Þjóðviljinn - 05.05.1976, Síða 12

Þjóðviljinn - 05.05.1976, Síða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 5. mai 1976 Erlendar fréttir Það er enginn útgerðarskrekkur í fœreyingum Hið gamalþekkta útgerðar- fyrirtæki Kjölbro i Klakksvik i Færeyjum yfirtók saltfisk- togarann Skálaberg i s.l. mars- mánuði. og var kaupverðið 20 miljónir d.kr. Áður hafði Kjölbro átt togarann að hluta. Kjölbro á og gerir út aðra saltfisktogara, en þeir eru Sundaberg og Sjurda- berg, báðir smiðaðir i Álasundi i Noregi, 1971 og 1974. Þá hefur Kjölbro fest kaup á tveimur skut- togurum til viðbótar og er annar þeirra smiðaður i Póllandi. Þessu til viðbótar hefur svo þetta fær- eyska útgerðarfyrirtæki fest kaup á einum rækjutogara og stóru snurpunótaskipi. öll þessi skip verða afhent Kjölbro-fyrirtækinu á yfirstandandi ári og er kaup- verð allra fimm skipanna sagt véra 100 miljónir d.kr. Fleiri fœreyingar hyggja á skipakaup Þá var Ejler Jacobsen útgerðarmaður frá Þórshöfn i Noregi um mánaðamótin febrúar—mars til að semja þar um smiði á nýjum skuttogara fyrir 20 miljónir n.kr. Skipið á að innrétta þannig, að það geti hvort sem er stundað veiðar i salt eða is.Þá á togarinnaö hafa búnað til rækjuveiða og frystingar á rækju. Togarinn á að hafa lestarrými fyrir minnst 600 tonn af full- stöðnum saltfiski. Skipið verður með 2200 hestaila aðalvéi og i þvi á að vera pláss fyrir 37 manna skipshöfn. fiskimál ^eftir Jóhann J. E. Kúld,, Ný tegund af fiskeldisstöð reist í Bretlandi t Cheshire i Englandi er nú verið að ganga frá fiskeldisstöð, þar sem fiskur verður alinn i trefjaplastkerum, sem taka 30 rúmfet hvert. Það sem er nýtt og áður óþekkt við þessa fiskeldis- stöð er. að sama vatnið verður notað upp aftur og aftur i stöðinni og hreinsað á milli. Með þessu móti er ætlunin að reyna að losna við sjúkdómasmitun af völdum mengaðs vatns. F'yrsta fisk- tegundin, sem þarna verður tekin i eldi, verður regnbogasilungur, og segist framkvæmdastjórinn vona að geta verið kominn með fyrsta fiskinn á markað eftir ár. Ef allt gengur að óskum og sam- kvæmt áætlun, þá er meiningin siðar að reyna þarna að ala sjávarfiska. Japanir vilja komast í félag við ríki Suður-Ameríku um fiskveiðar og fiskiðnað Eftir þvi sem fræðiritið Fiskets Gang skýrir frá, þá hafa jap- anskar sendinefndir verið á ferðinni i vetur i Suður-Ameriku- rikjunum Argentinu og Uruguay, og viljað þar gera samninga um lélagsfiskveiðar og fiskiðnað. Ef að tilboðum japana verður gengið, þá verða fiskiskipin undir fána viðkomandi lands, en allt fjármagn til uppbyggingar skipar stóls og fiskiðjuvera leggja japanir fram. Ekki er ennþá vitað hvernig þessum umleitunum japana reiöir af i viðkomandi löndum. Vestur-þýskir verksmiðjutogarar á Vestur-Afríkumiðum Tveir af verksmiðjutogurum vestur-þjóðverja, „Freiburg” og „Tubingen” báðir smlðaðir árið 1966, voru 8. og 10. janúar í vetur sendir til veiða á Suður-Atlants- haf. Skip þessi.eru eign útgerðar- félagsins Nordsee. Þá lágu um mánaðamótin febrúar—mars fjórir verksmiðjutogarar félagsins i Bremerhaven, þar sem verið var að breyta þeim fyrir veiðar i hitabeltinu. Meðal breytinga ofan þilfars voru settar flotvörpurúllur á