Þjóðviljinn - 05.03.1976, Side 5
Föstudagur 5. mars 1976. ÞJÓÐYILJINN — SÍDA 5
Alþýðubandalagsfélag Ólafsvíkur
HERINN BURT
Fundur haldinn í Alþýöu-
bandalagsfélagiölaf svíkur
29. 2. 76 vottar skipshöf num
landhelgisgæslunnar virð-
ingu sína og þakklæti fyrir
hið hugprúða starf sem
þeir hafa sýnt í baráttunni
við breska flotann. Jafn-
framt lýsir fundurinn
vanþóknun sinni á for-
sætisráðherra fyrir að
stöðva aðgerðir
suðurnesjamanna og horn-
firðinga við lokun NATÖ-
stöðva á Islandi og undrar
að sú beiðni skyldi tekin til
greina, þar sem það getur
aðeins orðið til að draga á
langinn það lífshættulega
ástand sem ríkir á fiski-
miðum okkar, þar sem
herskip úr NATÓ-f lotanum
reyna af f remsta megni að
sigla niður íslensku varð-
skipin án nokkurs tillits til
mannslifa. í bandalagi
sem þessu telur fundurinn
að við höfum ekkert að
gera, og beri að segja sig
úr því nú þegar, loka stöð-
inni á Miðnesheiði og láta
það herlið, sem hér situr
og horfir aðgerðarlaust á
að við séum beittir slíku
öfbeldi, hverfa af landi
burt.
Austurlenskt í Jasmín
Hinn sextánda febrúar flutti verslun Jasmin i eigið húsnæði aö Grettisgötu 64 á horni Barónsstigs og
Grettisgötu. Verslunin hefur veriðstarfrækt siðan iseptember 1966, en ávallt verið i leiguhúsnæði þar til
nú. Hin nýju húsakynni eru öll hin vistlegustu, björt og rúmgóð. Jasmin verslar með handunnar austur-
lenskar list- og gjafavörur. 1 auglýsingum frá versiuninni er viðskiptavinum boðið að kynnast „austur-
lenskri undraveröld”.
Endurskoðun félagslegrar
uppbyggingar sjómanna-
samtakanna er nauðsyn
F élagsleg uppbygging sjó-
mannastéttarinnar er i rústum. Á
einum fiskibáti getur áhöfn veriB
i að minnsta kosti fimm mismun-
andi uppbyggöum stéttarfélög-
um.
Félög undirmanna á fiskiskip-
um geta ma. verið hrein sjó-
mannafélög, þau geta verið deild-
ir i verkamannafélögum og þau
geta verið deildir i verkalýðs-
félögum karla og kvenna.
Sjómannasamband tslands sem-
ur fyrir suma háseta á fiskiskip-
um. Alþyðusamband Austfjarða
semur fyrir aðra, Alþýðusam-
band Vestfjarða fyrir enn aðra,
sjómannafélög á Snæfellsnesi
fyrir sjómenn sem þaðan róa og
ýmis félög, tam. sjómannafélagið
á Stokkseyri hefur enn aðra
kjarasamninga fyrir sina félags-
menn en nokkur önnur sjómanna-
félög.
Forystumenn i sjómannafélög-
um hafa verið gagnrýndir, rétti-
lega flestir, fyrir samskiptaleysi
við sjómenn og fyrir slaklega
stjórnun félaganna. Kurr hefur
verið með sjómönnum, sérstak-
lega i vetur, yfir förystunni.
Hópur manna hefur tekið sig
saman og myndað með sér sam-
tök, sem þeir kalla Samstarfs-
nefnd sjómanna. Er ekki nema
gott eitt að segja um slika félags-
myndun, en til þess að hún komi
að gagni og geti unnið að jákvæð-
um málum fyrir sjómenn þurfa
félagsmenn slikra samtaka að
gera sér ljóst hvað þeir ætla sér
og einnig hvernig þeir ætla að ná
árangri.
Nú eru nýgerðir kjarasamn-
ingar fyrir sjómenn. Mikil ólga er
með sjómönnum vegna þeirra.
Mikið af þeirri gagnrýni sem
fram hefur komið vegna þessara
kjarasamninga er á rökum reist,
annað er byggt á misskilningi og
skorti á upplýsingum Þar með er
aftur komið að þvi, að forystu-
menn sjómanna hafa ekki staðið
sig nógu vel. Þeir hafa ekki veitt
félagsmönnum næga vitnsekju
um gang mála.
Hér þarf þvi að verða gjör-
breyting á. Þvi fyrr, sem slik
breyting er gerð, þeim mun fyrr
er von til þess, að sjómannastétt-
in nái þeirri félagslegri stöðu,
sem mikilvægi hennar fyrir
þjóðarbúreksturinn vissulega
gefur tilefni til.
Þvi hefur verið haldið fram, að
sjómenn gætu ekki myndað með
sér sterk stéttasamtök. Talið er
að þar valdi sú staðreynd, að
starfandi sjómenn hafi ekki tima
til þess að sinna félagsmálum.
Þetta er að þvi leyti rétt, að
sjómenn hafa ekki tima til vegna
vinnu sinnar að starfa á hefð-
bundinn hátt i félögum, það er
með fundarsetum. En þar með er
ekki sagt, að sjómenn geti ekki
starfað i stéttarfélögum, sem
byggð væru upp á annan hátt en
tiðkast og starfsemi þeirra þá
einnig frábrugðin þvi venjulega.
livort sjómenn velja sér for-
ystumenn úr eigin röðum eða ekki
er ekki aðalatriði málsins. Aðal-
atriðið er, að sjómenn velji sér
forystumenn, sem vilja starfa
fyrir þá. geta það og gera það.
