Þjóðviljinn - 08.02.1976, Blaðsíða 24
DJÚÐVIUINN
til verið takmarkaðar. Það væri
þvi einstakt lán að fá upp i hend-
urnar vandaða rannsókn á rúm-
lega 1.500 reykviskum ungling-
um og það fyrir litið fé. Kvaðst
hann háfa mikinn áhuga á að fá
niðurstöður hennar til kennslu
við Háskólann.
Það kom fram i máli þeirra
Sigurjóns og dr. Befrings sem
einnig sat fundinn að þeir sem
vinna að málefnum unglinga
hafa mikið fundið fyrir þeim
skorti á heildarkenningum um
„unglingavandamálið”. Hingað
til hefur verið notast við banda-
riskar kenningar eingöngu en
menn hafa rennt blint i sjóinn
með það hvort þær eiga við á
Norðurlöndum þar sem menn-
ingarástand er mjög ólikt
bandarisku.
Að leiðrétta
misskilning
Dr. Befring sagði að mark-
miðið með þessari rannsókn
væri annars vegar að auðvelda
norræna kenningasmiði um
málefni unglinga, hins vegar að
leiðrétta ýmiss konar misskiln-
ing á þessum aldursflokki sem
mjög er útbreiddur. Margt af
þessum misskilningi á sér t.d.
rætur i stúdentaóeirðunum
miklu sem urðu viðsvegar i
Evrópu upp úr 1968. Sagði Be-
fring að sennilega yrðu 35—40%
af heildarniðurstöðum rann-
sóknarinnar samanburður milli
landa.
Dr. Befring var spurður að
þvi hvaða ástæður lægju að baki
valinu á 14 ára unglingum.
Hann sagði að til.væru 2 aðferðir
við rannsóknir sem þessar.
Annars vegar væri hægtað taka
t.d. 14, 16 og 18 ára unglinga á
sama tima og gera samanburð.
Hins vegar væri sú aðferð sem
nú er notuð, að taka fyrir einn
árgang sem siðan mætti heim-
sækja aftur eftir 2—3 ár og rekja
þá þróun sem orðið hefur á
hópnum.
Hann var spurður að þvi hvort
einhverjar niðurstöður lægju
fyrir úr rannsókninni i Dan-
mörku og Noregi. Svaraði hann
þvi til að svo væri með örfáa
þætti. Til dæmis lægju fyrir nið-
urstöður úr þeim þætti rann-
sóknarinnar sem varðar neyslu
áfengis og annarra fikniefna.
Hefði komið i ljós að danskir
unglingar neyttu þessara efna i
meira mæli en þeir norsku.
Einnig væru neysluvenjur ólik-
ar: dönsku unglingarnir neyta
efnanna oftar, þeir norsku gera
það hins vegar sjaldnar en þá
yfirleitt mun meira i einu. Kvað
hann menn búast við að niður-
stöður héðan frá Islandi yrðu
svipaðar og frá Noregi.
Einnig skýrði hann frá þvi að i
Danmörku hefði komið i ljós að
45% unglinganna væru félagar i
iþrótta- og útivistarfélögum.
Hins vegar kváðust 90% ung-
linganna stunda iþróttir með
einhverjum hætti. Þetta hefði
vakið mikla athygli og umræður
i Danmörku, einkum sú stað-
reynd að helmingur þeirra ung-
linga sem iþróttir stunda njóta
til þess einskis stuðnings frá
iþróttasamtökum eða riki.
Hann tók i sama streng og
Sigurjón og kvað framtak sjö-
menninganna lofsvert. Án
þeirra hefði könnunin aldrei náð
til islenskra unglinga. Væru fyr-
ir þvi bæði tungumálaástæður
sem efnahagslegar. Einnig
kvað hann mikilvægt fyrir sjö-
menningana að fá þetta tæki-
færi að kynnast með þessum
hætti islenskum veruleika með-
an á námi þeirra stendur þvi þá
væri minni hætta á að þeir
kæmu heim að námi loknu með
mikið af erlendu bókviti sem
e.t.v. væri ekki i alltof miklu
samræmi við islenskar aðstæð-
ur.
