Þjóðviljinn - 25.11.1975, Side 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 25. nóvembcr 1975.
Mvnd lir 2. þorskastriðinu. Breska freygátan Lincoln sigldi á varðskipið Ægi á Austfjarða,miðiini þann 22. sept. 1973.
Oskar Þór Karlsson, skipstjóri:
Þjóðmál í brennidepli
Það er
þjóðarkrafa
að fallið
verði frá
þessu tilboði
Að undanförnu hefur i forustu-
greinum stjórnarblaðanna og þá
einkum i' Morgunblaðinu, oft
verið rætt um, að það væri mats-
atriði, hvort meiri friöun fengist á
fiskistofna okkar með eða án
samninga við erlendar þjóðir. Sú
væri réttlæting og röksemd fyrir
samningaviðræðum þeim, sem
fram hafa farið. Hefur i þvi sam-
bandi verið vitnað til ársins 1973,
þegar bæði bretar og þjóðverjar
stunduðu hér veiðiþjófnað. Árs-
afli breta var það ár sagður hafa
numið 155 þúsund tonnum, þrátt
fyrir löggæsluaðgerðir varðskip-
anna. I ljósi þess telja blöðin að
best sé að reyna aö meta af raun-
sæi, hvort hagsmunum okkar sé
ekki betur borgið með þvi að gera
samninga við aðrar þjóðir jafnvel
þó þeir kunni að fela i sér stóra
fórn, sem tekin er beint af okkar
eigin matardiski.
Þetta þýðir með öðrum orðum
að við verðum vegna vanmáttar
okkar að beygja okkur fyrir er-
lendu hervaldi og fallast á veiðar
útlendinga hér á sama tima og
fiskistofnarnir hafa fengið slíka
útreið að ekki er mögulegt að fá
nema hálfa nýtingu út úr fiski-
skipaflota þjóðarinnar og hrun
þorskstofnsins blasir við verði
ekkert að gert.
Samningaviðræður
við breta
Samningaviðræður við breta
báru þessari hræðslu skýrt vitni.
Þar fengu bretar samninganefnd
okkartilaðbjóða uppá samninga
sem voru hreinasta glapræði fyrir
þjóðina. Bretum var boðið að
veiða hér 65 þúsund tonn af fiski,
þar af 55 þúsund tonn af þorski.
Greinarhöfundur leyfir sér að
fullyrða að þó öllum þeim islend-
ingum sem samþykkja kynnu
þessa afarkosti, yrði boöið til sæt-
is i þingsal alþingis væru þar
margir auðir stólar samt.
Svo alg jör andstaða er við þetta
dæmalausa tilboð. En þetta væri
ekki allt. Þá væri eftir að semja
við þjóðverja, belga og færey-
inga. Kemur þá upp sú spurning
hvort það sé ætlun rikisstjórnar
islands að hjóða útiendingum að
taka frá þriðjungi og ailt að helm-
ing þess magns af þorski, sem
fiskifræðingar telja ráðlegt að
veitt sé á næsta árieigi stofninn
að ná að rétta viði náinni framtfð.
Það er augljóst, að for-
senda þess að bretum var boðið
upp á þessa fjarstæðu er hræðsla
við valdbeitingu samfara hrika-
legu vanmati á eigin getu þjóðar-
innar til að verja fiskimið sin.
Enda vitnar forsætisráðherra til
aflamagns breta 1973 þegar hann
er að verja þetta fáránlega tilboð
bretum til handa. Eini rétturinn
sem bretar hafa hér er valdsrétt-
urinn svo fagur sem hann er. Sá
réttur hefur þarna verið metinn
með ólikindum. Það hlýtur að
vera þjóðarkrafa að fallið verði
frá þessu tilboði.
Erfitt að verja
landhelgina
Þvi miður höfum við ekki
möguleika á að verja 200 milna
landhelgi i orðsins fyllstu merk-
ingu, jafnvel þó allur togarafloti
landsmanna væri tekinn til
gæslustarfa. 200 milna útfærslan
hefur þvi nú, þvi' miður, takmark-
að gildi nema sem pólitisk að-
gerð, sem gefur þd stjórnvöldum
möguleika til þess að sýna sam-
komulagsvilja við erlendar þjóð-
ir, sem ætti að styrkja málstað
okkar út á við. 1 þeim samninga-
viðræðum hlýtur þó að vera nauð-
synlegt að draga mörk, sem taka
til þeirra alvarlegu staðreynda
sem við blasa, um ástand þorsk-
stofnsins. Það stafar hins vegar
ekki beinn háski af veiðum út-
lendinga milli 50 og 200 milna.
