Þjóðviljinn - 09.04.1976, Side 9

Þjóðviljinn - 09.04.1976, Side 9
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 9. apríl 1976. Föstudagur 9. april 1976. ÞJÓDVILJINN — SÍDA 9 ANNAÐ BRÉF TIL MATTHÍASAR I New York, 3. april, 1976. Kæri Matthias! Ekki má það minna vera en ég þakki þér fyrir bréfin þin þrjú og kveðjurnar sem þeim fylgdu. Kannski ertu þegar búinn að skrifa mér fleiri bréf, en þau eru þá ókomin i minar hendur og kvittun fyrir þau verður þess vegna að biða betri tima. 1 bréfi þinu hinn fyrsta (Mbl. 21. mars) vikur þú að þvi oftar en einu sinni, að þér hafi orðið töluvert hverft við er þú sást bréf mitt til þin i Þjóðviljanum. Ósköp þótti mér leiðinlegt að heyra þetta, Matthias minn góð- ur. Það var alls ékki ætlun min að skjóta þér skelk i bringu. En sé það rétt hjá þér að á bréfkorn hitt hafi verið sett „heimsstyrjaldar- fyrirsögn”, eins og þú segir, þá visa ég þeirri sök á hendur þeim Þjóðviljamönnum. Þeir eru til alls visir, eftir þvi sem þú lýsir þeim, og hafa trúlega valið stóra fyrirsagnaletrið af bölvun sinni, til að gera þig hræddan. Annars er það spauglaust, Matthias. þegar greindustu menn og ágætir að mörgu leyti (eins og þú) fyllast sliku ofstæki að þeir sjá ekki aðra liti en hvitt og svart, enda þótt tilveran sé sem betur fer blönduð litrófinu eins og það leggur sig og likist þegar best læt- ur málverki eftir Matisse. Þú kvartar sáran undan eitruðum skeytum Þjóðviljamanna i þinn garð, en lætur þig siðan ekki muna um að kalla þessa ágætu menn útsendu:v. inyrkraafla og þátttakendur i „pólitískum bófa- hasar”.Þeirá Þjóðviljanum falla stundum i þá freistni að nota svarta litinn alltof einhliða, þegar andstæðingarnir eiga i hlut, og tel ég það ljóð á ráði þeirra, eins og allra annarra, sem slikt gera. Mér finnst þú einatt undir þá sök seldur að skipta mönnum i mjög góða karaktera og afar vonda. og þjóðum i ágætar þjóðir og illþýði. Verður þetta stundum dálitið spaugilegt, eins og þegar þú ert að greina sauði frá höfrum i röðum islenskra „kommúnista” eða gefa kommúnistarikjum einkunnir, frá góðri fyrstu eink- unn (Kina) og niður I margfalda falleinkunn (Rússiá). Vissulega er þetta allt saman vert nokkru nánari athugunar. Kem ég að þvi siðar. II En áður en lengra er haldið skal ég segja þér hreinskilninslega hvers vegna ég tók upp á þvi að skrifa þér svolitið bréf og birta það i Þjóðviljanum. Skýringin er ósköp einföld. Ritstjórar eru stundum að hvetja okkur, sem við stjórnmál fáumst, til að skrifa einhverja pólitiska pistla i blöðin þeirra. Ég hef gert þetta stöku sinnum, en einhvern veginn kunnað hálfilla við formið og sjaldan vitað hvort fleiri eða færri legðu á sig að lesa framleiðsluna. Mér finnst sendibréfsformið persónulegra, notalegra og betur til þess fallið en venjulegt greina- form aö koma pólitiskum og ann- ars konar vangaveltum á fram- færi og fá þær ef til vill lesnar. Þú nefnir Þórberg i einu bréfa þinna og vitnar til hans eins og oft áður. Ef til vill hefur undirvitundin og Þórbergur verið að verki hjá mér þvi engan ritara opinna bréfa hef ég dáð eins og hann. Og svo er vitanlega Bréf til Láru sönnun þess, að slik bréf er hægt að skrifa Fleiri eru litir en svart ur „yrkisefnið” i fyrstu, en ert siðan i stil við Gröndal á góðum vegi með að senda mér pistla upp á tólf álnir! Þar kennir óneitan- lega margra grasa. Mér til mikillar ánægju sé ég að þú hefur fljótt losnað úr klóm