Niöurstööur
sendar heim
Þess má svo geta hér að lok-
um að sjömenningarnir kváðust
mundu leggja mikla áherslu á
að senda niðurstöður rann-
sóknarinnar hingað heim jafn-
harðan og þær berast. Með þvi
móti vonuðust þeir til að þær
hefðu verulegt hagnýtt gildi fyr-
ir fræðsluyfirvöld, Æskulyðs-
ráð, heilbrigðisyfirvöld og aðra
þá aðila sem vinna að æskulýðs-,
mennta- og skipulagsmálum.
—ÞH
Súnnudagur 8. februar 1976
Nú stendur yfir um-
fangsmesta rannsókn
sem gerð hefur verið á
,/unglingavandamálinu"
hér á landi. Er þar um að
ræða félags- og sálfræði-
lega könnun sem nær til
allra 14 ára unglinga hér í
Reykjavík, en þeir eru á
16. hundrað talsins. Að
þessari rannsókn vinna
sjö islenskir sálfræði-
nemar sem stunda nám í
Arósum.
Þeir sem að rannsókninni
standa eru Andrés Ragnarsson,
Asgeir Sigurgestsson, Brynjólf-
ur G. Brynjólfsson, Einar Hjör-
leifsson, Hugo Þórisson, Jónas
Gústafsson og Pétur Jónasson.
Þeir vinna undir handleiðslu dr.
Edvards Befring. en hann er
prófessor i uppeldissálarfræði
við Arósarháskóla.
Byrjað í Noregi 1973
Rannsókn þessi er liður i sam-
norrænni samanburðarrann-
sókn sem fer fram i Vestur-Nor-
egi, Silkiborg á Jótlandi og i
Reykjavik.
Rannsóknin hófst i Noregi ár-
ið 1973 að frumkvæði æskulýðs-
samtaka þar i landi. Vildu þau
að gerð yrði viðtæk rannsókn á
„unglingavandamálinu” sem
spannaði yfir viðara svið en
hefðbundnar rannsóknir á ein-
stökum atriðum eins og fikni-
efnaneyslu eða kynferðislifi ná
til. Árið 1974 hófst samskonar
rannsókn i Danmörku og lá þar
FÉLAGS-
OG SÁL-
FRÆOILEG
KÖNNUNÁ
*<> ' sX'Vx
14 ára unglingum
í Reykjavík
einnig að baki óánægja með
yfirborðskenndar eða of sértæk-
ar rannsóknir.
1 árslok hitti svo dr. Befring
sem hefur forystu fyrir þessum
rannsóknum islensku sálfræði-
nemana að máli og þá varð til
hugmyndin að gerö stórrar nor-
rænnar rannsóknar á „ung-
lingavandamálinu”.
Mikill undirbúningur
Islendingarnir hófu undirbún-
ing rannsóknarinnar hér heima
sl. vor. Var mikil vinna lögð i
undirbúning hennar til að
tryggja að hún bæri sem mestan
árangur. Meðal annars var gerð
forkönnun á Selfossi sl. haust
þar sem 70 nemendur gagn-
fræðaskólans svöruðu spurn-
ingalista sem lagður var fyrir
þá. 1 þessari forkönnun var at-
hugað hvort orðalag spurning-
anna væri of erfitt eða ekki i
samræmi víð hugmyndaheim
unglinganna. Var listinn siðan
endurskoðaður i ljósi þessarar
forkönnunar.
Þá var haft samband við
menntamálaráðuneytið,
fræðsluyfirvöld Reykjavikur og
skólastjóra sem allir voru
reiðubúnir að vera með. Ung-
lingarnir voru hins vegar ekkert
látnir vita fyrr en á miðviku-
dagsmorguninn þegar könnuð-
irnir og aðstoðarfólk þeirra
mætti i skólana, skýrðu könnun-
ina og tilgang hennar fyrir
þeim. Siðan tóku unglingarnir
til við að svara spurningunum.
Kváðu sjömenningarnir ung-
lingana hafa brugðist vel við
þessu og hefðu heimtur verið
milli 90 og 100%.
