Þjóðviljinn - 08.02.1976, Side 22
22 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. febrúar 1976
Soffía
Framhald af bls. 2.
áfram teldi ég það stóran áfanga
á Akureyri miðað við að þar hafði
bókstaflega ekkert verið gert i
þessum málum áður. En það þarf
að sjálfsöðu að fylgja aðgerðinni
eftir með meira starfi, og etv.
kæmi til mála að halda ráðstefnu
siðar i vetur um kjör kvenna i at-
vinnulifinu, þeas láglaunakvenn-
anna.
Hóparnir sem starfa núna hafa
tekið fyrir mismunandi verkefni.
Tveir sneru sér að þjálfun i al-
mennum félagsstörfum, einn er
með ýmiskonar erlent og innlent
lesefni um jafnréttismál og
byrjaði strax i desember að þýða
sitthvað. Einn tekur fyrir dag-
vistunarmál og annar kannar
launaflokka og starfsskiptingu og
sá sjötti fjallar um konuna og
neytendaþjóðfélagið, þar með
talið auglýsingar og sitthvað sem
undir þetta fellur.
24. október og kannski ekki sist
70 kvenna fundurinn leysti úr
læðingi marga krafta, sem ekki
var vitað um áður, en áreiðanlega
eiga eftir að nýtast i réttindabar-
áttu kvenna i framtiðinni. —vh
Mismunun
Framhald af bls. 8.
fara að búa aftur með sinni fjöl-
skyldu. Hún hafði lifað án þeirra
og hafði hreinlega ekki pláss fyrir
þá lengur. Þeir komu breyttir
heim, annað hugarfar, önnur
framkoma og tilfinning fyrir
lífinu.
— Hvað veldur föngunum
sjálfum mestum erfiðleikum á
meðan þeir afplána refsingu"
— Ég held að það sé erfiðast að
sætta sig við sjálfa innilokunina.
Það, að vera sviptur frelsi sinu,
erákveðin sálfræðileg þvingun og
hún hlýtur að vera alverst.
Vandamál sem koma upp vegna
innilokunar eru margvisleg, t.d.
vegna kynlifsins. Ég held þó að
það sé hægt að umbera það, að
vera sviptur venjulegu kynlifi.
Menn leysa þetta vandamál á
ýmsan hátt. Sumir með sjálfs-
fróun og aðrir með þvi hreinlega
að bæla þessa hvöt þar til hún
smám saman sljóvgast.
Hinu er ekki að neita að oft vill
það fara svo, að menn taka upp
kynferðislegt samband við sam-
fanga sina Kynvilla er fyrirbæri
sem ekki er hægt að loka augun-
um fyrir, það er óhjákvæmilegur
fylgifiskur innilokunar margra
manna og eitt af þvi sem ein-
hvernveginn þyrfti að finna lausn
á.
— Hvernig bregðast menn við
innilokuninni?
— Það er æði misjafnt. Sumir
bregðast við með þvi að forherð-
ast, verða bitrir og fyllast hatri út
i allt og alla, sérstaklega þó út i
þjóðfélagið sjálft, án þess að
sundurgreina það. Þjóðfélagið
verður bara skrimsli og oft getur
verið erfitt að ráðast á þennan
óvin sinn.
Aðrir sætta sig við fangelsis-
lifið, lifa sig inn i það af lifi og sál,
gera allt til þess að vera fyrir-
myndarfangar. Sýna þá áhuga,
þóknast fangavörðunum o.s.frv.
Reynslan hefur sýnt að þeim hópi
er hættast við að koma aftur siðar
i fangelsið, halda aftur út á sömu
braut, þegar vistinni lýkur.
Enn aðrir reyna að einangra
sig. Leitast við að taka sem
alminnstan þátt i fangelsislifinu,
forðast samskipti við aðra fanga.
Sumir ganga svo langt að þeir
neita að vinna og borða og slik
viðbrögð eru lika afar hættuleg.
Kaupmenn eiga aö
taka afleiðingunum
— Hvernig vilt þú láta refsa
fyrir afbrot?
— Það yrði nú langt mál að
fara út i minar hugmyndir hvern-
ig eigi að hátta refsingum. í
grundvallaratriðum má þó segja
að ég vilji ekki láta loka aöra
menn inni en þá, sem teljast um-
hverfinu beinlinis stórhættulegir.
