Þjóðviljinn - 11.04.1976, Side 4

Þjóðviljinn - 11.04.1976, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. apríl 1976. DJOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Ctgefandi: Ctgáfufélag Þjóöviljans Kramkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Kitstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Kréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann Hitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur) Prentun: Blaöaprent h.f. SUNNAN PYRENEAFJALLA Pólitisk forvitni nemur enn staðar við Pýreneaskagann. í Portúgal er hafin mjög tvisýn kosningabarátta. Þar hefur mjög verið fjölyrt um hægrisveiflu i kjöl- far þess, að hinni pólitisku hreyfingu hers- ins, MFA, var sundrað og henni teflt úr lykilstöðu i valdakerfi landsins. Engu að siður hafa samningar MFA við obbann af pólitiskum flokkum skilað Portúgal i arf merkri stjórnarskrá, sem gerir ráð fyrir sósialisma i landinu. Kosningarnar eru upphaf langra átaka um þessa stjórnar- skrá, hvort og að hve miklu leyti hún verður að pólitiskum veruleika. Ástandið er ekki siður tvisýnt á Spáni. Eftir dauða Francos einvalds voru teknir inn i hið gamla og illræmda valdakerfi nokkrir fulltrúar þeirra afla sem vant er að kenna við frjálslyndi. Það voru einkum þeir, sem höfðu góð orð um þróun til lýð- ræðis. En framkvæmdir hafa orðið mjög i skötuliki. Um allan Spán ólgar ogkraumai pólitisk reiði sem hefur lengi gerjast. Svo til hvar sem er getur soðið upp úr eins og i baskaborginni Vitoria i fyrra mánuði, þar sem lögreglu var beitt af mikilli hörku gegn þúsundum verkfallsmanna. í þvi dæmi og öðrum hafa komið vel fram ýms- ar þverstæður i stjórn hreinræktaðs afturhalds og svonefndra ,,upplýstra” hægrimanna sem nú situr. i einu orði er lögð blessun yfir hörku lögreglunnar, i öðru orði tekur innanrikisráðherrann þessa blessun aftur. Annað dæmi um ruglandann: kommúnistaforingi einn var fyrir skemmstu handtekinn og sektaður um miljón peseta fyrir að hafa haldið ræðu á fundi i Madridháskóla, sem hafði verið leyfður af yfirvöldum. Það er engu likara en að hinn svokallaði upplýsti eða frjálslyndi partur valda- kerfisins sé að missa af lestinni. öfl til hægri við hann eru að visu sjálfum sér sundurþykk um það, hvernig beri að fara með arfleifð einvaldans Francos. En þau eru sameinuð i þvi að telja þróun til lýðræðis, hve hikandi sem hún annars er, stórhættulega. Og þetta lið á sér mörg virki, i rikiskerfinu og á þingi, en á báðum stöðum er að sjálfsögðu fullt með fólk sem á öll sin forréttindi Franco að þakka. Meðal æðri manna hersins. í lögreglunni sem er ákveðin i að láta ekki fara fyrir sér eins og portúgölsku leynilögreglunni PIDE eftir að fasistastjórn féll þar á vestanverðum skaganum. Þetta lið er allt að fylkja sér og gerir vart við sig með ýmsum hætti. Það hefur mjög ágerst upp á siðkastið að blaðamönnum sem þykja of frjálslyndir eða róttækir sé hótað lifláti. Sveitir hægrisinna, sem ekki eru tengdir lögreglunni beinlinis, en njóta sámúðar hennar og afskiptaleysis, hafa barið á stúdentum og hleypt upp fundum þeirra. Hægriblöð eins og Fuerza Nueva bita i skjaldarrendur og segja að „heilbrigð öfl” þjóðarinnar muni taka til sinna ráða og koma á lögum og reglu ef að stjórnin reyn- ist ófær um það. Eins og menn vita er það mikil árátta hjá fasistum að kenna sig við heilbrigði. Og á meðan fækkar mjög forsendum. fyrir þvi að þau öfl sem i raun eru frjáls- lynd eða vinstrisinnuð setji traust sitt á konung eða hans „upplýstari” stuðnings- menn. Tviskinnungur stjórnvalda gagn- vart þeim kemur jafnan fram i þvi, að það sem leyft er með vinstri hendi i formi ráð- stefnu eða fundarhalda, er tekið aftur með lögregluáhlaupum, handtökum og sekt- um. Frægast dæmi um þetta gerðist um mánaðamótin, þegar handteknir voru fulltrúar bannaðra stjórnarandstöðu- flokka, sem höfðu komið sér saman um sameiginlegan starfsgrundvöll i einu bandalagi. Þessar handtökur voru að þvi leyti rök- réttar, að ekkert óttast valdhafarnir á Spáni, hvort sem þeir eru kenndir við fasisma, ihald eða upplýsingu, meir en slika samfylkingu. Áform þeirra allra hafa verið tengd þvi að kljúfa stjórnar- andstöðuna, og þá einkum að ala á mis- sætti milli sósialistaflokka og kommúnista. Til dæmis með að mismuna þeim — með þvi þá að leyfa starfsemi sósialista en banna kommúnistaflokkinn og ýmsar aðrar róttækar hreyfingar. Án vafa eru áform i þessa veru unnin i nánu samstarfi við Bandarikin, sem eiga mik- illa hernaðarlega hagsmuna að gæta á Spáni og vilja gjarna fá landið með i Nató. En spænska stjórnarandstaðan, hert i útlegð og neðanjarðarstarfi, hefur staðið af sér þessar klofningstilraunir til þessa. Hún hefur meira að segja styrkt samstöðu sina: tvær lýðræðisfylkingar hafa tekið