Þjóðviljinn - 14.03.1976, Síða 10
10 SIDA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 14. marz 1976
Munich, 28. september 1968). „Listaverkið er ekki staðgcngill, eftirlik-
ing eða spegilmynd náttúrunnar, heldur persónuleg tjáning hennar.
Náttúran tjáir sig sjálf, ef svo má segja, vér skynjum fegurð i HENNI.
En listaverkið tjáir aftur á móti túlkun eða skilning listamannsins á
náttúrunni, og i þeirri tjáningu skynjum vér fegurð.” (SÍMON JÓH.
ÁGtlSTSSON: LIST OG FEGURÐ, Hlaðbúð 1953).
Ulrich Ruckriem: Hringur. (Courtesy Videogalerie Gerry Schum,
Oiisseldorf, sumarið 1971).
List og landslag, — hvað er
það?
Gettu.
Er það Þingvallamyndin?
Nei.
Heldur hvað?
Einhver sagði: allt er list.
Ég er engu nær.
Landið er efni, sjáðu til. Þú
hnoðar leir i flagi og býrð til
mynd, þú stillir henni uppá hillu.
Kannski er þessi mynd listaverk?
Já?
En ef þú formar leirinn á staðn-
um og yfirgefur hann þar, — hvað
er hann þá?
Hún er strembin þessi.
Sleppum þvi. En hver er
munurinn á formun náttúrunnar
og listamannsins?
Þessi spurning leiðir af sér aðra
ef landið formast á listrænan
hátt, i veðrum og vindi, — til
hvers eru þá listamenn?
Málið er ekki svona einfalt.
Jæja?
Þú gleymir sköpunarþrá
mannsins.
Hvaða fyrirbrigði er það?
Láttu ekki eins og asni. Horföu
á barnið leika sér og umturna
hlutunum, þú getur kallað það at-
hafnasemi ef þú vilt. Barnið er
talandi dæmi um þörf til aö tjá
umhverfi og viðburði.
Ég þekki fólk sem lifir ljómandi
góðu lifi án þess að hugsa nokk-
urn tima um list, hvað þá að þvi
langi til að sulla i litum og þess
háttar. Þetta fólk fengi fyrir
hjartað ef það sæi myndlist!
Við erum komnir langt út fyrir
efnið. Þú segir þetta fólk fá fyrir
hjartað ef það sér myndlist. Við
skulum sleppa þessu ágæta fólki.
En má ég spyrja: Hvaða augum
liturðu reglusemi og skipulag?
Haltu áfram.
Ef við skoðum loftmyndir af
ökrum og túnum til dæmis, þá
sjáum viö strax að fagurfræðileg
hlutföll skipta þar miklu máli.
Hagkvæmni.
Ekki að öllu leyti. Visindamenn
hafa fyrir löngu uppgötvað
ákveðinn sannleik: lifið er regla.
Reglan er grundvöllur listarinn-
ar. Lifið er list.
,,t upphafi var orðið”!
Hefurðu horft i smásjá? Þar
sérðu hvernig uppbygging allra
hluta er.
Þú ferð i hring.
Hvað eru hamfarir náttúrunnar
annað en regla: eldgos, sandfok,
rigning og hvirfilvindur. Ég fyrir
mitt leyti get ekki unnt náttúrunni
þess að breytast án aðstoðar list-
arinnar. Þetta tvennt er svo eðlis-
likt: ummyndanir náttúrunnar og
sköpun mannsins.
Ef munurinn er enginn, — hvað
þá?
Það fer eftir þvi hver skoðar.
Venjuleg landslagsmynd er auð-
skilin. Eftir þvi sem likingin er
meiri við fyrirmyndina, þá vegn-
ar henni betur á veggjum fólks-
ins: hún sýnir þekkjanlegan
veruleik. Ef landslagsmyndin er
smáheimur, kannski þúfnakollur,
þá skilst hún ekki: hún er fölsun á
veruleik, tilbúningur og þess
vegna ekki list..
Biddu nú við!
Og ef landið sjálft er formað, i
stað þess að mála þaö, af manni
með listræna hæfileika? Nei, nei,
þá er þetta bara della og sér-
viska. Auðvitað viðurkenni ég
túlkun málarans, ef hann sýnir
landið á listrænan máta, notar
það sem startpunkt og skapar.
Leyfist mér að skjóta inn orði?
Mér finnst þessi útvikkun á eðli
listarinnar stefna til upplausnar.
Þið kollvarpið gömlum og grón-
um gildum.
Alls ekki, við bætum nýjum viö.