Þeir menn éru að minu viti ákaf-
lega fáir, — svo fáir að við getum
ekki byggt kerfið upp fyrir þá.
Min skoðun er sú að það megi
hreinlega afnema refsingar fyrir
mörg þessara þjófnaðarbrota.
Mér finnst þau ekki refsiverð.
Kaupmenn freista t.d. viðskipta-
manna með þvi að stilla vörum
sinum glæsilega út i gluggann og
þeir ætlast til þess að borgararnir
freistist. Sumir freistast án þess
að hafa efni á þvi og mér finnst að
kaupmaðurinn verði að þola það
tjón á eigin spýtur og gera sjálfur
ráðstafanir til þess að koma i veg
fyrir annað innbrot.
Ég held að ég geti dregið linuna
á milli þjófnaða á undir eða yfir
tiuþúsund krónum. Ef um er að
ræða fyrra tilfellið finnst mér
sjálfsagt að láta málið kyrt
liggja. Það fer alltof mikil orka
lögreglumanna i þessi smámál á
meðan önnur og miklu stærri sitja
jafnvel á hakanum.
Sofið á verdinum
— Hefur verið rætt um að
stofna sérstakt meðferðarheimili
fyrir fanga sem afplána siðustu
mánuði refsingar sinnar?
— Nei, ekki mér vitanlega. Það
er sofið á verðinum og ég verð
a.m.k. ekki vör við að verið sé að
kanna leiðir til úrbóta i islenskum
fangelsismálum. Það er raunar
ekkert einsdæmi að breytingar á
fengelsismálum gangi hægt fyrir
sig, en i öðrum löndum virðist
manni þó að verið sé að gera til-
raunir og leita fyrir sér með eitt-
hvað nýtt.
Hérlendis verður breyting að
eiga sér stað vegna þess að það
sem við höfum, getum við ekki
sætt okkur við. En ég held að
athyglinni sé beint um of að upp-
lýsan smámála og refsingum
fyrir þau. Dómsmálakerfið
vinnur allt saman við smáþjófn-
aðina, allur kostnaður er i
kringum þá.
Mér finnst að það ætti að beina
athyglinni frá þeim og að þvi sem
er miklu alvarlegra eins og t.d.
skattalagabrot og önnur nútima-
brot. Þar er beitt allt öðrum
aðgerðum fangelsisvist er ekki
notuð i þeim tilfellum og þvi
myndi um leið draga verulega úr
notkun fangelsanna.
— Eru allir menn jafnir fyrir
lögum?
— Nei, ekki að minu viti. Það
hefur verið töluvert til umræðu i
fjölmiðlum að menn fái ekki allir
sömu afgreiðslu sinna mála. Sú
gagnrýni hefur beinst i þá átt að
yfirvöld beiti refsingum ekki ein-
göngu með hliðsjón af afbrotum,
heldur þjóðfélagsstöðu manna.og
einnig að að afgreiðsla málanna
taki mislangan tima — lika eftir
þjóðfélagsstöðu manna.
Mörgum virðistþað orðin regla
að viss hópur, úr miðstétt eða
yfirstétt, sem hefur tengsl inn i
embættismannakerfið, fái aðra
meðferð heldur en lágstéttarfólk.
Ef þetta er orðin regla, en ekki
tilkomið fyrir handvömm eða til-
viljanir, er málið mjög alvarlegs
eðlis. Mér finnst þessi gagnrýni
góð; jafnrétti fyrir lögum á að
vera algjört.
Réttaröryggi
almennings ógnað
Með misrétti á borð við þetta
verður erfitt að fylgjast með
afgreiðslu yfirvalda. Réttar-
öryggi almennings er ógnað
þegar við þekkjum ekki regiurnar
eða höfum ekki ákveðnar reglur,
heldur mat yfirvalda hverju
sinni. Lögum 'samkvæmt hafa
þau þó ekki þetta vald, en komast
engu að siður upp með óréttláta
mismunun.
— Hvað er islenskt lifstiðar-
fangelsi langt?
— Það er sextán ár, en menn
afplána aldrei alla refsinguna.
Fangelsisvist lýkur nánast alltaf
er 2/3 hlutar hafa verið afplán-
aðir, þá er föngum veitt svokölluð
reynslulausn, en einnig hefur
færst i vöxt að menn séu náðaðir
af sérstakri nefnd, sem til þess er
skipuð.
