Þjóðviljinn - 08.02.1976, Síða 5

Þjóðviljinn - 08.02.1976, Síða 5
Sunnudagur S. febrúar 197« bJÓÐVILJINN — StÐA 5 Frá Norður-Brasiliu: þegar „þarfir hagvaxtarins” hafa lagt i rúst það samfélagsem fyrir var... Hvernig er menning notuö til kúgunar? Þegar menn heyra minnst á kúgun, munu þeir aö líkindum hugsa fyrst af öllu til valdbeitingar (her, lögregla, dómstólar) sem beitt er til að viðhalda eignarhaldi yfirstétta á auðæfum jarðar og fram- leiðslutæk jum, möguleik- um þeirra á því að skammta vinnandi fólki kjör. Færri munu þeir sem velta þvi fyrir sér, hvernig ýmsum þeim áhrifum og stofnunum sem falla undir það sem við köllum menn- ing er beitt til að viðhalda þessu kerfi. Russeldómstóllinn þingar Þvi vakti það sérstaka athygli, að þegar hinn alþjóðlegi Russel- dómstóll (sem kom mjög við sögu rannsókna á striðsglæpum i Vietnam,)þingaði um mannrétt- indamál 1 Rómversku Ameriku.í Róm i janúar, var einmitt mjög mikið fjallað um menningarlega kúgun. t niðurstöðum þessa fund- ar dómstólsins segir m.a. „Dóm- stóllinn þekkir þær stjórnir, stofnanir, þá starfsemi og þá ein- staklinga sem stuðla að kúgun og eyðileggingu þjóðlegrar menn- ingar i Rómversku Ameriku, gera sig sek um menningarleg þjóðamorð.” bessi ivitnun ber m.a. þvi vitni hve alvarlega dómstóllinn telur notkun „menningar” sem tækis til að arðræna þjóðir og kúga. Niðurstöður dómsins voru birtar eftir yfirheyrslur og vitnaleiðslur sem tóku um það bil viku. Þar var fjallað um brot gegn mannrétt- indum i mörgum löndum Róm- önsku Ameriku, um hervæðingu samfélaga þar, um útrýmingu á indiánaþjóðum, um hlutverk kirkna, um þátt menningaráhrifa i kúgun, um norðuramriska ihlut- un i verklýðshreyfingar landa i álfunni sunnanverðri. A það skal minnt, að dómstóllinn er kenndur við hinn þekkta breska heimspek- ing og friðarsinna, Bertrand Russell. Hann hefur verið skipað- ur ýmsum heimsþekktum frægð- armönnum og sæmilegum fjöl- miðlum hefur ekki þótt stætt á öðru en taka mark á þvi sem frá honum hefur komið. Þaðer einnig ljóst, að hægrisinnum ýmiskonar finnst Russelldómstóllinn haldinn vinstrislagsiðu. En það er einnig auðséð, að þegar útiagar frá Sovétrikjunum og ýmsum lönd- um Austur-Evrópu, flestir all- langt til hægri i stjórnmálum, efndu ásamt nokkrum vestrænum frægðarmönnum til Sakharof- funda um mannréttindi um aust- anverða Evrópu, þá tóku þeir mið af þeirri fyrirmynd sem Russelldómstóllinn hafði skapað. Óvirkir viðtakendur Ariel Dorfman heitir fjölmiðla- fræðingur frá Chile sem lagði fram i Róm ýtarlega greinargerð um menningarlega kúgun i sinu landi og andóf gegn henni. Hann komstsvo að orði, að of fáir hefðu til þessa gert sér grein fyrir menningarlegri hlið yfirdrottnun- ar heimsvaldasinna i álfunni. ,,En þróun siðari ára hefur opnað augu margra. Mönnum hefur skilist hve miklu hlutverki fjöl- miðlar hafa gegnt i þvi að hafa á- hrif á fólk, við höfum séð hve virkar ýmsar menningarstofnan- ir hafa verið i sambandi við und- irbúning valdarána o.s.frv. Margir þeirra sem töluðu fyrir Russeldómstólnum i Róm notuðu orðið menningarheimsvalda- stefna til að lýsa fyrirbærum af þessu tagi. Bandariski mann- fræðingurinn June Nash komst m.a. svo að orði: „Menningar- heimsvaldastefna hefur margar hliðar. En það hugmyndakerfi sem mótar stefnu rikisstjórna og