Þjóðviljinn - 08.02.1976, Page 11

Þjóðviljinn - 08.02.1976, Page 11
Sunnudagur 8. febrúar 197« ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 gagnrýnandinn talinn vera ef álit hans gengur i berhögg við álit listamannsins og hans fylgifiska? Svarað með spurningu: Er hon- um eitthvað illa við mig? Fór hann öfugur framúr i morgun? Sumir ganga jafnvel lengra og telja gagnrýnandann mislukkað- an listamann, aðrir hvisla um kynlifið og vitna i Freud. Allt i einu er maðurinn orðinn ægileg ó- freskja, lostafullur kvalari með enga samvisku. Ég hef heyrt þessar klausur svo oft að þær eru hættar að orka fyndnar. Nú er það sjálfgefið að gagn- rýnandi verður að kunna skil á þeim þáttum sem hann fjallar um. t myndlist eru það hinar fjöl- mörgu aðferðir (skúlptúr, mál- verk, vefnaður, grafik o.fl.) auk þeirra atriða sem eðlisbinda þessa listgrein, t.d. myndbygg- ing, litir, form og lina. Hvernig vinnur þetta saman? Hvaða við- miðun hefur listamaðurinn? Hvaðan koma áhrifin og hvernig nýtast þau? O.s.frv. Þessu til við- bótar þarf gagnrýnandinn að kunna sitthvað i listasögu, hann verður að hafa yfirsýn á sam- timaviðburði i myndlist, honum ber að fylgjast með þróun listar- innar. Hér má einnig nefna per- sónulega reynslu. Þeir sem fylgjast með skrifum •myndlistargagnrýnenda dag- blaðanna, listamenn og aðrir, þeir hafa auðvitað tekið eftir þvi hve vinnubrögð þeirra eru per- sónuleg og einkennandi fyrir þá. Þeir berja saman fagurfræðileg- ar greinar, almennar umsagnir og ábendingar, kynningar og fróðleik, deila á það sem miður fer. Gagnrýnendur fara ekki eftir ákveðnum formúlum, þeir hafa ekki staðlaðar fyrirmyndir til að vinna eftir, þeir skrifa eins og andinn innblæs hverju sinni. Vissulega er hægt að gagnrýna samkvæmt gefinni reglu, tilsnið- inni einkunnagjöf eða stjörnu- kerfi, jafnvel með hjálp tölvu þar sem reiknað er i stærðfræðitákn- um, ómennskt og tilfinningalaust. En hver óskar eftir sliku? Oft hef ég verið gestur á mynd- listarsýningum þegar aðvifandi manneskja segir við aðra: þessi mynd þykir mér góð, þessi er slæm. Enginn rökstuðningur, myndin er dæmd i augnabliksæði, engin tilraun er gerð til að bera saman innviðu mynda, myndmál o.fl. Ef sýnandi hefur unnið að verkum sinum i listrænni kröfu- hörku og samkvæmt bestu sam- visku, þá hika ég ekki við að full- yrða það að gagnrýnendur virða þá viðleitni og stunda vinnuskrif sin þannig að réttlátt mat birtist. Hér er þó vissara að hafa vara á ef gagnrýnandinn er óljós i hugs- un, jafnvel treggáfaður, þótt ég kannist ekki við svoleiðis fyrir- bæri um þessar mundir. Ég hef tillögu fram að færa við þá aðila sem gagnrýna skrif gagnrýnenda: prófið að skrifa gagnrýni og sjáið hvernig tekst til. En þar sem ég veit að flestum mun reynast það ofviða án hjálp- ar, þá hef.