Um veiðar þar væri skaðlitið að
semja ef það gæti orðið til að af-
stýra árekstrum við nágranna og
viðskiptaþjóðir, en þó aðeins um
takmarkaðan tima, og mjög tak-
markað aflamagn. öðru máli
gegnir um veiðar innan 50 milna.
A því svæði eru sem kunnugt er
langþýðingarmestu liskimið
landsins. IVIjög óverulegur hluti
þorskstofnsins heldur sig að jafn-
aði utan 50 milna, enda veiða
brctar nú sem fyrr mest á svæði
sem er 160—180 ml innan nýju 200
ml. niarkanna.
En við getum
útilokað veiðar
útlendinga á mikil-
vægustu miðunum
Það er hins vegar alveg öruggt
mál að fiskimiðin um og innan við
50 milurnar er hægt að verja á
þann hátt að engum útlendingum
sé þar fært að stunda veiðar en til
þess þarf þó augljóslega að stór-
efla landhelgisgæsluna á meðan
þetta ófriðarástand rikir. Nú ber-
ast þær fréttir að bretar séu farn-
irað fiska i hóp. Þar sem margir
togara eru á veiðum i þeim til-
gangi að verja einn veiðiþjöf.
Þetta þurfa þeir þó þvi aðeins að
gera, ef varðskip er á staðnum.
Þar sem varðskipin eru svo fá
sem raun er á, geta togararnir
þvi oft fiskað dögum saman
óáreittir. Þannig var ástatt 1973
þegar kannski 2—3 varðskip urðu
að gæta fiskimiða alls landsins.
Þar að auki var ekki alltaf gengið
fram af nægilegri hörku þar sem
varðskipin voru. Það hafa gæslu-
menn sjálfir sagt, stjórntaumar
sem i landi voru réðu þvi. Voru is-
lenskir sjómenn oft á ti'ðum mátt-
vana af reiði, þegar þeir dögum
saman höfðu ekki frið til að
stunda veiðar vegna yfirgangs og
frekju breskra og þýskra lög-
brjóta i landhelgi okkar. Kvað oft
svo rammt að þessu að íslenskum
togurum var gert illmögulegt að
stunda veiðar þegar veiðiþjófarn-
ir brutu á þeim allar alþjóðasigl-
ingareglur og létu þannig hefnd-
araðgerðir gegn islensku varð-
skipunum bitna á þeim. Var þvi
ekki aðeins að þessir lögbrjótar
fengju oft á tiðum að vera óáreitt-
ir vegna vanmáttar heldur stór-
spilltu þeir iðulega fyrir veiðum
okkar skipa.
Stórefla verður
gæsluna
t ljösi þeirra hrikalegu sann-
inda sem við blasa nú um ástand
þessara auðlinda sem allt þjóölíf
okkar byggist á, er alveg augljóst
að nú verður að taka fastar á
þcssum málum en gert hefur vcr-
iö fyrr. Tölurnar um aflamagn
breta frá 1973 tala skýru máli um
það og það gerir skýrsla Hafrann-
sóknarstofnunarinnar cnn betur.
Aðeins stórefling gæslunnar getur
tryggt að hrein vá sé ekki fyrir
dyrum. Það er þvi þjóðarnauðsyn
að stjórnvöld bregðist ekki. Nú er
aðeins harðlinumennskan sem
gildir i þessum efnum. Allur rétt-
ur er svo ótvirætt okkar megin.
Fjölga verður i gæslunni um
mjög mörg skip þannig að ekki
verði færri en 10—15 skip við
gæslustörf i einu. Við eigum al-
vörustrið fyrir höndum. Strið um
lifsbjörg þessarar þjóðar. Hafa
reyndar komið fram áskoranir
áður um þetta efni og stóru togar-
arnir nefndir i þvi sambandi,
enda þau skip sem helst virðast
koma til greina. Gæslumenn
munu verða að ganga á vit hætt-
unnar við störf sin. Það er óhjá-
kvæmilegt. Ekki þarf að efa að
það munu þeir gera með hugrekki
og þegnskap. Þeir munu eiga hug
þjóðarinnar við störf sin.
Eru fiskifræðingar
of svartsýnir?
Samkvæmt skýrslu Rann-
sóknarráðs rikisins hefurofsókn i
islenska þorskstofninn várað i 17
ár, en það hefur siðan leitt til þess
hvernig komið er. Það kom þvi
greinarhöfundi spánskt fyrir
sjónir að heyra Jón Jónsson,
fiskifræðing lýsa þvi yfir i út-
varpsþætti nú nýlega, að vafamál
væri hvort þorskstofninn hafi ver-
ið ofnýttur árið 1970.
