Þjóðviljinn - 14.03.1976, Qupperneq 17

Þjóðviljinn - 14.03.1976, Qupperneq 17
Sunnudagur 14. marz 1D76 ÞJÓÐVILJINN — SÍOA 17 Gunnar, Olga, Ólafur Einhvem veginn fór það alveg framhjá mér i jólaösinni, að Olga Guðrún væri að gefa Ut barnaplötu. En Aslaug og Finnur höfðu eyrun hjá sér og gáfu Þórarni hana i afmælisgjöf (hann er fæddur á annan i jólum eins og Maó). Við skelltum henni náttúrulega á fóninn fyrir barnið meðan við drukkum eft- irmiðdagskaffið og leist bara ágætlega á hana. Um kvöldið litu inn gestir og viö leyfðum þeim „að heyra eitt lag” sem varð öll skifan frá upphafi til enda. Núna kunnum við öll lögin og syngjum hástöfum með öll þrjú: „ála—ála”. Skifan heitir Eniga—meniga (AÁ—records 027). A henni eru fimmtán söngvar, allir samdir i tali og tónum af Ólafi Hauki SI- monarsyninema einn texti, sem er eftir Kristin Einarsson við lag Ólafs Hauks. Gunnar Þórð- arson útsetti öll lögin, stjórnaði upptökunni og leikur auk þess á flest hljóöfærin. Olga Guðrún Arnadóttir syngur visurnar og spilar á píanó þar sem þaö á við. Textarnir fylgja með á lausu blaði, næstum prentvillulausir. Umslagið er forljótt og til há- borinnar skammar fyrir aug- lýsingastofuna Orkina. * Vikjum þá fyrst að vfsum Ólafs Hauks. Hann getur greini- lega ort ágætar visur, eins og þessi dæmi sýna: Ég stjórna bæði veðri og vind- unum ég vef skýin onaf tindunum ég græði grasið innij döl- unum ég geng um fjöll með smöl- unum Éganda upp ölduhryggjum út á sjó égsáldra regndropum á runna og mó ég kveiki kvöldstjörnur á Þú finnur það vel allt færist nær þér þú finnur það vel þú kemur nær mér þú finnur það vel allt fæðist i þér andlitin lifna og húsin dansa og vindurinn hlær (Ég heyri svo vel) Hugmyndirnar eru lika oft bráðskemmtilegar og ferskar, eins og: Hann átti aldréi trefii, hann átti aidreiskó en hann gaf þvi alls engar gætur Hann vafði skýi um hálsinn og skelli- skellihló og gantaðist úti allar nætur (Kötturinn sem gufaðiupp) og jafnvel þótt bragarhátturinn sé dálitið einkennilegur, þá bjargast visan á hugmynaa- gleðirtni. Annað dæmi sama eðl- is: Ef þú ert súr vertu þá sætur sjáðu i spegiinum hvemig þú lætur ekkert er varið i sút eða seyru teygðu á þér munnvikin út undir eyru Galdurinn er að geta brosað geta i hláturböndin tosað geta hoppað hlegið sungið endaiaust (Ef þú ertsúr vertu þásætur) En þvi miður, stundum fer allt I vaskinn. Mér finnst til dæmis þessar visur óttalegt klúður: Hann var ekki hræddur um að hann yrði snæddur móður og mæddur ónei ónei ónei (Það var eitt sinn sjómaður) Eitthvað fyrir krakka káta krakkalakka sem kostar ekki neitt þú krækir bara i pakka eða fyndinn frakka eða feitan takka (Eniga-m eniga) * Það er helviti hart að skemma jafn ágæta söngtexta og eru á skifunni með hortittum og flat- rimi af þessu tagi (það er nefni- lega mjög gott að syngja visurnar). Bragfræðina læt ég að öðru leyti liggja milli hluta, enda ekki lengur hægt að heimt- a stuðla og höfuðstafi af skáld- unvog þvi ■ er heldur erfitt að rökstyðja dóma i þeim efnum. Það er hinsvegar alveg vist að jafnvel þótt menn yrki ekki heföbundið, verða þeir að kunna full skil á hljómagangi islensku stökunnar, ef þeir vilja verða góð skáld. Ég hugsa að Ólafur Haukur