höndum saman i einu bandalagi. Og þar er að finna þær hreyfingar sem lýðræði á Spáni getur ekki án verið: sósialista, kommúnista, kristilega demókrata, full- trúa sjálfstjórnarhreyfinga i einstökum hlutum rikisins — áb. Af hverju vill enginn múta Kord i vinsældaleit; en ef hann verður nú blánkur? Eitt stærsta vandamálið i kosn- ingum eru peningar. Klest for- setaefni, sem hafa gefist upp á miðri leið, hafa lýst þvi yfir að þetta hafi þeir neyðst til að gera vegna skelfilegra blankheita. Vinur minn Maccabee, er mjög argur Ut i þetta kerfi, og varpar allri sökinni á bandamenn okkar. Hvenær sem kosningar eru i einhverju erlendu riki þá gefa Bandarikin stjómmálamönnum þess peninga til að spila með. Hvers vegna gefa þeir svo okkur ekki peninga þegar við erum aö kjósa? sagði hann. — Jæja, þótt ekki væri annaö, Maccabee sæll, þá er það and- stætt lögum. — bað er lika á móti lögum i þeirra eigin löndum en það virðist ekki koma i veg fyrir það að CIA kosti kosningar um allan heim. Sjáðu bara italiuna. CIA hefur dembt miljón dollara i kosningar á italiu. Maður gæti haldið, að italir sýndu af sér þakklæti með þvi að gefa okkar stjórnmála- mönnum slatta af peningum i staðinn. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er vinátta ekki ein- stefnugata einhverskonar. — Ég held ekki þú skiljir þetta, sagði ég. Ástæðan fyrir þvi að við styðjum stjórnmálamenn á italiu ersú, að við viljum ekki að landið verði kommúnistaland. Það er okkur i hag að sjá til þess að ekki setjist röng stjórn þar að völdum. italia hefur ekkert að óttast af okkar hálfu, það skiptir ekki máli hvor flokkurinn hjá okkur sigrar, og þvi er éngin ástæða til þess að italska leyniþjónustan fari að múta frambjóðendum okkar. — betta er bara yfirvarp, sagði hann. Ég heid að ítalir séu bar- asta svona helviti niskir. Þeir vilja ekki spandéra fimmeyringi i okkar kosningar. bað eina sem þeirra stjórnmálamenn kunna er að taka við peningum frá okkur. En þegar skórinn er á hinni löpp- inni og okkar frambjóðendur eru að fara á hausinn, þá horfa þeir i aðra átt. Mér finnst viö ættum að samþykkja lög um að við skiptum okkur ekki af kosningum i öðrum löndum nema þvi aðeins að þau vilji skipta sér af okkar kosning- um. — Þetta er ekki réttlátt, sagði ég við vin minn Maccabee. Flest- ir stjórnmálamenn sem við höf- um stutt i öðrum löndum hafa tekið við peningum frá CIA með þeim skilmálum að þeir þyrftu ekki að skila þeim aftur. Held- urðu það væri upplit á okkur ef við færum til einhvers erlends einræðisherra og segðum við hann: Heyrðu lagsi, við komum þéri embætti. Nú er komið að þér að blæða svo við getum komið einum af okkar mönnum til valda. — Hvað er að þvi? spurði Mac- cabee. Sjáðu bara hvað við gerð- um I Chile. Við gerðum nokkrum óþekktum herforingjum mögu- legt að yfirtaka landið. An okkar peninga hefðu þeir liklega aldrei getað það. Þeir láta mikinn núna. Það minnsta sem þeir gætu gert til að sýna þakklæti sitt væri að standaundir forsetakosningunum hjá okkur nú i ár. — En það væri ekki rétt, and- mælti ég. Ef að Chile stæði undir forsetakosningunum hjá okkur, þá væru þeir að hafa afskipti af innanlandsmálum okkar. Ekki viltu það, eða hvað? — Við skiptum okkur af innan- landsmálum þeirra. Ég skal veðja við þig, að engar kosningar hafa verið haldnar i hinum frjálsa heimi, sem Bandarikin hafa ekki reynt að hafa áhrif á með pening- um. Ég er ekkert á móti þvi. Ég er ekki að segja annað en það, að ég vil hafa jöfnuð. Ef að við hjálp- um þeim til að ná kosningu, þá ættu þeir að hjálpa okkar fólki til hins sama. Til þess eru banda- menn. — Það eina sem er að þinum röksemdum, sagði ég, er það, að leyniþjónustur þessara landa hafa ekki peninga til að sáldra i kringum sig eins og CIA gerir. okkur Eftir Art Buchwald Miljón dollarar i mútur til eins af stjórnmálamönnum okkar eru alltof miklir peningar fyrir þá. — Ég fellstekki á þetta, svaraði Maccabe. Veistu hvað ég held? Ég held að flestir svokallaðra vina okkar gefi skit i kosningarn- ar hjá okkur. Kannski lofa þeir þærmeð vörunum, en þegar kom- ið er að þvi að setja peninga þar sem þeir hafa munninn, þá láta þeir eins og við séum ekki til. Bandarikin hafa verið örlátasta land i heimi. Hvenær sem erlend- ur pólitikus biður okkur um eitt- hvað þá gefum við honum það án þess að spyrja. En þegar okkar stjórnmálamenn eru blankir, þá verður enginn erlendur spæjari til að spyrja: Getum við gert nokkuð fyrir þig? Þeir gera grin að okk- ur, það segi ég satt. — Mér þykir leitt að þú hugsar svo, sagði ég. — Ég er ekki sá eini, sagði Mac- cabee. Það er hellingur af amrikönum sem eru dauðþreyttir orðnir á þvi að múta erlendum stjórnmálamönnum án þess að fá neitt i staðinn.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.