Greinarhöfundur heyrði hann
sjálfan lýsa þvi yfir i fyrirlestri i
sjómannaskólanum árið 1965 að
þorskstofninn við Islandsstrendur
væri i hættu vegna ofveiði. Lang-
varandi ofveiði getur heldur ekki
endað með öðru en hruni, eins og
nú er lika komið á daginn. Það
hefur frekar borið við að fiski-
fræðingarhafi verið bjartsýnni en
raunveruleikinn gaf tilefni til. Er
þvi þess varla að vænta að þeir
máii myndina dekkri litum en á-
stæða er til nú. Er i þessu sam-
bandi skammt að minnast áætl-
ana þeirra um stærð islenska
sildarstofnsins, en árið 1969 töldu
þeir óhætt að leyfa 50 þúsund
tonna kvóta fyrir veiðar á suður-
iandssild. Aðeins tókst þó að
veiða um helming þess magns.
Arið eftir var leyfður 25 þúsund
tonna kvóti en það fór á svipaðan
veg. Mikið vantaði upp á að sá
kvóti yrði fylltur.
Arið eftir eða 1971 voru siðan
veidd nokkur þús. tonn. Þá þótti
sjómönnum sem stunduðu þessar
veiðar orðiðalveg einsýnt um á-
sandstofnsins. Varsiðan einróma
samþykkt af þeim öllum að beina
þeirri áskorun til stjórnvalda að
alfriða sildarstofninn, áður en i
algjört öefni yrði komið. Svo sem
alþjóð veit var það siðan gert, og
stofninn alfriöaður i þrjú ár. Eftir
á að hyggja töldu fiskifræðingar
að stofninn hafi verið kominn
niður i 16 þúsund tonn. Er þá aug-
ljóst að tveim árum áður hefur
hann verið álitinn miklu stærri en
hann raunverulega var. Þarna
hefur sjálfsagt skort miklu ýtar-
legri upplýsingar til að byggja á.
Hafrannsóknarstofnunin hefur
aldrei verið nógu vel búin tækjum
ogmannafla. Fiskifræðingar geta
auðvitað ekki spáð betur en þau
gögn eru, sem þeir þurfa að
byggja á i hverju tilviki. Þeir
hafa þó eflaust getað dregið mik-
inn lærdóm af reynslu siðustu
ára, og vafalaust er svarta
skýrslan frá þeim nú mjög á-
reiðanlegt plagg. Miklar rann-
sóknir og vinna liggur að baki
gerð hennar. Trúlegt þykir mér
að þjóðin eigi nú einhverja bestu
fiskifræðinga i heiminum og færi
vissulega vel á að svo væri. Þeir
eiga nú fyrir höndum mikið verk-
efni við að tryggja framkvæmd á
skynsamlegri nýtingu og stjórn
þessara auðlinda þjóðarinnar i
framtiðinni.
Fjölþjóðaviðræður
veita enga friðun
Bitur reynsla sem islendingar
hafa fengið af störfum
NA-Atlantshafsfiskveiðinefndar-
innar hefur sýnt og sannað að
fjölþjóðaviðræður um verndun
fiskistofna veita enga friðun gegn
ofveiði. Þannig fluttu okkar full-
trúar á sinum tima tillögu um
lokun svæða fyrir norðurlandi, til
þess að reyna að stemma stigu
við rányrkju á smáfiski en ásókn
breta á þau mið hefur verið mikil.
Sú tillaga náði ekki fram að
ganga m.a. vegna mótmæla
breta. Fengust engar samþykktir
i þessa átt þrátt fyrir augljósa
nauðsyn. Nú sitja fulltrúar okkar
á fundum nefndarinnar i London
ogfluttu þeirtiilögu um að alfriða
sildarstofnana i Norðursjó á
næsta ári. Sú tillaga var einnig
felld, þrátt fyrir að sá stofn hrynji
nú niður og er hann nú talinn að-
eins 1/10 þess sem hann var fyrir
10 árum. Vafalaust fæst ekki al-
gjör friðun þarna fyrr en útilokað
verður að shinda þar arðbærar
veiðar. M ''eim fullkomnu
fiskileitartæ.vj búnaði sem
veiðiskip eru búin 1 u« verður á-
stand stofnsins þá al likindum
orðiö slfkt að fjölda ár. mun taka
hann að rétta svo við aó vit verði i
að hefja veiðar á ný. Þannig
reynsla fékkst af veiðum rússa
við strendur Kanada. Stór floti
rússa með verksmiðjuskipum
stundaði gegndarlausa rányrkju
á ýsumiðunum þar. Reynt var að
fá fram friðunaraðgeröir með
viðræðum en engin samstaða
náðist fyrr en stofninn hafði verið