Þjóðviljinn - 09.04.1976, Side 5

Þjóðviljinn - 09.04.1976, Side 5
Föstudagur 9. april 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 af ertendum vettvangi Serafimowiisch í%J<a|atsch Morosowstt Þýsku hershöfðingjarnir bera höfuðábyrgð á styrjöldinni, en þeim hefur til þessa tekist að skjóta sér á bakvið Hitler Stríðsgœfa Hitlers tekin til endurmats Þremur áratugum eftir styrjaldarlok eru herfræð- ingar og sagnfræðingar enn að velta því fyrir sér hvað það var sem endan- lega sneri striðsgæfunni Hitler i óhag. Ein höfuð- skýringin hefur hingað til verið sú að hann hafi tekið sér of mikið herstjórnar- vald sjálfur og ekki farið að ráðum hershöfðingj- anna sinna. Líkur benda til þess að sú skýring sé runnin undan rif jum hers- höfðingjanna sjálfra sem ekki vilja viðurkenna mis ' tök sin og veikleika þýsku hernaðarvélarinnar. Við endurmat á atburðum heimsstyrjaldarinnar siðari kemur i ljós að Hitler var alls ekki sá harðstjóri gagnvart hers- höfðingjunum og ýmsir hafa viljað vera láta. Þvert á móti voru það atvinnuhermennirnir sem gerðu áætlanirnar og fram- kvæmdu þær. Niðurstaða: það var hin nákvæma og úthugsaða þýska hermennska sem tapaði striðinu en ekki brjálæðingurinn Hitler! Volgograd var vendipunktur Lengi hefur mönnum verið ljóst að vendipunktur striðsins var orustan við Volgograd (áður Stalingrad) austur i Sovétrikj- unum þegar tókst að umkringja og gersigra kjarnann i þýska hernum. Fram að þeim tima höfðu þjóðverjar verið á óslitinni sigurgöngu, eftir það hallaði undan fæti aílt til hinna ömurlegu loka tveimur og hálfu ári siðar. Það hefur verið „viðurkenndur sannleikur” fram að þessu að Hitler hafi einn viljað ráða öllu um skipulag vigstöðvanna við Volograd, hann hafi ekkert tillit Halder hershöfðingi forseti þýska herráösins, þóttist vita betur en leik- maðurinn Hitler. nefnilega haldinn þeirri meinloku að rússar ætluöu að þjappa her- styrk sinum saman á miðhluta austurvigstöðvanna, i kringum Smolensk, reka fleyg i viglinu þjóðverja þar og hefja siðan stór- sókn vestur á bóginn. Þetta var orðið að svo rikri þráhyggju hjá blessuðum manninum að hann tók ekkert mark á neinum stöðu- hreyfingum hjá rússum sem kynnu að benda i aðra átt. ósigur hersins alls, ekki Hitlers eins Það er einfaldlega ekki rétt sem Gehlen segir i endurminn- ingum sinum að hann hafi sagt fyrir um sókn rússa vðVolgograc 10 dögum áður en hún hófst. Hið sanna er að fyrst þrem vikum eftir það að 6. þýski herinn hafði verið umkringdur við Volgograd. tóku tilkynningar Gehlens að laga sig að augljósum staðreyndum og hætta að vara við hinni imynduðu sókn við Smolensk, 1.300 kiló- metra norðvestur af Volgograd. Hér verður þvi ekki haldið fram að meinloka i höfði eins hers- höfðingja hafi skipt sköpum um gang styrjaldarinnar. Heldur skal lögð áhersla á hitt að það var i reynd allur þýski herinn, stjórn- list hans og vigbúnaður, sem beið ósigur við Volgograd. Að nefna einræðið i Hitler i þessu sambandi er i reynd ekkert annað en til- raun fákænna hershöfðingja til að afsaka sig eftrirá. Þetta er raunar styrkt ýmsum rökum sem fram koma i endurminningum Sjúkofs, rússneska hershöfð- ingjans sem stýrði sókninni við Volgograd. (Spiegel — hj) laut i lægra haldi fyrir rússum. Semsagt: Gehlen sjálfur hafi verið hinn ráðsnjalli föðurlands- vinur, jafnt i striði sem friði! Styrjaldar- sagnfræði Tveir vestur-þýskir hersögu- fræðingar, Hans-Heinrich Wilhelm og Manfred Kehrig, hafa starfað að heimildakönnun um það sem raunverulega gerðist á austurvigstöðvunum fyrir fall Volgograd og hvernig her- foringjaráðið heima i Berlin lagði á ráðin. Ennfremur hefur breski sagnfræðingurinn David Irving kynnt sér rækilega sambúð Hitlers við herforingja sina. Rangt stöðumat Arangurinn af rannsókn þess- ara manna er i stuttu máli þessi: Ef hægt er að nefna einhvern mann i aðalstöðvum þýska hersins sem hafði áhyggjur af stöðunni við Volgograd um og eftir mitt ár 1942, þá var það ein- mitt Hitler sjálfur. Hvað eftir annað benti hann æðstu hershöfð- ingjunum á hættuna á stórsókn rússa á svæðinu, en þeir voru ekki á þvi að taka alvarlega ábendingar manns sem aldrei hafði i herskóla gengið. Að auki höfðu þeir sterka röksemd: allar tilkynningar gagnnjósnadeildar- innar á austurvigstöðvunum gengu i þá átt að við Volgograd væri