Þú færð engan heilbrigðan
mann til þess að samþykkja það,
að brölt i landslaginu geti flokk-
cist til listar
Hvað kallarðu brölt? Hvaö kall-
aröu skúlptúr? Þessi flokkun á
öllum sköpuðum hlutum er með
afbrigðum hvimleið. Þið einblinið
of stift á stærðina, fjarlægðar-
skynið er ruglað. Ef við tökum
skúlptúrinn sem dæmi i þessu
sambandi, þá er það Ijóst strax að
efni hans er hið fyrsta sem við
verðum að ákveða. Er það leir
eða kopar? Er það mold eða
grjót? Kallar eins og Michel-
Angelo hjuggu i stein, Steinar i
Paradisarheimt Halldórs Lax-
ness hlóð stein og ségir: þetta er
list! Hann bitur i steininn, sleikir
hann, kreistir hann! Svo dettur
steinn á tærnar á honum, — hvað
er þá táin? Skúlptúr?
Andskotans vitleysa er þetta!
Viðurkennt á morgun þegar
eitthvað ennþá vitlausara er á
dagskrá. En nú skal ég segja þér
sögu: Ég var noröur i Vatnsdal i
sumar sem leiö. Dag einn geng-
um við bóndinni uppi brekkur ein-
hverra erinda. Viö komum þar að
sem safnað hafði veriö saman af-
lóga heyvinnutækjum og öðru
drasli sem átti að urða. Þarna
loguðu litbrigðin gult, rauðbrúnt
og dökkbrún, og einstaka blóm.
Dýrð þessi hreif mig svo mjög að
ég andvarpaði: Mikið lifandis
skelfing er þetta fallegt! Bóndinn
leit undrandi á mig og svaraði:
Mér hefur alltaf verið heldur illa
við blómin!
Þú verður að fyrirgefa, en ég
skildi ekki brandarann.
Ef ég hefði tekið ljósmynd af
þessu og bóndanum með, og sýnt
honum siöar, þá væru viðhorfin
breytt, hann mundi auðvitað
harma að draslið væri með á
myndinni, en ljósmynd er alltaf
ljósmynd, ég tala nú ekki um ef
hún er í lit!
Þetta er smekksatriði.
Það ku vera teygjanlegasta
hugtak i heimi. Ég skal nefna þér
annað dæmi: Taktu litljósmynd
af landslagi i góðu veðri, stilltu
svo myndaramma þannig að
hann sýni nákvæmlega hið sama
og ljósmyndin gerir. Hver er
munurinn?
Annars vegar augnabliksmynd
i ramma, hins vegar varanleg
ljósmynd.
Hvað er eitt augnablik í mynd-
list, heil eilifð. Hvað er varanlegt,
ljósmyndin gulnar. Hver er
munurinn?
Spyr sá sem allt veit.
Veistu hvað, allir menn hafa
listræna hæfileika. Það sem skil-
ur á milli venjulegra manna og
listafólks eru tækifærin, kynning-
in og áhuginn sem upp er vakinn.
Sumir vinna alla hluti i anda
listarinnar, kannski ósjálfrátt,
hver veit. Þeir meðhöndla hlutina
þannig að úr verður formspil og
samræmi, listræn heild. Hér áður
fyrr þegar bóndinn, svo við höld-
um okkur við sveitina, þegar
bóndinn sló með orfi og já eða
vinnukonan rakaði með hrifu, þá
var tilbreytingarleysið rofið með
ýmsum hætti, menn slógu I hring
sér til hvildar frá venjulegu
sláttulagi.
Sér til hvildar já!
En hrifan var meira en verk-
færi við heyskap, hún var verk-
færi i listrænum tilgangi.
Hættu nú alveg!
Þótt hið listræna væri ekki
tengt þessari nýju hugsun i
myndlist af eðlilegum ástæðum
og ekki i rökréttu samhengi held-
ur, þá formaðist heyflekkurinn
samt sem áður á ýmsa vegu,
aldeilis óháður nytsemi stundar-
innar. Hér var um að ræða ákveð-
iðsamspil milli min og hrifunnar!
Fékkstu ekki skammir?
Nei, ég var svo fljótur að raka!
Þessi formleikur i heyinu er á
margan hátt sambærilegur við
sullið i sætsúpunni barnsins, eftir
að mjólkin er komin saman við!
Hitt er svo annað mál að vél-
væðingin hefur ýmsu breytt, allt
gerist svo miklu hraðar núna.
Og listin horfin úr vinnunni?