Spurt um margt
1 upphafi eru spurningar um
félagslegan bakgrunn ungling-
anna, atvinnu og menntun for-
eldra, húsnæðisaðstöðu o.þ.u.l.
Þá er leitað upplýsinga um
samveru og tengsl innan fjöl-
skyldunnar, uppeldishætti, svo
og samband unglinganna við
jafnaldra sina. Kafli er um skól-
ann, bæði hvað snertir viðhorf
til skólagöngu almennt, ein-
stakra námsgreina og fram-
haldsmenntunar. Fristundir og
tómstundastörf unglinga hafa
verið ofarlega á baugi undan-
farin ár og er sá þáttur kannað-
ur all-ýtarlega, bæði með tilliti
til skipulagðra tómstunda-
starfa, svo sem þátttöku i
iþróttafélögum og starfi Æsku-
lýðsráðs, sem og annarrar nýt-
ingar fristunda. I framhaldi af
þvi eru spurningar um not ung-
linganna af fjölmiðlum, lestur
dagblaða og bóka, notkun út-
varps og sjónvarps o.s.frv. Þá
er spurt um viðhorf til óknytta
og afbrota og hugsanlega þátt-
töku i sliku, um tóbaks-, áfengis-
og fikniefnaneyslu og viðhorf
unglinganna til þessara efna.
Einnig eru spurningar um kyn-
þroska og kynferðismál, svo
sem um gelgjuskeiðseinkenni,
viðhorf til kynferðisfræðslu og
hugsanlega reynslu á kynferðis-
sviðinu.
Það liggur i hlutarins eðli að
spurningar um svo viðamikið
efni hljóta að verða mjög per-
sónulegar á köflum. Til þess að
koma i veg fyrir hugsanlega
misnotkun á svörunum var þess
gætt að nafn, heimilisfang eða
fæðingardagur svarenda kæmi
hvergi fram; ekki var spurt um
nein þau atriði sem hægt væri að
styðjast við i þvi skyni að kom-
ast að þvi hver svarar einstök-
um listum.
ódýr rannsókn
Framhald rannsóknarinnar
verður svo þaö að nú um helgina
fara sjömenningarnir til Arósa
með öll sin gögn þar sem úr-
vinnsla fer fram. en við hana
verða tölvur mikið notaðar. Sjö-
menningarnir munu svo vinna
úr tölvugögnunum og er það lið-
ur i námi þeirra. Þrir þeirra
munu með vorinu hefja vinnu
við lokaritgerðir sinar sem
byggðar verða á þessari rann-
sókn og má þvi búast við fyrstu
niðurstöðum úr könnuninni
snemma á næsta ári. Ekkert
liggur enn fyrir um útgáfu á nið-
urstöðunum i heild.
Eins og við er að búast k'ostar
könnun sem þessi stórfé. Sótt
var um styrk til Norræna menn-
ingarmálasjóðsins og veitti
hann 40 þúsund danskar krónur
til starfsins eða sem svarar 1.1
miljón króna. Sáttmálasjóður
veitti 150 þúsund króna ferða-
styrk og Reykjavikurborg tók
að sér prentun án endurgjalds.
Við þetta bætist vinna sjömenn-
inganna sem öll var unnin kaup-
laust. Búist er við að heildar-
kostnaður af könnuninni verði
sem næst 1,5 miljónum en ef
sérfræðingum hefði verið falin
gerð hennar og þeim greidd full
laun má búast við að hún hefði
kostað 5—8 miljónir.
,/Höfum rennt blint
i sjóinn".
Sigurjón Björnsson prófessor
i sálarfræði viö Ht sat blaða-
mannafund þar sem skýrt var
frá rannsókninni. Hann lýsti þar
ánægju sinni með framtak sjö-
menninganna og kvað það
hljóta að hafa töluvert gildi fýr-
ir islenskt þjóðfélag. Allt of litið
hafi verið gert af þvi að kanna
hvernig þegnum þjóðfélagsins
vegnar i lifsbaráttunni og allar
rannsóknir sem gerðar hafi ver-
ið á þessum aldursflokki hingað