Þjóðviljinn - 14.03.1976, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 14.03.1976, Qupperneq 9
Sunnudagur 14. marz 1976 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Brésjnéf setur þingiö; i annarri röð má m.a. greina Kadar, Ilusak, Castro, Honecker og fyrir aftan hann Cunhal. yfir „tilraunum til aö grafa undan félagslegum og pólitiskum ávinn- ingum egypsku byltingarinnar” — og meinti þá aö sjálfsögöu Sadat forseta sjálfan og hin bandarisku tengsli hans. Tóntegundir En á sovésku flokksþingi er þaö einna forvitnilegast sem fram kerhur um samband þarlendra við aðra flokka. Það er ljóst að kommúniskir flokkar eru ekki samstæð heild undir einni for- ystu. Það nægir að visa til Kommúnistaflokks Kina og flokka sem honum er tengdir. Kinverjar fengu óspart á baukinn eins og vænta mátti, Brésjnéf kallaði maóista „varalið heims- valdastefnu”, og margt fleira fylgdi i þeim dúr. Hitt var svo fróðlegra að vita, að hve miklu leyti aukið sjálfstraust og sjálf- stæði ýmissa kommúnistaflokka Evrópu kæmi fram — beint eða óbeint. Þarna er um ýmsar tónteg- undir að ræða. Frá Ceausescu Rúmeni'uforseta, sem talar al- mennt um sjálfstæði hvers flokks og forðast að minnast á kinverja eða fordæma þá. Eða þá Stane Dolanc frá Júgóslaviu, sem sagði i ávarpi sinu á þinginu, að sam- vinna kommúnista- og verklýðs- flokka gæti aðeins „grundvallast á jafnrétti, sjálfstæöi og ábyrgð hverrar hreyfingar gagnvart eigin verklýðsstétt og þjóð”. Til fulltrúa franska breska og þá einkum italska flokksins sem viðruðu hugmyndir sem bersýni- lega mjög ólfkar þeim sem sovét- menn aðhyllast um óskorað for- ræði kommúniskra flokka yfir öll- um greinum þjóðlifs i löndum sem teljast vera á sósialiskri braut. Hin italska villa Mesta athygli vekur að sjálf- sögðu ræða Enrico Berlinguers formanns hins öfluga kommúnistaflokks ttaliu. Það er ljóst, að hann gagnrýndi ekki Sovétrikin, mælti meö samstöðu með þeim i friðarmálum osfrv. En áherslur hans eru i raun þær að Sovétrikin eru „eitthvað ann- að”. Hann gerir fullt sjálfstæði hvers flokks að beinni forsendu þess að þróun til sósialisma geti átt sér stað og einnig þess að sósialisk kenning geti þróast. Hugmyndir hans um að Italia og Vestur-Evrópa yfir höfuð hljóti að fara aðrar leiöir en troönar hafa verið um álfuna austanverða, koma mjög skýrt fram i þessum orðum: „Sú staðreynd að sósialisminn er brýnt dagskrármál setur okkur þaö verkefni aðbenda á það alveg afdráttarlaust hvað það er, sem viö teljum nauðsyn og eina möguleika fyrir italskt samfélag. Við berjumst fyrir sósialisku samfélagi sem feli i sér æðsta þróunarstig allra lýðræðislegra ávinninga og tryggði að virt séu öll persónuleg og félagsleg rétt- indi, frelsi trúarbragöa og menn- ingar, lista og visinda. Við telj- um, aö á ttaliu sé mögulegt og nauðsynlegt ekki aðeins að stefna á sósialisma, heldur og að byggja uppsósialisktsamfélag með þeim hætti, að til uppbyggingar þess leggi fram sinn skerf ólik pólitisk öfl, samtök og flokkar til að verk- lýðsstéttin geti eins og vert er staðfest sögulegt hlutverk sitt innan ramma margþætts og lýð- ræðislegs kerfis”. Svona tal er eiginlega villutrú á þeim stað og stund sem þau eru sögð. En sovétmenn létu ekki mikið á þvi bera — þótt svo þeir klöppuðu Berlinguer sjaldnar lof i lófa en öðrum. Upp á heildar- myndina gætu sovétmenn lika visað til ávarpa ýmissa annarra erlendra fulltrúa sem þeim eru mjög hagkvæm. Þeir fá miklar þakkir frá vietnömum fyrir veitta aðstoð i návigi við bandariskt hervald. Þeir fá og hyllingu frá Fiedel Castro, sem lofaði „inn- blásandi stuðningi af hálfu sovéskra kommúnista” viö alla byltingarsinna. (Castro gerði i leiðinni sovéskum þann greiða að leggja að jöfnu „fasista, burgeisa og maóista”). Viðbrögð sovéskra Sjálfir viku sovétmenn mjög litið að hinni „itölsku villu”. Brésjnéf rétt drap á þaö, að uppi væri „skoðanamunur” I einstök- um málum. Hann sagði einnig, að „sumir” túlkuðu alþjóðahyggju á þann hátt ,,að litið verður eftir af henni”. Grúsiumaðurinn Sjev- ardnadze kvartaði nokkuð yfir þvi að „jafnvel meðal nokkurra vina okkar er það um hrið orðin tiska að tala um ávirðingar sósialisks lýðræðis i Sovétrikjun- um”. En sá sem mest tók hönd frá munni i þessum efnum var Masjerof, flokksritari frá Hvita- rússlandi. Hann sagði m.a.: „Þvi miður eru til enn stuðn- ingsmenn sósialisma, sem undir þvi yfirskini að þeir séu að verja svonefnda „sérstöðu” sina, þjóð- leg sérkenni, i reynd endurskoða