Þjóðviljinn - 12.03.1976, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.03.1976, Blaðsíða 7
Föstudagur 12. niarz 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Sósíalismi sem með sanni kallast mannúðlegur 1. Alþýða manna veit nú að hún á heimtingu á sæmandi launum fyrir vinnu sina i stað þess að taka þakklát við molum sem af borði hrjóta kind hjá kærri einsog Jónas Hallgrimsson segir i kvæðinu um rjúpuna. Hinar vinn- andi stéttir vita nú að ef þær standa saman ráða þær yfir afli sem enginn getur forsmáð lengur. Óraveg hefur samfélagið færst frá þeim timum þegar islenskur verkalýður var háður duttlungum vinnuveitandans eða valdsveina hans og hneigðist að blessa þakk- látur tækifæri að fá að vinna fyrir brauði sinu eða bæla sina réttlátu reiði þegar ekki fékkst. Við erum óralangt komin frá þeirri tið þegar rikti þrælsótti og þægðar- vilji, og verkalýður laut skjálf- andi sinum vinnuveitendum, nú vita menn að þeir eiga heimtingu á vinnu og ákæra þjóðfélagið fyrir siðleysi ef hana brestur. Og þegar horft er um öxl á timamót- um sem þessum er kærkomið tækifæri til að hylla þá braut- ryðjendur sem höfðu framsýni til að neita viðurteknum skoðunum, og hugrekki til að bjóða byrgin ofurvaldi og krefjast réttarins. Eflaust er torvelt fyrir okkur að skilja hvern kjark þurfti til að risa upp gegn rikjandi skipan sem guð almáttugur var skrifaður fy.rireða náttúrulögmálum kennt, og seinna kreppunni, en sú hylling ætti ekki að sitja við húrrahróp heldur verða brýning. 2. Mér sýnist verkefni islenskrar verkalýðshreyfingar hljóta að vera tviþætt. Annars vegar að vera sivakandi yfir rétti þeirra sem bera minna úr býtum, standa vörð um þau réttindi sem hafa fengist i harðri baráttu svo sem i tryggingamálum, og sækja lengra i hagsmuna og réttinda- málum, ekki veitir af. Stefna að Thór Vilhjálmsson rithöfundur þvi að draga úr hverskonar mis- rétti, það er reyndar sjálfsagt. Það ætti að vera óþarft að benda á hve brýnt er að verkalýðsfor- utan hafi ætið gott samband við hinn almenna liðsmann. Hins- vegar tel ég að verkalýðshreyf- ingin eigi að gera stórátak i menntunar- og menningarmálum verkalýðs og reyna af alefli að auka pólitiskan þroska hans með það fyrir augum að stefna að sósialisma sem verði með sanni kallaður mannúðlegur, það kann að vera fjarlægur draumur en þangað ætti að stefna. Sjálfur grundvölliirinn hefur ekkert raskast Spurning: 1 hvaða mæli hefur verkalýðshreyfingunni tekist að breyta islensku þjóðfélagi? Svar: Áþreifanlegar breytingar eru sannarlega fjölmargar og lífs- braut hvers vinnandi manns er vörðuð umbótum, sem að veru- legu leyti eru árangur 60 ára bar- áttu verkalýðshreyfingarinnar fyrir bættum lifskjörum. Upptalningin gæti orðið býsna löng, en i hennar stað skal aðeins minnt á nokkra vegvisa éins og almannatryggingar, veikinda- greiðslur, atvinnuleysistrygging- ar, orlofsrétt, húsnæðismálalög- gjöf o.fl. —' Allar stuðla þessar framfarir að bættum lifskjörum. En sjálfur grundvöllur auðvaldsþjóðfélagsins hefur ekki raskast. Það er við lýði með öll- um sinum stéttarmótsetningum, misrétti, f jármálaspillingu, skattsvikum o.s.frv. Enda þótt verkalýðshreyfingin sé sterkt afl og hafi oft sannað mátt sinn t.d. með verkfallsað- gerðum — þá hefur hún ekki megnað að móta samstillta og málefnalega stefnu i þeirri ger- byltingu, sem þjóðin þarfnast á flestum sviðum. Það er þvi ánægjulegt að geta nú við upphaf sjöunda áratugs samtakanna bent á breytt vinnu- brögð, sem viðhöfð voru nú i kröfugerð ASf. Um einstök