Þjóðviljinn - 14.03.1976, Síða 8

Þjóðviljinn - 14.03.1976, Síða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 14. marz 1976 Rétt fyrir siðustu helgi lauk i Moskvu 25. þingi Kommúnista- flokks Sovétrikjanna. Eins og menn vita af fréttum uröu ekki teljandi breytingar á forystuliöi flokksins, og margvislegar spár um aö Brésjnéf aöalritari ætti skammt eftir i embætti hafa ekki ræst. bvert á móti mátti þaö vekja athygli manna, hve margir þeirra sem til máls tóku viku aö Brésjnef með sterkum lofsoröum. Mannaskipti. Tveir nýir menn komu inn i 16 manna yfirstjórn flokksins sem nefnist stjórnmálanefnd, Romanof, formaöur flokks- deildarinnar i Leningrad og Ustinof, sem hefur veriö ábyrgur Árni Bergmann tók saman Margir sitja á heiðurspalli og hefö er fylgt út i æsar Romanof:Nýr maöurog eitthvað að gera fyrir Kremlarspámenn. Masjerof: Til eru þeir sem þykjast vera að verja sina ,,sér- stöðu”! fyrir þróun hergagnaiönaöar. Eins og venjulega leggja Kremlarfræöingar mjög út af þessum mannskiptum: Romanof er tiltölulega ungur, rúmlega fimmtugur; kannski er þar kom- inn arftaki Brésjnéfs? En i raun og veru er afar fátt sem bendir til þess, aö mannaskipti I forystuliði Sovétrikjanna leiöi til meirihátt- ar breytinga á stjórnarstefau. Jafnvel ekki þótt Brésjnéf hefði sagt af sér. Stjórnmálanefndar- menn eru, þegar aö er gáö, á nokkuð svipuöum aldri (meöal- aldur 65 ár), þeir hafa flestir að baki svipaðan feril (tæknilega menntun, langan feril i stjórn- sýslu i flokknum).Og um hugsan- legan ágreining þeirra á milli fá- um viö aldreineitt aö vita — hvort sem mönnum likar betur eða ver er slikur ágreiningur rikis- leyndarmál. Einn maöur vék úr æðstu stjörn, Poljanski, sem fór meö landbúnaðarmál. Landbúnaður er sem fyrr veikastur hlekkur sovésks efnahagslifs og mikill Oriapóstur að vera settur yfir hann. Þegar fillinn kviðslitnaöi, segir sovésk skrýtla, þaö var þegar hann ætlað aö lyfta land- búnaöinum. i „stóru” miöstjórnina voru kosnir 287 menn (46 fleiri en siöast). Um þriðjungur þeirra mun vera nýr. Hverjir tala? Þetta þing var semsagt ekki auðugt að óvæntum tiöindum (einsog t.d. þingiöáriö 1960 þegar Krúsjof tók öllum á óvart til við að grafa Stálin enn dýpri gröf en áöur). En það er samt ekki úr vegi aö rekja stuttlega sumt af þvi sem gerist á sllku þingi, svo mjög sem flokksþing eru höfö til viömiöunarum alla skapaöa hluti i Sovétrikjunum. Til dæmis er það allsendis vist, að i hverjum bekk og námshópi allra skóla æöri sem lægri heyrir það undir þjóðfélágs- fræöin um þessar myndir að endursegja skýrslu Brésjnéfs til þingsins. Hefö og formfesta sem gætu minnt á helgisiði einkenna hin sovésku flokksþing. Flokksfor- inginn flytur aðairæðuna, sem stendur 5—6 stundir, forsætisráö- herrann (Kosigin) ræöir um efna- hagsmál (3 stundir). Allir flokks- formenn sovétlýðvelda taka til máls og sömuleiöis flokks- formenn stærstu borga og þýðingarmestu héraöa — allmikr ið af þeirra ræöu felst i þvi aö fara meö efnahagslegar tölur hver úr sinu umdæmi. Auk þeirra flytja ræður t.d. einn námumannaverk- stjóri, einn visindamaöur, ein kennslukona, önnur kona sem stjtírnar dráttarvél, formaður rit- höfunda, formaður tónskálda, einn forstjóri