Sakaruppgjöf er hins vegar litið
beitt hérlendis, en menn geta sótt
um náðun hvenær sem er.
Upphaflega var talið af almenn-
ingi að náðunum væri beitt svo
mjög vegna vöntunar á fanga-
rými, en Litla Hraun hefur ekki
verið fullskipað um árabil svo að
ég held að ákveðin hefð sé höfð i
heiðri i sambandi við náðanirnar
núna.
Einnig hefur verið töluvert um
það að menn afpláni litið af
dómum sinum. Þeim hefur hrein-
lega verið sleppt og þá mega þeir
eiga von á þvi að verða settir inn i
afplánun aftur hvenær sem er.
Þetta er ákaflega slæmt fyrir-
komulag.
Stundum ernáðunum beitt áður
en refsing er tekin út. Mál eru oft
æði lengi i rannsókn hjá yfir-
völdum áður en dómur fellur og á
t.d. einu ári geta hagir manna
breyst verulega. Þeir geta snúið
af afbrotabrautinni og tekið að
lifa fullkomlega heiðarlegu og
eðlilegu lifi á einu ári og þá er
vitanlega freistandi að sækja um
náðun, til þess að lenda ekki i
sama farinu aftur. Náðunar-
nefndin gefur ekki út neinar
skýrslur um sinar náðanir svo að
það er ekki gott að átta sig alveg á
þvi hvernig hún tekur á slikurn
tilfellum og öðrum.
Fangaverðir ekki
i/vondir menn"
— Eru fangaverðir „vondir
menn”?
— Ekki hérna heima held ég.
Fangaverðirnir okkar hafa flestir
unnið viða og ekki ætlað sér frá
upphafi að gegna þessu starfi.
Þeir hafa ekki stefnt að þessu frá
barnæsku, farið i fangavarða-
skóla o.s.frv. Þeir hafa innsýn i
atvinnu- og mannlifið og ég held
að þeir séu á margan hátt „betri”
en erlendis.
Þetta er hins vegar afskaplega
óþægileg vinna á margan hátt.
Mér finnst að það þurfi að gera
meira fyrir fangaverðina, halda
fyrir þá einhver námskeið i sál-
fræði og öðru sliku. Fangar
fylgjast vel með þvi hvort mönn-
um sé mismunað, hvort einn sé i
„uppáhaldi” frekar en annar
o.s.frv.
— Hvar finnst þér helst vera
pottur brotinn i islenska réttar-
kerfinu?
— I yfirstjórninni. Það er ekki
nógu mikil drift þar. Alvarlegasta
meinsemdin er þessi mismunun
gagnvart lögunum. Við lifum að
minu áliti i stéttskiptu þjóðfélagi.
Menn eru ekki allir jafnir i raun,
þetta er ennþá bara hugsjón sem
talsmenn jafnaðarstefnu eru að
halda á lofti. Sjálf hef ég ekki
neina lausn á þessu. Mér finnst
málið erfitt viðfangs, en það
ógnar réttaröryggi almennings
og krefst tafarlausrar úrlausnar.
—gsp
Heildartilboð óskast i innanhússfrágang a
kennslustofubyggingu héraðsskólans að
Reykjum i Hrútafirði.
Innifalið i verkinu er t.d. múrhúðun, hita-
og vatnslagnir, loftræstikerfi, raflagnir,
dúkalögn, málun og innréttingasmiði.
Kennslustofur skulu vera nothæfar n.k.
haust. Verklok á árinu 1977.
Útboðsgagna má vitja á skrifstofu eftir kl.
14 9.2. 1976, gegn 10.000,- kr. skila-
tryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðju-
daginn 2.3. 1976 kl. 11 f.h.
INNKAUPASTOFNUN RÍK1SINS
BORGARTÚNÍ'7 SÍMI 26844
Steingrimur Sigu. gcirsisoi;
Það er einmit
mig langar til
Steingrimur Sigur-
geirsson, 9 ára, Hraunbæ
36, Reykjavik, sendi
Kompunni nokkrar
myndir sem hann hefur
teiknað um landhelgis-
deiluna. Kompan fékk
hann til viðtals.
Kompan: í hvaða skóla
ert þú?
Steingrimur: Ég er í 4.