Þjóðviljinn - 14.03.1976, Page 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 7. mars I97G.
DJOÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans
Krarnkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson
Eréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Umsjón með sunnudagsblaði:
Árni Bergmann
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólavörðust. 19. Sími 17500 (5 linur)
Prentun: Blaðaprent h.f.
AFREKASKRÁ OG SJÁLFUMGLEÐI
Þetta er afmælisvika: Alþýðusamband-
ið er sextugt og þá Alþýðuflokkurinn. í
þessu tilefni er rifjað upp eitt og annað i
blöðum úr baráttusögu verklýðshreyfing-
arinnar, lýst núverandi ástandi, spáð i
framtiðina. Það er ekki nema eðlilegt, að
margir þeirra sem fyrr eða siðar hafa
komið við sögu hreyfingarinnar tiundi
með nokkurri ánægju það sem hún hefur
afrekað i sókn islenskrar alþýðu til betra
lifs. Og það er lika athyglisvert, að hjá
mörgum fylgir afrekasögunni ákveðin
gagnrýni. Betur má ef duga skal. Sofnum
ekki á verðinum. Látum ekki sjálfsánægju
deyfa sóknarþunga. Eflum innviðu hreyf-
ingarinnar, þá stéttarvitund og þekkingu
sem duga sem vopn i baráttu fyrir breyttri
þjóðfélagsgerð.
Það er rétt að vekja athygli á þvi, hve ó-
likt þetta tal er skrifum Alþýðublaðsins
um sextugsafmæli Alþýðuflokksins. 1
opnugrein formanns flokksins, Benedikts
Gröndals, og svo i leiðara, fer mjög mikið
fyrir afrekaskrá þeirri, sem flokkurinn á
að meiru eða minna leyti með verklýðs-
hreyfingunni. Þessu fylgir svo nokkur
harmagrátur yfir þvi, að ,,hreyfing
vinstrimanna á Islandi klofnaði illu heilli”
og er þá að sjálfsögðu átt við það, að
þrisvar sinnum hafa allstórir hópar
manna yfirgefið Alþýðuflokkinn og mynd-
að pólitisk samtök sem nú eru orðin helm-
ingi stærri en flokkur Benedikts Gröndals.
Það er náttúrlega ekki nema von að þeim
hjá Alþýðublaðinu sárni þessi þróun. Og
Benedikt segir i grein sinni að klofningur
Alþýðuflokksins sé „lærdómsrikur þáttur
i sögu vinstri stjórnmála á Islandi”.
En i hverju á þá sá lærdómur að vera
fólginn? Málgagn Alþýðuflokksins gerir
ekki neina tilraun til að svara þvi. Nema
siður væri. Benedikt hamrar á þvi og svo
leiðarinn, að ,,þeir sem klufu Alþýðuflokk-
inn voru á villugötum”. Enda virðist
Benedikt ekki sjá neinn mun á kommún-
istaflokki kreppuáranna og Alþýðubanda-
lagi nútimans. Það lið er og verður illt og
bölvað. Benedikt gerir enga tilraun til að
skýra hvernig á þvi stóð, að hinar rauðu
freistingar urðu svo oft yfirsterkari sam-
loðuninni i flokki hans. Hvorki honum né
þá leiðarahöfundi dettur i hug að spyrja
sig að þvi, hvern þátt pólitisk hegðun
hægrisinnaðrar forystu átti i þvi. Það
bregður ekki fyrir votti af sjálfsgagnrýni.
Það voru þeir sem fóru, sem eru sekir.
Engin ástæða til að spyrja hvernig á þvi
stóð, að „klofningsmenn” reyndust með
tið og tima allmiklu liðsterkari en þeir
sem klofnir voru.
Þess i stað er bætt við afrekaskrána
með þeim sjálfsánægjutón sem engar efa-
semdir viðurkennir. ,, Alþýðuflokkurinn
hefur haft miklu meiri áhrif á þróun is-
lensks þjóðfélags en hann hefur haft kjör-
fylgi og þingstyrk til,” segir Benedikt.
„Flokkurinn hefur sýnt ótrúlegan lifsþrótt
og ávallt reist sig við. Nú er hann enn á
uppleið”, segir i leiðaranum. Og enn segir
Benedikt: „Á sextugsafmælinu horfir
flokkurinn bjartsýnn og sigurviss til fram-
tiðarinnar”. Þetta er óneitanlega hressi-
lega mælt um flokk sem hefur á skömm-
um tima tekist að glutra niður um helm-
ingi fylgis sins.
I þeim ritsmiðum, sem hér voru nefnd-
ar, er semsagt engin svör að finna við
spurningum þeim sem áleitnastar eru um
sögu Alþýðuflokksins. En nú vill svo til, að
núverandi flokksbróðir Benedikts, Björn
Jónsson, forseti ASÍ, viðhefur ummæli i
afmælisviðtali við Þjóðviljann, sem vel
má nota sem svör við fyrrnefndum spurn-
ingum. Hann segir m.a.: „Að tala um
verklýðsflokk eða flokka án sósialisma er
tómt mál. Hafi slikir flokkar ekki sósial-
ismann og sósialisk markmið að leiðar-
ljósi, þá eru þeir eins og hvert annað rek-
ald, einskis virði fyrir verklýðshreyfing-
una og baráttu hennar”.
Það er varla hægt að hugsa sér þarflegri
afmælisósk til Alþýðuflokksins en þá, að
viðhorf sem þetta gegnsýri pólitiskt lif
hans. Það kann að visu að verða bið á þvi.
En mörg vandamál á vinstri armi stjórn-
mála á íslandi yrðu tiltölulega auðleyst ef
að hiklaus þróun i þessa átt færi af stað.
