Þjóðviljinn - 09.04.1976, Page 4

Þjóðviljinn - 09.04.1976, Page 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Köstudagur !). april 1976. UQÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: E:iður Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafssun Svavar Gestsson Kréttastjóri: E]inar Kari Haraldsson Umsjón meö sunnudagsblaði: Arni Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Simi 17500 <5 linur) Prentun: Blaðaprent h.f. 6/7 STJÓRNARINNAR Enn ein hækkunin er skollin yfir, að þessu sinni verðhækkun á áburði. Þessi hækkun kemur fyrst niður á bændastétt- inni en siðan verður henni velt yfir i allt verðlag og hún mun þegar 1. júni hafa i för með sér hækkun á mjólk og kjöti og öðrum landbúnaðarafurðum. Dansinn dunar. Þessi hækkun á áburði er ekki tilkomin vegna launahækkana. Hún er til komin vegna þess að rikisstjórnin hefur tekið ákvörðun um að fella niður niðurgreiðslur á áburði. Áburðarverksmiðjan er rikis- fyrirtæki — hækkunin einvörðungu á ábyrgð rikisstjórnarinnar. Hér er þvi komin enn ein hækkunin sem segja má að hafi beinlinis verið ákveðin af rikisstjórninni. Staðan um siðustu mánaðamót, 1. april, var þannig að 6/7 allra verðhækkana voru á ábyrgð rikis- stjórnarinnar, 1/7 mátti eftir krókaleiðum rekja til launahækkananna 1. mars. Nú er eftir um 1% af kauphækkununum frá 1. mars sl. Verkalýðshreyfingin hefur þegar haft uppi hörð mótmæli vegna þessara verð- hækkana, sem eiga rætur að rekja ein- vörðungu til stefnu rikisstjórnarinnar. En mótmælin ein nægja ekki. Verkalýðs- hreyfingin verður nú að móta tillögur i efnahagsmálum sem sanni almenningi hvernig unnt er að leysa úr vandamálun- um á annan veg en með gömlu ihaldsúr- ræðunum, að velta vandanum sifellt á undan sér uns sprengingin verður, stór- felld gengisfelling, atvinnuleysi eða jafn- vel landflótti. —s. ÞUNGUR ÁFELLISDÓMUR Einn eindregnasti áfellisdómur um stefnu núverandi rikisstjórnar i efnahags- málum er ræða Daviðs Schevings Thor- steinssonar, formanns Félags isl. iðnrek- enda, sem hann flutti á ársþingi þess ný- lega. í ræðu sinni sagði hann: ,,....engar af hinum ýtarlegu tillögum stjórnar Félags isl. iðnrekenda til rikis- stjórnarinnar frá þvi i desember 1974 hafa verið framkvæmdar siðan siðasta ársþing var haldið, og heldur engar af þeim tillög- um, sem við höfum komið með siðan, jafn- vel þó Alþýðusamband islands hafi skrifað undir þær með okkur. Sama er að segja um tillögur iðnþróunarnefndarinnar sálugu, sem voru milli 40 og 50 talsins — engin einasta af veigameiri tillögum hennar hefur verið framkvæmd. Allar þessar tillögur eiga það sameiginlegt að þær stefndu að þvi að breyta stjórn efna- hagsmála á íslandi. Afleiðingarnar láta heldur ekki á sér standa — þjóðartekjur á mann minnkuðu árið 1974 um 1—2%, þær minnkuðu um 9% á árinu 1975 og fyrirsjáanlegt að þær munu enn minnka verulega á þessu ári. Meðalverðbólgan milli ára varð 43% 1974, hún varð 49% 1975 og ég álit að við stefn- um á 34—40% verðbólgu á þessu ári. Heildar-gjaldeyristekjur þjóðarinnar nægðu aðeins fyrir 2/3 gjaldeyriseyðslu hennar, og erlendar skuldir, sem námu 200.000 á mannsbarn i ársbyrjun 1975, námu 330 þúsund krónum á mannsbarn i árslok. Mér er spurn.er ekki mál að linni? Hvenær ætlar ráðamönnum þjóðarinnar að verða ljóst að ástandið i þessum málum verður ekki bætt nema með aukningu arð- bærrar framleiðslu sem annað hvort skapar eða sparar erlendan gjaldeyri, svo og með þvi að draga úr óarðbærri fjárfest- ingu? Sjá ekki allir menn, að verði haldið áfram á þessari braut, er fjöregg þjóðar- innar — sjálft sjálfstæði hennar i voða, þvi glötum við efnahagslegu sjálfstæði er vis- ast að hitt fylgi á eftir.” —s. Kinverskir siðir á stjórnar heimilinu Nú eru þeir farnir að ta^a upp kinverska siðu i rikisstjórninni. Þar eystra deila þeir á Konfus- ius og Sjú en Lai, þegar þeir ætla að ná sér niðri á Lin Piao og Ten Hsiaó Ping. Hér heima ræðst Einar Ágústsson, sem fer með utanrikismál i stjórninni, á frumvarp Gunnars Thoroddsen, orkuráðherra, um sérstakt orkubú fyrir veslfirðinga. Dag- blaðið heldur þvi fram i gær, að þarna komi klofningurinn, sem hefur orðið æ rikari innan stjórnarinnar að undanförnu, upp á yfirborðið svo ekki verði um villst. Þeirri kenningu hefur verið haldið uppi siðustu vikur. að ráðherrar ræðist vart við, átta rikisstjórnir séu i landinu, og stjórnarflokkarnir hafi gefið hvor öðrum tækifæri og tilefni til stjórnarslita. i