Þjóðviljinn - 05.05.1976, Page 6

Þjóðviljinn - 05.05.1976, Page 6
6 SÍÐA — ÞJOÐVILJINN Miövikudagur 5. mai 1976 Barist í návígi í Beirut Beirut 4/5 reuter ntb — Barist var i návigi hús úr húsi i hafnarhverfi Beirut i dag. Vinstrisinnar sóttu á hendur hægrimönnum og reyndu að boia þeim út úr hafnarhverfinu þar sem aðalbækistöðvar falang- ista eru. Siðdegis i dag snerust bardag- arnir einkum um svonefnda Fattal-byggingu sem er siðasta vigi hægrimanna utan aðalstöðv- anna. Vinstrimenn höfðu sótt fram um 100 metra i dag. Sl. sólarhring hafa bardagar kostað amk. 90 mannslif og 120 hafa særst. Vinstrimenn hafa strengt þess heit að virða vopnahléð að vettugi þar til hægrimenn hafa verið hreinsaðir út úr hafnar- hverfinu. Leiðtogi vinstriaflanna, Kamal Jumblatt, itrekaði i dag þá kröfu sina að allt sýrlenskt herliö skuli vera á brott úr landinu áður en kjör nýs forseta fer fram. Það átti að fara fram sl. laugardag en var frestað i viku. Leiðtogi falangista, Pierre Gamayel, gaf það i skyn i dag að vera kynni að kjörinu yrði frestað enn lengur. Fíat-lorstjóri myrtur Buenos Aires 4/5 reuter — Vinstrisinnaðir skæruliðar sátu i dag fyrir háttsettum starfsmanni Fiat-verksmiðjanna i Buanos Aires rétt hjá heimili hans og skutu hann til bana með vél- byssum, er hann var á leið til vinnu. Þetta er i fjórða sinn á fjórum árum sem starfsmaður Fiat i Argentinu er myrtur af skæru- liðum. Arið 1972 var aðalforstjór- anum rænt og hann siöan myrtur. Tveir aðrir forstjórar einstakra verksmiðja i Cordoba voru einig myrtir á árunum 1974—5. Áttræður í dag Áttræður er I dag, 5. mai, Guðjón Benediktsson, múrari. Guðjón er fæddur að Viöborði, Mýrarhreppi A-Skaftafellssýslu, en foreldrar hans voru bændur þar. Snemma á ævi sinni kom Guðjón til Reykjavikur og tók sveinspróf i múraraiðn. Hann gegndi fjölmörgum trúnaðar- störfum fyrir Múrarafélagið og félagsskap launamanna. Ma. var hann formaöur Múrarafélagsins i 7 ár og forseti Sveinasambands byggingarmanna og starfsmaður þess. Hann var og forseti Lands- sambands stéttarfélaga. Hann er nú heiðursfélagi i Múrara- félaginu. Guðjón var ötull mál- svari verkalýðsins og einn af for- vlgismönnum Kommúnistaflokks Islands. Eina ljóðabók hefur Guðjón gefið út, Frostrósir. Þjóðviljinn árnar Guöjóni heilla. ■ f'í . Libanskir vinstrisinnar á eftirlitsgöngu um eyðilegar götur miðborgar Beirut. Mikil ólga hefur ríkt undanfarið á vesturbakka Jórdanár sem israelar hernumdu i sex daga striðinu 1967. Hér sjást arabiskir Ibúar borgar- innar Ramallah bera eitt fórnarlamb óeiröanna til grafar. Ströng öryggis- gæsla á þjóðhá- tiðisdegi ísraels Tel Aviv4/5 reuter —Hátiðahöld i tilefni þjóðhátiðardags Israels, sem hófust i dag, féllu i skuggann af viðtækum öryggisráðstöfunum sem gerðar voru vegna sprengju- tilræðis I Jerúsalem i gær, en i þvi slösuðust 28 manns. Algert útgöngubann rikti i tveim borgum á hernumda svæðinu á vesturbakka