Þjóðviljinn - 12.03.1976, Qupperneq 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12. marz 1976
Völdin í landinu í hendur
f ~ -.
verkalýðshreyfingarinnar
Sú verðut þróun
nœstu áratuga,,
ef allir gera
skyldu sína,
segir
Björn Jónsson,
forseti A.S.l.
A
VERKÁI3ÍÐSFLOKKUR, SEM EKKI
HEFUR SÓSÍALÍSK MARKMIÐ,
ER EKKI ANNAÐ EN REKALD
i tiiefni 60 ára afmælis
Alþýöusambands íslands
ræddi Þjóöviljinn viö Björn
Jónsson, núverandi forseta
Alþýðusambandsins. Björn
hefur verið virkur í verka-
lýðshreyfingunni frá ung-
lingsárum. Hann var lengi
formaður Einingar á
Af<ureyri, og áður Verka-
mannafélagsins þar, og
frá 1971 hefur Björn Jóns-
son verið forseti Alþýðu-
sambands Islands.
Uppistaðan í
boðshapnum var
alþýðuvöld
— Við spurðum Björn, hvað
honum kæmi fyrst i hug þegar
minnst væri sigra og ósigra
verkalýðshreyfingarinnar á
tslandi þau 60 ár, sem Alþýðu-
sambandið hefur starfað.
Hafa vonir frumherjanna ræst?
— Mestu sigrar verkafólks og
samtaka þess unnust i rauninni á
timum brautryðjendanna, sagði
Björn, þegar verkalýösfélögin
voru að ávinna sér viðurkenn-
ingu, sem fullgildur aðili til að
semja um kaup og kjör verka-
fólksins. Baráttan fyrir rétti
verkalýðsfélaganna i þessum
efnum stóð frá upphafi verka-
lýðshreyfingar á tslandi og viöa
fram yfir 1930. Að lokum tókst að
festa þessi réttindi ’ I sessi, þau
urðu hefð og voru siðan lögfest að
undangenginni mikilli baráttu
hinnar faglegu og hinnar pólitisku
verkalýðshreyfingar.
Frumherjar verkaíýðshreyf-
ingarinnar reistu markiö ákaf-
lega hátt. Uppistaðan i boöskap
þeirra var alþýðuvöld á fslandi.
baö var verkefnið, sem verka-
lýöshreyfingin setti sér aö hrinda
i framkvæmd, og allar voru þess-
ar hugmyndir tengdar sósialism-
anum og framkvæmd hans. Sum-
ar hugmyndirnar voru máske
nokkuð óljósar en allar áttu þær
inar rætur i sósialismanum.
Segja má, að vonir brau.tryöj-
endanna um alþýðuvöld á fslandi
hafi vissulega enn ekki rætst.
Engu að siöur hefur geysilega
margt áunnist, og á þvi er enginn
vafi, aö ættu þeir sem stóöu að
síofnun Alþýðusambandsins fyrir
66 árum þess kost — sumir þeirra
eru reyndar enn á lifi — aö lita
yfir árangur baráttunnar þessi 60
ár, þá þætti flestum allvel hafa
miðaö, hvaö lifskjör og félagsleg
réttindi varöar.
Þeir áttu ekki
ein jakkaföt
1 hugum okkar kreppuáraung-
linganna eru umskiptin sannar-
lega mikil frá þvi sem þá var og
til þess sem nú er, og allt hefur
íþetta fyrst og fremst unnist fyrir
baráttu verkalýöshreyfingar-
innar, faglegrar og pólitiskrar.
Við sem vorum að komast til
manns i rööum verkalýðsstéttar-
innar á kreppuárunum fyrir striö
munum vel þá tima, þegar fólki
var ætlað að lifa á loftinu einu aö
kalla og sulturinn var á næsta
leyti hjá mörgum. Þaö er þó ólikt
aö hafa i dag þau kjör, sem
verkafólki hafa verið tryggö, og
mikiö öryggi er að atvinnuleysis-
tryggingakerfinu umfram það
sem áöur var. Hér þarf þó aö gera
miklu betur, svo aö verkafólki
verði tryggð þau lifskjör sem
réttur þess stendur til, þau lifs-
kjör sem væru i samræmi viö
okkar mikla þjóöarauð.
En varðandi umskiptin frá þvi
sem áður var mætti nefna mörg
dæmi. Ég minnist frá kreppu-
árunum margra verkamanna,
sem ég þekkti, er ekki áttu ein
einustu jakkaföt, höfðu aðeins
hreinan nankinsgalla aö fara i á
sunnudögum. Fjölskyldururðu aö
gera sér að góðu að búa i einu
herbergi og höfðu oft aðgang að
eldhúsi tvær til þrjár samanc Og
mannréttindin voru harlá ták-
mörkuð. Hin margvislegu
réttindamál, sem flest /þykja
sjálfsögð i dag, hafa einnig unnist
fyrir þrotlaus^ baráttu verka-
lýðshreyfingarinnar.
