Þjóðviljinn - 14.03.1976, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 14.03.1976, Qupperneq 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 14. marz 1976 Umsjón: Magnús Rafnsson og Þröstur Haraldsson Lög: Hurrycane (Hvirfilbylur), Isis, Mosambique.One more cup of coffee (Einn kaffibolla til), Oh Sister (Ó systir), Jocy, Ro- mance in Purango (Ævintýri Durango), Black Diamond Bay (Svartdemantsflói), Sara. Söngur: Bob Dylan, Emmy Lou Harris, Ronee Blakley og Steve Soles. Hljóöfæraleikur: Rob Stone bassi, Hooward Wyéth trommur, Scarlet Rivera fiðla, Vinccnt Bell bellzuki, Don Cortese mandólin, L Luther kongatrommur. Enn á ný ber hann að dyrum hjá okkur, sá litli þrjótur. Enn á ný býður hann okkur i ferð orða og tóna, enn á ný heimtar hann svar: Hvernig finnst þér? Já hvernig finnst mér og um hvað er ég að tala? Hvert er maðurinn eiginlega að fara? Jú, þvi er fljótsvarað. Ný Dylan- plata er komin i bæinn og snýst hring eftir hring á fóninum dag eftir dag, viku eftir viku, og nú er það mitt að svara: Hvernig finnst mér? Hvar á ég að byrja? „Hvar byrja ég. . . á hælum Rimbaud hreyfist ég eins og dansandi byssukúla um leyndarstræti heitrar New Jersey nætur sem er full af eitri og undri”. Þannig hefur Bob Dylan prósaljóð á bakhlið plötuumslagsins, og inn i slikan heim er okkur varpað i fyrsta laginu Hurrycane, Hvirf- ilbylurinn, sem er sagan um svarta hnefaleikakappann Rub- in Carter, sem dæmdur var fyr- ir morð á þremur mönnum til lifstlðarfangelsis i New York þar sem hann hefur setið i 9 ár. Hljóðfæraskipun er fiðla, gitar, bassi og trommur og þessi skip- un er nær allsráðandi á piöt - unni, fiðlan er löngum eina ein leikshljóðfærið auk munnhörp- unnar, sem Dylan blæs sjálfur af alkunnum krafti. Litið fer fyrir þeim hópi stórstirna sem áttu að vera hér i fararbroddi og allar sögusagnir um slikt sem betur fer úr lausu lofti gripnar. Dylan fer sjálfur á kostum i söngnum hér, reiðin og sannfær- ingarkrafturinn eru svo mikil að maður f.yllist réttlátri reiði yfir þeim örlögum sem þessi blökkumaður hefur hlotið. Isis er frásaga um mann sem giftist Isis (egypskt gyðjunafn, frjó- semisgyðja) en yfirgefur hana siðan og fer i reisu þar til hann snýr aftur heim á leið. Hér leik- ur Dylan á pianó og fiðlan græt- ur með. Mosambique. Hér er einfaldasta lagið á plötunni með texta sem ég gat ekki imyndað mér að Dylan gæti samið, en það ótrúlega við það er að hann sleppur frá honum án þess að þurfa að skammast sin. One more cup of coffee. Bent hefur veriðá skyldleika þessa lags við gyðingatónlist, og óhætt er að fullyrða að hér er á ferðinni ein merkasta lagasmið Dylans. Þetta er ástar- eða kveðjuljóð til konu sem skáldið biður um einn kaffibolla til áður en hann legg- ur af stað i dalinn fyrir neðan. Oh Sister. Hér er komið eitt af- kvæmi Stúlkunnar frá Norður- landi (The girl from the north countrv), svipuð laglina er i þessum söngvum og stemmn- ingin svipuð. Siðari hlið plötunnar hefst á Joey.sögu um smábófann Joey Gallo sem myrtur var á itölsku tffeitingahúsi i New York árið 1970. t meðförum Dylans verður Joey nokkurs konar Hrói Höttur stórborgarinnar sem alþýðan ann, sem á negra að vinum i Attica-fangelsinu og fórnar sér fyrir fjölskyldu sina á dauða- stund. Romance in Durango er eftirtekja frá þeim tima er Dylan lék og samdi tónlistina við mynd Sams Peckinpahs, Pat Garrett and Billy