Slikir forystumenn ættu að
beita sér fyrir þvi, að allir fiski-
menn myndi með sér sérstök ein
heildarsamtök, sem tækju til
landsins alls. Fiskimannafélög
yrðu siðan starfandi innan lands-
hluta. Þannig væri eðlilegt að
fiskimenn á Suðurnesjum, sem nú
eru skráðir i amk. sex félögum
gangi i eitt fiskimannafélag,
fiskimenn i Rvik og Hafnarfirði,
sem starfandi eru i fjölmörgum
félögum gangi i eitt og starfi þar
að sameiginlegum hagsmuna-
málum.
Þá þurfa forystumenn sjó-
manna að koma upplýsingum i
mun rikari mæli til sinna manna
en nú er gert. Það gegnir furðu,
að svo virðist vera, sem forystu-
menn sjómanna hafi ekki enn þá
frétt af svo auðþekkjanlegum
hlut sem fjölrita, hvað þá prent-
verki. Áhugasamir forystumenn
ættu að eiga hægt með að fjölrita
og eða láta prenta tilkynningar og
upplýsingar, sem dreift yrði i
hvern einasta fiskibát, sem gerð-
ur er út frá landinu. Einn til tveir
trúnaðarmenn i hverri verstöð
gætu komið upplýsingum um borð
i bátana eða látið gera það. Þá
ætti og að vera möguleiki fyrir
forystumenn sjómanna, að fá inni
i útvarpinu með upplýsingaþætti
um sjómannamái, likt og bænda-
stéttin hefur haft árum saman.
Þær hugmvndir, sem hér hefur
verið tæpt á. hafa verið bornar
upppi á mannfundum. Þær hafa
fengið góðan hljómgrunn. og
sjómenn gera sér fulla grein fvrir
Framhald á bls. 14.
Góða nótt
Það er ætíö óvarlegt að geyma peninga eða aðra fjármuni í misjafnlega traust-
um geymslum, - hvort sem þær eru i heimahúsum eða á vinnustaö.
Með næturhólfum veitir Landsbankinn yöur þjónustu, sem er algjörlega óháð
afgreiðslutíma bankans. Þjónusta þessi hentar bæði fyrirtækjum og einstakling-
um; gerir yöur mögulegt að annast bankaviðskipti á þeim tima sólarhringsins,
sem yður hentar best; sparar yöur fyrirhöfn; tryggir yður trausta og örugga
geymslu á fé og fjármunum.
Kynnið yóur þjónustu Landsbankans.
LANDSBANKINN
Banki allra landsmamm
Mfiiningar- og fræftslusainhand alþxftu
Fræðsluhópar A/VFA
F jórir fræðsluhópar taka til starfa i mars.
Hópur I:
Leikhúskynning: Fjallað verður um ýmsa þætti leiklistar og
leikhúss. Meöal annars veröur farið á leiksýningar og rætt við
leikara, leikstjóra, höfunda o.fl.
Umsjón; Þorsteinn Marelsson.
Fyrsti fundur mánudaginn 15. mars.
Hópur II:
Ræftuflutningur og fundarstörf I. (Byrjendanámskeift). Farið
verður i nokkur undirstöðuatriði ræðugerðar og ræðuflutnings á-
samt fundarreglum, auk þess sem framsögn veröur æfö.
Leiðbeinendur: Tryggvi Þór Aöalsteinsson og Baldvin Halldórs-
son.
Fyrsti fundur þriftjudaginn 23. mars.
Hópur III:
Ræðuflutningur og fundarstörf II. (Framhaldsnámskeið, eink-
um ætlað þeim sem sótt hafa byrjendanámskeið eða hafa nokkra
þjálfun i ræðuflutningi og fundarstörfuml.Starfiðer m.a. fólgið i
sjálfstæðum verkefnum og hópstarfi.
Leiðbeinandi; Baldur Oskarsson.
Fyrsti fundur fimmtudaginn 25. mars.
Hópur IV:
Saga verkalýftshreyfingarinnar. Fjallað verður um einstök
timabil og atburði úr sögu verkalýðshreyfingarinnar.
Leiðbeinandi: Ólafur R.' Einarsson.
Fyrsti fundur miftvikudaginn 24. mars.
Hóparnir starfa á timabilinu mars—-mai, og koma saman á
kvöldin, einu sinni i viku.Starfið fer fram i fræðslusal MFA að
Laugavegi 18 VI. hæð og hefst hvert kvöld kl. 20.30. Þátttakendur
innriti sig á skrifstofu MFA Laugavegi 18 VI. hæð, simar 26425 og
26562, sem allra fyrst. Innritunargjald er 500,00 krónur.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofunni.
Menningar- og fræðslusamband alþýðu.
§S|
Til sölu
Tilboð óskast i húseignina Þingholtsstræti
13, Reykjavik, með áhvilandi kvöðum
vegna friðunar þess.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri,
Frikirkjuvegi 3.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, mið-
vikudaginn 10. mars 1976, kl. 14.00 e.h.
INNKAUPASTOFNUN REYK)AVÍKURBORGA«
Fríkirkjuvcgi 3 — Sími 2S800