Þjóðviljinn - 08.02.1976, Síða 16

Þjóðviljinn - 08.02.1976, Síða 16
16 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. febrúar 1976 Umsjón: Þórunn Sigurðardóttir Hvernig er það með jafnréttið á heimilinu Þrátt fyrir góðan vilja, tekst mörgum ótrúlega illa að ná og viðhalda jafnrétti, þar sem jafn- rétti á að byrja — sem sagt inni á heimilinu. Það er talað mikið um jafn- rétti og fólk berst fyrir jafnrétti á ýmsum svið- um — en jafnréttið á heimilinu er oft engu meira en það var hjá ömmuogafa. Eða hversu margir karlmenn eru það sem sjá t.d. um fatakaup eða viðgerðir á fötum barna sinna? En þeir eru jú f lestir ansi duglegir við að ,,hjálpa til"! Sannleikurinn er sá, að ungar konur, sem vinna úti og eiga fjölskyldu, vinna oftast tvöfalt starf, þ.e. úti og á heimilinu. Abyrgðin á heimilishaldinu, börnunum og matseldinni er fyrst og fremst á þeirra herð- um, en — eins og fyrr segir — flestir ungir menn i dag eru duglegir viðað „hjálpa til”. Það er litið á þeirra framlag til mál- anna sem vel þegna aðstoð, en ekki sem sjálfsagða skyldu. Þeir velja sér eftir sem áður þann tima sem þeim hentar til „aðstoðarinnar” — þeir leika við börnin — þeir laga kannski góðan mat á sunnudögum — sem sagt þeir velja sér skemmtilegustu verkefnin, þeg- ar þeim hentar best! Þetta er kannski ófögur lýsing, og á auð- vitað ekki nærri alltaf við — en hún er ótrúlega algeng. Hversu mikil áhersla er t.d. lögð á það við feður að þeir vakni til ungabarna á móti mæðrunum? Sum staðar er- lendis er býnt fyrir feðrum af starfsfólki fæðingardeilda að þetta sé þeirra skylda, eigi móð- irin að ná fullri heilsu á sem stystum tima eftir barnsburð- inn (auk þess sem þetta er sjálfsögð jafnréttiskrafa). Slikt aðhald hefur mikil áhrif og sænsk könnun hefur sýnt að þar sem feður eru búnir undir komu barnsins á þennan hátt, — þeim kennd ungbarnaumönnun og þeim skýrt frá nauðsyn þess að móðirin fái næga hvild, heilsast bæði mæðrum og börnum mun betur, auk þess sem feðurnir fá nánari tengsl við barnið, sem lengi býr að. Hér á landi er hins vegar al- gengt að maður heyri full- hrausta unga menn segja: „Ég skil bara ekkert i þvi, en ég vakna bara alls ekki á nóttunni. Það þýðir ekkert fyrir mig að reyna að vakna til barnsins — ég bara sef.” Og konurnar eru jafnvel stoltar af þessu og sætta sig við að missa svefn og heilsu vikum og jafnvel mánuðum saman ef barnið er óvært eða veikt. Þetta er nefnilega ekki allt karlmönnunum að kenna — konurnar njóta þess gjarna i og með að „vera ómissandi”. Taflan sem hér er á siðunni er gerð af heimilisfræðingnum Kerstin Myrehed og er gert ráð fyrir 4ra manna fjölskyldu. Otreikningurinn á timunum er varla nákvæmur, enda hlýtur slikt að vera mismunandi frá fjölskyldu til fjölskyldu, eftir þvi hvar hún býr, hvernig vinn- an er o.s.frv. Ef timaútreikn- ingurinn virðist mjög ólikur þvi sem á við viðkomandi fjölskyldu er bara að brey ta um tölur. Gert er ráð fyrir að inn i auðu reitina séu færðir timar hvors um sig eins og þeir dreifast yfir árið, en ef til vill væri gott til að byrja með að kanna jafnréttið i einn mánuð. Hvað barnaumönnuna áhrærir eru ekki gefnir upp á- kveðnir timar fyrir árið, þvi þeir eru svo mismunandi. og verður hver fjölskylda að reikna það út sjálf. Gert er ráð fyrir að jafnvel þótt annað foreldranna sé heima á daginn, þá eigi skipting