the Kid, og finnst mér það ekki eiga heima á þessari plötu. Black Diamond Bay er i anda þess súrrealist- iska heims sem við þekkjum svo vel af bestu plötum Dylans frá sjöunda áratugnum. Plötunni lýkur siðan á ástarsöng Dylans til konu sinnar sem ber nafn hennar Sara, þar sem hann ját- ar henni ást sina og opnar sig meir fyrir umheiminum en hann hefur áður gert i söng, nema að hann sé enn einu sinni að blekkja okkur, i þetta sinn með einlægninni. Siðastliðið sumar birtist Bob Dylan óvænt i Green- wich Village hverfinu i New York en hann hafði búið um skeið i Californiu. Var hann einn á ferð og voru sögu- sagnir á kreiki að hann HLERAÐ OG SLÚÐRAÐ Hérmeð hcfur göngu sina dálkur sem framvegis mun hafa að geyma stuttar fréttir úr poppheiminum og öðrum vig- stöðvum poppkynslóðarinnar. Klásúlur hafa komist yfir eintak af nýrri breiðskifu sem Fálkinn hefur gefið út og ber heitið Mannakorn. A henni eru tólf lög sem Hljómsveit Pálma Gunnarssonar flytur. Ellefu lög og niu textar eru eftir gitar- leikara sveitarinnar, Magnús Eiriksson, tólfta lagið er gamall rokkari af bandariskum upp- runa við texta Jóns Sigurðs- sonar, eitt lag hefur Magnús samið við lióð Steins Steinarr, Hudson Bay, og eitt við texta Jónasar R. Jónssonar. Aðrir félagar sveitarinnar eru þeir Baldur Már Arngrimsson, Úlfar Sigmarsson, Björn vinni betur úr þeim en hann hef- ur áður gert. i tveimur lögum, Hurrycane og Joey, notar hann útlaga- minnið, senri hefur skotið upp kollinum á nær hverri plötu hans i einhvers konar dularbúningi. Það sem gerir þessi lög frá- brugðin fyrri lögum Dylans um þetta efni er hin raunsæja um- hverfismynd og veruleikablær sem birtist i þessum lögum, og um leið er málið komið langtum nær daglegu máli en áður. Það er rétt sem Allen Ginnsberg segir að verk þessi eru hápunkt- ur á samspili ljóða og tónlistar eins og bitkynslóðina amerisku dreymdi um á sjötta og sjöunda áratugnum (Ginsberg, Corso, Kerouac o.fl.). Fjórir söngvar eru einskonar ástarljóð, Luis, One more cup of coffee, Oh Sister og Sara. Flest ljóða þessara lýsa aðskilnaði og þvi hlýtur að koma hér upp spurningin um ævisöguaðferð- ina. Eiga ljóð þessi sér ein- hverja hliðstæðu i lifi Dylans eða er hér á ferðinni hreinn dul- búningur. Ég ætla ekki að svara þessu til neinnar hlitar hér, en viðhljótumað álita að svo sé að einhverju leyti og má i þvi sam- bandi benda á lagið Sara sem á sér beina hliðstæðu i Iifi hans. væri skilinn við konu sina Söru. t Greenwich Village fór hann að venja komu sina i klúbbana gömlu þar sem þjóðlagabylgjan rhikla hafði hafist upp úr 1960, i þann mund er Dylan kom fyrst til New York borgar. Þar kynnt- ist hann bassaleikaranum Rob Stone og trommuleikaranum Howard Wyeth og tróð upp með þeim i nokkur skipti. Bratt slógust fleiri i för og þarna myndaðist álitlegur hópur hl j ó m I i s t a r m a n n a sem komu reglulega saman og menn foru að likja þessu við gömlu góðu dagana. Fljót- lega var farið að hvisla i bar- skúmaskotum um mögu- leika á hljómleikaferð. Um haustið var siðan ákveðið að fara i hljómleikaferð um aust- urströnd Bandarikjanna og var sá hátturhafður á að hljómleik- arnir voru auglýstir með 3-4 daga fyrirvara og haldnir i litlum sölum, en slikt er með öllu óþekkt er slik stirni eiga i hlut. Ýmsir gamlir kunningjar Dylans slógust i hópinn þar á meðal Joan Baez, Roger McGuinn, ljóðaskáldið Allen