Þjóðviljinn - 05.03.1976, Blaðsíða 3
Föstudagur 5. mars 1976. ÞJÖÐVILJINN — StÐA 3
Ríkið og sveitarfélögin:
Skipting verkefna og
tekjustofna könnuð
Gunnar Thoroddsen félags-
málaráöherra hefur skipað 10
manna nefnd til þess að fjalia um
skiptingu verkefna og tekjustofna
milli rfkis og sveitarfélaga.svo og
önnur samskipti þeirra.
I nefndinni eru eftirtaldir
menn:
STOKKHÓLMI 4/3 — Samkvæmt
frétt frá Ntb er CIA-njósnarinn
Bruce Hutchins, sem starfaði við
bandariska sendiráðið i
Stokkhólmi, farinn frá Sviþjóð.
Hefur fréttastofan þetta eftir
sænska stórblaðinu Dagens
Nyheter. Sænska timaritið FIB-
Hallgrimur Dalberg, ráðu-
neytisstjóri, formaður, Reykja-
vik.
Friðjón Þórðarson, alþingis-
maður, Stykkishólmi,
Gunnlaugur Finnsson, bóndi,
Hvilft,
Kulturfront haföi skýrt svo frá að
Hutchins hefði ráðið keniumann
að nafni Arthur Opot i þjónustu
CIA, en Opot réði sig til að ljóstra
upp um starfsemi CIA i Sviþjóð.
Hutchins fór úr landi sama dag og
FIB-Kulturfront birti grein um
CIA-njósnirnar i Sviþjóð.
Kristján J. Gunnarsson,
fræðslustjóri, Reykjavik,
Steinþór Gestsson, bóndi, Hæli.
Páll Lindal, formaður
Sambands islenskra sveitar-
félaga, Reykjavik,
Ólafur G. Einarsson, varafor-
maður Sambands islenskra
sveitarfélaga, Garðabæ,
ölvir Karlsson, bóndi,
Þjórsártúni,
Logi Kristjánsson, bæjarstjóri,
Neskaupstað,
Bjarni Einarsson, bæjarstjóri
Akureyri.
Hinir fimm siðast töldu eru
skipaðir samkvæmt tilnefningu
Sambands islenskra sveitar-
félaga.
CIA-njósnari flýr Sviþjóð
Tilraun til þjóðar-
morðs á írakskúrdum
Formenn islensku og sænsku
stuðningsnefndanna við kúrda,
Erlendur Haraldsson sál-
fræðingur og Olof G. Tandberg,
ritari um erlend málefni við
sænskú akademiuna, boðuðu
blaðamenn á sinn fund i gær og
skýrðu svo frá að stuðnings-
nefndirnar hefðu ákveðið að
fara þess á leit að rikisstjórnir
tslands og Sviþjóðar iáti sendi-
nefndir sinar hjá Sameinuðu
þjóðunum vekja máls á málum
kúrda i trak á vettvangi S.þ.
Þeir Erlendur og Tandberg
skýrðu ennfremur frá þeim of-
sóknum, sem kúrdar i trak hafa
sætt frá þvl að frelsisher þeirra
gafst upp fyrir her traks-
stjórnar fyrir urn ári.
Eins og menn muna gafst
Pesjmerga, frelsisher iraks-
kúrda, upp fyrir traksher i mars
i fyrra eftir að íran snögghætti
stuðningi við kúrda. Bardagar
milli kúrda og trakshers höfðu
þá staðið yfir i ár og tran, sem
um langt skeið háfði eldáð grátt
silfur við trak, veitt kúrdum
mikinn stuðning. Voru iraks-
kúrdar orðnir svo mjög upp á
þann stuðning komnir að vörn
þeirra hrundi svo að segja sam-
stundis og tran hætti honum,
enda hótaði transkeisari auk-
heldur að ráðast með her sinn
að baki kúrdum, ef þeir gæfust
ekki þegar i stað upp. Ástæðurn-
ar til þess að Iranskeisari ákvað
að svikja kúrda munu hafa
verið þær að trak lét tran eftir
siglingaréttindi á fljóti á landa-
mærum rikjanna suður við
Persaflóa og einnig að tran
leitaði eftir aukinni samstöðu
með Arabarikjunum i oliumál-
um.
Um 250.000 irakskúrdar flýðu
yfir landamærin til trans meðan
á striðinu stóð og eftir að þvi
lauk. Um 155.000 þeirra sneru
aftur til traks gegn fyrirheitum
Iraksstjórnar um grið og upp-
gjöf saka. Hinir flóttamennirnir
eru enn i tran i flóttamanna-
búðum, sem eru undir ströngu
eftirliti Savak, irönsku leyni-
þjónustunnar. Eru búðirnar al-
gerlega einangraðar frá um-
heiminum og er alþjóðlegum
hjálparstofnunum eins og Al-
þjóðlega rauða krossinum
Barnahjálp Sameinuðu þjóð-
anna og Alþjóðlegu flótta-
mannastofnuninni einnig
bannaður aðgangur að þeim,
sem er bjot á alþjóðalögum. Þá
hefur frést að irönsk yfirvöld
reyni stöðugt að losa sig við sem
flesta af þessum flóttamönnum
með þvi að knýja þá til að snúa
aftur til traks. Samúð með
kúrdum er mikil i Iran, enda er
þar fjölmennur kúrdneskur
þjóðernisminnihluti og kúrdar
og persar náskyldar þjóðir.