áb
VÍSINDI OG
SAMFÉLAG
Evrópsk geimferðaáætlun
Riki Vestur-Evrópu hafa nú á-
kveöið að hefja sameiginlegt átak
i geimlerðum þannig að risaveld-
in tvö hafi ekki lengur einokun i
þeim efnum.
Vestur-Þýskaland, Bretland og
þó einkum Frakkland hafa áður
framleitt minni gerðir af eld-
flaugum, en ekkert þessara landa
hafði efni á að senda gervihnetti á
loft eins og Bandarikin og Sovét-
rikin.
Árið 1964 stoínuðu áðurnefnd
þrjú evrópuriki ásamt Hollandi
og Belgiu sameiginlegt fyrirtæki
ELDO sem átti að sameina þekk-
ingu og starfskrafta þessara rikja
til þess að smiða eina stóra eld-
flaug. ,En allar tilraunir með
þessa nýju risaeldflaug tókust
illa.
„E rupean Space
Agency”
Áriö 1974 var ELDO sameinað
stofnuninni ESRO sem var fyrst
og fremst rannsóknarstofnun, og
úr þvi varð einskonar evrópskt
sameiningarfyrirtæki til að
undirbúa geimferðir — ESA
á að brjóta
einokun
stór-
veldanna
(European Space Agency). Aðil-
ar eru EBE-löndin 9 að tölu og
auk þess Sviþjóð, Sviss og Spánn.
Þessi stofnun vinnur að GEOS-
gervihnettinum auk þess sem
ESA framleiðir fjarskiptahnetti
lyrir sima og fyrir útvarps- og
sjónvarpssendingar innan
Evrópu og út fyrir álfuna. Einnig
á að framleiða gervihnött fyrir
stjórnun siglinga á sjó og fyrir
flugvélar, en sum EBE-rikin hafa
neitað að leggja fé til þeirra
hluta. Kostnaöurinn við allar
þessar framkvæmdir er ákveðinn
fyrir hvern gervihnött um sig,
þannig að rikin eru ekki öll aðilar
að hverjum og einum.
...... ..........................
Sovéskar bækur
og tímarit
(á ensku), hljómplötur og nótur. Opift frá
kl. 10—12 og 14—18, föstudaga til kl. 19,
laugardaga kl. 10—12.
ERLEND TÍMARIT
Hverfisgötu 50 v/Vatnsstig 2. hæft
Geimferðamiðstöð ESA i Frönsku Guayana, en þaðan á að skjóta
Ariane-cldflaugunum á loft.
Nýlega lögðu Frakkar til að
aftur yrði hafist handa um smiði
stóru eldflaugarinnar sem var á
ELDO-áætluninni. Öll rikin tóku
undir þetta, en frakkar stjórna
verkinu. Þeir bera 60% af kostn-
aðinum, en frönsk fyrirtæki vinna
lika að framkvæmdinni i sama
hlutfalli.
Iðnaðarhagsmunir og
stórpólitik
Vestur-evrópurikin sem fengist
hafa við eldflaugasmiði, hafa öll
áhuga að halda sliku áfram, enda
hefurþetta verulega fjárhagslega
þýðingu fyrir iðnaðinn i viðkom-
andi löndum. Nú á að byrja á
stóru eldflauginni alveg frá
grunhi. Þetta er eldflaugin
Ariane. Hún á að vera 202 lestir
að þyngd, 50 metra löng, og á að
geta lyft 5 lesta þungum gervi-
hnetti á lága braut umhverfis
jörðu eða 750 kg. þunga upp i 40
þúsund km. hæð yfir miðbaug.
Bak við þessar fyrirætlanir
evrópurikjanna er þó ekki ein-
göngu gróðahyggja iðnaðarins,
heldur bera sumir ugg i brjósti
um það að bandarikjamenn (og
sovétmenn) kunni að neita þvi að
senda á loít fjarskiptahnetti fyrir
þessi riki til að tryggja sér einok-
unaraðstöðu á þessu sviði. Árið
1977 ætlar ESA að senda lyrsta
íjarskiptahnött sinn á loft.
Hjálp til þróunarlanda
Ef þessar geimáætlanir
evrópurikjanna heppnast, geta
vestur-evrópurikin hjálpað
þróunarlöndunum i Afriku, Asiu
og rómönsku Ameriku i fjar-
skiptamálum. Bandarikjamenn
eru þegar teknir að nota fjar-
skiptahnetti til að koma ýmsu á
framfæri við þróunarlöndin, s.s.
fræðsluefni. Gert er ráð fyrir að
koma megi fyrir a.m.k. einu sjón-
varpstæki i hverju frumstæðu
þorpi, og er augljóst að hér er um
mikil áhrif að tefla. Vestur-
evrópurikin hafa hins vegar ein-
beitt sér að þvi að koma upp
gervihnöttum til flugstjórnar,
leiðbeiningar skipa og veðurat-
hugana. t Bretlandi er i gangi
sérstök áætlun, svokölluð ,,Sky-
lark-áætlun” sem miðar að þvi að
leita uppi siðustu leifarnar af
málmum sem kunna að leynast
enn i jörðu i þvi landi.
Norðurljósin könnuð
Nokkur aðildarlönd ESA hafa
þegar sent á loft 8 gervihnetti sem
notaðir eru til veðurathugana og
geimrannsókna. Sá fyrsti frá
ESA-stofnuninni sjálfri verður
sendur upp næsta vor. Honum er
ætlað að kanna sérstaklega þær
rafhlöðnu agnir (sennilega frá
sólinni komnar) sem dragast að
næturhlið jarðar og valda norður-
ljósunum. Eldflaugina til að
senda hnöttinn i 40 þús. km. hæð,
þarf hins vegar ennþá að fá frá
Bandarikjunum. Notuð verður
Thor-delta eldflaug.