þess ótta, sem fyrirsögnin stóra hafði valdið, er þú sást mig fyrir þér i hópi einhverra samsærismanna svo illrar náttúru, að nafn þitt eitt saman leiddi hugann að „högg- stokki, gálga og drekkingarhyl”. Drottinn minn! Það er þá timi til kominn að ég óski þér langra en þó einkum góðra lifdaga. Og ákaflega væri það ánægjulegt ef hægt væri að segja með sanni um okkur báða eitthvað svipað og Grimur Thomsen sagði i eftir- mælunum eftir Pétur biskup: „Hann varð viðsýnni og betri maður með aldrinum”. Tengda- sonur biskups, Þórvaldur Thoroddsen, tók þessi ummæli óstinnt upp og þótti Grimur dylgja um að hinn látni kirkju- höfðingi hefði verið misindis- maður framan af ævi. Mér hafa alltaf þótt þetta falleg eftirmæli og þeir öfundsverðir, sem verð- skulda þau. Hitt er þvi miður of algengt, að þróunin verði þveröf- ug. Og hvítt in Aður en lengra er haldið þykir mér rétt að segja þér og öðrum lesendum Þjóðviljans helstu fréttir af hafréttarráðstefnunni. Eins og þú veist, tókst á siðustu dögum Genfarfundanna siðastlið- ið vor að koma saman frum- varpsdrögum að hafréttarsátt- mála, en einstök riki og rikjahóp- ar höfðu hvers konar fyrirvara um nær allar greinar frumvarps- ins. Hér var nú, sem betur fór, tekið nokkurn veginn til þar sem frá var horfið i Genf, og farið að ræða einstakar frumvarpsgrein- ar. Nokkrir óstöðvandi mælskum., sem annaðhvort hafa einstaka nautn af að heyra sjálfa sig tala eða eru að halda ræður fyrir blöð og aöra fjölmiðla á heimaslóð- um, áttu erfitt með að hemja sig fyrstu dagana. En með skörungsskap tókst forseta ráð- stefnunnar og formönnum nefnda fljótlega að temja þessa gæðinga til nokkurrar hlitar. Verður þvi ekki annað sagt en endurskoðun frumvarpsins frá Genf gangi nokkurn veginn samkvæmt áætl- un og er að þvi stefnt að henni verði lokið að þrem vikum liðn- um. Munu þá formenn nefnda breyta hinu fyrra frumvarpi i \ samræmi við það, sem þeir telja \ að sé samkomulag um eða yfir- J gnæfandi meirihlutavilji fyrir. Enn hefur ekkert það komið fram, sem við islendingar teljum verulega háskalegt og i mikil- vægum atriðum andstætt þeirri stefnu sem við fylgjum. Að visu eru frumvarpsdrög um gerðar- dóm og sVæðanefndir afar ónákvæm og haltrandi enn sem komið er, en þar teljum við hætt- urnar einkum liggja. Eru verk- efni okkar nú öðru fremur i þvi fölgin, að reyna að hafa áhrif á lagasetningu um þessi efni og koma þar i veg fyrir háskaleg ákvæði, auk þess sem við störfum að þvi með samherjum okkar, að halda inni i frumvarpinu hinum hagstæðu atriöum, sem þeir eru: Að visindamenn strandrikis einir skuli segja til um það, hversu mikið megi veiða ár hvert innan 200 milna af hverri fisk'iteg- und um sig; svo og að það sé strandrikið sem ákveði, hversu stóran hl. hins leyföa magns það ætlar sér að veiða sjálft og hvað öðrum kann að verða eftir skilið. EFTIR GILS GUÐMUNDSSON af snilld — ef sá er snilíingur, sem skrifar. Annars éru það opinber bréfa- skipti Þórbergs og Kristjáns Al- bertssonar, sem nú koma fram i hugann. Þau drakk ég i mig tólf eða þrettán ára gamall strákur- inn. Liklega hef ég haft dálæti á þessu ritsmiðaformi alla stund siðan. Nú spyrð þú ef til vill, hvers vegna ég stilaði bréfið til þin, en ekki einhvers annars. Við þeirri spurningu hef ég ekkert einhlitt svar. En ætli það hafi ekki meðal annars verið sakir þess, að ég vissi að þú ert ekki pennalatur maður og getur auk þess verið töluvert