Um ósigra verkalýöshreyf-
ingarinnar á ýmsum sviðum og á
ýmsum timum mætti einnig
ýmislegt segja, og draga af þeim
lærdóma. Sé litiö á sjálfa kafap-
gjaldsbaráttuna, þá hefur þaö að
visu ekki skeö oft, aö verkalýös-
hreyfingin hafi beinlinis oröið áö
semja um skert kjör. Þó uröufn
viö aö hopa i kjarasamningunum
sem gerðiryoru 1968, 1969. Þá var
það viðurkénnt berum oröum af
okkar hálfu, aö kjarasamning-
arnir, sem þá voru gerðir, þýddu
kauplækkun. En i þeim samn-
ingum tókst þó aö semja um eitt
verulega stórt réttindamál,
stofnun lifeyrissjóðanna.
Ósigrar verkalýöshreyf-
ingarinnar hafa fyrst og fremst
verið á pólitiska sviöinu. Braut-
ryöjendur verkalýðshreyf-
ingarinnar dreymdi um sterkan
verkalýösflokk, annað hvort i
beinum skipulagstengslum, eöa
þá i annars konar nánum tengsl-
um viö hina faglegu v.erkalýös-
hreyfingu.
Enn er verkaiýðshreyfingin
hins vegar klofin pólitikst, þótt ég
vilji ekki trúa þvi aö svo veröi um
aldur og eilifö.
Tengsl faglegrar og
pólitískrar baráttu
— En hverju telur þú vera mest
ábótavant i starfi verkalýðs-
hreyfingarinnar nú, og hver eru
brýnustu verkefnin framundan?
— Af innri málum faglegu
verkalýðshreyfingarinnar tel ég
^inna lakast, hve seint hefur
gengið að koma á þvi skipulagi,
sem samþykkt var fyrir áratug
aö stefnt skyldi aö, aö vinnustað-
irnir yröu sjálfir grunneining-
arnar i verkalýöshreyfingunni i
miklu meira mæli en verið hefur.
Það hefur gengiö hægar en vonir
stóöu til að koma á áformuðum
skipulagsbreytingum.
Ég tel það hins vegar grund-
vallaratriði i sambandi viö styrk-
leik og samheldni hreyfingar-
innar, að skipulaginu verði breytt
með þessum hætti. Annað mjög
mikilvægt atriöi, sem löngum
hefur setið á hakanum hjá verka-
lýöshreyfingunni er fræöslustarf-
semin. Hin beina launabarátta
hefur veriö látin ganga fyrir, og
það er aftur fyrst nú á allra
siðustu árum, sem þarna er að
verða nokkúr breyting á meö
starfi Menningar- og fræöslusam-
bands alþýðu. Þetta er þó aöeins
byrjun, sem lofar góöu, en á
þessu sviöi þarf að gera miklu
betur. Efiing fræöslustarfsins er
vissulega meöal brýnustu verk-
efna, og nátengt þvi er aö bæta úr
þeim skorti á skilningi á tengsl-
unum milli faglegrar og póli-
tiskrar baráttu, sem alltof mikiö
er um.
Segja má, aö góöur skilningur á
þvi, hversu náin tengsl þurfa aö
vera milli hins faglega og þess
pólitiska arms verkalýðshreyf-
ingarinnar sé alger grundvöllur
þess að hægt sé aö heyja sigur-
sæla baráttu, og ná fram þeim
markmiðum, sem brautryðj-
endur verkalýðshreyfingar á
tslandi stefndu aö, og áður hefur
verið minnst hér á.
Það eru ýmis hliöarverkefni,
sem hér væri lika ástæöa til aö
nefna, þegar spurt er um
brýnustu verkefnin framundan.
Orlofsstarfsemi verkalýðs-
samtakanna þarf að efla. Við
hljótum aö gera ráö fyrir þvi aö
þróunin veröi sú, aö fristundir
manna fari vaxandi, og þvi veröi
orlofsmálin stööugt þýöyigar-
meira verkefni.
Viö þurfum einnig aö leggja
aukna áherslu á okkar erlendu
samskipti, en aö undanförnu
höfum viö engan veginn sinnt
þátttöku i þeim samböndum, sem
viö erum aöilar aö, með þeim
hætti sem þarfir okkar sjálfra
krefjast. Þar hefur valdiö fjár-
hagsskortur og skortur á starfs-
liöi. Það hefur hins vegar sýnt sig
ma. i nú nýafstöðnum verk-
föllum, hve mikils virði þetta
samstarf innan alþjóölegrar
verkalýöshreyfingar er, og þá
ekki sist norræna samstarfiö.
Þvi miöur munu þó efnahags-
og kjaramálin trúlega verða
áfram efst á blaöi á næstu árum.