Við verðum að leita aftur i tim-
ann til að finna einhvern punkt
listrænnar vinnu, þá hélst þetta
allt i hendur. Nú eru aðrir hættir
viðhafðir. 1 stað vefnaðar og út-
skorinna hluta, þá hefur hvers
konar iðnvarningur af litilfjörleg-
um uppruna flætt inn á sveita-
heimilin og ruglað dómgreind
fólksins. Hið einfalda hefur vikið
fyrir flóknu skrauti sem höfðar til
vitundarinnar um erfitt verk.
Þessi varningur úr plasti og
blikki er gerður i vélum á ódýran
máta, sem út af fyrir sig er allt i
lagi, en hraðvirknin i framleiðsl-
unni er bundin kröfunni um sölu,
hún þjónar gróðahyggjunni, ekki
listrænum metnaði. Ég held við
þurfum ekki að ræða þetta frekar,
— sama sagan hefur reyndar
gerst i kaupstöðunum og er jafn-
sorgleg.
Ber þá að skilja viðleitni nú-
timalistamanna þannig, að sam-
spil listar og lands i verkum
þeirra eigi aþ endurreisa fólkið?
Ég held að listamenn séu of
eigingjarnir til þess að hugsa
svona, en þeir eru oftast að fást
við samtimaverkefni, og þegar sú
staða verður i samtimanum, i
nánasta umhverfi og svo fram-
vegis, að þörf verður á endurmati
af einhverju tagi, þá eru framúr-
stefnulistamenn þeir fyrstu sem
taka við sér. Þegar listamaður
tekur til við að forma landið, þá
er hann að bregðast við aðför
annarra gagnvart landinu, ekki
aðeins að tjá frumlega hugsun,
heldur einnig að benda á leiðir til
nánari samskipta.
Þeir keppa við náttúruna.
Mikið rétt.
Hér erum við komnir að at-
hyglisverðum atriðum. Hver ræð-
ur landinu? Hverjum leyfist að
ráðskast með landið?
Þú hefur óþarfar áhyggjur.
Listamenn hafa yfirleitt mjög
rika samkennd með náttúrunni,
— sumir vilja reyndar meina að
engir séu náttúrumeiri en lista-
menn!
Ef allt er list eins og þú segir,
þá langar mig til að spyrja eins:
Eru hjólför eftir jeppa upp á há-
lendinu list?
Það er mögulegt!
Fer það kannski eftir þvi hver
situr við stýrið, ábyrgðarlaus
unglingur eða myndlistarmaður
með pappira og göfugan tilgang?
Munurinn getur legið i eðlinu,
hjá unglingnum er það þörfin fyr-
ir útrás á einhvern hátt, hann
vantar sitt Tivoli með skotskifum
og brotnum flöskum. Lista-
maðurinn vinnur verk sitt á ann-
an hátt, hjá honum verður visst
samspil lands og hugsunar, hann
byggir upp, hann rifur ekki niður.
Mér finnst þetta margumtalaða
frelsi listamannsins varhugavert,
eins og ég hef áður bent á, — get-
ur hann leyft sér allt? Framhald-
ið hlýtur að leiða til upplausnar i
myndlistinni, jafnvel þjóðfélag-
inu.
Þvert á móti. Með nýrri mynd-
hugsun hefur orðið mikil breyt-
ing, menn gefa gaum i siauknum
mæli frumþáttum tilverunnar,
rannsaka hið hugmyndafræði-
lega, einfalda og leita hins ein-
falda. Timi og rúm, hraði. Hlut-
föll náttúrunnar og eðli hennar.
Landið er hið nærtækasta, jafnt
manninum, jörðin hvar sem er.
Ekki er nauðsynlegt að ráðast á
rómaða ferðamannastaði og um-
turna þeim eftir geðþótta lista-
mannanna, enda kæmu þá til
skjalanna alls kyns verndarsam-
tök sem standa vörð um landið.
Með leyfi að spyrja: hvert er
lámarksefnið sem fellur undir
hugtakið sem þú nefnir list og
landslag?
Sandkorn. Hnefafylli af snjó.
Skriða i fjalli.
Svo þegar skriðan fer af stað, —.
hvað gerum við þá?
Skipum nefnd i málið!
Sovéskar bækur
og tímarit
(á ensku), hljómplötur og nótur. Opift frá
kl. 10—12 og 14—18, föstudaga til kl. 19,
laugardaga kl. 10—12.
ERLEND TÍMARIT
Hverfisgötu 50 v/Vatnsstig 2. hæft