atriði i 14 punktunum geta vissulega verið skiptar skoðanir — en þarna er stefnt i rétta átt. Spurning: Hvaða verkefni telur þú brýnust fyrir islenska verkalýðs- hreyfingu á næstu árum? Svar: Stórauka fræðslu- og félags- málastarf i stéttarfélögunum. Þeir eru nú sem óöast að hverfa úr hópnum, sem tóku út sinn stéttarlega þroska i viðureigninni við skortinn, örbirgðina og at- vinnuleysið. Haraldur Steinþórsson varaformaður BSRB Nú þarf að vekja og efla skilning á eðli þjóðfél. og gildi stéttarbaráttunnar með áróðri á fundum, m.a. á vinnu- stöðum, námskeiðum, blaðaút- gáfu, kynningu i dagblöðum, út- varpi og sjónvarpi. Hreinskilnar og málefnalegar umræður innan stéttarfélaganna um stefnumið samtakanna og af- stöðu til einstakra dægurmála þyrftu að geta leyst af hólmi þrasiö og fordómafullar stað- hæfingar, sem oftast eru ein- kennandi á sviði stjórnmálanna Ekki aðeins kaup og kjör i. Verklýðshreyfingin hér á landi heíur allt frá fyrstu dögurn sinum ekl.i einásta litið á það sem sitt hlutverk að bæta kjör verkafólks- ins með samningagerö um kaup og kjör. heldur einnig og ekki siður að efla félagslegan þroska og pólitiskan skilning félags- manna sinna til þátttöku i al- mennri félagslegri uppbyggingu þjóðfélagsins. Þetta held ég að hreyfingunni hafi að verulegu levti rekist, og sé kannski hennar stærsti ávinningur. Sameiginlegt starf og áhrif vinstri flokkanna i islenskri pólitik og verklýðshreyfingarinn- ar sem þeir eru vaxnir upp úr og að meira eða minna leyti samofn- ir, hefur mjög viða i okkar þjóðlifi markað skýr, jákvæð spor i þjóö- félagsþróuninni. Viða um landið er atvinnulifið að verulegu leyti upp byggt á félagslegum grundvelli og at- vinnutækin i félagslegri eign. Þar af leiðandi er stórkapitalisminn kannski veikari hér á landi en i flestum okkar nágrannalöndum, en þetta er fyrst og fremst að þakka jákvæðu pólitisku og félagslegu starfi verklýðshreyf- ingarinnar. 2. Þau verkefni sem ég tel brýnast að verklýðshreyfingin sinni i auknum mæli á næstu árum á hinu faglega sviði er efling félagslega starfsins inn á við, sem nú um nokkurt skeið hefur verið i deyfð og einnig efling fræðslu- starfsins, sem hafin er fyrir nokkru með myndarlegu starfi MFA og margs konar námskeiða- haldi einstakra félaga og sam- banda. Benedikt Davíðsson, formaður Sambands byggingam anna Ef vel tekst til i þessum efnum þá er ég ekki i nokkrum vafa um að hreyfingunni teks't að halda i horfinu á pólitiska sviðinu. en það er undirstaða þess að henni takist að tryggja verkafólki á Islandi lifvænleg kjör bæði efnahags- og menningarleg. Stéttarvitund skiptir mestu i. Ef litið er yfir þjóðfélagsþróun- ina. er það illframkvæmanlegt að segja til um. hvaða breytingar eru verk verkalyðsstéttarinnar og hvaða breytingar má rekja til annarra þjóðfélagshópa. Alls staðar er um að ræða samspil margra afla. Svar við þessari spurningu innifelur lika vanda- samt mat á gildi áorðinna breytinga. Eg tel hiklaust að verkalýðs- baráttu eigi fyrst og fremst að meta út frá þvi. hvort hún skilar verkalýðnum nær þvi marki að ná þjóðfélagsvöldum. Ávallt verður að spyrja. hvort verkalýðurinn herðist i átökum við fjandsamlegt stéttarvald burgeisanna og þroskar sjálfstæða skipulagningu sina. Langtimahagsmunir verka- lýðsins eru ósættanlegir við hags- muni ráðandi stéttar og hagkerfi hennar. Barátta stéttarinnar fyrir dýpstu hagsmunum sinum hlýtur ávallt að visa út fyrir ramma rikjandi þjóðskipulags. En þvi fer fjarri að öll barátta stéttarinnar risti svo djúpt, — jafnframt