Þjóðviljinn - 11.04.1976, Síða 2

Þjóðviljinn - 11.04.1976, Síða 2
2 SÍDA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. aprll 1976. © Skyldunám Grunnskóli Skólaskylda var lögleidd á tslandi árið 1907. Hún náði þó fyrst i stað einungis til 10—14 ára barna, en lengdist smátt og smátt og er nú niu ár samkvæmt lögum um grunnskóla, sem samþykkt voru 1974. Þau eru að taka gildi um þessar mundir, en skólunum er heimilaður s.k. 10 ára aðlög- unartimi til að koma einstökum þáttum laganna i framkvæmd. Það þýðir i reynd, að talsverður munur getur orðið á starfi skóla á næstu árum eftir þvi, hvenær hinir ýmsu þættir laganna taka gildi i einstökum skólum. 1984 er ætlast til að lögin verði fram- kvæmd i öllum skólum landsins. 1 lögunum er gert ráð fyrir sömu kennslu og samkennslu pilta og stúlkna i öllum greinum, bæði bóklegum og verklegum. Og iþróttum a.m.k. til 11-12 ára aldurs. Þrátt fyrir langan aldur skóla- skyldu á Islandi er lögboðinni fræðslu barna og unglinga enn ekki fullnægt sums staðar i dreif- býli, einkum vegna samgöngu- erfiðleika og atvinnuhatta. Fyrstu fræðslulögin voru að mestu sniðin eftir norskri fyrir- mynd, en færð til islenskra stað- hátta. Þau voru að vonum spegil- mynd þjóðfélagsins þá og miðuð við þarfir þess. Gamla, óiðn- vædda bændasamfélagið var mjög greinilega kynskipt og verkin. sem hvoru kyni voru ætluð að vinna skýrt afmörkuð og aðskilin. (Þetta var nú reyndar oft fremur i orði en á borði, þar sem konur gengu jafnaðarlega að alls konar erfiðisvinnu jafnt úti sem inni. Karlarnir snertu hins vegar vart á innan bæjarverkum Eðlilegt mátti þvi teljast, að verkleg kennsla kynjanna yrði með ólikum hætti i fyrstu barna- skólunum. Sú varð lika raunin á. Stúlkur voru látnar sauma, prjóna og hekla, strákarnir að smiða. En það furðulega hefur gerst, að þrátt fyrir það að for- sendur þessarar skiptingar eru löngu horfnar, er hún samt við lýði i svo til ölium skólum landsins, nú tæpum 70 árum eftir setningu fyrstu fræðslulaganna. Og ekki nóg með það að kennslan og verk- efnavalið sé kynskipt, heldur gætir mikillar tregðu hjá handa- vinnukennurum að miða kennsluna og val verkefna við nútima iðnaöarþjóðfélag. (Að þvi leyti mætti halda, að enn réði bændasamfélagið rikjum hér á landi.) A allra siðustu árum hafa ein- staka skólar þó lagt i að rifa niður múrinn, sem aöskilur kynin i þessum námsgreinum. Ég nefni sem dæmi barnaskólana alla i Kópavogi. Siðastliðin fjögur ár hafa piltar og stúlkur þar hlotið nákvæmlega sömu handavinnu- kennslu. Þar er enginn munur á. Bekkjunum er skipt eftir stafrófs- röð, og eru hóparnir hvor hjá sinum kennara hálfan veturinn i senn i hvoru: smiði (o.fl.) og saumum, (prjóni o.fl.) Matreiðslukennsla eða heimilis- fræði, eins og þessi námsgrein á nú að heita, hefur verið afar stopul. Þeir skólar, sem hafa aðstöðu til matreiðslukennslu, sleppa drengjum yfirleitt við að sækja þá tima. Stúlkur eru hins vegar skyldaðar til að vera i mat- reiðslukennslu. Reyndar hefur þetta breyst þó nokkuð hin siðustu ár, og i þessari námsgrein gætir ekki eins mikillar tregðu við að gera hlut kynjanna jafnan og i handavinnukennslunni. (Kannski af þvi, að ekki var til fyrir nein sérstök „stráka- eða stelpumat- GreinHelgu Sigurjónsdótturbæjarfulltrúa i Kópa- vogi sem hér fer á eftir er meginhluti erindis er hún flutti um menntunarmál á jafnréttisráðstefnu ASÍ og BSRB i Munaðarnesi i tilefni kvennaárs sl. haust. Hér hefur erindið þó verið talsvert stytt plássins vegna og bitnar það einkum á tölulegum útdráttum og samanburði sem felldir hafa verið niður eða dregnir saman. Helga hefur i starfi sinu sem bæjarfulltrúi og sem kennari i mörg ár (hún er nú við háskólanám) mjög látið skólamál til sin taka. Jafnframt hefur