skipin. Til að byrja með er áætlað, að skipin verði i burtu i það minnsta i eitt ár. Samið hefur verið um aðstöðu fyrir skipin i Walvis Bay i Vestur- Afriku. Þar losa skipin afla sinn yfir i frystiskip, er flytur hann til Þýskalands. Þar er lika fyrir hendi aðstaða til viðgerða ef með þarf. Þá koma flugvélar frá Þýskalandi með sjómenn, þegar núverandi skipshafnir fara heim i fri. Fœreyingar farnir að flytja út eldisfisk Dansk Fiskeritidende segir frá þvi 19. febrúar s.l„ að færeyingar séu farnir að flytja regnboga1 silung á markað i Noregi, Sviþjóð, Danmörku og Englandi. Verðið, sem þeir hafa fengið fyrir fiskinn i þessum löndum. er frá 11,75 til 14,50 danskar kr. fyrir kg. Þetta verður i islenskum kr. sam- kvæmt gengi nálægt 329,00 til 406,00 fyrir kg. Fiskeldisstöð færeyinganna er i Skálabotni á Austureyju, en þar var þessi stöð byggð meö stuðningi færeyiskra yfirvalda fyrir fáum árum, eða 1973. Þarna kemur vatn upp úr jörðu, sem er 14—15 stiga heitt á celsius og er notað i eldisþrærnar. Á fyrsta ári, sem eldisstöðin starfaði flutti hún á markað 2000 fiska, en i ár er reiknað með aö framleiöslan nemi 80—100 tonnum. Selfangarar norðmanna hirða kjötið Þegar ég þekkti til selveiða i Norður-íshafi á vegum norð- manna, þá var aöeins hirt skinnið og spikið af selnum, en kjötið skilið eftir á isnum, og svo hefur verið fram á siðustu ár. Fyrir fáum árum byrjuðu svo selfang- arar frá Tromsö i Norður-Noregi að frysta kjötiö um borð og flytja það heim. Þar norður frá er nú selkjöt orðin eftirsótt vara, bæði meðai almennings og eins á hótelum. Nú þegar selveiðiskipin frá Sunnmæri lögðu út á {ýorður ishafið i byrjun marsmánaðar, þá voru þau útbúin þannig, að hægt er að hirða selkjötið og fyrsta það um borð. Þetta er i fyrsta ÚTBOÐ Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum i lagningu dreifikerfis i Njarðvík 1. áfanga. tJtboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja, Vesturbraut 10 A Keflavik (opið mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 9-12), og á verkfræði- stofunni Fjarhitun h.f. Álftamýri 9 Reykjavik gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tiiboðin verða opnuð á skrifstofu Hita- veitu Suðurnesja fimmtudaginn 20. mai kl. 14.00 Frá grunnskólum Kópavogs Innritun 6 ára barna, fæddra 1970, i for- skóladeildir grunnskólanna i Kópavogi næsta vetur fer fram i skólunum fimmtu- daginn 6. mai kl. 15-17. Einnig fer þá fram innritun eldri barna sem eiga að flytjast milli skóla og skólahverfa. Fræðsluskrifstofa Kópavogs Við tilraunastöð Háskólans i meinafræði, Keldum, er laus staða aðstoðarmanns við rannsóknarstörf (meinatæknis eða liffræðings). Upp- lýsingar i sima 17300. Saltfiskverkun i Færeyjum skiptið, sem gerðar hafa verið ráðstafanir til að nýta selkjötið á ishafsskipunum frá Vestur- Noregi. Norskum selföngurum hefur fækkað hin siðari ár. en skipin eru orðin mikið stærri en þau voru. Hagnýting á kjötinu er þvi ekki orðiö neitt vandamál lengur. Nýjustu selfangarar norðmanna eru smiðaðir úr stáli og ganga næst isbrjótum að styrkleika. Plötur i byrðing þeirra eru 2 1/2 sm á þykkt og lagðar á misvixl og rafsoðnar bæði að utan og innan- verðu. Þeir eru þéttbentari