendur. Eins og áður segir er hér ekki um skammtimaverkefni að ræða heldur er hverju máli fylgt alla leið til hafnar. Aðeins eitt land sagði Carter að neitaði með öllu að þiggja aðstoð. Væri það Albania sem stæði svo fastá sinu þótt engum dyldist það þar þyrfti að vinna mikið starf. Frá Kina berast þær fréttir sagði Carter, að ekki væri þörf á neinu starfi og væri það að sjálfsögðu tekið trúanlegt þótt engin vissa væri fyrir hendi. Þá viðurkenndi Carter einnig aðspuröur að i Kambódiu færi ekkert starf fram. Fulltrúi barnahjálparinnar hefði neyðst til að yfirgefa rikið á rósturtim- unum og hefði ekki verið hafist þar handa að nýju. Barnahjálp- inni væri meinaður aðgangur og þær skýringar gefnar, að þar geti menn sé um sig sjálfir. Erfiðasta starfið fer að sögn Gartes fram i Bangla-Desh og Angóla. Þar væri verkefnalistinn með öllu ótæmandi og ástandiö geigvænlegt. — gsp

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.