hún tekið virkan þátt i jafnréttisbaráttunni, er ein af stofnendum Rauðsokkahreyfingarinnar og á sæti i jafnréttisnefnd Kópavogs, en frá starfsemi hennar hefur áður verið sagt hér á siðunni. Hve lengi ætla fræðsluyfirvöld að hliðra sér hjá að sinna þessum málum? reiðsla” á sama hátt og sérstök „stráka- og stelpuhandavinna”. Engan skóla veit ég um, sem hefur sömu leikfimi- og iþrótta- kennslú fyrir bæði kyn, nema i sundi og útiiþróttum. Það veit ég, að ætlunin er að kenna telpum og drengjum saman og sömu leik- fimi i Fossvogsskóla, þegar leik- fimikennsla hefst þar, sennilega á þessu skólaári. Tregöa Þrátt fyrir skýr ákvæði grunn- skólalaga svo og það, sem fram kemur i nefndarálitum um verk- legar greinar og iþróttir (1973 og 1975), eru skólamenn tregir til að stiga jafnréttisskrefið til fulls. Þeir vilja skjóta sér á bak við heimildina um 10 ára aðlögunar- timann, sem ég gat um áðan. Ég fæ samt ekki séð, eftir hverju er að biða. Skólarnir eiga þvert á móti að vera feti framar en „sauðsvartur almúginn” i jafn- réttismálum eins og I öðrum upp- eldis- og menningarmálum. Við hljótum að gera þær kröfur til sérmenntaðra uppalenda að þeir tryggi sjálfsögð mannréttindi barna og geri sitt til að bæta um, þar sem heimili og annað mótandi umhverfi barna og ung- linga þekkir ekki sinn vitjunar- tima. Með kynskiptri kennslu i þeim greinum, sem ég hef hér fjallað um er lagður grunnur að hefð- bundinni hlutverkaskiptingu kynjanna og starfsvaii siðar á ævinni. Undirbúningur undir framhaldsskóla og sér- skóla Viöast hvar hagar þannig til, að unglingar ljúka skyldunámi sinu i gagnfræðaskóla, en nám i fyrstu tveimur bekkjunum þar er skylda. Með nýju skólalögunum breytist þetta, þannig aö eitt ár i skyidunámi bætist við. Ég fer ekki nánar út i lengingu ^skóla- skyldunnar hér, þar sem sá þáttur laganna er ekki enn kominn til framkvæmda. Æ fleiri unglingar halda nú áfram námi eftir að skólaskyldu lýkur. Árið 1930 voru 32.3% ung- linga 13-16 ára i gagnfræða- skólum. 1960 er talan komin upp I 68,6% og 1972 eru 86.6% þessa aldursárgangs við nám i gagn- fræðaskólum. 1 tiltölulegum samanburði sem Helga gerir þarna á hlutfalli kynjanna i gagnfræðaskólum Reykjavikur og einum gagn- fræðaskóla úr hverjum lands- fjórðungi (Akureyri, Vestmanna- eyjum, Neskaupstað og Isafirði) kom fram, að i Reykjavik er hlut- fallið nokkuð jafnt i fyrstu þrem bekkjunum, en i þeim efri, þe. 4„ 5. og 6. bekk eru stúlkur i meiri- hluta, þvi meiri sem ofar dregur. 1 gagnfræðaskólunum úti á landi var hlutfall kynja hinsvegar mis- munandi bæði eftir skólum og bekkjum. en þó var greinilegt, að stúlkum fer þar lika hlutfallslega fjölgandi i efstu bekkjunum. Héraðsskólarnir hafa algera sérstööu i þessum efnum. Þar eru piltar allsstaðar i meirihluta og hafa alltaf verið og virðist þessi munurauk þess fremur fara vax- andi en hitt. Leiðir skiljast Að loknu skyldunámi i gagn- fræðaskólum er hlutfallsleg skipting nemenda svo til jöfn, þau hafa fengið sömu menntun nema i verklegum greinum, og þau eru áþekk hvað varðar árangur i námi. (Enginn samanb. er til um námsárangur barna og ungl. i skyldunámi.) Stúlkur og piltar ættu þvi að standa jafnfætis i lok þessa áfanga á námsbrautinni, og þau ættu að vera jafnvel i stakk búin að halda áfram námi og velja sér námsbraut i samræmi við óskir sinar og áhugamál. En hér er það, að leiðir kynja taka að skiljast. Fleiri piltar en stúlkur stefna að landsprófi mið skóla, þvi að þaðopnar leið til frekara framhaidsnáms (allt upp i háskóla). A hinn bóginn eru það fleiri stúlkur en piltar, sem ætla sér ekki annað en að ljúka gagn- fræðaprófi. Með tilkomu fram- haldsdeildar gagnfræðaskólanna, 5. og 6. bekk.hefur mörgum ung- lingum opnast leið til meiri