Þjóðviljinn - 08.02.1976, Side 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. febrúar 1976
Leiöbeiningar
Stafirnir mynda islensk
orð eða mjög kunnugleg
grlend heiti, hvort sem
Íesið er lárétt eða lóðrétt.
Hver stafur hefur sitt
númer og galdurinn við
lausn gátunnar er sá að
finna staflykilinn. Eitt
orð er gefið og á þaö aö
vera næg hjálp, þvi að
með þvi eru gefnir stafir i
allmörgum öðrum orö-
um. Það eru þvi eðlileg-
ustu vinnubrögðin aö
setja þessa stafi hvern i
sinn reit eftir þvi sem töl-
urnar segja til um. Einnig
er rétt að taka fram, aö i
þessari krossgátu er
gerður skýr greinarmun-
ur á grönnum séíhljóða
og breiöuni, t.d. getur a
aldrei komið i stað á og
öfugt.
BORISPOLEVOI
1 2 3 4 5 (d ? 99 9 1 10 II 12 13 V i4
)S 99 10 13 /? <5? IZ 18 8 6' <3? W V W 20 /? 5 3
10 zo 12 /2 5- )0 V 21 /1 8 2 22 10 0 22 Z ID 09
5- 8 0? 21 b 9 10 y 12 21 w II 8 S' 9? 10 12 12
10 2 3 5 /9 9 V /9 18 22 5~ /7- 5" v 3 zT
V 10 24 10 12 n S~ 2? 5 9? b /3 25 13 3 3
2í> V /*/ 99 2T- 8 13 10 V 5~ /*/ 5 V sr /? V /3
12 21 10 10 2 99 10 li' 2/ y 22. )0 2 3 99 r /9
3 20 99 12 n 9 9? 23 ii ir S 9? 12 Jl '°R 99 5" JO
2 9? 14 21 3" (p o 9? 3 s 2 2S~ 9? 28 "d 12 21 5
!0 /¥ 12 13 3 (T sa 2°! í> 2$ b S2. 30 iT nÐ S~ 8
Setjið rétta stafi i reitina neð-
an við krossgátuna og mynda
þeir þá nafn á veðurfyrirbæri
sem oft sést á himni. Sendið
þetta orð sem lausn á krossgát-
unni til afgreiðslu Þjóðviljans,
Skólavörðustig 19, merkt
„Verðlaunakrossgáta 19”.
Skilafrestur er þrjár vikur.
Verðlaunin eru bókin Saga at
sönnum manni eftir sovéska rit-
höfundinn Bóris Polevoj. Þýð-
andi er Jóhannes úr Kötlum en
Halldór Laxness ritaði inn-
gangsorð. Aðalsöguhetjan er
flugliði úr Rauðahernum, sem
missir báða fætur i siðari
heimsstyrjöldinni, og lýsir bók-
in baráttu hans, þar til honum
tekst að sigrast á örkumlum
sinum og verða fullveðja sovét-
flugmaður á nýjan leik. Halldór
Laxness segir svo i ínngangs-
orðum: ,,En þó að saga þessi af
sönnum manni eftir Bóris Pole-
voj sé engin gamansaga að efni
til, þá er höfundurinn svo fjör-
ugur og léttur i máli að það mun
sanni nær að flestir menn, og þó
kannski engir fremur en æsku-
menn, örvist við ævintýralega
frásögn hans”. Ennfremur seg-
ir Halldór: ,,Þar kemur nú loks-
ins bók sem maður mundi hafa
kallað spennandi hér á árun-
um”. útgefandi bókarinnar er
Heimskringla.
Verðlaun fyrir krossgátu nr. 15.
Verðlaun fyrir rét+a lausn á krossgátu nr. 15, sem
birtist 11. janúar, hlaut Þórunn Guðmundsdóttir,
Hólavegi 15, Sigluf irði. — Verðlaunin eru bókin Dagar
við vatnið eftir Drífu Viðar í útgáfu Heimskringlu.
\
Sjónvarp:
Veruleiki
og tilbúningur
Ég er i vanda staddur, og lik-
lega eru margir amerikanar i
sama vanda einnig. Ég getekki
lengur greint á milli sjónvarps-
frétta og glæpaleikritanna sem
koma strax á eftir þeim.
Ég er ekki viss um það, hvort
ég sá Patriciu Hearst i „Walter
Cronkite” eða i myndinni ,,Á
götum San Fransisco”. Var
Sara Jane Moore persóna i
„Cannon” eða reyndi hún i raun
og veru að skjóta forseta
Bandarikjanna?
Veruleiki og óraunveruleiki
hristast saman i eitt. Það virðist
ekki mikill munur á þeirri
Lynette Fromme sem viðsjáum
i „Fréttir af sjónarvottum” og
hippanum truflaða sem við sjá-
um i „Hawai fimm-núll”.
Hvað gerir vitlaust fólk þegar
það er ekki úti á götu og miðar
byssum að fólki? Situr það
heima og horfir á sjónvarp?