undirstöðu alþjóðahyggju öreiganna... Um leið eru alls- konar frávik frá byltingarkenn- ingu sett fram sem nýsköpun, en lifandi marx-leninsk kenning og framkvæmd hennar i reynslu sósialismans er lýst sem ihalds- semi og kreddu.,.. Flokkur okkar, sovéska þjóðin, sem ræður yfir allri auðlegð byltingarkenningar, gifurlegri reynslu af baráttu gegn öflum andstæðum sósialisma, vita vel hvers virði eru slikar til- raunir til að „módernisera” marxismann, teygja hann i sundur á milli „þjóðlegra bæki- stöðva”. Fulltrúarnir 5000 I salnum hafa góða æfingu I að skilja.að slikum oröum er ekki farið um maóista, ekki um sósialdemókrata heldur. Hitt er svo ekki nema rétt, að þessi Utrás Masjerofs var svo til einsdæmi og þvi erfitt að spá um það, hvort þetta sé visir aö öðru og meira eða ekki. Enn er t.d. þeirri spurningu ósvarað hvort og hvenær Brésjnéf tekst að kalla saman þá ráðstefnu kommúnista- flokka sem hann hefur lengi hvatt til, én hefur til þessa strandað á fyrirvörum júgóslava, itala, spánverja og fleiri aðila. (Vitnaðer til ræða og ávarpa skv. blaðinu Pravda 25. febr.-5. mars) p lF ERLENDUM E IÓKAMARKAÐI Circles and Standing Stones. Evan Hadingham. Heinemann 1975. Ahugi manna á steinmann- virkjum, sem viða finnast á Eng- landi, hefuralltaf yerið nokkur og undanfarið hefur forvitni manna aukist við nýja tækni til aldurs- ákvörðunar mann- virkjanna.Stonehenge er furðu- legasta mannvirkið og er saga hugmynda manna um það rakin i þessu riti ásamt fjölda annara dreifðra mannvirkja af þessu tagi um Bretlandseyjar. Til hvers voru þessi mannvirki gerð? s' Svörin hafa verið mismunandi eftir mati og smekk hvers tima. Höfundurinn rekur þá sögu og lýsir gerð mannvirkjanna nákvæmlega og dregur fram nýja vitneskju sem fengist hefur með fornleifarannsóknum á siðustu áratugum. Hann ber fram skoðanir sinar um tilgang manna með byggingu steinvirkja og um það geta menn fræðst með þvi að lesa bókina, sem er skemmtilega skrifuð og fylgja henni fjöldi mynda og uppdrátta. The Mediterranean and the Mediterranean World in the Age of Philip II. Volume I-II. Fernand Braudel. Translated from the French by Sian Reynolds. Fontana/Collins 1975. Rit þetta kom fyrst út 1949, drögin að þvi voru lögð 1939 segir höfundur I formála. Siðan var allt ritið endurskoðað og gefið út 1966. Enska þýðingin kom fyrst 1972 og loks gefið út I Fontana 1975. Ritið er meðal þeirra sagn- fræðirita sem merkust verða talin á þessari öld. Það er ekki aðeins að það sé ágætt sagnfræðirit i venjulegum stil, heldur brýtur höfundur blað i sagnfræðiritun með þvi að lýsa sögusviðinu af nákvæmni og skilningi. Lýsing þess er fjórðungur ritsins, en fyrir vikið verður viðfangsefnið skilið dýpri og viðari skilningi. Sögusviðið, Miðjarðarhafið, eyjarnar og löndin sem að þvi liggja eru vettvangur atvurðanna og höfundur fjallar einnig um daglegt lif og kjör ibúa þessara svæða, framleiðslu og andlegt ástand. Rit þetta er bæði sagn- fræðirit og félagsfræðilegt rit og með þvi aö tvinna þetta hvort- tveggja saman tekst höfundinum að setja saman aldarfarslýsingu 16. aldar og pólitiska sögu þess- ara svæða á sama fleti. Siðari hluti fyrsta bindis fjallar um efnahagsástand og viðskiptalif og i siðara bindinu rekur hann atburðarásina sem leiddi til orustunnar við Lepanto. Höfundurinn var starfsbróðir þeirra frönsku sagnfræðinga sem fremstir teljast á 20. öld, Marc Blochs og Lucien Febvre, en ein- kenni þeirra er að tjá allan flaum sögunnar, ekki aðeins yfirborðið, heldur einnig þjóðdjúpið og hrær- ingar þess og þær efnislegu og andlegu ástæður sem orsaka framstreymið. Höfundurinn hefur einnig ritað ágæta bók um þróun kapitalismans og lifskjörin frá 1400 til 1800, sú bók hefur einnig verið gefin út i útgáfu Fon- tana, hann er einnig ritstjóri „Annales” timarits sem fjallar um hagfræði, samfélög og menn- ingu. Bók þessi hlaut einróma lof færustu sagnfræðinga þegar hún kom út i fyrstu og enn frekara lof með annari útgáfu, og á höfundur það vissulega skilið. SVRPU 5KPPHR NÝ LAUSN Á GÖMLUM VANDA SYRPU SKÁPAR eru einingar í ýmsum stæróum og geröum. SYRPU SKÁPAR gefa óþrjótandi möguleika hvar sem er- þú getur alltaf bætt vió SYRPU SKÁP og haldiö samræmi. SYRPU SKÁPAR er lausnin. Vinsamlegast sendiö mér upplýsingar um SYRPU SKAPANA Nafn Heimili Skrifiö greinilega SYRPU SKAPAR er islensk framleiðsla. AXEL EYJÓLFSSON HÚSGAGNAVERSLUN SMIÐJUVEGI 9 KÓPAVOGI SÍMI 43577

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.