en önnur skip, og eru böndin fjaðr- andi, enda verða þessi skip oft fyrir þungum höggum i isnum án þess að á þeim sjái. Skreiðarútflutn- ingur norðmanna árið 1975 Skreiðarútflutningur norð- manna á s.l. ári varð 18.286 tonn og eru 12 markaðslönd tilgreind. Langstærsti kaupandi norskrar skreiðar var Nigeria með 12.412 tonn, en næst Italia með 3.442 tonn og Sviþjóð með 715 tonn. Aðrir markaðir voru með smáslatta. Verð á skreið i Nigeriu er nú mjög hátt. Er þvi búist við talsvert mikilli upphengingu á skreiö i Noregi á yfirstandandi vetrar- vertið, sérstaklega i aprilmánuði og fyrri hluta maimánaðar. Rússnesk-írönsk samvinna við Kaspíahaf Rússar taka að sér að byggja 3 stórar klak- og uppeldisstöðvar fyrir fisk við Kaspihaf fyrir íran. Vegna framburðar stórfljóta, sem renna út i Kaspihafið, hefur flatarmál þess minnkað á siðustu 45árunum úr 422 þús. fermilum i 371 þús. fermilur. Þessi minnkun hafsins veldur miklum áhyggjum, þar sem mörg bestu hrygningarsvæði hafsins eru komin á þurrt land. Auk minnkunar hafsins virðist framburður stórfljótanna Volgu, Kura og Sefid spilla lifsskilyrðum sumra fisktegunda i hafinu, sér- staklega þó styrjunnar, sem er eftirsóttasti fiskurinn. Sömu sögu er að segja um sérstakan sildar- stofn i hafinu, að framburður fljótanna verkar illa i lifsskilyrði hans. Árið 1936 var ársfiskafli, sem fékkst úr Kaspihafi, um 500 þús. tonn, og af þvi var 21.500 tonn stórstyrja. En árið 1956 var aflinn kominn niður i 461 þús. tonn, og af þeim afla var 15 þús. tonn stór styrja. Fram á siðustu ár hafa fiskveiðar frá íran verið mjög litlar i Kaspihafi, þvi styrjan var ekkert eftirsótt þar á markaði. En nú hafa iranir byrjað styrju veiðar og hefur ársafli þeirra numið 2000 tonnum. Úr þessum afla hafa þeir framleitt um 200 tonn af hinum dýra, eftirsótta styrjukaviar, sem svo að segja allur er fluttur úr landi, og að langstærstum hluta til Sovét- rikjanna. 4.4.1976. Y ísindastyrkir Atlantshafsbandalagsins 1976 Atlantshafsbandalagið leggur árlega fé af mörkum til að styrkja unga visindamenn til rannsóknastarfa eða fram- haldsnáms erlendis. Fjárhæö sú er á þessu ári hefur kom- ið i hlut Islendinga I framangreindu skyni, nemur um 2,2 miljónum króna, og mun henni verða varið til að styrkja menn, er lokið hafa kandidatsprófi I einhverri grein raun- visinda til framhaldsnáms eða rannsókna við erlendar visindastofnanir, einkum i aðildarrikjum Atlantshafs- bandalagsins. Umsóknum um styrki af fé þessu — „Nato Science Fellowships” — skalkomið til menntamálaráöuneytisins, Hverfisgötu 6 Reykjavik, fyrir 1. júnl n.k. Fylgja skulu staðfest afrit prófskirteina, svo og upplýsingar um starfs- feril. Þá skal og tekið fram hvers konar framhaldsnám eða rannsóknir umsækjandi ætlar að stunda, við hvaða stofnanir hann hyggst dvelja, svo og skal greina ráð- gerðan dvalartima. — Umsóknareyðublöð fást i ráðuneyt- inu. Menntamálaráðuneytiö. 29. april 1976. SKIPSTJORI Skipstjóri óskast á nýjan skuttogara, sem gerður verður út frá Húsavik. Skipið mun verða tilbúið til veiða i júli n.k. Upplýsing- ar gefur Tryggvi Finnsson, Húsavik, simi 96-41388 Og 96-41399.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.