Þjóðviljinn - 17.03.1976, Page 16

Þjóðviljinn - 17.03.1976, Page 16
Sadat og Kissinger; hvor býftur betur? Rússar illir út í Sadat MOSKVU. Sovéskir fjölmiðlar hafa gagnrýnt Sadat egyptafor- seta harðlega fyrir að rjúfa vin- áttusamning Sovétríkjanna og Egypta, sem undirritaöur var árið 1971. 1 yfirlýsingu TASS um málið segir að „þessi aðgerð forseta Egyptalands er nýr vitnisburður um övinsamlega stefnu gagnvart Sovétrikjunum sem hann hefur fylgt nú um lang skeið... TASS hefur heimild til að staðfesta, aö ábyrgðin á afleiðingum stefnu egypsku forystunnar gagnvart Sovétrikjunum hvilir öll á hinum egypska aðila” 1 yfirlýsingunni er það tekið fram að sovétmenn séu reiðubún- ir til að efla i framtiðinni til vin- samlegra samskipta við egypta. Tónn yfirlýsingarinnar er óvenju beiskur, enda hefur Egyptaland, einkum undir stjórn Nassers, hlotið meiri aðstoð frá Sovét- rikjunum en flest ef ekki öll riki önnur. Viðræður við ísal: Úrslita að á næstunni Starfsfólk ríkisverksmiðja fœr 6% hœkkunfrá I. mars Undanfarið hafa óslitiö staöiö yfir samningaviðræður milli samninganefndar verkalýðsfé - laganna annarsvegar og íslenska álfélagsins hinsvegar, og hafa samningafundir verið tvis- var-þrisvar i viku og stundum oft- ar, aö þvi er Guðjón Jónsson, formaður Félags járniðnaðar- manna, skýrði Þjóðviljanum frá i gær. Kemur væntanlega i ljós, næstu daga, hvort samkomulag tekst eða ekki. Eins og kunnugt er gerðu ýmis verkalýðsfélög sameiginlegan samning við rikisverksmiðjurn- ar, það er að segja áburðarverk- smiðjuna, sementsverksmiðjuna og kisiliðjuna, og renna þeir vænta samningar út 1. mai n.k. 1 gær- morgun varð fundur með samn- inganefnd verkalýðsfélaganna annarsvegar og vinnumálanefnd rikisins og fulltrúum verksmiðj- anna hinsvegar og arð samkomú- lag um að starfsfólkið fengi 6% launahækkun frá 1. mars. Jafn- framt tilkynnti samninganefnd starfsfólks verksmiðjanna að lagðar yrðu fram kröfur um ýms- ar breytingar á kjarasamningun- um, væntanlega i næstu viku. -dþ. Sterlingspundið fellur enn Frankfurt 16/3 reuter — Sterlingspundiö féll enn meir i gengi eftir tilkynningu Wilsons um að hann segði af sér. Kom gengisfallið fram á öllum stærstu gjaldeyrismörkuðum Evrópu og Bandarikjanna. í Frankfurt féll pundið niður i 4.925 mörk að verögildi og hefur það aldrei verið eins verðlitiö gagnvart þýska markinu. Markiö treysti hins vegar stöðu sina gagnvart öllum öðrum gjaldmiðl- um. Ekki er vitað hve miklum gjaldeyri Englandsbanki hefur variö til styrktar pundinu en fróð- ir menn telja það ekki vera undir einum miljarði dollara. Það sam- svarar rúmlega sjöunda hluta alls peningaforða Bretlands. WOVIUINN Miftvikudagur 17. mars 1976 Navarro forsætisráftherra SPÁNN- Deilur innan stjórn* arinnar Madrid 16/3 reuter — Deilur hafa nú komið upp innan spænsku stjórnarinnar og bendir margt til þess að vfðtækar breytingar verði gerðar á henni á næstunni, aö þvi er heimildir nákomnar stjórninni hermdu I dag. Carlos Arias Navarro forsætis- ráðherra hefur haldið stöðuga fundi undanfarna daga með sam- ráðherrum sinum i byi skyni að setja niður ágreining sem fyrst og fremst snýst um það hversu hröð lýðræðisþóun i landinu á að vera og hversu viðtæk. Það verður til að magna deil- urnar að mikið hefur verið um verkföll undanfariö og efnahagur landsins er mjög bágborinn. Loks hafa róstur á götum úti kostað sjö manns lifið siðustu tvær vikur. Hægriöflin hafa reynt að kenna. Fraga Iribarne innanrikisráð- herra um mannfallið en hann var erlendis þegar morðin i Vitoria voru framin. Siðan i janúar hafa linurnar skorist-æ skýrar milli æstustu hægrimannanna og umbótasinn- anna i stjórninni. Samiö á Akranesi: Með storminn í fangið Verkakonur á Akranesi sam- þykktu á fundi siödegis i gær samkomulag við atvinnurek- endur með 82 atkvæðum gegn 15. í meginatriðum er sam- komulagið innan þess ramma sem ASÍ samdi um fyrir skemmstu, en það sem hafðist fram af sérkröfum var það, að uppsagnardagar yrðu aðeins tveir i viku, mánudagar og föstudagar. í öðrum samning- um er ráð fyrir þvi gert að við hliðstæðar aðstæður megi segja upp alla fimm daga vinnuvik- unnar. Bjarnfriður Leósdóttir sagði i viðtali um þessi mál við Þjóð- viljann i gærkvöldi, að það væri reyndar ekki ástæða til að fára i sigurgöngu þótt það hefði feng- ist fram að