skemmtilegur. Og ekki þarf ég að kvarta yfir þvi, að hafa ekki verið virtur svars! Skáldið Benedikt Gröndal (Sveinbjarnar- son) sagði einhverju sinni nokk- urn veginn á þessa leið: „Hún Sigriður i Brekkubæ var svo kát og skemmtileg að við höfðum hana til að yrkja um.” Nú dettur mér ekki i hug að likja mér við Benedikt Gröndal, sem meðal annars orti til Sigriðar tólf áina langt og tirætt kvæði. En hins vegar er það einskær sómi fyrir þig að mér finnst mega jafna þér bæði við Sigriði og Gröndal. Þú varst eins og Sigrið- Gils Guðmundsson. Þessi afstaða mun koma fram i ræðu formanns islensku nefndar- innar á mánudag eða þriðjudag. Sjónarmið okkar islendinga og samherja okkar i hafréttarmál- um eiga að mér skilst við tvenns konar andstæðinga að etja. Ann- ars vegar eru þeir, sem vilja tak- marka rétt strandrikis til að ráða eitt yfir auðæfum innan 200 milna auðlindalögsögu. Hins vegar er einnig við að kljást fulltrúa rikja, sem af ýmsum ástæðum vilja draga ráðstefnu þessa á langinn, halda spilamennskunni áfram um ófyrirsjáanlega framtiö. Einkum virðast mér það vera riki, sem hrædd eru um að tapa sjálftekn- um „rétti” við setningu alþjóða- laga, en einnig riki sem telja að timinn vinni méð þeim, og alþjóðalög eftir upplausnar- ástand i nokkur ár verði þeim hagstæðari en lagasetning nú. Þeir sem vilja hraða úrslitum, tala hins vegar fullum fetum um lokafund i Genf i sumar, þar sem þvi marki verði náð að ganga frá alþjóðalögum um hafréttarmál. Einsog þú sérð af framansögðu er nokkur óvissa rikjandi um úr- slit þessarar miklu ráðstefnu, enda þótt ekki sé á þessari stundu sérstök ástæða til svartsýni. Ég sé ekki betur en enn verði að reikna með fjórum möguleikum. Þeir eru: 1) Að samþykkt verði þegar á þessu ári hafréttarlög sem i öll- um meginatriðum yrðu okkur að skapi. — Þetta er að sjálf- sögðu besta hugsanlega lausn- in, og sú sem við islendingarnir vinnum að, eftir þvi sem viö erum menn til. 2) Að ráðstefnan komist ekki að niðurstöðu,fari hreinlega út um þúfur — og það verði viður- kennd staðreynd fyrir árslok. Ég hika ekki við að staðhæfa, að þetta yrði næstbesta lausnin fyrir okkur islendinga, og skal rökstyðja það ögn hér á eftir. 3) Að haldið verði áfram að þæfa um öll þessi mál næstu misseri, án vlsrar vonar um árangur. — Það væri hvergi nærri gott, og þó skárra en fjórði möguleik- inn. 4) Að samþykkt verði alþjóðalög um hafréttarmál sem i veiga- miklum atriðum yrðu andstæð hagsmunum Islands og ann- arra strandrikja. I þessu er að sjálfsögðu megin- hættan fólgin. Hún virðist að visu ekki mikil, en þó er engan veginn hægt að loka augunum fyrir henni. Þér hefur ef til vill fundist það mælt af helst til mikilli léttúð hjá mér, þegar ég fullyrti hér á und- an, að annar besti kosturinn frá islensku sjónarmiði, næstur góö- umalþjóðalögum, værisá að ráð- stefnan gæfist hreinlega upp við verkefni sitt. Þú heldur trúlega að þetta sé einhver bannsettur kommúnistaáróður. En til að róa þig ögn er mér vist óhætt að full- yrða, að við Eyjólfur Konráð erum hér alveg á sama máli. Og rökin eru augljós. Margar þjóðir hafa beðið með einhliða útfærslu, eftir þvi að sjá, hverju fram yndi á ráðstefnunni. Þær töldu sig hafa ráð á að biða ögn. Fiskveiðar eru óviða aðalatvinnuvegur eins og hjá okkur, viðast hvar aukageta. Þær þjóðir eru ekki margar, þar sem sjávarafurðir eru yfir 2% af þjóðarframleiðslunni. En nú sjá jafnvel þessar þjóðir að