Þjóðviljinn - 05.05.1976, Blaðsíða 9
Miövikudagur 5. mai 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
<
Jón Haraldsson smiöar sér búkka til aö standa á. Menn eru sterkir viö
Kröflu og nota enga skósmiðahamra.
Miöfeilsmennirnir Pétur Hclgason og Þorgeir Hafsteinsson . Pétur er vélvirki, en Þorgeir tækjamaöur
■:\r
ÍM
Niöur i Leirbotnana skammt
frá stöövarhúsinu rennur
heitur lækur frá hvernum
sem einu sinni var aflmesta
borhola á isiandi, og þótt
viðar væri leitaö. Seint mun
Kröfluvirkjun fá orku frá
þeirri holu, þvi aö hverinn
beislar enginn. i honum
sýöur skollitaö vatn og um 30
1 renna frá honum á sek.
Hverinn kalla sumir Karls-
bad, en aörir Bisniss og
styöjast þar viö orð manns
sem taldi hann geta aukiö
feröamannabisnissinn.
A miðvikudaginn eftir páska
skaust blaðamaður bjóðviljans i
heimsókn að Kröflu. Þar var þá
ekki mikið um að vera, enda
meiri hluti starfsmanna ekki
kominn úr páskafrii. Þar vinna
nú 60—70 manns og hefur svo ver-
ið lengi i vetur, en þeim mun
fjölga talsvert með voriAu, og er
nu i undirbúningi stækkun vinnu-
búðanna.
Jarðskjálftar hafa ekki lengi
fundist við Kröflu, en ekki er
hrinan þó með öllu liðin hjá.
Skjálftarnir eru hins vegar svo
fáir og litlir að þeir koma aðeins
fram á mælum. Auk fram-
kvæmda við stöðvarhúsið er nú
unnið að undirstöðum kæliturna
og skemmubyggingum fyrir
geymslur Kröflunefndar og Orku-
stofnunar. t vetur hefur auk þess
risið verkstæði virkjunarinnar.
Auk þessa er nú farið að draga út
staura i linuna til Akureyrar, og
var byrjað að flytja þá frá Húsa-
vik á annan sumardag.
Járnamenn tóku sér hlé frá vinnu i plastskýli sinu viö stöövarhúsvegginn og stilltu sér upp til
inyndatöku. Þaö eru Jón og Eiöur s.f. frá Húsavik sem annast járnavinnuna.og þcssir þremenningar
eru i flokki þeirra. Þeir kváðust vera Jónsmenn og Jónssynir er við spuröum, en nöfnin týndust með
tossablaðinu.
Geysimikiö af timbri ler i uppslátt og vinnupalla. Auk vinnu i stöövarhúsinu er nú unniö aö undirstööum fyrir kæliturna virkjunarinnar.
Myndir og texti: Erlingur Sigurðsson
Undirstööur vélanna eru stórar
og stcrkar, og þegar hafa farið
meira en 600 rúmmetrar af
steypu undir hvora vél.