máliöjuvers osfrv. í öllum tilvikum eru sögö einhver tiðindi frá viökomandi vettvangi. En i ræöum allra sovéskra full- trúa mun og margtsameiginlegt: Þeir lýsa allir yfir skilyrðislausri ánægju yfir starfi flokksforyst- unnar. Ennfremur sverja þeir hátiölega, aö þeir og starfsbræöur Hvaö gerðist á þingi sovéskra kommúnista? þeirra muni ,,af kappi og einurö” framkvæma áform flokksins, sem aö þeim snúa. Bar þar hvergi skuggann á. segir I visunni. Auk þess munusumir þeirra segja, aö ekki sé nóg unniö á einhverju sviði, aðrir senda Maó tóninn eöa heimsvaldasinnum. nema hvort- tveggja sé. Auk þess tekur til máls mikill fjöldi fulltrúa erlendra kommúnistaflokka og — nú á seinni árum — nokkrir fulltrúar rikja flokka þeirra nýfrjálsra rikja sem Sovétrikin hafa einna best samband við. öfund og tortryggni — þetta eru þeir eiginleikar ásamt mörgum öðrum sem við eigum að læra og lærum af Leonid lljlsj Brésjnéf.” Afköst og gæði En fyrst og slðast er talaö um efnahagsmál, framkvæmd áætl- ana og gerð nýrra — það er þeim háö hvernig gengur að uppfylla þau fyrirheit sem forysta flokks- ins gefur um meiri neyslu og bætt llfskjör aö ööru leyti. Um þau efni var mikill hluti af ræöu Brésjnefs og öll ræöa Kosigins. Ekki veröur ar. I samræmi viö þaö þ/rfti aö breyta áætlunargerö og stjórn- sýsluaðferðum, þannig t.d. að bónusar færu meira eftir gæöum en magni, aö meira miö væri i áætlunum tekið af „tilbúinni vöru” á enda framleiðsíuferilsins og framleiöslukostnaöi hennar. Þeir töluðu um aö spara hráefni og orku, aö auka vægi timaþátt- arins við hagræna útreikninga, bæta launakerfið osfrv. Þetta hljómar allt vel, en þaö veröur ekki ráöiö af almennum umsögn- um, hvaö þetta þýöir i raun-og veru. Ponomarjof, Brésjnéf, Enrico Berlinguer og Súslof; hversu djúptækur „skoðanamunur”? Lærum af Brésjnéf! Þaö er mikil iðja Kremlarfræö- inga að leggja sig eftir ýmsum áherslum I þessum ræöuhöldum, þvi inntak þeirra er vitað fyrir- fram. Til dæmis lögðu menn m jög eyrun viö þvi núna, hve oft og mikiö Brésjnéf flokksformanni var hrósað. Það var talað um „risavaxið framlag hans til heimsfriðar”, hann var nefndur „fremsti stjórnmálamaður samtiöar” og þar fram eftir göt- um. Svona tal haföi ekki heyrst á flokksþingi siöan 1964 (um Krúsjof). Til fróðleiks skal hér vitnað i ræðu Sjverdnadze flokks- formanns I Grúsiu, sem fór með einna blómlegastan talanda um Brésjnéf: „Mikil þekking, yfirsýn og hlut- lægni, mannúð og óbilandi stétt- visi, tryggö viö meginreglur, sú list aö komast inn I sál annars manns.hæfileiki til að halda uppi andrúmslofti trausts, virðingar og kröfuhörku, aðstæðum sem útiloka blindan ótta, singirni, farið ýtarlega út i þá sálma hér, þvi að megintölur siöustu og næstu fimm ára áætlana voru raktar hér I blaöinu ekki alls fyrir löngu ásamt athugasemdum. 