Þjóðviljinn - 05.05.1976, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.05.1976, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJOÐVILJINN Miðvikudagur 5. maí 1976' Skrifið eða hringið. Sími: 17500 Umferðar- menning íslendinga Hvernig vœri að hafa hámarksaldur við bílpróf? Umferðarmenning islendinga er á lágu stigi. Það getur hver sá gengið úr skugga um, sem ekur götur Reykjavikur, eða reynir að ganga yfir þær. Það er undantekning að bflar stansi við gangbrautir til að hleypa þeim yfir sem við þær biða. Bæði kemur þar til tillitsleysi við hina gangandi og svo annað sem ég get vel sagt fyrir sjálfan mig. Ég þori sjaldnast að stansa við gangbraut af ótta við að næsti bill á eftir skelli aftan á minum, vegna þess að hann geri ráð fyr- ir óhindraðri för áfram. Ég hef orðið vitni að allt of mörgum aftanákeyrslum til að leggja sjálfan mig i þá hættu að stansa fyrir gangandi fólki. Sama gildir um ljósin. Ég þori alls ekki orðið að stöðva minn bil á gulu af ótta við aftan- ákeyrslu. Það er sama hvað lengi gult ljós hefur staðið, þeg- ar maður ekur inn á gatnamót- in. Alltaf skal einn eða tveir koma inn á þau á eftir manni. Og hvað nú, ef maður hefði stansað? Jú þá hefðu þeir skoll- ið aftan á vegna þess að ekki er ráð fyrir þvi gert að maður stansi á gulu. Or þvi ég er farinn að skrifa um akstur er rétt að nefna fleiri atriði: Á þeim götum þar sem tvöföld akrein er er sú til hægri ætluð aðalumferðinni, en hin vinstri fyrir framúrakstur og greiðari umferð, t.d. sjúkrabila. Ég veit ekki hve oft ég hef orðið vitni að þvi að sjúkrabilar verða að ,.sikk-sakka”göturnar og jafn- vel keyra upp á gangstéttir og eyjar vegna tillitsleysis þeirra sem á götunum eru, og það jafnt þótt sirenur og ljós séu i gangi. Sjálfur hef ég oft reiðst þeim ökumönnum sem aka á 25-30 km hraða samsiða á tvöfaldri ak- braut. Slikur akstur er háska- akstur, þvi að hann býður upp á grófar sviningar af völdum óþolinmæði þeirra sem á eftir koma. Þeir sem keyra hægt eru þvi ekki siður hættulegir i um- ferðinni en hinir sem aka hratt. Ég tel þá sofandi enn hættu-. legri, þvi að oftast eru þeir klaufar lika. Að siðustu: Eruð þið ekki sammála mér um að i yfirgnæf- andi fjölda asnaaksturstilfella séu þar „karlar með hatt” eða „kerlingar” að verki, þ.e. rosknar konur á betra máli? Ef fara á eftir aldri, eru þau meiri háskagripir i umferðinni en unga fólkið sem alltaf er verið að veitast að. Ég fyrir mitt leyti sett bilinn minn frekar i hendurnar á 12 ára strák en fimmtugum karli ef báðir væru óvanir. Aðgæsla æskunnar er stórum meiri en ellinnar. Þvi held ég að ekki væri siður þörf á hámarksaldri við bilpróf en lág- marksaldri. úr þvi að menn verða aðhætta vinnu sjötugir án tillits til ástands andlegs og likamlegs, hvað segir þá fyrir þvi að menn geta keyrt fram að 100 ára aldri hafi þeir vilja til án tillits til getu. Argurbilstjóri 1 bliðunni að undanförnu hafa margir af eldri kynslóöinni brugðið sér i bæjarferð eftir aö hafa orðið að búa við ófærar gangstéttir meiri hluta liðins vetrar. EK tók þessar myndir einn daginn I sið- ustu viku viku þegar loftið var kyrrt og móöa huidi fjailasýn. Jón Ragnarsson: Geir, Halldór og Callaghan? Bæjarpóstur! Ég skrifa þér nokkrar linur að gefnu tilefni. Vil ég beina orðum minum sérstaklega til blaða- manna og þeirra stéttarfélags. Nú hefur einn af ykkar „sauðarhúsi” tekið sér ferð á hendur til útlanda. Ferð þessa „sauðs” (i Timanum er hann nefndur Kokteildrengur) var farin svo hann mætti komast um borð i eina freigátu hennar hátignar, bretadrottningar. Þessí „sauður” fór þessa ferð vegna starfs sins hjá einu „dag- blaðanna”. Segir siðan ekki meir af þessum „sauð"fyrr en hann vegna vinnu sinnar, svo ég noti ykkar orð, þarf að komast i samband við sitt ástkæra „blað”, og þess vegna kallaði hann upp i'slenska strandstöð i fjarskiptastöð freigátunnar. Enginn svaraði blessuðum „sauðnum”, vegna þess að is- lenska þjóðin á i útistöðum við bresku stjórnina og vildi þvi enginn taka við skilaboðum „sauðsins”. Nánar til tekið: Loftskeyta- menn ákveðinna strandstöðva Landssima Islands höfðu sam- þykkt að afgreiða ekki bresk skip, nema i neyðartilfeilum, i mars sl.,og þá gerðu blessaðir blaðamennirnir enga athuga- semd. Heldur kynntu þjóðinni þetta sem merka samþykkt. Vegna þess að „sauðurinn” sem um borð i freigátunni þurfti að koma „fréttum”, svo notuð séu ykkar orð, til blaðs sins þurfti hann að kalla uppStóra- Bretland vegna samþykktar loftskeytamanna. Hverjar voru svo „fréttir” þær sem þóttu svona merkilegar? Jú, ævisaga skip herrans á freigátunni i nokkrum hlutum. Kalla blaðamenn og þeirra stéttarfelag þetta virkilega fréttir? Nú hefst annar hluti þessa máls. Blaðamannafélag tslands, eins og það leggur sig, sendir frá sér tilkynningu þar sem segir, að frjálsri fréttamennsku sé hætta búin, vegna þess að „sauðurinn” kom ekki „fréttum” sinum i gegnum is- lenskar strandstöðvar úr frei- gátu breta. Þið blaðamenn hafið orðið til þesstað nú eru loftskeytamenn, eins og loftskeytamenn orða það, einu mennirnir sem brjóta samþykkt Islensku þjóðarinnar um að hafa ekkert að sælda við bresku stjórnina. Er þetta komið til vegna þess að ævisaga breska skipherrans hefur ekki farið i gegnum islenskar strand- stöðvar og birtist þannig lesendum til upplyftingar. Blaðamannafélag Islands sendir vonandi frá sér aðra til- kynningu bráðlega, þar sem þess er krafist a „sauðnum” verði siglt með freigátunni til is- lenskrar hafnar og islenska þjóðin beðin að halda kjafti yfir þvi. Annars sé „frjálsri blaða- mennsku” hætta búin. Nú skora ég á ykkur blaðamenn, ykkur sem eruð blaðamenn, að styðja við bakið á loftskeytamönnunum og is- lensku þjóðinni og koma vitinu fyrir ráðherra þessa lands um að fara að aðhafast eitthvað i Landhelgismálinu. Þið sem eruð blaðamenn ættuð frekar að nota starfsþrek ykkar til að bera mönnum eitt- hvað annað en ævisögu bresks skipherra. Geir, Halldór E. og Callaghan hafa þó ekki átt þátt i samþykkt ykkar? Jón Ragnarsson Geir llalldór E. Callaghan

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.