Þjóðviljinn - 25.11.1975, Side 2

Þjóðviljinn - 25.11.1975, Side 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 25. nóvember 1975. Hafnfirðingar Alþýðubandalagið i Hafnarfirði heldur fé- lagsvist fimmtudaginn 27. nóv. kl. 20.30. Upplestur Gunnar Gunnarsson og Ólafur Haukur. Fjölmennið, stundvislega. Stjórnin. Söngmenn Mosfellssveit nágrenni Söngfélagið Stefnir óskar eftir nokkrum karlröddum hið fyrsta. Æfingar eru þegar hafnar. Upplýsingar á kóræfingu i barna- skólanum á þriðjudagskvöld eftir klukkan 20.30 og önnur kvöld i simum 66330 og 66406. Skrifstofustarf hjá Stúdentaráði og Sine er laust til umsóknar. Umsækj- andi þarf aöhafa almenn skrifstofustörf, ensku og norður- iandamál á valdi sinu, einnig að geta unnið tiltölulega sjálfstætt. Laun samkvæmt kjarasamningum verslunar- manna. Umsóknum skal skilað á skríístofu Stúdentaráðs og Síne, Félagsheimili stúdenta, fyrir 25. nóvember. Þar iast einnig nánari upplýsingar. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Tónleikar í Háskólabíói l'immtudaginn 27. nóvember kl. 20.20. stjórnandi BOIIDAN WODIZKO Kinleikari KUT INGÓLFSDOTTIR fiðluleikari. Fiuttur verður forleikur eftir Moniuczko, Skosk fantasia eftir Bruch og Sinfónia nr. 10 eftir Sjostakovitscj. Aðgöngumiðar seldir i bókabúð Lárusar Blöndal, Skóla- vörðustig 2 og i bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti 18.. Athygli er vakin á þvi, að 6. reglulegu tónleikar verða 4. desember (Stjórnandi Vladimir Ashkenazy) og næstu þar á eftir II. des'cmber. (Stjórnandi Karsten Andersen). 5IIII !lll SINFÓNÍITILJÓMSN EIT ÍSLANDS HÍKISl LWRPID RAFAFL Vinnufélag rafiðnaðar- manna Barmahlfð 4 HÚSEIGENDUR, HÚSBYGGJENDUR • önnumst allar nýlagnir og viðgerðir á gömlum raflögn- um. • Setjum upp dyrasima og lág- spennukerfi. • Ráðgjafa og teikniþjónusta. • Sérstakur simatimi milli kl. 1-3 daglega, simi 28022. Jaröarför mannsins mins, I,arusar Guðmundssonar, keunara. verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikud. 26. nóv. kl. 3 sd. Fyrir mina hönd og annarra vandamanna. Sigriður Jónsdóttir. Þorkell Björnsson skrifar frá Húsavík Sigurjón Jóhannesson, skólastjóri, og Guðrún Sigfúsdóttir áttu bæði sinn þált i að námskeiðið var baldið. Jón IIj. Jónsson, leiðheinandinn á námskeiðinu. Galdrabrennur nútímans Fimmtudaginn 13. nóvember sl. var mér boðið að koma á loka- kvöld það, sem Islenska bindind- isfélagið hélt hér á Húsavik. Þetta var 5 daga námskeið fyrir reykingafólk, og að sjálfsögðu haldið i þeim tilgangi að fá fólk til að hætta að reykja. „Til að hætta þessum galdrabrennum nútim- ans”, eins og Gisli Auðunsson læknir, annar leiðbeinanda nám- skeiðsins, komst að orði. Þegar undirritaður kom i Gagnfræðaskóla Húsavikur, þar sem námskeiðið var haldið, var þar fyrir fjöldi fólks við skriftir á þar til gerð blöð. Þegar ég spurði um tilgang þessara skrifta var mér tjáð, að þetta fólk væri að gefa skýrslu um reykingar sið- asta sólarhrings. Niðurstöðurnar voru mjög merkilegar, þvi af þeim 120—130 manns sem sóttu námskeiðið höfðu aðeins 4 reykt til samans 17 sigarettur. Daginn sem námskeiðið hófst hafði þetta fólk reykt fyrir liðlega 22 þúsund krónur bara þann eina dag. Eftir að fólkið hafði gefið skýrslu um tóbaksneyslu siðasta sóiarhrings, bauð Jón Hj. Jóns- son, er stóð fyrir námskeiðinu, fólki að ganga til sætis og flutti þar yfirgripsmikla ræðu um skaðsemi reykinga. Mál sitt flutti Jón af svo frábærri snilld að undirritaður var sem bergnum- inn Hánn talaði eins og sá sem valdið hefur og vissulega má með sanni segja að hann hafi valdið, þvi fólkið drakk i sig hvert ein- asta orð. Athyglisverðast við málflutn- ing Jóns fannst mér hvernig hann tvinnaði saman gamni og alvöru á frábæran hátt. En oft hefur manni fundist skorta húmorinn i margan bindindispostulann. A eftir erindi Jóns flutti Gisli Auðunsson gott erindi og sýndi tölur um aukningu lungnakrabba á íslandi undanfarin ár. Hann bað fólk að hafa það i huga hvers konar óhugnaður stæði á bak við sfgarettuiðnaðinn, og allar þær lævisu brellur, er sá iðnaður beitir til þess að fá fólk til að ger- ast þrælar sigaretturnnar. Hann benti og á það að heilu timaritun- um væri haldið uppi af tóbaks- verksmiðjunum. Gisli