ég útbúið dálitið plagg sem hægt er að styðjast við ef ein- hverjum þóknast svo og fylgir þessu spjalli. Nám í Bretlandi: Verða skóla- gjöld útlend- inga hækkuð? Breska blaöið Times kvartar nýlega yfir þvi, að erlendir stúdentar sem við nám eru i Bretlandi kosti breska ríkið of mikið. Samkvæmt heimildum blaðsins eru nú um 95 þúsundir erlendir námsmenn i Bretlandi. Af þeim eru 42.000 ekki til fjárhagslegrar byrði, vegna þess að þeir eru við nám i einkaskólum eða i iðnfyrir- tækjum eða þá að námsfólkið kemur að ýmsu gagni meðan á námi stendur (hjúkrunarnemar). En um 110 miljónir punda fara til þess á ári hverju að styrkja nám 53.000 manns með einum eða öðrum hætti. Koma þá um 2.000 punda á hvern þeirra, eða sem svarar 7-800 þús. krónum. Um þessar mundir borga erlendir stúdentar 320 pund á ári i skólagjöld, og ekki er liklegt að sú upphæð verði hækkuð i meira en 400 pund á næsta ári. Times segir, að enda þótt námsgjöld væru tvö- földuð mundu erlendu námsmennirnir samt fá alldrjúga aðstoð. Ný tegund silkiorma Próíessor Nikolai Sinitski við landbúnaarháskólann i sovétlýð- veldinu Ukrainu hefur ræktað nýjan stofn silkiorma, sem lifa á blöðum af eik og fleirri trjá- tegundum. Talið er að fimm tonn- um af eikarlaufum, sem venju- lega eru brennd, þegar tréð er fellti megi breyta i eitt tonn af silkiþræði, sem auk þess er i hærr gæðaflokki heldur en sá silkiþráður, sem venjulegir silki- ormar, sem lifa á mórberjablöð- um, framleiða. Þessi nýi silkiormur kom upp- haflega l'rá Kóreu og Norður-Ind- landúog hefur það tekið 20 ár að aðlaga hann aðstæðum i miðhér- uðum Rússlands. (APN) CA KR 620.000 (690.000.-) TAKMARKAÐAR BIRGÐIR TÉKKNESKA BIFREIÐA UMBOÐIÐ Á ÍSLAND/ H/E AUÐBREKKU 44-46 KÓPAVOGI SÍMI 42600 Akureyri: Skoda verkstaeðið a Akureyri h.f. Oseyri 8 Egilsstaðir: Varahlutaverilun Gunnars Gunnarssonar Námskeið í hnýtingum og fingravefnaði Mánudaga og miðvikudaga frá klukkan 15 til 17 og mánudags- kvöld og miðvikudagskvöld frá klukkan 20 til 22. Þeir sem hafa áhuga hringi i sima 14662 á sunnudag. Sigurlaug Jóhannesdóttir SKODA IIOL C A KR. 665.000.- (740.000.-) SKODA IOO Lífskjara- rýrnun Danska blaðið Information birti fyrir skemmstu yfirlit um breyt- ingar á rauntekjum i um tuttugu löndum. Viðast hvar hafa breyt- ingarnar orðið launþegum nokk- uð hagstæðar. Ekki sist i Dan- mörku sjálfri. Þar hafa laun hækkað að meðaltali um 17,5% undanfarna tólf mánuði en verð- lag um 4,7% og hafa þvi rauntekj- ur hækkað um rúmlega 12% á þessum tima. Onnur lönd sem fá allgóða út- komu eru Spánn (12,1%), ttalia (11,3%) og Pólland (10,4%). 1 þessu yfirliti eru það aðeins þrjú lönd sem sýna neikvæða út- komu. 1 Japan hafa lifskjör sam- kvæmt þessum útreikningi versn- að um einn af hundraði og um tæplega þrjá i Júgóslavi. lsland er langsamlega verst á vegi statt: þar hafði kaupmáttur launa skroppið saman um nær 17% mið- að við októbermánuð. einhver afgreiðslan opin allan daginn AÐALBANKINN BANKASTRÆTI 5 SÍMI 272 00 KL. 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 i UTIBUIÐ LAUGAVEG1172 SlMI 2 0120 AFGREIÐSLAN UMFERÐARMIÐSTÖÐ SÍMI 2 25 85 BREIÐHOLTSÚTIBÚ ARNARBAKKA2 SÍMI 74600 V/€RZIUNRRBRNKINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.