Þjóðviljinn - 08.02.1976, Side 4

Þjóðviljinn - 08.02.1976, Side 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. febrúar 1976 DJÖÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. (Jtgefandi: (Jtgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólavöröust. 19. Slmi 17500 (5 linur) Prentun: Blaöaprent h.f. HANN KALLAÐI INNRÁSINA ..HERSKIPAVERND” Viðbrögð rikisstjórnarinnar við her- skipainnrás breta nú eru með þvilikum endemum að ekki einu sinni hún sjálf hefur komist jafnlangt i aumingjaskap og undirlægjuhætti og er þá seilst jafn langt eftir viðmiðun og framast er hægt. Þegar herskipainnrásin varð heyrin- kunn á fimmtudagskvöldið reyndu frétta- menn strax að hafa tal af Geir Hallgrims- syni forsætisráðherra. Hann neitaði að segja nokkuð um innrásina fyrst i stað. Varð sú þögn ráðherrans þegar i stað heimsfræg og send út á frétta- þráðum fréttastofnana um viða veröld. Undir miðnættið mannaði ráðherrann sig upp I að senda fréttatilkynningu sem var i stil við fyrri yfirlýsingar hans við svipuð tækifæri, en þó ivið ræfilslegri en áður. f þetta skiptið sagðist forsætis- ráðherra íslands ekki skilja herskipa- innrás breta og hann var svo ósmekklegur að nota sama orðið um flotainnrás breta og breska hermálaráðuneytið. Innrásin var kölluð „herskipavernd” i yfirlýsingu forsætisráðherrans. En þrátt fyrir ræfils- leg viðbrögð forsætisráðherra gátu fréttastofnanir greint frá þvi að utanrikis- ráðherra teldi að stjórnmálaslit hlytu að komast á dagskrá þegar i stað,og málgagn Framsóknarflokksins sló þvi upp yfir þvera forsiðu sina i gærmorgun að stjórn- málasambandi hlyti að verða slitið. Þess vegna gerðu allir ráð fyrir þvi, að þegar i stað yrði tilkynnt um slit stjórnmála- sambands eftir fund rikisstjórnar fslands i gær. En allt annað kom i ljós. Ríkis- stjórnin hafði ekkert annað ákveðið en að neita þvi að samningaviðræður færu fram að sinni, og jafnframt ákvað hún að mót- mæla i orði við breta. Það er óhætt að segja að það hafi slegið þögn á margan manninn i fyrrakvöld þegar fréttist af yfirlýsingum rikisstjórn- arinnar. Þær voru með þvilikum eindæm- um að vart stenst nokkurn samanburð. Sú rikisstjórn íslands sem þannig hagar sér á viðkvæmum og erfiðum augna- blikum er ekki starfi sinu vaxin. í fyrsta lagi er aðgerðarleysi hennar i hróplegri mótsögn við viðhorf landsmanna sjálfra. í annan stað spillir rikisstjórnin með af- stöðu sinni fyrir þvi að úrslit hafréttarráð- stefnunnar verði okkur i vil. Og i þriðja lagi egnir þessi aumingjaskapur enn bresku ofbeldisöflin til að halda áfram uppteknum hætti innan islensku land- helginnar. Það var einmitt i skjóli þessa aumingjaskapar rikisstjórnarinnar sem herskipin voru send inn i landhelgina eins og Callaghan utanrikisráðherra benti sjálfur á sama kvöldið og bretar sendu herskip sin hingað inn fyrir. Nú er komið að úrslitastund i land- helgismálinu. í þetta sinn hefur rikis- stjórnin sýnt að hún er ekki fær um að stjórna landinu. Það er viðhorf megin- hluta landsmanna i dag að frammistaða rikisstjórnarinnar á föstudaginn sé til marks um það að i rikisstjórninni séu menn sem taki hagsmuni útlendinga fram yfir islenska hagsmuni. Þegar rikisstjórn hefur aflað sér sliks vantrausts meðal landsmanna sjálfra og þegar i ljós kemur að hún ræður ekki neitt við neitt, verður að gripa til stjórnmálalegra athafna sem samsvara kröfum fólksins I landinu. Formaður þingflokks Alþýðubandalagsins Lúðvik Jósepsson lýsti þvi yfir á alþingi á dögunum að Alþýðubandalagið væri reiðubúið til þess að hindra samninga við breta i samstarfi við aðra aðila i þjóðfélaginu. Fullvist er að þeir aðilar eru margir sem undir þá stefnu