menntunar. Hingað til hafa fleiri stúlkur en piltar notfært sér þann möguleika. Athyglisvert er, að þrátt fyrir talsverðan meirihluta stúlkna i efstu bekkjum gagnfræðaskól- anna (allt upp i 66%), hafa piltar þar forystu i félagslifi. Starfsmenntun Sérskólar — skýrastur munur Margir unglingar láta sér nægja gagnfræðamenntun, öðrum er hún ekki nema áfangi á lengri menntabraut, og eins og áður segir eru það fleiri stúlkur en piltar, sem láta hér staðar numið. Að loknum þessum náms- áfanga er um margar leiðir að velja. Sumir stefna að s.k. lang- skólanámi (þ.e. mennta-, kennara- og verslunarnámi), en aðrir ætla sér skemmra nám, oftast i verklegum greinum. Og hér er það, sem munur á náms- brautavali kynjanna er langskýr- astur og minnstum breytingum háður i öllu skólakerfinu. Bæði piltar og stúlkur stefna rakleitt og óhikað i átt að sinum fyrirfram ákveðnu kynhlutverkum.Kannski er það ekki að undra, þar sem allt uppeldi þeirra, bæði heima og heiman hefur haft þessi málalok að markmiði (heilaþvotturinn hefursem sagt heppnast fullkom- lega). Um leið eru þau orðin rig- bundin á bás hefðbundinnar verkaskiptingar kynjanna. Takið eftir að börnin eru ekki nema 15-17 ára, þegar þau eru orðin þetta fastmótuð. Ætla mætti, að svo ungt fólk hefði enn hæfileika til að skoða hlutina frá öðru sjónarhorni en hinir eldri, en siðir og venjur láta sjaidnast að sér hæða. Hefðin er það afi, sem fáir þora að risa gegn og henni verður ekki breytt á skömmum tima, þvi miður. Litum þá nánar á starfs- menntun hvors kyns fyrir sig og minnumst þess jafnframt, að allar götur siðan 1911 hafa allir islenskir skólar verið opnir konum. Nokkrir skólar voru fyrst i stað aðeins fyrir konur svo sem Fóstruskólinn og Hjúkrunar- skólinn, en þeir eru nú fyrir bæði kyn jafnt. Starfsmenntun karla er aðal- lega á sviði tækni, iðnaðar , land- búnaðar og sjómennsku, en starfsmenntun kvenna tekur einkum til náms i heimilis- störfum, barnauppeldi og heilsu- gæslu. Helga bendir siöan á, að þeir skólar, sem konur sækja að meirihluta eru færri og kenna fá- breytilegri námsgreinar en skólar þeir sem karlar sækja einkum. Nefndi hún þar ma. hús- mæðraskólana, Fósturskólann, Þroskaþjálfaskólann og ýmsa skóla heilbrigðisstéttanna. Sem dæmi um skóla sem karlar sækja hins vegar að meirihluta eru nefndir ma. sjómannaskól- arnir, bændaskólarnir, vél- skólinn, tækniskólar (alm.nám) og siðast en ekki sist iðnskó arnir þar sem karlar eru yfir 90% nemenda. Sýnt er fram á þetta með töflum, byggðum á upplýsingum i skýrslunni „Jafn- rétti kynjanna”, sem Guðrún Sigriður Vilhjálmsdóttir vann á vegum námsbrautar Háskólans i Þjóðfélagsfræðúm. Samskonar kynskipting kemur fram i minni sérskólunum; konur i meirihluta i Bankamanna- skólanum, Tannsmiðaskólanum og póstmannadeild Póst- og sima- mannaskólansj karlar hinsvegar i Lögregluskólanum, Tollskól- anum og simvirkjadeild Póst- og simamannaskólans. Fátt bendir til breytinga á næstu árum, segir Helga, en vert væri að veita þvi athygli, að konur fara i meiri mæli i hefð- bundið karlanám en öfugt (þe. karlar i kvennanám). Verslunar-, kennara- og menntaskólanám Konur sækja fram i öllu námi og hafa gert það um allmörg undanfarin ár. Þeim fjölgar hlut- Framhald á bls. 22 Leiðrétting Elfa Björk Gunnarsdóttir borgarbókavörður bað um að það yrði leiðrétt sem fram kom i viðtali við hana i fimmtudags- blaðinu að fólk sem hefði haft bækur i láni gæti hringt og fengið lánsfrestinn framlengdan. Þetta er ekki rétt þvi menn verða að koma i safnið og fá framlengingu þar. Texti meö þessari mynd féll niður scinasta sunnudag. Þetta eru þær Herdis Hclgadóttir (t.v.) og Kristjana Bcrgsdóttir, báðar nýkjörnar i miðstöð rauðsokka.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.