sé mér nokkuð sam- mála um það. Visur Kristins Einarssonar, Drullum-sull, eru mjög þokka- legar og hann kann greinilega eitthvað fyrir sér i jarðfræði: Um Keykjanesið runnu hraun nú rennur vatn um þau á laun með olfubragði ofan á sem ekki lengur drekka má (Drullum-sull) Um lögin hans ólafs Hauks hef ég ekkert nema gott að segja. Þau eru létt og skemmti- leg ogfyrr en varir flautar mað- ur þau á morgnana og finnst eins og þau haf i einhvern veginn alltaf legið i loftinu. Þau falla lika lipurlega að visunum og lyfta þeim gjarnan yfir skerin, þannig að Visurnar eru betri sungnar en talaðar eða lesnar. Ég bið ekki um meira. Olga Guðrún syngur vel og hnökralaust. A löngum djúpum tónum er röddin kannski ekki alveg nógu hljómmikil. En það erekki til stórra lýta. Hitt skipt- ir meiru, að framburður hennar á textanum er sérstaklega skýr og fallegur, já alveg hreint til fyrirmyndar. Gunnar Þórðarson hefur út- sett lögin af næmum skilningi á þeirri hugsun og tilfinningu sem hvert ljóð og lag byggir á, og undirleikur hans er i mlnum eyrum gallalaus. 1 fyrsta skipti rokka islenskbarnalögaf sannri snilld. Til dæmis má taka stuð- andi rafmagnsgitarhljóminn i „Ryksugulag” eða finlega sam- stillingu raddar, gitars og trumbna i millistefi „Það er munur að vera hvalur” (Ýsur og lýsur, o.s.frv.) Þá er hljóð- stjórnin i upptökunni með mikl- um ágætum og reynsla Gunnars af stúdióvinnu og smekkvisi hans einkenna alla tæknivinn- una. Gunnar sýnir hér og sann- ar að hann er vandaður og öruggur atvinnuspilari, einhver sá besti sem við eigum i rokk- inu. Það er sérlega viðeigandi aö hann skyldi sviptur lista- mannalaunum skömmu eftir að Eniga-meniga kom út. Samstarf ólafs, Olgu og Gunnars er þó annað og meira en framlag þeirra hvers fyrir sig. Þegar maður litur á hvern þátt einangraðan eins og hér er gert að framan, sýnist Gunnar Þórðarson vera það bjarg er hljóðskifan sem slik hvilir á. Með útsetningum sinum og und- irleik lyftir hann Olgu Guðrúnu yfir erfiðu tónana og keyrir upp visur Ólafs Hauks þar sem þær eru veikastar. En á þessu er önnur hlið og hún skiptir meira máli. Hinn raunverulegi styrkur hijómskifunnar er það lifs-við- horf sem lýsir sér i gerð hennar og þá fyrst og fremst ljóðum Ól- afs Hauks en i öðru lagi i þvi að Olga Guðrún flytur söngvana inn i heim nútima tónlistar. Ljóð ólafs Hauks og gerð hljómskif- unnar yfirleitt hafa ekki það markmið eitt að „skemmta börnunum smástund”, heldur sveifla þau áheyrendunum yfir i hálf-súrrealistiskan heim fullan af skemmtilegum þversögnum, fjörugri rokktónlist og seiðandi ljóðrænu. Á reiki i þessum hug- arheimum vaknar sú gamla spurning: Dreymir mig fiðrildi eða er ég fiðrildi sem dreymir mann? Er þessi nýja veröld bara draumur eða var ég að vakna af ljótri martröð? Þetta er mergurinn málsins, og þetta mun gera hljómskifuna að si- gildu listaverki. Fágun og ör- yggi án tilgangs og markmiðs eru einskisnýtar dægurflugur, en heimsástin er eilif ., Ég dreg framanskráð saman á þennan veg: Eniga-meniga er vissulega einhverbesta islenska barnaplatan sem völ er á, en ég ætlast til og býst við meiru af aöstandendum hennar. Góðar stundir með Eniga-meniga, kæru lesendur. FÞ Hvaöan koma eitur- lyfin? Ilaldið