taka; spurn- ingin i þeim efnum er aðeins um frumkvæðið. Herskipainnrás breta er til þess ætluð af bresku stjórninni að svinbeygja islend- inga til undanhalds. En þó að Geir Hall- grimsson hafi kropið djúpt fyrir Harold Wilson i Downingstræti 10 á dögunum mun islenska þjóðin standa upprétt og fast á rétti sinum. Og forsætisráðherra sem lendir i jafn himinhrópandi andstöðu við þjóð sina og Geir Hallgrimsson getur ekki verið viss um að skipa virðingarsæti mikið lengur. Vegur hans og virðing fer þverr- andi eftir þvi sem hann eyðir meiri orku i að vegsama Nató þrátt fyrir herskipin og njósnaflugvélarnar. Svo getur farið, að landsmenn reki slika rikisstjórn af höndum sér um leið og herskipin verða flæmd i burtu úr landhelginni með þeim ráðum sem til þess duga, hótunum um úrsagnir úr NATO. Það er mál sem valdið skilur. —s. Skákáhugi eflist á Kúbu Tveir stórmeistarar Það er viða tef Id skák í heiminum, sennilega fást menn við þessa göfugu iöju — sem ekki næst samkomulag um hvort kalla ber list eða íþrótt — i fl'estum ef ekki öllum ríkjum heims. Svo er einnig um kúbumenn. Fréttir frá Kúbu benda til þess að skákáhugi sé i miklum upp- gangi þar. Kúbumenn geta lika státað af þvi að hafa átt einn glæsilegasta skákmann sem uppi hefur verið — snillinginn Jose Raul Capablanca sem var heimsmeistari á árunum 1921—27. Til minningar um hann er árlega haldið sterkt skákmót á Kúbu þar sem m.a. Guðmund- ur Sigurjónsson hefur verið tvi- vegis. Einnig hafa islendingar sent skáksveit á Ölympiuskák- mót sem haldiö var á Kúbu fyrir nokkrum árum. Siðan Capablanca leið hafa kúbumenn ekki átt stórmeistara fyrr en i september sl. Þá varð Silvino Garcia stórmeistari vegna frammistöðu sinnar á al- þjóðamótum. Nú, og fyrst þeir voru komnir af stað, þvi þá ekki að halda á- fram? Það gerðist núna i janúar að kúbumenn eignuðust annan stórmeistara sinn á fjórum mánuðum. Þá keppti Guillermo Garcia ( hann er ekkert skyldur Silvino þó hann beri sama eftir- nafn) á skákmótinu i Orense á Spáni þar sem Guðmundur Sigurjónsson bar sigur úr býtum. Þar hafnaði Garcia i 1.— 3. sæti ásamt Guðmundi og bandarikjamanninum Kenneth Rogoff (Guðmundur vann á stigum). Fyrir það hlaut hann stórmeistaratitil. Garcia náöi fyrri helmingi tit- ilsins á skákmóti sem haldið var i Las Palmas á Kanarieyjum i april—mai árið 1974. Eftir það einbeitti hann sér að raftækni- námi sinu og lauk fyrsta áfanga þess rétt áður en hann hélt til Spánar. Þá gaf hann löndum sinum það loforð að verða stór- meistari áður en árið væri liðið. Að sögn Prensa Latina bjóst þó enginn við að hann stæði við orð sin svo fljótt sem raun varð á. Auk þeirra nafna hafa aðeins tveir menn frá Rómönsku Ameriku hlotið stórmeistaratitil sl. 15 ár. Þeir eru Mecking frá Brasiliu og Quinteros frá Argentinu. Forseti Skáksambands Kúbu, Jorge Vega, gat ekki leynt ánægju sinni er hann tilkynnti þénnan góða árangur Guillermo Garcia. Hann sagði að sú stað- reynd að kúbumenn væru aftur komnir i hóp þeirra þjóða sem gumað geta af stórmeisturum væri að þakka velskipulagðri starfsemi Iþróttasambands Kúbu. Kúbanir eru ekki i vafa um að skák sé iþrótt þvi þeir kusu hinn stórmeistarann, Sil- vino Garcia, einn af tiu bestu iþróttamönnum Kúbu árið 1975. —ÞH A þriójudag veróur dregió í 2.f lokki. 8.640 vinningar aó fjárhœó 110.070.000 króna. Á mánudag er síóasti endurnýjunardagurinn. . flokkur: 9 á 1.000.000 kr. 9.000.000 kr. 9 - 500.000 — 4.500.000 — 9 - 200.000 — 1.800.000 — 198 - 50.000 — 9.900.000 — 8.397 - 10.000 — 83.970.000 — 8.622 109.170.000 kr. Aukavinningar: 18 á 50.000 kr. 900.000 — 8.640 110.070.000.00

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.