ekki megi segja verkakonum upp nema tvo daga vikunnar. En aðrar sérkröfur voru eftir gefnar. Hún sagði, að atvinnumálanefnd, bæjarstjóri og bæjarstjórn hefðu gengið I málið af miklum þunga og út- málað dökkum litum það tjón sem bæjarfélaginu stafaði af verkfallinu. Væri það út af fyrir sig merkilegt, að sjá karla gera sér svo vel grein fyrir þvi, að tjón getur af þvi hlotist að konur koma ekki til vinnu; annað mál væri, hvort þeir gætu dregið af þvi skynsamlega lærdóma. Það hefur mikið gengiö á á Akranesi, sagði Bjarnfriður ennfremur, rok i hálfan mánuð, og við höfum haft storminn i fangið. Og stuðning höfðum við ekki, hvorki af Alþýðusamband- inu né Verkamannasambandinu svo að heitið gæti. En þótt ekki næðist mikils- háttar árangur, sagði Bjarn- friður, — hafa þessir verkfalls- dagar haft gildi fyrir okkur, sýnt mátt samstöðunnar. Og við hefðum verið tilbúnar til að halda áfram. Herdis ólafsdóttir Bjarnfriftur Leósdóttir Meginatriðið: ■oguniim verði ekki drepið á dreif segir Gils Guðmundsson, fulltrúi Alþýðubandalagsins í sendinefnd Islands á hafréttarráðstefnu S.þ. — Þess er aft vænta, aft nú þeg- ar efta fljótlega verfti á hafréttar- Ástandið æ ólj ósara Beirut 16/3 reuter — Astandið i Libanon verður æ óljósara. Byssumenn skutust á i Beirut i dag og krafan um afsögn Suleiman Franjiehs forseta verð- ur æ háværari. Ekki er þó ljóst hvort hann verður við henni þrátt fyrir skilorðsbundna yfirlýsingu hans i þá veru I gær. Nærvera sýrlenskra hermanna i landinu og aðgerðir hersveita sem hlynntar eru sýrlendingum virtust i dag hafa komið i veg fyr- ir að sveitir úr stjórnarhernum og uppreisnarmenn i hernum gerðu áhlaup á forsetahöllina. Þess i stað deildu stjórnmálamenn hart um hvort rétt væri að forsetinn færi frá. Krafan um afsögn hans nýtur stuðnings vinstriaflanna og meginhluta hersins en falangistar og fleiri hægriöfl styðja forset- ann. Sýrlendingar leika stórt hlut- verk i deilum landsmanna eins og þeir gerðu i janúar sl. Stöðvuðu sveitir þeirra og stuðningsmanna þeirra sókn uppreisnarmanna og stjórnarhersins i tiu km fjarlægð frá forsetahöllinni. Forseti Sýr- lands, Hafez Al-Assad, var i stöð- ugu simasambandi við Franjieh forseta i dag. Þá kom Yassir Arafat leiðtogi PLO til Damaskus i dag þar sem hann hyggst ræða málin við Assad. Þá gerðist það að vopnaðir menn réðust inn i tvö fangelsi i Libanon i dag og slepptu 950 föng- um úr haldi. Ekki er vitað hver var þar að verki. 1 hópi fanganna voru bæði venjulegir glæpamenn og pólitiskir fangar. Svipaðir at- burðir áttu sér einnig stað i borg- arastyrjöldinni á dögunum en þá vildu fangarnir ekki yfirgefa klefa sina af ótta við striðsátökin. ráftstefnunni tekift þar til, sem frá var horfift I Genf, aft ræfta þaft frumvarp aft hafréttarlögum, sem loksins tókst aft koma saman á siftasta degi ráðstefnuhaldsins þar, sagði Gils Guðmundsson, al- þingismaður, er Þjóftviljinn haffti tal af honum I tilefni hafréttar- ráöstefnunnar i New York, en Gils er nú á förum þangaft sem fulltrúi Alþýftubandalagsins i sendinefnd tsiands þar. — Við fulltrúar islendinga á ráðstefnunni i Genf vorum allir býsna ánægðir með þetta frum- varp eða drög að frumvarpi, sagði Gils ennfremur, — þar sem i þeim er að finna, auk megin- reglunnar um 200 milna auðlinda- lögsögu, tvö afar mikilsverð at- riði. í fyrsta lagi ákvæði þess efn- is, að strandriki geti sjálft ákveð- ið hve mikið magn hverrar fisk- tegundar má veiða á hverjum tima, og i öðru lagi að það verði á strandrikjanna valdi að ákveða, hve mikinn hluta leyfilegs afla strandrikið geti veitt með eigin skipum. Gils taldi að meginverkefni is- lensku sendinefndarinnar nú yrði að reyna, i félagi við samherja okkar i hafréttarmálum, að koma i veg fyrir að þessum ákvæðum verði breytt eða drepið á dreif með viðbótarákvæðum um al- þjóðlegan gerðardóm, sögulegan rétt og annað af þvi tagi. — Þess er að vænta, að málum þoki veru- lega fram á við I þessari lotu, og kynni þá að mega vænta þess, að hafréttarráðstefnan ljúki störfum siðar á þessu ári, sagði Gils að lokum. 1 sendinefnd tsl. á hafréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna I New York eru Hans G. Andersen, þjóðréttarfræðingur, formaður nefndarinnar, Jón L. Arnalds, Framhald á bls. 14.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.