Á þeim vettvangi höfum við orðið
fyrir þannig áföllum siöustu tvö
árin, aö ég býst varla viö öðru en
þaö muni taka verkalýöshreyf-
inguna nokkur ár að vinna upp á
ný þaö sem tapast hefur i þeim
efnum, svo aö hægt verði að snúa
sér meir að öðrum aðkallandi
verkefnum.
Að vek ja með
mönnum eldlegan
áhuga
— Oft er um það rætt, hve illa
gangi að fá nýja krafta til
forystustarfa i verkalýðshreyf-
ingunni. Hvaða ráð sérð þú helst
til úrbóta i þessum efnum?
— Þetta vandamál er að sjálf-
sögðu nátengt þvi, hvernig til
tekst um fræðslustarfsemi verka-
lýðshreyfingarinnar. Þaö hefur
m.a. veriö sjálf gerð þjóðfélags-
ins á undanförnum „velgengnis-
árum”, sem hefur valdið þvi, að
ýmsir þeir, sem mikils mátti af
vænta i starfi fyrir verkalýðs-
hreyfinguna, hafa fremur tekið
þann kostað prila upp tröppurnar
i þjóðfélaginu og velja sér ævi-
starf á öðrum vettvangi. Fyrir
bragðið má segja að mannval
hafi orðiö minna hjá verkalýðs-
hreyfingunni, en ella. Verkalýös-
hreyfingin þarf að gæta þess á
hverjum tima að þjálfa stöðugt
nýja menn til forystustarfa, og er
ég þess fullviss aö sé rétt aö
málum staðið þá mun takast að
tryggja hreyfingunni nægan
fjölda dugandi forystumanna á
komandi árum.
Ég sagði áðan að fræðslustarf-
semin væri mikilvæg, lika i
þessum efnum, en hér kemur
einnig til sú brýna nauðsyn að
vekja með mönnum eWlegan
áhuga, að fá nægilega marga til
að láta störfin i verkalýö^hreyf-
ingunni sitja i fyrirrúmi, þót.t slikt
kosti þaö, að menn verði þá oft að ’
hafna öörum möguleikum, sem
þeir e.t.v. kynnu aö hafa i lifinu.
Þaö veltur lika mikiö á þvi, aö
forystan á hverjum tima ræki þá
grundvallarskyldu sina aö gefa
nýjum kröftum tækifæri til aö
reyna sig i starfi og ungum
mönnum kost á aö vinna meö
hinum eldri aö félagsmálum og
læra þannig af þeirri reynslu,
sem þeir eldri hafa öðlast i skóla
baráttunnar.
Framar öllu er það
fórnfýsin
— Hvaða eiginleika telur þú
skipta mestu, aö þeir menn rækti
meö sér, sem kvaddir eru til
forystuhlutverks i verkalýðs-
hreyfingunni?
-w— Eigi maður aö svara slikri
spurningu, veröur mér
óhjákvæmilega hugsaö til þeirra
baráttutnanna i röðum verka-
lýðshreyfingarinnar fyrr og
siðar, sem ég hef þekkt hæfasta.
Framar öllu er það fórnfýsin,
sem hefur auðkennt þessa menn.
Fyrir þeim hefur baráttan fyrir
auknum völdum alþýöunnar,
bættum kjörum verkafólks og
auðugra lifi allrar alþýöu verið
aöalatriöiö. Vegna þeirrar bar-
áttu hafa þeirra eigin persónu-
legu hagsmunir orðiö aö vikja.
I baráttu verkalýðsstéttarinnar
hafa menn löngum ekki náö
miklum árangri nema þeir gefi
sig alla, — ekki bara einhvern
part af sjálfum sér. Og menji
verða aö læra að gera fyrst og
fremst kröfur til sjálfs sin. Ekki
dugar aö kenna öörum um þaö
sem miður fer, heldur verða þeir
sem tekist hafa forystu á hendur
jafnan aö spyrja, hvaö þeir sjálfir
heföu getaö betur gert.
— A siðustu 60 árum hefur
verkalýðshreyfingin verið afl,
sem átt hefur mjög sterkan þátt i
mótun þjóðféiagslegrar fram-
vindu. Telur þú aö hlutur verka-
lýöshreyfingarinnar muni fara
vaxandi eöa minnkandi i þessum
efnum á næstu áratugum?
— Okkar faglega verkalýös-
hreyfing er mjög sterk i dag. Aö
sumu leyti sterkáh en i flestum
öörum löndum. Hún er óklofin.tog
innan Alþýðusambandsins má
segja að séu nær 100% islensks
verkafólks. Viöa erlendis er þetta
alls ekki svona. Sums staðar eru
tvö eöa fleiri heildarsambönd i
einu landi og keppa innbyrðis, og
viða er miklu stærri hluti verka-