er áfram að rækta valmúa þann sem ópium fæst úr með ólöglegum hætti og án eftir- lits i verulegum mæli i ymsum lilutum heims að þvi er segir i ný- hirtri skýrslu sem fíkniefnastofn- un SP hefur sent frá sér. Þetta á einkum við um svæði á landamærum Burma, Laos og Thailands sem og i vissum hlut- um Afganistans, Pakistans og Mexikó. En þáðan kemur veru- legt magn af ópíum, morfini og heróini inn á ólöglegan markað. t skýrslunni segir, að það sé mjög farið að bera á þvi að ópi- umi sé breytt i morfin og heróin skammt frá þeim svæðum þar sem það er ræktað ólöglega. Þetta minnkar umfang þeirrar vöru sem smyglarahringir flytja °gfjölgar möguleikum á að koma varningnum áíeiðis. Skýrslan segir ennfremur að kókainsmygl frá Suður-Ameriku til Bandarikjanna aukist enn og að smygl til Evrópu sé þrælskipu- lagðra en nokkru sinni fyrr. Gervihnöttur meö marga farþega Einn af siðustu gervihnöttunum i Kosmosröðinni hringsólar nú umhverfis jörðina með stóran hóp farþega — skjaldbökur, rottur, bananaflugur, fiskaseiði og fleiri lifandi dýr og lifverur. Þessi sundurleiti hópur kemur frá rannsóknarstofnunum i Sovét- rikjunum, Bandarik junum, Tékkóslóvakiu, Frakklandi, Pólladdi, Ungverjalandi og Rúmeniu. Sum dýranna eru höfð i sérstökum hluta klefans, þar sem viðhaldið er tilbúinni loftþyngd. en önnur i þyngdarlausu rúmi. Tilgangurinn með þessum rannsóknum er að kanna áhrif þyngdarleysis á efðaeiginleika. ónæmiseiginleika og mótstöðuafl gegn smitsjúkdómun. APN Hvers vegna veröa tré gömul? Starfsmenn grasa- fræðistofnunar visindaakadem- iunnar i Armeniu telja sig hafa fundið orsakir þess að einstöku tré verða mjög gömul. Hafa þeir m.a. komist að þeirri niðurstöðu, að gömu! tré leitist við að brevta staðsetningu vissra þýðingarmik- mikilla liffæra i þvi skyni að lifa lengur. Greinamyndun hjá trjám breytist t.d. eftir þvi sem aldur þeirra vex; á fyrsta lisskeiði trjánna myndast nýjar greinar sifellt hærra og hærra á stofni trésins og mynda volduga krónu. Með aldrinum tekur trjákrónan að rýrna og nu myndar tréð nýjar greinar neðar á stofninum. Samskonar breytingar eiga sér stað á rótakerfi trésins. Þeim mun eldra sem það verður, þvi nær stofninum færist nýmvndun rótanna. Við þetta styttist sú leið, sem næringarefnin þurfa að fara frá rótunum og upp eftir trénu upp i krónuna. himninum ég kyndi upp I morgninum (Dagalag) Björnsson og Vilhjálmur Vil hjálmsson. Auk þeirra sexmenninganna kemur fjöldi aðkomumanna við sögu á plötunni. Lögin tólf voru tekin upp i Hafnarfirðinum sl. haust. Stjórn upptöku annaðist Baldur Már Arngrimsson en Tony Cook var vélstjóri. Skurður fór fram hjá EMI við Abbey Road i London. A umbúðum er þess hvergi getið hver sá um skreytingu þeirra en þær eru hinar forvitnilegustu. Mannakorn verða á næstunni tekin til meðferðar hér á siðunni. * Klásúlur hafa sannfrétt að Þokkabót muni næstu daga taka upp þátt fyrir sjónvarpið. Verður hann tekinn upp „live” með áheyrendum i sjónvarps- sal. Stjórnandi verðúr Andrés Indriðason. ♦ Ennfremur hafa Klásúlur hlerað að þeir Gunnar Þórðar- son og Vilhjálmur Vilhjálmsson stefni að gerð breiðskífu með lögum við ljóð Kristjáns frá Djúpalæk. APN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.