Ginsberg, Arlo Guthrie og Joni Mithchell. I kjarnahóp Dylans, Stone og Wyeth bættist fiðlu- leikarinn Scarlet Rivera og seg- ir þjóðsagan að hana hafi Dylan séð úti á götu þar sem hún bar fiðlu undir hendinni og hafi hann þegar spurt hana hvort hún gæti leikið á fiðluna og hafi hún svarað þvi játandi og þá hafi hann beðið hana um að koma i upptöku daginn eftir. Er óhætt að segja að langt er siðan að hljóðfæraleikari hefur komið fram i sviðsljósið sem vakið hefur jafn mikla athygli fyrir sérstæðan og töfrandi stil. Enginn vafi er á þvi að þeir frjóu straumar sem flæða um þessa plötu eiga rót sina að rekja til þess anda samstarfs og hópkenndar sem riktu i þessum flokki siðastliðið haust. En það er ekki nóg að samstarfsfólk Dylans standi fyrir sinu, heldur hefur hann sjálfur sjaldan verið betri. Söngur hans er fullur af krafti og lifsgleði og sér til að- stoðar i söngnum hefur hann eina bestu og sérstæðustu söng- konu Bandarikjanna, Emmy Lou Harris, en plötur hennar, Pieces of the Sky og Elite Hotel, hafa fengist i hljómplötu- verslunum hér. Ennfremur nær laga- og ljóðagerð hans þeirri hæð sem fáir hafa komist i á þessum áratug. Og það athyglisverða er að hér semur hann i fyrsta sinn söngvatexta með öðrum, en það er Jacques Levy, en hann hefur áður samið texta með Roger McGuinn. En hver eru efnis- minni (motiv) þessara laga, og hvar tilheyra þau ferli Dylans? Býður hann okkur upp á eitt- hvað nýtt? Þvi getum við svar- að bæði játandi og neitandi. Játandi á þann hátt að hér hefur honum tekist að færa lög og lag- linur i einlaldari búning heldur en hann hefur áður gert, að sumu leyti á svipaðan hátt og hann gerði i Nashville Skyline þó án þess að einfalda innihald textans sem hann gerði á fyrr- nefndri plötu. Neitandi á þann hátt að hér eru ekki á ferðinni ný minni hjá honum þó hann Um einn sönginn, Black Diamond Bay, verðum við að leita hliðstæðu i stórveldistima- bili Dylans á sjöunda áratugn- um er hann gaf út Highway ,61 revisited og Blonde on Blonde. Það eru súrrealistisku martraðartextarnir svo sem Desolation Row, Tombstone blues og Vision of Johanna. 1 Svartdemantsflóa lýsir Dylan lifinu á hóteli nokkru þar sem eldgos skellur yfir meðan gest- irnir skemmta sér, en i lokin eru áheyrendur allt i einu staddir heima i stofu hjá Dylan þar sem hann er að horfa á sjónvarp þar sem sagt er frá gosi þessu og hann lýsir þvi yfir að hann hafi aldrei langað til að fara þangað. Það er spurningin hvort hann sé með þessari neitun að lýsa þvi yfir að hann ætli ekki að yrkja fleiri slika texta. Úr þvi getur aðeins næsta plata skorið. Það má segja að við lifum tima stöðnunar og kreppu á sem flestum sviðum. Timi enda- lausrar framþróunar blasir ekki elngur við og það hrun og upp- lausn sem alls staðar ágerist speglast vel i flestum listgrein- um og þá sérstaklega þeim greinum sem eiga allt sitt viður- væri komið undir sölu- og sölu- aukningu. Popptónlistin hefur ekki farið varhluta af þessu. Dauðþreytt stórstirni gefa út sömu plötuna ár eftir ár, án nokkurra sýnilegra breytinga. Þess vegna er gleðilegt að enn skuli loga neisti sköpunargleði og löngun til meiri átaka við umhverfi sitt og sjálfan sig, að enn skuli lifa löngun til að skapa fagra hljóma og orð til gleði fyrir okkur sem reynum að meta og skynja slikt. Það finn- um við á þessari plötu. EÓ.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.