stakk upp á þvi, að allt það fólk, sem þarna væri saman komið, hittist einu sinni i mánuði til að ræða sin mál i sambandi við tóbaksbindindið. Var þessi tillaga samþykkt með lófataki og bauð Sigurjón Jóhann- esson, skólastjóri, fólkinu ókeypis aðgang að húsnæði skólans. Eftir að hafa sýnt fólkinu mynd um það hvernig fer fyrir amer- isku geimfaraefni sem reykir 3 pakka af sigarettum á dag og þann hrylling, er læknirinn ristir manninn á hol til að komast að rótum meinsins og skera hluta af lungunum burt, talaði Jón til fólksins nokkur orð og kvaddi það með þeim orðum, að ef tóbaks- löngunin ætlaði að gera útaf við það skyldi það bara hringja i sig. Hvort heldur það væri á nóttu eða degi skyldi hann veita heilræði, sem kæmi þeim að notum og ræki alla löngun i sigarettu burtu. Mér gafst smá-timi til að ræða ofurlitið við Jón Hj. Jónsson eftir námskeiðið. Sagðist hann var mjög ánægður með þetta nám- skeið og þann frábæra árangur, sem náðst hafði. Sagði hann, að fólkið væri vissulega i hættu, en hættulegasti timinn væri liðinn svo ástæða væri til bjartsýni. Taldi hann þriðja daginn þann erfiðasta. Jón sagðist ekki hafa getað fylgst nema 3 mánuði með fólki, er hafði sótt tima hjá honum og sagði hann að 75% af þvi fólki væri algerlega hætt að reykja. Samkvæmt erlendum skýrslum frelsuðust að staðaldri 55—60% þegar til lengdar lét. Jón sagði, að athyglisverðast væri hve ungt fólk hefði verið duglegt að sækja þessi námskeið. Það kom fram á námskeiðinu að alla þessa fimm daga hafi fólkið mætt vei og sam- viskulega, 120—130 manns. Það er alveg sama i hvaða verslun er hringt og spurt um tóbakssölu hér á Húsavik siðustu daga; alls staðar er sama sagan, Vinarhót! eða...? Danir mótmæla 200 milna út- færslunni, en þessi mótmæli eru ekki vegna hagsmuna grænlend- inga og færeyinga, þar sem ibúar þessara landa vilja útfærslu hjá sér, en danir hafa átt samleið með þjóðverjum, eins og þeir hafi verið innlimaðir i Stór-Þýska- land. Innlimun Grænlands i Dan- mörku eftir seinni heimsstyrjöld- ina, án samþykkis ibúa Græn- lands sem voru lýstir allsleys- ingjar, án tilkalls til Grænlands, sáralitil sala, einn pakki frá 9—12 og síðdegis innan við 10 pakkar. Salan hefur þvi dregist saman um rúman helming. Það var reiknað út að þetta fólk sem sótti námskeiðið reykti fyrir hálfa tiundu miljón á ári, svo og allar þær ótindu miljónir sem það fólk sparar sem hætt hefur sið- ustu daga á Hú^avik. Það er ánægjulegt og sorglegt um leið, að á meðan heilbrigði og friskleiki húsvikinga eykst, eykst að sama skapi tómahljóðið i kassa Matthiasar. Þess skal að lokum getið, að Jón Hj. Jónsson kemur aftur i heimsókn til Húsavikur 23. nóv- ember nk. til að h’ressa upp á sálarheill fyrrverandi reykinga- manna. Þ.B. Rannsóknir í norðurhöfum Leningrad (AHN) Fimm haf- rannsóknarskip frá Sovétrikj- unum, Bretlandi og Noregi eru nú að störfum i Barentshafi og öðrum norðlægum höfum við rannsóknir á stofnum þorsks, sildar, ýsu og annarra neyslu- fiska, sem alast upp i Barents- hafi og austanverðu Noregshafi. Við rannsóknirnar eru notuð Frh. á 14. siðu. varð til þess að Portúgalar gátu sýnt fram á hræsni dana i ný- lendumálum, en við þögðum þunnu hijóði. önnur „vinaþjóð” okkar hefur heldur betur átt þátt i efnahags- erfiðleikum á Islandi. Norðmenn nota oliugróða sinn, til þess að undirbjóða fiskafurðir, svo að litl- ar likur eru á, að kostnaðarverð fáist fyrir sjávarafurðir á næst- unni, við verðum þess vegna fyrst og fremst að vara okkur á „vinum” okkar, þar sem efna- hagslegt sjálfstæði er undirstaða alls sjálfstæðis. Jafnframt verð- um við að gera okkur ljóst, að við getum ekki átt samvinnu við ná- læg orkuveldi td. Noreg eða Bret- land, um orkumál á tslandi. Orka frá tslandi yrði aðeins vara-vara- skeifa, og allur samdráttur lenti á útibúinu á tslandi. Hótun breta um að halda ryðkláfunum 100 (voru 140 fyrir 2 árum) á tslands- miðum, þar til yfir lýkur, er eins og óværa, sem smásaman má losna við, en gæti þó horfið vonum fyrr, en langvarandi orkusamn- ingar við keppinauta okkar i orkuframieiðslu, gæti orðið bana- biti okkar. Skúli ólafsson. Klapparstig ío. R.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.