1 stuttu máli sagt: það er boöuö aukning þjóðartekna upp á 24—28% á næstu fimm árum. Kosigin taldi aö sovétmenn hefðu aldrei lifaö meira blómaskeiö i efnahagsmálum. Erlendir frétta- menn draga úr þessu meö skrif- um um erfiöleika landbúnaöarins og önnur vandkvæöi, sem leiöi til þess, aö nú á þungaiönaðurinn einu sinni enn aö þróast hraðar en léttaiðnaður. Sovéskir svara með þviað allt sé þetta til að búa i haginn fyrir seinnitimann, m.a. með aukinni tækni inn i land- búnaðinn. Hvað sem þvl liður; þegar á heildina er litið, þá sýnist efha- hagsmálaumræöan öllu var- færnislegri en stundum áöur. Bæði Brésjnéf og Kosigin lögöu mikla áherslu á það að fyrst af öllu þyrfti aö auka afköstin, framleiönina og svo gæöi vörunn- Fróm ósk 1 þessu sambandi mætti minna á það, aö mikil tilbreyting væri þaö aö fá einhverntimann i staöinn fyrir allan þann prósentu- reikning sem sovétmenn skrifa svo mikiö um, einu sinni klárt og kvitt uppgjör fyrir visitölufjöl- skyldu.meö tekjum hennar og út- gjöldum — gætu menn svo út frá þvi reiknað framfarir aftur á bak og áfram, vægi hvers prósents I tekjum osfrv. Satt best aö segja hefur undirrituðum aldrei tekist að hafa upp á slikum sovéskum útreikningi — og tæki honum aö sjálfsögöu meö mikilli forvitni. En svo aftur sé vikiö aö þvi sem fyrr sagöi: þaö er i reynd mjög fróðlegt, hvort og hvernig sovésk- um tekst aö koma gæöakröfum og fjölbreytni inn i áætlanagerö og framkvæmd sina. Þvi þaö er mjög algengt, aö heyra talsmenn kapitalisma halda þvi fram, aö miöstýrður áætlanabúskapur af sovéskri gerö geti aö sönnu dugaö til aö bregöast viö ýmsum ein- földum frumþörfum, en geti ekki brugðist viö flókinni eftirspurn háþróaös samfélags nema þá meö höppum og glöppum. Bókmenntir lika A flokksþingi er vikiö aö fleiru en efnahagsmálum. Þar er t.d. minnt á bókmenntir og listir. Brésjnéf kvaðst^mjög ánægður með ásigkomulag sósialrealismans. Framleiðslu- þemað svonefnda i skáldsög- um hefði fengið mjög lifandi túlkun, sagði hann. Og einnig væri margt gott skrifað umhetju- skap styrjaldaráranna. Markof, formaður rithöfundasambands- ins, var heldur ekkert hnugginn. Hann sagði, að I áægtum verkum siöari tíma kæmi „hinn sovéski maður starfsins fram i fullri stærð sins andlega rikisdæmis”. Enda væri þaö ekki nema von þar eð „flokkurinn hefur komið á samskiptum hins fullkomna sam- ræmis viö skapandi mennta- menn”. Aö visu, sagði Markof eru til ýmsir óvinir, „andkommúnist- ar, andsovétingar, sionistar, maóistar, endurskoðunarsinnar ýmiskonar, ævintýramenn og lið- hlaupar”, sem reyndu að spilla fyrir hinni sælu sambúð flokks og rithöfunda, en aldrei skal það, sagði Markof. Utanríkismál. Allstór kafli I ræðu Brésjnefs var helgaður utanrikismálum. Eins og fram hefur komið I frétt- um var þar mest talað um árangur stefnu friösamlegrar sambúöar, Helsinkiráðsteöiuna og nauðsyn þess að fylgja henni eftir. Sambúðin við Bandarikin fékk I máli hans svipað pláss og öll Vesturiönd önnur samanlögð — og minnir það og annað á það, hve mikilvæg þau samskipti hafa oröiö hinni sovésku forystu. Þótt lauslega væri kvartað yfir þeim sem vildu fara með sambúö austur og vesturs i „kaldastrlðs- anda”, var meira fjallað um stirölegan gang afvopnunarmála og reifaðar sovéskar tillögur i þeim efnum. Brésjnéf var að von- um heldur hress y fir þróun mála i þriðja heiminum og vitnaði þá bæði til Vietnams og ýmissa breytinga á þjóðfélagsháttum. Hann bar sérstakt lof á stjórn Indiru Gandhi á Indlandi, sem hann kvað hafa hrundið „herferð hægrisinna” en lýsti áhyggjum

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.