Þjóðviljinn - 11.04.1976, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 11.04.1976, Qupperneq 10
10 SiDA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. aprll 1976. NÍELS HAFSTEIN SKRIFAR Ásgrímur Jónsson Siðan ég man eftir mér fyrst þá hefur það verið tiska á alvarleg- um stundum að ræða sambúð lands og manna: ,,f birkilaut hvildi ég bakkanum á. Hátt upp til hliða.” Orðhagir skrifarar og atvinnuræðuskörungar hafa á jafnlöngum tima og við jafn hátiðleg tækifæri beint þjóðarsál- inni i þá farvegi sem henta best hverju sinni, þeir hafa glætt i vit- und fólksins von og trú á mátt sinn og megin, auðgað anda þess i innblæstri andartaksins. f þess- um yfirlestri, lofgerðarrullu og hallelúja þá er landslýður dreg- inn á asnaeyrum, að þvi er virðist mótþróalitið og samþykkjandi. Fólki er bent til lofts þar sem hinn útvaldi trónar stilltur og upphaf- inn. goðumborið tákn sigursins yfir meðbræðrum sinum. Hjáróma andófsraddir eru ekki virtar svars. Svona skal þetta vera og engan veginn örðuvisi. Allir verða að sefjast og falla inn i munstrið, eininguna, jafnvel sögufölsunina. Blásaklausir ein- staklingar, oftast listamenn i harðri lifsbaráttu. þeir eru króað- ir af og múlbundnir aðdáun al- mennings og peningahyggju fjár- festingaraðilja, þeir verða skot- spónar hugglæframanna sem brosa fagurt og tala mjúkum rómi: ,,Þú ert snillingur, ég skal gera þig frægan, treystu mér.” Afstaða listamannsins skiptir engu. augiýsing sér fyrir þvi. Ef hann maldar i móinn og dregur sig i hlé undan ofsækjend- um sinum. þá er það túlkað sem sérviska, skringilegheit, og fyllir þá mvnd sem almenningur er mótt.i'kilegastur fyrir. Einn af mörgum listamönnum landsins sem lenti i kjaftakvörninni, dá- semdarbullinu, uppboðinu, — það var Ásgrimur Jónsson listmálari. Hér verður ekkert rætt um persónu Ásgrims Jónssonar, það hafa aðrir gert. Hinu er ekki að ieyna að goðsögnin um lista- manninn, áhrifavald hans, umsvif á myndamarkaðinum hef- ur gert nútimamönnum illkleift að mynda sér sannverðuga skoðun á framlagi hans til is- lenskrar myndlistar. Oft hef ég búið mig af stað til heimsóknar i hús Ásgrims við Bergstaðastræti, en ætið hefur það atvikaðst þann- ig að mig hefur borið af leið. En fyrir fáeinum misserum bauðst mér ferð austur fyrir fjall til að skoða gjöf Bjarnveigar Bjarna- dóttur i Safnahúsinu á Selfossi. I byggingunni hafði frúin auk þess komið fyrir myndum eftir Ásgrim Jónsson og nutu þær góðrar birtu. Mig rak i rogastans. Málaði meistarinn svona? Andskota- kornið! Þetta var annað alvar- iega áfallið á stuttum tima (hið fyrra var hryllingurinn i safni Einars Jónssonar myndhöggv- ara). Hvilik dýrð i fjólubláu og bleiku, það var eins og nærfata- framleiðandi hefði breytt til þerr- is blæjur sinar. Aldarminning. Ræðuhöld og veislur. Upplýsingar um fjölda sýningargesta á Klambratúni daglegar fréttir i fjölmiðlunum. Hjartnæmar minningar. Þegar ég hafði skoðað þessa stóru og viðamiklu sýningu þá varð mér ljóst að islenskir list- njótendur hafa i áraraðir verið stórlega blekktir, fagurfræðingar og aðrir spekúlantar hafa séð fyrir þvi. 272 myndir! Af þessum fjölda eru 36 einhvers virði, mis- jafnlega góðar. Niðurstaðan er: Miðlungsmálari. Allt er hrunið til grunna. Það er ekki hægt at láta þetta viðgangast lengur, það verður að meta uppá nýtt. Mér er sama þótt hundrað blindir kettlingar væli i fjölmiðl- um landsins og saki mig um öfund, einstrengingshátt og nýj- ungadýrkun, þeir geta etið það sem úti frýs. Helstu einkenni myndlistar Ásgrims Jónssonar: stif mynd- bygging, endurtekningar, glossa- legir litir og einhæfir. Teikningin er eins og hver önnur skólavinna, þurr og spennulaus. Það sem Útsýn yfir höfnina i Reykjavlk ''! 1W! JI ■■ n Frá Blönduósi einkum gefur verkum Asgrims gildi er hin sögulega staða þeirra og áhrif þeirra sem braut- ryðjandaverk á öðrum tug aldar- innar. En að skipa þessum list- málara á bekk með Jóni Stefáns- syni og Muggi, það finnst mér einum of djarft, — sú skoðun min stendur óhögguð þar til betri myndir verða dregnar fram i dagsljósið. Jónas Guömundss. Fjöllistamaðurinn Jónas Guðmundsson heldur um þessar mundir einkasýningu að Hamra- görðum, félagsheimili samvinnu- manna við Hávallagötu; sýnir hann þar 47 verk ,unnin með vatnslitum og oliu. Myndefni Jónasar telst varla frumlegt: bryggja, slippur, uppsátur, bátar á miðum, húsaþyrpingar, lands- lag. Allt eru þetta minni sem ótal málarar hafa gert skil, i þeim stefnum sem ráðið hafa hverju sinni. Fram til þessa hafa lausnir Jónasar legið á yfir- borðinu, verið tilgangslitlar til- raunir og tæknivinna af fjöl- skrúðugu tæi; engin veruleg átök við myndefnið hafa verið sýnileg. En nú hefur listamaðurinn lagt til hliðar að mestu sjónhverfingar þær sem orðnar voru hans aðals- merki, túlkumn er oröin mark- vissari, umbúðalausari og um leið hnýsilegri til skoöunar. Sér- staklega er hér ávinningur að endurmetinni myndbyggingu og myndskurði. Eldri myndir Jónasar voru flestar með ákveðinni miðjuverkan, báta- þyrping með formauðum fleti allt í kring. Nýrri myndirnar taka mið af útjöðrum flatarins, bátur siglir inni myndina o.s.frv. Annað einkenni á eldri verkum Jónasar var liturinn, samræmdir tónar sem höfðuðu I mörgum til- fellum til svefnsins, oft afburða finlegir og veikir, — sem stundum voru sprengdir með gjallandi rauðum klessum. Nú tvinnar listamaðurinn saman andstæðum litum (gulum og bláum) og nær Jónas Guðmundsson við eina af myndum sinum, Bakki og Grótta með þeim hætti að vekja hughrif sem eldri myndirnar skorti afl til. Þessi sýning er að sumu leyti ómarktæk, hin nýja sýn á mynd- efnið og einfaldari vinnubrögð eru i mótun; hvað úr þessu verður er vissulega allrar athygli vert, ekki sist fyrir listamann- inn sjálfan.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.