þarf að berjast fyrir sem skástum kjörum innan þessa þjóðskipulags, og þar tekur stétt- in oft að sér að knýja fram um- bætur. sem eru auðvaldinu nauð- synlegar, en það beitir sér hins vegar ekki fyrir. Sá árangur sem náðst hefur i langtimabaráttu islensks verka- lýðs er lyrst og fremst aukaverk- un af baráttu fyrir öðrum mark- miðum. i þeim mæli sem hægt er að tala um islenska verkalýðs- hreyfingu sem héild, hefur bar- átta hennar miðast við umbætur innan ramma þess, sem auð- valdsskipulagið getur leyft. Auk- inn kaupmáttur launa, sem kost- að hefur mikla baráttu, fylgir i raun aðeins á eftir aukinni fram- leiðslu vinnuaflsins. — Og auð- stéttin verður jú að selja afurðir sinar, en til þess þarf verka- lýðurinn auraráð.Verkalýðsstétt- in hefur átt höfuðþáttinn i að knýja fram aukna heilbrigðis- þjónustu, bættar almannatrygg- ingar og aukna menntun. Auð- stéttin getur þar sæmilega við un- að, — hún þarf ekki að hafa áhyggjur af þvi vinnuafli sem hún er búin að slita, heldur sér rikis- valdið um að lappa upp á það eða sjá fyrir þvi. Atvinnurekendur fá lika stöðugt betur menntað vinnu- afl til að gegna störfum. sem krefjast bættrar menntunar. Almennt talað hefur verkalýös- stéttinni tekist að gera umhverfi sitt, auðvaldsskipulagið, svolitið manneskjulegra. Um leið hefur henni tekist að skapaýmis skilyrði þess að umbreyta megi þessu umhverfi i heild. X'erkalýðs- hreyfingin býr að reynslu áratuga baráttu, innan vébanda hennar hefur myndast töluverð sam- heldni, og verkalýðsstéttin hefur öðlast aukna vissu um mátt sinn. 2. Höfuðverkefnið er að taka upp markvissa baráttu fyrir um- breytingu þjóðfélagsins i heild, — fyrir völdum verkalýðsins. Hér er ég hvorki að tala um nauðsyn á þingmeirihluta verkalýðsflokka eða valdaráni þaulskipulagðs minnihlutahóps. Ég á hér við nauðsyn þess að verkalýðsstéttin sem heild undirbúi sig undir að gera full yfirráð framleiðendanna yfir lramleiðslunni að veruleika. Þvi ler fjarri að ofanskráð markmið sé verkalýðssamtökun- um viðmiðun i daglegu starfi. Jafnvel verkalýðsflokkar. sem i orði stefna að þessu markmiði. sinna þvi litið i raun. Hér þarf þvi að byrja ansi nærri byrjuninni. Aðaláhersluna verður að leggja á að styrkja stéttarvitundina. Verkalýður með glöggan skilning á þjóðíélagsstöðu sinni og mögu- leikum. með rika samheldni inn- byrðis og við bandamenn sina. sá verkalýður verður ekki stöðvaður. Hér skiptir kannski höfuðmáli, að stéttin verði i sivaxandi mæli virkjuð til stéttarátaka. Stéttar baráttunni verði ekki áfram beint um farvegi samningafunda á Gestur Guðmundsson, formaður Stúdentaráðs Loftleiðum eða henni troðið ofan i kjörkassana með atkvæðaseðlun- um. Jafnframt þarf stóraukna umræðu innan verkalýðssamtak- anna og mun meiri og markviss- ari fræðslustarfsemi en nú tiðkast. Harðnandi stéttaátök á sumum vinnustöðum. s.s. Sigöldu og verkstæðinu á Selfossi. eru merki þess sem koma skal. Jafnframt verður verkalýðsstéttin að forðast að takmarka sig við kaup- hækkanir og þviumlikt. heldur berjist hún alhliða pólitiskri bar- áttu. Til að forðast misskilning skal tekið fram að ég er ekki að mæla með þvi að verkalýðs hreyfingin festi pólitiskar vonir sinar við kosningasigur og stjórnarmyndun verkalýðsflokk- anna, heldur að stéttin sjálf taki i vaxandi mæli upp pólitiska bar- áttu og láti sig fleira varða en hingað til. Sem námsmanni er mér auðvitað ofarlega i huga. að verkalýðsstéttin taki þátt i bar- Framhald á næstu siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.