Þjóðviljinn - 11.04.1976, Qupperneq 21
Sunnudagur 11. april 1976. ÞJÓÐVILJINN — SU)A 21
Sköpun
vatnanna
— I'autt haf! — llann skapaði það i þunglyndi...
— Nú cr að falda sjóinn!
Körfuboltaliðið er i bænum.
Mikiö
spíramál
Lögreglan i Osló kom fyrir
skemmstu upp um allmikið
smyglmál. Sex menn komu fyrir
rétt og 105 hafa fengið sektir.
Smyglað var 10 þúsund litrum af
hreinum spira frá Hollandi á
timabilinu mars—júni i fyrra.
Innkaupaverðið á sprúttinu var
um 150 krónur litrinn en söluverð
2100—2700 þegar hann hafði farið
um allt að fjórum milliliðum.
Sprúttið var sem fyrr segir keypt
i Hollandi og flutt með vörubilum
yfir Danmörku og Sviþjóð til
Noregs.
Ekki tókst lögreglunni að hafa
uppi á nema 15 litrum ódrukknum
af þessu magni.
Hverslags
mengun
Siðapostular nokkrir i borginni
Pretoriu i Suður-Afriku boðuðu
ekki alls fyrir löngu til mikillar
brennu. A bálköst átti að færa
klámbókmenntir allskonar og
blöð.
Borgarstjórn bannaði samt
þessa siðferðilegu brennu á þeirri
forsendu, að hún kynni að menga
andrúmsloftið.
Salómons-
dómur
Gömul kona flutti ekki alls fyrir
löngu til fransks smábæjar i Ölp-
unum ásamt með hundum sinum
fimm.
I'ikki leið á löngu þar lil ná-
grannar hennar fóru að kvarta
yfir hundafargani þessu. yfir
íiávaða og öðru brambolti.
Bæjarstjórinn vildí samt ekki
gripa til örþrifaráða, vegna þess
að hann vissi að gamla konan
hafði ekki peninga til að kaupa
kol til að hita upp bústað sinn og
hundarnir yljuðu henni um kaldar
nætur.
Kvartanirnar gengu þá lengur
— til sýslumanns. Hann lann leið
út úr vandræðunum. Að visu út-
vegaði hann gömlu konunni ekki
peninga. liann lagði til þá mála-
miðlun að þrir hundar af fimm
vrðu gerðir úr heimi hallir.
Nágrannarnir yrðu sáttari
nokkuð við sitt hlutskipti og
gamla konan yrði ekki með öllu
án upphitunar.
Kvikmynda-
hátíöin „Maður-
inn og hafið”
i Odessa var haldin fyrir
skömmu kvikmyndahátið áhuga-
kvikmy ndagerðarmanna um
efnið maðurinn og liafið og sam-
eiginlegt framlag þeirra til varð-
veislu og viðhalds auðlindum
náttúrunnar. Slikar kvikmynda-
hátiðir eru haldnar tvisvar á ári.
Sýndai- voru 93 litkvikmyndir frá
Sovétrikjunum. Búlgariu.
Kúmeniu. Jugóslaviu. Banda-
rikjunum. Englandi, ltaliu og
Japan.
Búlgaria hlaut fyrstu verð-
aunin. er aðrir verðlaunahafar
/oru Sovétrikin, Rúmenia og
ingland. (APN)
ADOLF J. /dSfe
PETERSEN:
VÍSNAMÁL
Ennþá gerast ævintýr
Það fer vel á þvi að hefja
visnamál að þessu sinni með
visu Jóns Þorsteinssonar á
Arnarvatni, en hún er upphaf
ljóðabréfi er hann orti til
kunningja sins:
Hefði ég róm svo rjóðri kinn
rynni upp ijómi glóöa,
skyldi hljóma i himininn
heitur ómur ijóða.
Hugur Þórhildar Sveinsdóttur
reikar til norðlenskra fjalla, er
hún litur i blámóðu fjarlægðar-
innar:
Fjarlægð biá mig hindur fast
blær við stráin spjallar
Ekki má ég óhlýðnast
ef að þráin kallar.
Jón M. Melsteð finnur nýjan
þrótt ólga i æðum á fögrum
sumardegi. Hann getur ekki
orða bundist:
Unað téðan augun sjá
orku geð ei tapar.
Fagurt veður vekur þrá
von og gleði skapar.
Kristján Ölason finnur
snjallri samlikingu stað er hann
litur kvöldið nálgast:
Minn er timi aö færast fjær
— fyrnist sálar gróður—.
Kg er eins og barnlaus bær
burstalágr og hljóður.