Hinsvegar tekur iranska stjórn-
in þá samúð mjög illa upp nú-
orðið; til dæmis voru 15 iranskir
námsmenn nýlega teknir af lifi
Stuðningsnefndir
kúrda á Islandi og
í Sviþjóð hvetja
ríkisstjórnir
landana til að taka
málið upp hjá S.þ.
fyrir að láta opinberlega i ljós
samúð með irakskúrdum.
t trak eru nú aðfarirnar gegn
kúrdum slikar að þær virðast
jafngilda tilraunum til þjóðar-
morðs, samkvæmt þeim
heimildum, sem islenska og
sænska kúrdanefndin hafa aflað
sér. Hundruð kúrda hafa veriö
teknir af lifi án dóms og laga
siðan frelsisher þeirra gafst upp
og fjöldi manns hefur verið
fluttur frá Kúrdistan til
hrjóstrugra héraða i suðurhluta
traks. Verða fyrir þvi einkum
þeir bændur, sem talið er að hafi
barist með kúrdneska frelsis-
hernum, en einnig viröist stefnt
að þvi að flytja sem flesta kúrda
úr vissum héruöum i þeim til-
gangi að gera þau arabisk, eink-
um Kirkúk og nágrenni, en þar
eru auðugustu oliulindir traks. t
stað kúrdanna, sem fluttir eru
nauðungarflutningi úr heima-
landi sinu, eru fluttir þangað inn
arabar, bæði, frá trak sjálfu og
Egyptalandi. öll kennsla i
kúrdnesku hefur verið bönnuð i
suðurhluta iraska Kúrdistans, i
háskólanum i Súlimaniu, eina
kúrdneska háskólanum til
þessa, eru nú eingöngu arab-
iskir kennarar, og deildinni
fyrir kúrdnesk fræði viö há-
skólann i Bagdað hefur verið
lokað i fyrsta sinn. Allir kúrdar i
Bagdað, en þar eru þeir fjöl-
mennir, hafa verið settir á sér-
staka skrá hjá lögreglunni og er
bannaö aö yfirgefa borgina.
Það er álit islensku kúrda-
nefndarinnar og þeirrar sænsku
að ísland sé i tiltölulega góðri
aðstöðu til að hreyfa máli kúrda
hjá Sameinuðu þjóðunum, þar
eð islendingar flytja ekki oliu
sina inn frá Arabarikjum, gagn-
stætt þvi sem er um önnur
Vestur-Evrópuriki, og eru þvi
ekki háöir aröbum viðskipta-
lega.
t áskorun nefndanna, sem
siðar verður bi.rt i blaðinu, fara
þær i fyrsta lagi fram á að
sendinefndir tslands og Svi-
þjóðar hjá Sameinuöu
þjóðunum verði látnar hvetja til
þess að S.þ. sendi rannsókna-
nefnd til að athuga, hvernig búið
sé að kúrdneska þjóðernis-
minnihlutanum i trak, sem telur
2 til 1 1/2 miljón. t öðru lagi
mælast nefndirnar til þess að
Mannréttindanefnd Sameinuðu
þjóðanna taki kjör irakskúrda
til meðferðar og að nefndin gefi
siðan skýrslu um ástand þess-
ara mála til Allsherjarþings
Sameinuðu þjóðanna. — dþ.
Erlendur Haraldsson og Olof G. Tandberg á blaðamannafundinum i
gær.
Jón Kaidai á ljósmyndastofu sinni að Laugavegi 11
Jón Kaldal
heiðursfélagi
Ijósmyndara
t febrúar siðastliðnum ákvað
Ljósmyndarafélag tslands að
gera Jón Kaldal ljósmyndara að
heiðursfélaga sinum. Jón Kaldal
er gerður að heiðursfélaga Ljós-
myndarafélagsins fyrir sitt sér-
stæða framlag til ljósmyndagerð-
ar á tslandi og i tilefni þess að á
þessu ári verður Jón Kaldal átt-
ræður og Ljósmyndarafélagið 50
ára. Jón Kaldal er einn af stofn-
félögum Ljósmyndarafélagsins
og hefur síðan 1925 rekið ljós-
myndastofu að Laugavegi 11 i
Reykjavik.
f
Sinfóníuhljómsveit Islands
F jölskyldutónleikar
\
i Háskólabiói laugardaginn 6. febrúar kl.
14. Á efnisskránni eru þessi verk: HÁTÍÐ
DÝRANNA eftir Saint-Saéns, Lagasyrpa
úf WEST SIDE STORY eftir Bernstein og
ennfremur LÍNA LANGSOKKUR. Kynnir
er KJARTAN RAGNARSSON leikari.
Aðgöngumiðar seldir við innganginn.
SINFONIl IILfOMSM i r ÍSLANDS
Ml| ,iÍK,St l\YRPID
Tapast hefur
Brúnn mokkavettlingur, á Smiðjustig
milli Hverfisgötu og Laugavegs eða við
biðskýlið móti Þjóðleikhúsinu. Skilvis
finnandi hringi i sima 85597 (Fundarlaun)
Tapast hefur
Hvitur plastpoki með handavinnu i
strætisvagni no 3 milli kl. 18—19. Vinsam-
legast hringið i sima 85597