það er ekki hægt að biða með útfærslu mikið lengur, eigi að takast að bjarga fiskistofnunum frá gjör- eyðingu. Um öll heimsins höf hefur að undanförnu verið að ger- ast svipuð saga: Hin stórvirka veiðitækni nútimans og hömlu- laus sókn á fiskimiðin er orðin slikur ógnvaldur, að flestum stendur stuggur af. Hilmar Finsen og Tryggvi Gunnarsson voru ekki nema tvö ár meö Alþingishúsið, en ekkert bólar á nýrri byggingu fyrir hið háa alþingi Það tók Hannes Hafstein ekki nema tvö ár aö reisa safnhúsið, en nú stendur allt rígfast með þjóðmenningarhúsið Hvað er að frétta af Gtaumbæ sáluga? Listasafnið er niðursetningur í Þjóðminja safninu og byggingarmál þess feimnismál Nú er það afar mikilvæg stað- reynd, að bandarikjamenn hafa ákveðið að færa út i 200 milúr 1. mars á næsta ári, og munu gera það einhliða, ef hafréttarlög um það efni verða ekki komin áður. (Ekki veit ég hvort langdugleg- asti baráttumaðurinn fyrir þessu máli á Bandarikjaþingi, öldunga- deildarþingmaðurinn Warren G. Magnuson, hefði gaman af að fá fálkaorðu, — en það hefur margur fengið hana fyrir minna). Full- trúar Kanada hér á ráðstefnunni fullyrða, að Kanada muni verða á undan Bandarikjunum að færa einhliða út i 200 milur, ef þurfa þykir. Fyrir útfærslunni sé þegar lagaheimild, segja þeir.. Þar sé einungis um að ræða stjórnvalda- ákvörðun með tveggja mánaða fyrirvara. Norðmennirnir hér hafa einnig viðurkennt, að fáist engin úrslit á hafréttarráðstefnunni fyrir lok þessa árs, verði þeir að gripa til einhliða útfærslu. Þeir bæta þvi jafnframt við að þá muni rússar gera slikt hið sama. Að öllu þessu athuguðu, og raunar fleiru, fæ ég ekki betur séð en ný og stór útfærsluskriða muni fara af stað um næstu áramót eða upp úr þeim, svo framarlega sem ráðstefnulok eru þá enn i óvissu. Hvað gera bretar þegar svo er komið? Heldurðu að þeir sanni enn betur en orðið er kenningu Solzhenitsyns um eymd og taum- leysi gamla ljónsins, með þvi að halda uppi styrjöld gegn is- lendingum einum, eftir að aðrir hafa farið að okkar dæmi og framkvæmt einhliða útfærslu? IV Vænt þótti mér um hve eindreg- ið og myndarlega þú tókst undir hvatningu mina um fullan stuðn- ing við gamalt og nýtt áhugamál okkar beggja: Að sem allra fyrst risi þjóðarbókhlaða, sem leysi ekki aðeins til frambúðar vanda Landsbókasafns og Háskólabóka- safns, heldur stórbæti einnig starfsskilyrði i Þjóöskjalasafni. Geri ég þá ráð fyrir að það fái allt gamla og góða Safnahúsið við Hverfisgötu til sinna nota. Ef til vill væri þar jafnvel um hrið nokkurt rúm fyrir heimildasöfn atvinnuveganna, en á þvi sviði er gifurlegt verk óunnið og við langt áeftiröllum nálægum þjóðum. Af sérstökum ástæðum get ég nefnt nokkur átakanleg dæmi þess, hvernig mikilvægar heimildir um atvinnuþróun og mannlif fyrir og eftir siðustu aldamót hafa farið forgörðum á undanförnum ára- tugum, og aðrar eru i stórhættu. Gömul hús kaupmanna og út- gerðarmanna (en þaö var löng- um einn og sami maðurinn) eru hugsunarlaust rifin, jarðýtustefn- an er rikjandi, og fyrr en varir hefur öllu „gamla draslinu”, þar á meðal jafnvel hinum mikilvæg- ustu frumgögnum um sögu sjávarþorpa og kauptúna, verið mokað i sjóinn eða ekið á sorp- hauga. Fyrir 35 árum ferðaðist ég um landið og safnaði efni i „Skútuöld” mina. Vegna áhuga á störfum Sjóminjasafns, sem að minu viti á ekki einungis að varð- veita gömul skip og veiðarfæri, heldur einnig og ekki siður að vera