Sigursteinn Magnússon er
veraldarvanur maður. Hann
kemst að þessari skemmtilegu
niðurstöðu:
Kg hef eignast hund og hest
i höllum kringuinstæðum.
Þetta tvennt mér þykir best
af þúsund jarðargæðum.
Magnús Ölafsson gerir upp
lifshlaupið, og kemst að þessari
niðurstöðu:
Útþráin og ævintýr
æskumanninn seiðir.
Ellin sinar byggir brýr
til baka á fornar leiðir.
Itannveig Guðnadóttir skarar
i gamlar glæður og sér þar
margar hugljúfar myndir:
Æskan jafnt og Elli fær
óskipt mál að vonuin,
að geta tendrað glæðurnar
frá gömlu minningonum.
l>óra Jónsdóttir frá Kirkjubæ
l'agnar vorinu, og strikar út
veturinn i einum vetfangi:
Stundin bætist örðug ein,
engum grætist bráin.
Lundin kætist, minnka mein,
inörgum rætist þráin.
Vítt um heiði viðkvæm þrá
vængi brciöir þorsins.
Sólin greiðir suðri frá
sigurleiðir voreins.
Þögnin og kyrrðin heilla Guð-
rúnu Magnúsdóttur frá Klukku-
felli. Hún segir svo:
Þegja vindar. Björt og blá
bærist lindin valla.
Þokur bindast örmum á
eftir tindum l'jalla
Feguröin blasir hvarvetna við
listamannsauga Rikarðs Jóns-
sonar myndhöggvara. Það er
jafnt i vöku og draumi:
Ast og list er lifið allt,
ljós og skugga-brúnir.
Himinleiftur, heitt og kalt,
húm og draumarúnir.
Hvar sem leiðir liggja verður
Rikarði hugsað til átthaganna.
Austurland, fyrst og siðast:
Fyrnist slóð um fjöll og sand.
fýkur i gömlu sporin.
Altaf þrái ég Austurland,
einkum þó á vorin.
Óður til vorsins hlær i
hendingum Jens Sæmundsson-
ar. Gleymdur er vetur með hret
og hriðar.
Ljómar sól um sæ og ver.
signir hól og dranga.
Vore i skjóli oröið er
allt sem kól á vanga.
Lifið hlær með létta brá,
ljómar særinn friður.
Gleðiblær er öllu á
unaðsvær og þýður.
Grimur Thomsen yrkir svo
um Jónas Hallgrimsson:
Þú gast látið lækjarnið
i Ijóðum þinum heyra.
^Sjávarrót og svanaklið
sanda bárur keyra.
Langt frá þinna feðra fold
— fóstru þinna Ijóða —
ert nú lagður lágt I mold,
listaskáldið góða.
Skáldbóndinn og náttúruunn-
andinn, Guðmundur Friðjóns-
son á Sandi.segir svo fagurlega:
Ennþá gerist ævintýr,
eyjar, búnar flosi,
jarðar-kringla, himinn hýr,
hafið — öll i brosi.
Sr. Jón Þorláksson á Bægisá
lýsir þannig fátækt og allsleysi:
Margur fengi mettan kvið
— má þvi nærri geta —,
yrði fólkið vanið viö
vind og snjóa að éta.
Gisli Brynjólfsson finnur
hvernig vorsólin með geislum
sinum og fegurð glæðir ástina til
alls hins góða:
Þegar sumarsólin skær
sa'lu geislum vekur,
enn i hjarta ástin grær.
allt að þiöna tekur.
Þorsteinn Þ. Þorsteinsson,
einn af elstu islenskum rithöf-
undum vestanhafs. kveður svo,
og hugsar þá án efa heim:
Sveipar nóttin sefa frá.
sé ég óttu giainpa. loga.
Skugginn flótta-fótum á
flýgur skjótt að vestur-boga.
Þegar Jón Bermann las öð
einyrkjans, þa nýútkominn eftir
Stefán frá Hvitadal, varð hann
sem fleiri snortinn af hinum
hreinskiinu ljóðum. Hann kvað:
Innri glóð er eðli manns
eins og gróður lilini.
Þvi muii óður einyrkjans
eignast góða vini.
Friðrik Hansen fyrrum
kennari og vegavinnuverkstjóri
á Sauðárkróki var kunnur fyrir
snjallar visur. Hann var skáld
ástar og fegurðar:
Þó að visan þyki góð.
þjóti um viðan bláinn,
alltaf verða óort ljóð
innsta hjartans þráin.
Baldvin Jónatansson, er
kallaður var skáldi hefur kveðið
þessa fallegu kvöldvlsu:
Degi hallar. Dýrlegt er
daggarfall á túnuin.
Smalar allir hóa hér
hátt i fjallabrúnum.