ekkert að óttast. En allar þær tilkynningar gengu i gegnum hendur Gehlens, þess „heiðvirða og dygga þjóns”! Gagnnjósnarinn Gehlen var endurminningar hafa menn tekið fyrir góða og gilda vöru. ,,Heiður" með hagsmunum Vitanlega höfðu þessir menn „heitur” sinn að verja, þann hermennskuheiður sem fólst i þvi að hafa unnið með árangri að landvinningastefnu nasistanna. Ef blettur félli á þennan heiður gæti það torveldað frama þeirra hjá „Bundeswehr” hinum endur- reista her Sambandslýðveldisins Vestur-Þýskalands. Eitt aðalvitnið um flónslega herstjorn Hitlers við Stalingrad var einmitt maður sem hafði rika hagsmuni bundna við heiður sinn. Sá var Reinhard Gehlen áður hershöfðingi hjá Hitler, siðar hershöfðingi hjá Adenauer eftir strið. Gehlen: nazi — CIA Gehlen var á striðstimanum yfirmaður gagnn jósnadeil- arinnar á austurvigstöðvunum, en hann bjargaði sér lukkulega yfir i lýðræðisskipulag Vestur- Þýskalands og gerðist einn æðsti embættismaður þess: forstöðu- Gehlen gagnnjósnari tók ckkert eftir Iiðssamdrætti rússa við Volgograd. hjartaskerandi lýsingar á þvi hvernig hann hafi varað for- ingjann við væntanlegum að- gerðum rússa við Volgograd, en árangurslaust: á þetta hlustaði foringinn ekki og þess vegna var þýski herstyrkurinn óviðbúinn og tekið til viðvarana frá reyndum herforingjum og þvi fór sem fór. En hvaðan stafar þessi útgáfa af „sannleikanum”? Hann er feng- inn úr vitnisburði þeirra hers- höfðingja sem ábyrgð báru á óförunum, ummæli þeirra og maður leyniþjónustunnar og lykilmaður i snurðulausu sam- starfi hennar við bandarisku CIA Að sjálfsögðu var Gehlen ekkert að liggja á upplýsingum úr fortið sinni i þjónustu Hitlers og i endurminningum hans eru gefnar S0WJET-UNI0N SCHLACHT UM ' 1942/43 STAUNGHAO 1 Frontveriauf i Novcmber 1942 ak HauptstoBrichtungen r der sowjetischen Angriffe ^Rostow^^- Y/ ; : ■ FStalingrad Orustan um Volgsgrad Stalingrad) nóvember 1942 — febrúar 1943 Úr fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Sædýrasafnið Reykjavikurborg veitir til Sæ- dýrasafnsins 1.334D00.00 króna á yfirstandandi ári. Tap á íþróttunum Kostnaður við iþróttavelli er áætlaður þessi i ár: Laugardalsvöll kr. 28.332 þús. Melavöll ”i 7.704 ” Félagavelli ” 3.740 ” Skautasvell ” 1.308 ” Samtalskr. 41.084 þús. Tekjur vegna húsaleigu, vall- arleigu og af auglýsingum af Laugardalsvelli áætlast kr. 7.550 þús. og vallarleiga af Melavelli 550 þús., samtals kr. 8.100 þús. Rekstrarhalli verður þannig kr. 32.984 þús. Athygli er vakin á, að við bætist félaga- völlur við Hliðarenda og tveir vellir i Laugardal, svo og að á- ætlað er fyrir sérstöku viðhaldi á girðingu á Laugardalsvelli, kr. 6.5 milj. Hátíðir upp á 7 miljónir Kostnaður við hátiðahöldin varð á árinu 1974 kr. 4.3 milj. og verður væntanlega um 4.6 milj. á árinu 1975. Óvarlegt þykir að áætla kostnaðinn lægri en kr. 5.0 milj. á árinu 1976 miðað við ó- breytt fyrirkomulag á hátiða- höldunum. Þá er áætlað að borgin kaupi jólatré fyrir 1 milj. og kosti til áramótabrenna 1,4 miljónum króna. Kynfræðsla Ætlunin er að koma á stofn kynfræðslu i borginni, og mun þar starfa kynfrótt fólk auk sál- fræðings. Má þetta kosta 2,8 miljónir á árinu samkv. fjár- hagsáætluninni. Veröur dýrara að veikjast Samkvæmt eftirfarandi orð- um úr fjárhagsáætlun verður dýrara að veikjast eða verða fyrir slysum og þurfa að leggj- ast á spitala en verið hefur. 1 fjárhagsáætlun segir: A.árinu 1976 verða i notkun i Borgarspitala og deildum hans 387 rúm. auk 12 rúma i gjör- gæsludeild sem ekki skila legu- dagatekjum. Er það óbreytt frá fyrra ári. Að óbreyttum daggjaldatekj- um er áætlaður rekstrarhalli Borgarspitalans kr. 42.921 þús. og Fæðingarheimilis kr. 364 þús. Þennan halla ber að greiða með hækkun daggjalda. Áætlaður rekstrarha lli Borgarspitalans 1975 er um 60.0 milj. kr. að meðtöldum vöxtum og afskrift áhalda. Miðað við núgildandi daggjöld er reiknað með, að þessi halli vinnist upp á fyrri hluta ársins 1976. Nýr kirkjugarður Tilvalið er að Ijúka við sýnis- hornagjöf úr fjárhagsáætlun að sinni á þvi, að skýra frá þvi, að sorphreinsun i borginni er áætl- uð að kosti 245,3 miljónir i ár. og þá einnig að til undirbúnings kirkjugarðssvæðis i Gufunesi er ætlunin að veita 20 miljónum króna á árinu. —úþ

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.