alhliða heimildasafn um sjávarútveg, hef ég nýlega kom- ist að þeirri niöurstöðu, að ýmis þau gögn, sem ég gat hagnýtt fyrir röskum þriðjungi aldar, eru nú týnd og tröllum gefin. Og önn- ur eru i yfirvofandi hættu. Nú er mér að visu ljóst, að ekki er hægt að sal'na öllu sem tekur að eldast; þar verður að velja og hafna af skynsamlegu viti, ann- ars drukknar komandi kynslóð i öllum „minjunum”. En mér stendur ekki á sama, hvort það er jarðýtan eða þjóöminjavörður sem segir siðasta orðið um minjagildið. Hvað verður um all- ar heimildirnar að sögu Patreks- fjarðar, sem Friðþjófur Ö. Jó- hannesson var búinn að draga saman? Og hvað verður um ibúðarhús Ölafs Jóhannessonar, sem enn stendur með öllum búnaði, virðuleg ibúð stórút- ferðarmanns frá fyrsta þriðjungi essarar aldar? Ef tii vill er það siður rnitt „kommúnistans”, er þú kallar svo, að rexa i þessu, heldur ykkar kapitalistanna að sjá til þess að svona einstæðar minjar verði ekki jarðýtunni að bráð. Vonandi bjargast minjarn- ar á Patreksfirði — þær eru að minnsta kosti svo fyrirferðar- miklar, að enginn fleygir þeim i ógáti. En ótrúlega viða liggja merkilegar minjar og skráðar frumheimildir undir skemmdum eða biða tortimingar. Kannski er áhrifamesta björgunarleiðin sú að vekja áhuga heimamanna i hverju byggðarlagi á heimilda- gildi gamalla verslunarbóka, skipsdagbóka, fundargerðabóka félaga o.s.frv., og gera varðveisl- una á heimaslóðum þátt i byggða- stefnu. Skilaðu frá mér til Sverris Hermannssonar, ef þú hittir hann á undan mér, að margt gæti Byggðasjóður gert vitlausara en styrkja slik byggðasöfn með svo- litlu fjárframlagi — jafnvel verð- launa þau sem stæðu sig vel eða sæmilega. Hefurðu skoðað sögu- safn þeirra skagfirðinga? Mér er sagt að það sé til mikillar fyrir- myndar. Ef til vill leynist einhver Jón á Reynistað eða Kristmundur i Sjávarborg viðar en ætla mætti. Láttu mig vita efþú þekkir ein- hvern slikan á Patreksfirði. En vikjum snöggvast aftur að Þjóðarbókhlöðunni okkar tilvon- andi. Ég hef oft verið að velta þvi fyrir mér. hvernig á þvi getur staðið, á þessari miklu tækni- og peningaöld, sem nú er og hefur verið lengi, hve illa gengur að koma upp sómasamlegum þjóð- menningarhúsum.Slikt virðist af einhverjum næsta dularfullum ástæðum ganga miklu erfiðlegar nú en fyrir sjötiú til hundrað ár- um. Gömlu mennirnir réðust að visu ekki oft i slik stórvirki, — til þess voru engin efni. En þegar þeir höfðu tekið ákvörðun, var gengið að verki með oddi og egg, enda risu þá einatt myndarhús á undraskömmum tima. Ég hef ekki dagsetningar við höndina. En voru þeir Hilmar Finsen og Tryggvi Gunnarsson nema rétt tvö ár að koma upp Alþingishús- inu? Og tók það Hannes Hafstein öllu lengri tima að reisa Safna- húsið góða við Hverfisgötu? Nú er eins og allt standi rigfast, þegar um þjóðbyggingar.sem ég kalla svo, er að ræða. Þú manst liklega eftir þvi, að allt ætlaði um koll að keyra hér um árið, þegar Alþingi hafði komist að þeirri niðurstöðu að naumast væri veitingahúsið Valhöll á Þingvöll- um fullkosta helgasta sögustað þjóðarinnar til langrar frambúð- ar. Hafði Alþingi ósköp hógvær- lega falið okkur i þjóðhátiðar- nefnd að kanna málið. Það gerö- um við, og fengum okkar bróður- part af skömmum fyrir að láta okkur detta þau firn i hug (sem raunar var ekki okkar hugdetta), að „Valhöll” væri ekki fram- búðarlausn á veitinga- og gisti- húsamálum Þingvalla. Auðvitað varð ekkert