einkaaðila i þessum efnum mið- ast við það, að þeir „innfæddu” eru álitnir óvirkir viðtakendur i samskiptum sem eru sjálfkrafa og einhliða (Hliðstæða við þetta hér heima hefur Keflavikursjón- varpið verið, svo að mjög augljóst dæmi sé nefnt). Siðan er það tal- inn mælikvarði á það hve „skyn- samir” þeir innfæddu séu, hve greiðlega þeim gengur að taka við fyrirmyndum um hegðun og lifnaðarhætti.... Þjóðfélagsfræö- ingar hafa borið fram kenningar um aðlögun (t.d. indiánaþjóða að „nútimanum”). Þessar kenning- ar hafa verið látnar réttlæta áætl- anir um innlimun, sem annars- vegar hafa neytt innfæddar (indi- genous) þjóðir til ósjálfstæðis og undirgefni, en á hinn bóginn hafa slikar áætlanir beint þróun við- komandi lands i þá átt sem verð- ur i hag bandariskum fjárfest- ingaraðilum, en grefur undan handverki og öðru þvi sem ibúar á hverjum stað hafa haft sér til viðurværis. Þegar verst gengur grefur menningarheimsvalda- stefnan undan sjálfri tilveru þjóð- ar, svo að menningu hennar er út- rýmt eða jafnvel fólkinu sjálfu (Margar indiánaþjóðir hafa þeg- ar farið þá leið). i skásta falli skapar þessi stefna forsendur fyrir ósjálfstæði og fátækt”. Röskun Rómanska Amerika þekkirsæg dæma um útrýmingu menningar og heilla þjóða. Flestir hafa nokkra hugmynd um útrýmingu indiána á Amazonsvæðinu. Stundum er farið með báli og brandi, jafnvei eitrað fyrir fólk. En algengast er að saman fari ýmisleg menningaráhrif, og bein röskun á lifi fólksins — annars- vegar i gegnum áform um þró- unarhjálpsem lita allvel út á yfir- borðinu, eða þá að stöðvaðar eru umbætursem réttkjörnar stjórnir hafa byrjað á (þetta siðastnefnda hefur verið gert með beinni og ó- beinni ihlutun bandariskra aðila i Guatemala, Dóminikanska lýð- veldinu, Boliviu, Chile). Með þessari blöndu eru heilar þjóðir gerðar æ meira ósjálfstæðar og auðveldari i meðförum — bæði i pólitisku og efnahagslegu tiliiti. Skynsamlegir sjóöir t Róm voru rakin mörg dæmi um einmitt þetta: góðum og illum fyrirbærum1 hins rika og iðn- vædda heims er rudd braut með ýmsum leiðum — án þess að þjóð- irnar sem fyrir eru hafi raun- verulega möguleika á að ráða þvi hvernig og hvaða þróun á sér stað. (Þetta hafa frændur okkar danir iðkað á Grænlandi — og að þvi er best verður séð án þess að gera sér sæmilega grein fyrir af- leiðingunum). Mannfræðingurinn Chris Rosene frá Kaliforniu kunni t.d. frá þvi að segja, hvernig for- seti Guatemala, Laugerud, hefur ásamt bandariskum auðfyrir- tækjum að undanförnu unnið að stofnun samvinnufélaga undir bandariskri stjórn. Tilgangurinn er sá, að draga allstór svæði, sem byggð eru indiánskum bændum, inn i nútima, kapitaliskan stórbú- skap, sem lýtur hinum miklu á- •vaxta- og matvælahringjum Bandarikjanna. t þessu samhengi skipta miklu máli ýmsir einkasjóðir eða hálf- opinberir sjóðir, bandariskir eða evrópskir. Við fyrstu sýn virðist ekki margt að mörgum þessara sjóða að finna. En þeir veita t.d. fé til rannsókna, sem siðar koma öðrum stofnunum og svo fyrir- tækjum til góða þegar þær eöa þau eru að reyna að ná betri tök- uni á ibúum ýmissa svæða, fá meiri gróða af umsvifum sfnum þar. t niðurstöðu itarlegrar skýrslu um þessa sjóði segir bandariski félagsfræðingurinn Bonnie Mass, að „sjóðirnir stóru sem reka alþjóðlegar hjálpará- ætlanir, fást einnig við