Jórdanár og öryggisverðir voru hvarvetna á sveimi I allflestum borgum landsins. Hermenn héldu strangan vörð i gamla borgar- hlutanum i Nablus sem er stærsta borgin á vesturbakkanum og öðru hvoru hleyptu þeir úr byssum. Hermenn dreifðu hópi 200 kvenna sem sest höfðu á tröppur ráðhússins i Nablus i mótmæla- skyni við að þeim var ekki hleypt inn I gamla borgarhlutann Báru sumar þeirra fána frelsisafla Palestinu. Ítalía: Líran hrynur Róm 4/5 reuter — ttalska llran fellur stöðugt i gengi gagnvart erlendum gjaldmiðlum. t dag tók hún óvenjustórt stökk niður á við Moskvu 4/5 reuter ntb — Miklir skógareldar hafa geisaðundan- farnar þrjár vikur á tveim svæðum nærri Bækalvatni i suðaustanverðri Siberiu. Tókst að hemja eldana á fyrra svæðinu en þá blossuðu þeir aftur upp 1.500 km vestar. Eftir þriggja vikna baráttu fleiri þúsund verkamanna og slökkviliðsmanna i nágrenni borgarinnar Tsjita austan við Bækalvatn geröi mikla snjókomu sem kæföi eldana. Reykjarkófið lagöi iðulega yfir borgina og á stundum var svo dimmt að kveikja þurfti götuljós, loka flug- vellinum og biiaumferð stöðv- aöist af sjálfu sér. En i dag blossuðu eldar upp að nýju i Krasnojarsk vestan viö Bækalvatn. Astæðan fyrir þessum eldum er sögð sú að sl. haust var óvenju þurrt, veturinn mjög snjólettur og sterkur vindur hefur rikt á svæðinu undanfarið. Alls höföu eldarnir lagt 40 þúsund hektara skóglendis i eyði hjá og hefur staða hennar aidrei verið lakari. Hún hefur fallið um þriðjung i verðgildi á rúmum þremur mánuðum. Tsjita áður en hægt var að slökkva þá. Gjaldeyrisspekúlantar kenna vaxandi likum á stjórnarþátttöku kommúnista að afstöðnum kosningum 20.—21. júni nk. einkum um gengishrunið en einnig hafa fréttir af slæmri stöðu landsins i viðskipta- og verðlags- málum sin áhrif. Samkvæmt upplýsingum itölsku hagstofunnar nam við- skiptahalli Italiu 358 miljónum sterlingspunda i marsmánuði sl. Það er rúmlega tvöfalt meira en á sama tima i fyrra. Verðbólgan i sama mánuði nam 4.6% á móti 3.1% i febrúar. Það bendir til þess að verðbólgan yfir árið verði á bilinu 18—20% en þessi tala gæti orðið enn hærri J árnbrautar- slys í Hollandi Schiedam, Hollandi 4/5 reuter — Arekstur milli hraðlestar- innar sem fylgir ánni Rln og Iltillar innansveitariestar nálægt Schidam I Hollandi kostaði 23 manns lifið, þám. mörg skólabörn, og miklu fleiri særðust. Rinarhraðlestin var að koma frá Norðursjónum með farþega af Ermasundferjum sem ætluðu tiilnnsbruck I Austurrlki, þegar hún ók inn i miðja sveitarlest sem flutti hundruð skólabarna og fólk á leið til vinnu. Ekki var fullljóst i dag hvað olli slysinu en samkvæmt reglum eiga hæggcngar iestir aö staðnæmastog biða.þegar hraðlestin fer þarna framhjá. Er talið að bilun i stöðvunar- kerfi hæggengu lestarinnar hafi valdiðnokkru um, auk þess sem hraðlestin var á eftir áætlun. Skógareldar í Síberíu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.