úr fram- kvæmdum i námunda við hinn helga stað. Sama máli gegnir um nýtt Alþingishús, stjórnarráðs- hús, listasafnshús, sjóminja- safnshús, svo að nokkuð sé nefnt, þar sem ekki skortir samþykktir, heldur framkvæmdir og nauðsyn- legt fjármagn til framkvæmd- anna. Og nú ætlar það heldur en ekki að vefjast fyrir okkur að koma upp sómasamlegu bóka- safnshúsi. Eigum við að fallast á þá kenningu að þetta séu óumflýjanleg örlög? Það er með hálfum huga aö ég nefni þá yfirgengilegu vesöld okkar að hafa ei enn komið upp húsi yfir listaverk islenska rikis- ins. Stórgjafir höfum við þegið, drjúgan hluta af ævistarfi önd- vegismálara, Ásgrims og Schev- ings. Töluvert hefur verið keypt. En sjálft Listasafn tslands hirist eins og hver annar niðursetningur i stofum þjóðminjavarðar, sem vitanl. þurfti fyrir löngu á öllu sinu húsnæði að halda. Hvað er langt siðan Kjarval gaf stofnfé i byggingasjóð Listasafnsins? Eru það ekki full þrjátiu ár? Flest ár- in, sem siðan eru liðin,hefur verið veitt svolitið fé á fjárlögum til þessa vesalings sjóðs. En svo grátt hefur verðbólgan leikið sjóðinn, að liklega er hann litið eða ekkert öflugri i dag en fyrir þrjátiu árum. Gilt hefur einu, hvaða rikisstjórnir hafa setið á íslandi, hægri stjórnir, vinstri stjórnir eða eitthvað þar á milli, — engin þeirra hefur haft áhuga á eða framtak til að koma upp lista- safnshúsi. Ég var á sunnudaginn að skoða hið ágæta ,Museum of modern Art” hér i New York, og hitti þar af einskærri tilviljun listasafns- stjórann okkar.hána Selmu. Enda þótt við röbbuðum frjálslega um alla heima og geima og þorði ég ei fyrir mitt litla lif að spyrja hana, hvað liði byggingarmálum safns- ins, sem hún stýrir. Hvað er ann- ars að frétta af Glaumbæ sáluga? Er hann ef til vill að risa úr ösk- unni eins og fuglinn Fönix og ger- ast einn af hornsteinum islenskr- ar listmenningar? Satt að segja hef ég aldrei verið sannfærður um að hin frægu húsabýtti Listasafns íslands og fjármálasnillings Framsóknarflokksins, Kristins Finnbogas., hafi verið sérleg- ur búhnykkur fyrir myndlistina. Ég geri ráð fyrir að Kristinn hafi ekki látið hlunnfara sig i þeim viðskiptum, fremur en ýmsum öðrum. Það er ekki á allra færi, Matthias minn goður, að græða á þvi að skipta við Framsóknar- flokkinn. 1 fullri alvöru talað: Við þurf- um að vinna að þvi i sameiningu ásamt fleiri góðum mönnum, að breyta viðhorfi stjórnvalda til byggingar þjóðhýsa. Kenningin hefur verið sú, að á timum fjár- hagslegrar velgengni mætti ekki auka spennuna en jafnskjótt og harðnaði i án var svarið auðvitað á þá leið, að nú væru engir peningar til. Þess vegna hefur farið svo á þessum miklu byggingatimum, að flestir hafa getað komið sér upp þaki yfir höf- uðið — nema aumingja rikið. Þetta þarf að breytast. Lágmark, er að eitt þjóðhýsi sé i byggingu hverju sinni, og helst ætti byggingarhraðinn ekki að vera öllu minni en á timum Tryggva Gunnarsonar og Hannesar Haf- steins! V Þetta tilskrif er þegar orðið nokkuð langt, og slæ ég þess vegna botninn i. Enn á ég efti- ir aö ræða við þig um ýmis mál, sem þú vikur að i bréfum þinum og mér þykja umræðu- verð. Þú mátt þvi eiga von á nýju tilskrifi bráðlega. Og þó aö ég verði liklega ögn pólitiskari þar en i þessú spjalli, átt þú að geta sofið rólegur. Ég mun leitast við að halda uppi málefnalegri um- ræðu. Bestu kveðjur, Gils Guðmundsson

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.