ímyndar þetta fólk sér að
„SWAT” hafi umkringt hús
þeirra, eða að Efrem Zimbalist
frá Alrikislögreglunni sé á
hælunum á þvi i þyrlu? Sam-
samar þetta fólk sig þvi fólki
sem er að reyna að myrða
„McCloud” eða þeim sem ætla
að nauðga Anie Dickinson i
„Lögreglukonunni”?
Hvenær fór „John Chancell-
or” af skerminum og hvenær
kom „Mod-sveitin” i staðinn?
Sá ég bankarán i kvöldfréttun-
um eða var það i „Barbary-
ströndinni”?
Hver skrifar fréttapró-
grömmin? Og hver skrifar
glæpaleikritin? Er það sama
fólkið?
Hefur Ford forseti horft á of
margar biómyndir með John
Wayne i sjónvarpinu?
Ég veit að ég heyrði um konu,
sem 45mm. skammbyssa henn-
ar var tekin af henni, en tókst að
kaupa aðra 38 mm áður en dag-
ur var liðinn. En hvar sá ég
þetta? Var það i fréttayfirliti
dagsins eða i „Baretta”?
Hvar eru allir Osvaldar fram-
tiðarinnar núna? Hafa þeir lita-
sjónvarp, eða horfa þeir á
svart-hvitt?
Var það „Járnsiða” eða
Perry Mason eða lögfræðingur
Patty Hearst sem ég sá um dag-
inn lýsa þvi yfir, að skjól-
stæðingur sinn hefði verið heila-
þveginn?
Það var verið að sýna byssu i
sjónvarpi á dögunum sem gat
skotið eiturörvum og drepið
menn á 15 sekúndum. Mér finnst
það hafi einhver fréttaskýrandi
verið að þusa um CIA, en
kannski var þetta partur úr
„Mission Impossible”?
Var einhver að reyna að
drepa dálkahöfundinn Jack
Anderson, eða var það einhver
úr „Adam 12”? Mikiðþætti mér
gott ef ég gæti munað það.
Það var eitthvert mannrán i
sjónvarpinu. Ég held að strák
sem hét Bronfman hafi verið
rænt. Þeir náðu i mannræningj-
ana. Hverjir þeir? Voru það þeir
hjá Alríkislögreglunni eða var
það „Harry O”? Og hvaða dag-
skrár horfa mannræningjar á
þegar búið er að nappa þá?
Horfa þeirá fréttir eða á glæpa-
leikritin?
Finna væntanlegir morðingj-
ar tilafbrýðisemi i garð Charles
Mansons? Ofunda þeir ungfrú
Fromme af þvi hve rækilega
hún komst i sjónvarpið eftir að
hún reyndi að plaffa á forset-
ann? Láta þeir sig dreyma um
að þeir verði næstir til að skæl-
brosa framan i kastljósin,
EFTIR ART
BUCHWALD
standandi milli lögregluþjón-
anna sem fylgja þeim?
Eða þykjast þeir vera að
skjóta nægju sina á við Charles
Bronson i miðnæturbíómynd hjá
A.B.C-stöðinni?
Ef að ég get ekki lengur greint
raunverulega atburði frá þeim
uppdiktuðu, hvernig ættu þeir
þá að geta það? Kannski er ekki
til neitt lengur sem heitir raun-
veruleguratburður? Og kannski
eru heldurekki til lengur neinar
tilbúnar sögur? En hvað er það
þá sem við erum að horfa á, og
hvaða áhrif hefur það á okkur?
Og ef þetta sem við sjáum
hefur áhrif á okkur, hvaða áhrif
hefur það þá á þetta einmana og
vonsvikna fólk sem situr i sóða-
legum herbergiskytrum sinum
og föndrar við 38 mm eða .45
mm. skammbyssuna sina eða
hvaða tól það annars var sem
hann eða hún keypti i næstu búð
fyrr i vikunni?
Talsmaður Bandariska riffla-
sambandsins sagði i þætti með
Mike Wallace, að það væru ekki
byssur sem dræpu menn. Það
eru menn sem drepa menn,
sagði hann. Eða sá ég þetta
kannski i „Kojak”?
Þó það ætti mig lifandi að
drepa: ég man það ekki.
Sitt
úr
hverri
áttinni
Pabbi, mamma
og sjónvarpið
Nemendur við menntaskóla i
bandariska bænum Farmville
tóku að sér að spyrja börn i pláss-
inu að þvi, hvort þeim þætti
vænna um föður sinn en sjónvarp-
ið. Börnin voru á aldrinum fjög-
urra til sex ára. 44% þeirra sem
svöruðu sögðu að þeim þætti
vænna um sjónvarpið. Mæðurnar
fóru nokkuð betur úr þessum
samanburði. Ekki nema eitt barn
af hverjum fimm tók imbakass-
ann fram yfir móður sina.
Skattamál þjófa
Fyrir skömmu felldi hæstirétt-
ur Sviss svofelldan úrskurð: þjóf-
ur sem hefur hvað eftir annað
fengist við sölu á stolnum vörum
er atvinnurekandi samkvæmt
skilningi skattalaganna og ber
honum að greiða tekjuskatt sem
slikur.
lagsi.