fyrsta lagi rikir gjörsamlegt ráðaleysi og sundrung innan stjórnarinnar i efnahags- málum. í öðru lagi er ágreiningur um hvernig reka eigi landhelgismálið. t þriðja lagi hefur dómsmálaumræðan og árásirnar á dómsmálaráð- herra i Visi orðið tilefni til persónulegrar úlfúðar. Tvö atriði varðandi land- helgismálið hafa valdið hvelli innan stjórnarinnar. Dóms- málaráðherrann varð æva- reiður, þegar Geir Hall- grimsson skipaði landhelgis- gæslunni upp á eigið eindæmi að hafast ekki að meðan hann ræddi við Wilson i Lundúnum. Á sama hátt varð forsætisráð- herrann þykkjuþungur, þegar dómsmálaráðherrann bað bandarikjamenn upp á sitt ein- dæmi um hraðbáta fyrir gæsluna. Hann ku þá hafa sagt i rikistjórninnii að ekki væri hægt að vera i rikisstjórn með svona mönnum og hann myndi ekki þola slik vinnubrögð i fram- tiðinni. Skömmu áður hafði dómsmálaráðherra hreyft þvi i þingflokki Framsóknar að timi væri til kominn að láta hrikta i stjórnarsamstarfinu. Undir- tektirnar voru á þann veg að hann kaus að glotta undir ádrepu forsætisráðherra á stjórnarfundinum. Stóru ágreiningsmálin i stjórninni eru ekki rædd opin- berlegaenn. En upphlaup utan- rikisráðherra i orkumálum myndu ,,kinólógar” áreiðanlega túlka sem fyrirboða stærri at- burða á stjórnmálasviðinu. Meginforsendan fallinn Það hefur aldrei þótt bú- mannslegt að flá björninn áður búið er að skjóta hann. Hræðslan við kosningar mun áreiðanlega halda stjórnar- flokkunum samanspyrtum enn um sinn. En það er ástæða til þess að minna á, að meginfor- senda stjórnarsamstarfsins er þegar fallin. Sjálfstæðisflokkurinn vann sinn kosningasigur fyrst og fremst vegna gifurlegs áróðurs um f jármálaóstjórn og loforðum um styrka efnahags- stjórn. Höfuðrök Framsóknar- flokksins fyrir að ganga i eina sæng með ihaldinu voru að ástandið i efnahagsmálum væri svo geigvænlegt að ekkert nema styrk meirihlutastjórn gæti kippt i liðinn. Áhrifamikill stjórnarþing- maður viðurkenndi i einkasam- tali við klippara þessa þáttar fyrir nokkrum dögum, að ekkert raunhæft hefði veriðgert i efna- hagsmálum, og samtök ein- stakra þingmanna og þing- flokksnefnda til þess að þrýsta ráðherrum til aðgerða á þessu sviði hefðu reynst árangurs- BIABIÐSI 2. AR6. — FIMMTUDAGUR 9. APRlL 1976 — 80. TBL. ^ RITSTJÚRN SlÐUMULA 12. SlMI 83322, AUGLVSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERIIOLTI 2. SlMI 27022. Klofningur í ríkisstjórninni: EINAR ER ANDVÍGUR FRUMVARPIGUNNARS lausar. ,,úg skal viðurkenna það fúslega, að þessi meginfor- senda fyrir yjórnarsamstarfinu er fallin”, sagði þingmaðurinn. Stórbœtt viðskiptakjör Þeir eru til sem trúa þvi að góðæri fylgi vinstristjórnar- árum, en hallæri hægra stjómarfari. Frá sjónarhóli vinstri manna væri æskilegast að þessi skoðun yrði sem út- breiddust. Það verður þo að viðurkennast að þetta er ekki einhlitt. Það hefur sannast áþreifanlega núna á siðustu dögum fyrir tilstilli Þjóðviljans. Verð á blokk og flökum á Bandarikjamarkaði hefur aldrei verið hærra en nú, blokkin i 70 sentum og flökin i 110 sentum, en 70% af út- flutningi SH til Bandarikjanna eru fiskflök. Skreiðarframleið- endur eru komnir i gullnámu i Nigeriu og útflutningsverðmæti skreiðar mun aukast um mörg hundruð miljónir á þessu ári. Mjölverð er einnig á uppleið ,og er nú verðið á próteineiningu að minnsta kosti dollar hærra heldur en i fyrra. Saltfiskurinn rennur út á háu verði. Þannig er um verð á fleiri sjávaraf- urðum, og virðast viðskipakjör okkar á þessu sviði hafa stór- batnað. Það verður svo nokkur próf- raun á fjölmiðlavald stjórnarinnar hvort henni tekst að telja almenningi trú um áfram, að efnahagsvandinn stafi af versnandi viðskipta- kjörum, og halda áfram árásum á lifskjör launafólks á þeirri for- sendu. Spyrrt saman á sköttunum Magnús Torfi Ölafsson vekur athygli á þeirri alkunnu stað- reynd i nýútkomnum Þjóð- málum ,,að pappirstigrisdýr eru og verða ekkert nema pappirstigrisdýr, eins þótt þau séu tvö að verki og spyrt saman á skottunum.” Pappirstigrisdýrin i þessu til- felli eru Visir og Alþýðublaðið sem hafa verið i spyrðubands- leik með framtið Samtaka frjálslyndra og vinstri manna upp á siðkastið. Magnús Torfi segir að spyrðuliðinu hafi mis- tekist að skapa sundrungu innan Samtakanna og veikja álit þeirra útávið. Þvert á móti sé enginn bilbugur á Samtaka- mönnum og engin áform um að leggja flokkinn niður. —ekh. Magnús Torfi

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.