á verkunum eigi að siður rétt á sér. Sá eða sú sem heima er hef- ur þá umsjón barnanna yfir daginn, en á nákvæmlega sama rétt á fritima þess utan og sá sem úti vinnur. Slikt hljóta að vera lágmarksréttindi þess sem heima er, sem oftast er konan — og sjálfsögð virðing fyrir hús- móðurstarfinu og barnauppeld- inu. Það er nefnilega dálitið kyndugt að heyra fólk ræða um húsmóðurstarf og barnauppeldi með fjálgum rómi sem þýð- ingarmesta starf þjóðfélagsins, en gera um leið ráð fyrir að sá sem það starf vinnur eigi aldrei fridag og að þvi fylgi endilega öll erfiðustu og leiðinlegustu störf heimilisins. Kerstin sú sem gert hefur þessa töflu mæl- ir með að foreldrar skiptist á að eiga fri á laugardögum og sunnudögum, þannig að ekki sé alltaf verið að ætlast til einhvers af öðrum aðilanum, — sem oft- ast verði konan. Og hún minnir á að strax og börn geta eiga þau að læra að hirða sitt eigið her- bergi og taka þátt i heimilis- störfunum eftir getu. Að end- ingu segir Kerstin að „dagbók” yfir störfin á heimilinu þar sem unnt sé að fylgjast með þvi hvernig þau deilast, sé i raun og veru miklu nauðsynlegri fyrir hamingjusamt fjölskyldulif en hinarsigildu heimilisdagbækur, þar sem i er fært verð á ýmsum matartegundum — að sjálf- sögðu af húsmóðurinni. GS bendir á úlpurnar i Vinnu- fatabúðinni, en þar er útsala á ágætum úlpum á mjög góðu verði. Þarna hafa t.d. fengist fyrirtaks barnaúlpur á 1900 krónur og á fullorðna af ýmsum gerðum fyrir nokkur þúsund krónur. Þessar úlpur eru yfir- leitt hentugar hér á landi, hlýjar og sterkar. Og það má reyndar enn minna á útsöiurnar, sem nú eru i fullum gangi i bænum, og þeir sjálfsagt margir sem gera góð kaup á þeim þessa dagana. Margir hafa kvartað undan sjóþyngslunum að undanförnu og þá ekki sist þvi undarlega sinnuleysi að moka snjó af göt- unum viðstöðulaust upp á gang- stéttir. Gamalt fólk hefur t.d. átt i miklum erfiðleikum með að komast leiðar sinnar allan und- anfarinn mánuð af þessum sök- um. Er ekki hægt að ryðja göt- urnar öðru visi en svona? HEIMILISHALD ^^0 HANN HÚN ^ BÖRNIN Tlmar á ári HANN HÚN Taka til morgunmat 50 Búaumrúmin 80 Dagleg tiltekt (tinaupphluti,föto.s.frv.) * 60 Vikuleg hreingerning 200 Stórhreingerning 25 Innkaup 100 Matargerð (ekki gert ráð fyrir hádegismat nema um helgar) 250 Uppþvottur (án uppþvottav.) 250 Uppþvottur (með uppþvottavél). 130 Þvotturivél (sjálfv., án þess aðstrauja) 65 Þvotturivél (sjálv. straujað) 155 Borga reikninga ( fara i banka o.s.frv.) 35 Billinn (þvottur, smurning o.fl.) 20 Lóðin (klippa gras, moka snjó o.fl.) 20 Viögerðir (fara með hluti I viðgerð gera viðsjálfur) 25 Gestir (undirbúa, matargerð, tiltekt, innkaupo.fi.) 50 Hér verður hver fjölskylda að skrifa sina tima eins og hún gerir ráð fyrir að þeir dreifist yfir árið. Mjög er mismunandi hversu mikinn tima umhirða og umönnun barnanna tekur, eftir þvi hvað þau eru gömul o.s.frv. Ungbarnaumönnum (skipta um bleyjur, þvo, klæða, gefa, mata, vakna á nóttunni) Umönnun stærri barna (klæða, hátta, lesa leika við, tala við o.s.frv.) Umhriða um föt (þvotturinn tilheyrir heimilishaldinu) Kaupa föt (sauma). Keyra börnin i skóla eða annað. Foreldrafundir (i skóla eða dagh.) Fara með börnin til læknis (sprautur o.s.frv.) Sjá um barnagæslu (halda sambandi við barnapiu). >

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.