það að smiða andbyltingaráætlanir”. Hann segir einnig að „þessir sjóð- ir bera ábyrgð á þeim „þróunar- módelum” sem sýnast vera við- komandi þróunarlandi i hag, en i reynd byggja á hinni ranglátu gerð samfélags og atvinnulifs og miðast við það að ekkert breyt- ist.” Kirkjan 1 framhaidi af umræðu um al- þjóðlega sjóði var einnig mikið rætt um hlutverk kirkjunnar i Rómönsku Amriku. Það kom greinilega fram, að enda þótt kirkjan hefði i mörgum tilvikum verið tæki i höndum innlendra og erlendra valdhafa, þá sé ekki hægt að gefa neitt algilt og ein- hlittsvar um hlutverk kirkjunnar i álfunni. Til eru kirkjulegar stofnanir sem halda uppi nánu samstarfi við stjórnir og auð- fyrirtæki. En á hinn bóginn má nefna til presta og a.m.k. hluta kirkjulegra stofnana sem hafa snúist gegn kúgun og hefðbundnu hlutverki kirkjunnar við hlið valdhafanna. Hér má til nefna bæði „skæruliðapresta” og hinn fræga brasiliska biskup. Helder Camara. Allmargir prestar báru vitni fyrir Russeldómstólnum.Tveir mexikanskir meþódistaprestar skýrðu frá þeirri stéttasamvinnu- stefnu sem kirkja þeirra neyddi þá til að predika, ekki sist vfir verkafólki og bændum. A hinn bóginn kom það fram, m.a. i skýrslum frá prestum i Uruguay. að prestar sem hafa tekið mál- stað kúgaðra hafa sætt ýmisleg- um ofsóknum. Frá Chile þekkja menn dæmi um að kaþólskir prestar hafi verið handteknir og pyntaðir vegna slikrar afstöðu sinnar. Sem dæmi um það hve umdeilt hlutverk kirkjunnar er má nefna Gonzalo Arroyo, jesúitaprest frá Chile. Þriðja dag vitnaleiðsln- anna átti hann að flytja skýrslu um það hvernig bandariskir aðil- ar hafa hreiðrað um sig i kaþólskri kirkju Rómönsku Ameriku. En Vatikanið og regla Arroyos skipuðu honum að mæta ekki til leiks. Arroyo er þekktur sem stofnandi hreyfingarinnar „Kristnir með sósialisma" i Chile árið 1971. Fjölmiölar Að sjálfsögðu var og mikið um það fjallað i Róm hvernig fjöl- miðlar eru notaðir bæði til and- legrar kúgunar og þá til gróða. Franski fjölmiðlafræðingurinn Armand Mattelart, sem vann i Chile fyrir valdaránið. gerði grein fvrir þvi, hvernig hug- myndafræði rikjandi stétta er kerfisbundið dreift út til allra af- kima álfunnar. Þetta gerist um dagblöð, mvndasögur en þó fyrst og fremst um kvikmyndir. útvarp og sjónvarp. Um leið og.reynt er að „hertaka hugina” með visindalega út- spekúleruðum dagskrám ( og byrjað á börnunum) er mikið gert af þvi, að beina meðvitað upplýs- ingum til blaða og annarra fjöl- miðla sem ætlað er að ýta undir pólitiska þróun sem sé hagstæð Bandarikjunum. Og fylgja þess- ari „miðlun" einatt drjúgar fjár- fúlgur til að þær komist auðveld- legar á framfæri. Bæði Mattelart og Dorfman gátu bent á skýr dæmi um þetta. Oft er i þessu sambandi vitnað til hins þekkta hægriblaðs i Chile. E1 Mercurio, sem var óspart notað til þess að undirbúa jarðveginn fvrir valda- rán herforingjanna. En að þvi er fyrrnefndur Dorfman heldur fram „er að skapast mótvægi gegn þessum margvislega þrýst- ingi og áhrifum. alþýðleg andófs- menning sem við eigum eftir að frétta meira um". A.B. þýddiog endursagði. i kvikinyndahúsum seni þessum ganga þúsundir þriðjaflokks mynda, norður- og suðuramriskra, sem miðla þeim ólæsu af hugmyndum og lifsskilningi sem ráðamönnum koma best.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.