Þjóðviljinn - 05.05.1976, Blaðsíða 11
Mibvikudagur 5. mai 1976 ÞJÓÐVILJINN. — SÍÐA 11
D[o)[?®feSflF 0 _
Kevin Keegan greip í
taumana á elleftu stundu
jöfnunarmark hans fimmtán mín.
fyrir leikslok kom Liverpool
á sporiö og meö 3:1 sigri tryggði
liöiö sér meistaratitilinn
Liverpool sigraði i keppninni
um enska meistaratitilinn meö
þvi aö vinna Úlfana i gærkvöldi
með þremur mörkum gegn einu.
011 mörk Englandsmeistaranna
komu á siðasta stundarfjórðungi
leiksins, en úlfarnir skoruðu sitt
eina mark strax á tólftu minútu.
og leiddu siðan með einu marki
þar til fimmtán min. voru til loka
leiksins. Þetta er i niunda sinn
sem Liverpool vinnur meistara-
titilinn.
Það var Kevin Keegan sem
kom Liverpool til bjargar á ell-
eftu stundu og mark hans hleypti
miklu fjöri i „Rauða herinn” svo-
kailaða. Hann skoraði á 76. min.
og félagi hans úr framlinunni,
John Toshack tók forystuna 2:1 á
85. min., þ.e. fimm min. fyrir
leikslok. Þegar svo aðeins ein
minúta var eftir gulltryggði Ray
Kennedy sigurinn og meistaratit-
illinn var i höfn eftir mikið erfiði
og hörku á endasprettinum.
Sigurinn þýddi eins stigs for-
skot Liverpool á lið Queens Park
Rangers, sem sýndi i vetur mik-
inn styrkleika þrátt fyrir smæð
félagsins. QPR hefur aldrei i
rúmlega niutiu ára sögu félagsins
■ unnið meistaratitilinn og hinir
hörkuduglegu leikmenn liðsins
urðu að láta sér nægja að sitja á
áhorfendabekkjum þegar úrslit
mótsins voru endanlega ráðin.
Úlfarnir féllu hins vegar niður i
2. deild og sigur i þessum leik
hefði ekki komið þeim að gagni,
Þaö var mark Kevin Keegan sem kom Liverpool á bragðið og i gærkvöldi hefur hann vafalaust fagnað
meira en á þessari mynd, þótt greinilega sé hann ekki hnugginn er hann þakkar félaga sinum fyrir skor-
að mark.
Páll Guðbjörnsson
Rvíkurmeistari í
30 km. skíðagöngu
Laugardaginn 1. mai sl. hélt
Skiðafélag Reykjavikur Reykja-
vikurmeistaramótið 1976 i 30 km
skiðagöngu. Göngustjóri var
Baldur Asgeirsson, brautarstjóri
Haraldur Pálsson. Logn var og 6
stiga hiti og annað slagið rigning.
Rásmark og endamark voru við
Borgarskálann og gengnir voru 4
hringir. Úrslit urðu þessi:
Reykjavikurmeistari 1976 varð
Páll Guðbjörnsson SR. timi 108,02
min.
Nr. 2. Jóhann Jakobsson, Hrönn
timi 111,00 mui.
Nr. 3. Guðmundur Sveinsson
SR.. timi 114.18 min.
Gestur mótsins var Halldór
Matthiasson frá Akureyri og var
timi Halldórs 98,23 min.
Utan keppni gekk Sigurður Sig-
urðsson, Hrönn og gekk hann á
139.46 min.
Eftir keppnina var verðlauna-
afhending i Borgarskálanum og
annaðist formaður Skiðafélags
Reykjavikur Jónas Asgeirsson
þessa úthlutun og þakkaði kepp-
endum fyrir mjög góða frammi-
stöðu.
þar eð næsta lið fyrir ofan þá,
Birmingham, gerði jafntefli i sin-
um fyrsta leik og hafði þar með
þriggja stiga forskot á úlfana.
Birmingham skoraði eitt mark
hjá Sheff.Utd. og það dugði þeim
til jafnteflis.
Þá léku einnig i gærkvöldi lið
manch. Utd. og Manch. City og
sigraði Utd. 2:0. Var það þó litil
sárabót fyrir áhangendur liðsins,
sem hafa horft á sina menn tapa j
bæði af meistaratitlinum og bik-
armeistaratitlinum á endaspretti
ensku knattspyrnuvertiðarinnar.
59 þúsund áhorfendur mættu á
heimavöll Manch.Utd., Old Traf-
ford, til þess að horfa á liðið leika
gegn City og sigra þar 2:0. Hinir
sauðtryggu en óróasömu áhang-
endur liðsins hafa þvi ekki gefið
sina menn upp á bátinn þrátt fyrir
dapurlegan endi. Óhætt er að full-
yrða að hefði Utd. unnið bæði
meistaratitil og bikarmeistara-
titil á þessu keppnistimabili. eins.
og lengi vel var möguleiki á, hefði
liðið unnið afrek, sem seint eða
aldrei yrði leikið eftir. Manch.
Utd. lék nefnilega I 2. deild i fyrra
og að nýliðar séu i 1. deild ,,tvö-
falt” i Englandi er nokkuð sem
seint mun koma fyrir.
—gs.P
18 ára piltur hljóp
lOOm. á 9,9 sek.
Sveitar-
glíma
íslands
Stjórn GLl hefur ákveðið að
Sveitaglima islands 1976 fari
fram á timabilinu 6. júni til 4. júli
nk. Tilkynningar um þátttöku
þurfa að hafa borist mótanefnd
fyrir 16. mai nk.
hann er 8. maðurinn sem nær
þessum tíma í lOOm. hlaupi
A frjálsfþróttamóti sem fram
fór I Lousiana i Bandarikjunuin
fyrir skömmu, hljóp 18 ára gam-
all piltur, Harvey Glance 100 m á
9,9 sekúndum og er hann 8. mað-
urinn í heiminum sem nær þess-
um tima á þessari vegalengd. i
fyrstu var haldið að hann hefði
sett nýtt heimsmet, 9,8 sek. en
þar reyndist um timaskekkju að
ræða. Glance hafði einu sinni
áður hlaupið 100 m á 9,9 sek. Það
var 3. aprfl sl. og er hann nú tal-
inn sigurstranglegastur allra
spretthlaupara á ólympiuleikun-
um i Montreal i sumar. Hann
hefur sýnt óvenju mikið öryggi i
vor og það að hiaupa 100 m tvi-
vegis með mánaöar miliibili á 9,9
sek segir sina sögu um það.
Ólympiumeistarinn sovéski
Borzov sagði i gær aðspurður, að
hann þættist viss um að aðal-
keppinautar sinir á ólympiuleik-
unum i sumar yrðu bandarikja-
menn og nefndi þá sérstaklega
Steve Williams, sem hefur hlaup-
ið 100 m á 9,9 sek, en þess má geta
að þótt Borzov hafi ekki náð betri
tima en 10,0 sek þá hefur hann
aldrei tapaö keppni fyrir þeim
sem hlaupið hafa á 9,9 sek.
KR lyftir sér
af botninum
meö því aö sigra Ármann
2:0 í Reykjavíkurmótinu
KR lyfti sér af botninum i
Reykjavikurmótinu meö þvi að
sigra Armann 2:0 i fyrrakvöld.
Þar með er KR komið með 3 stig,
eða einu stigi meira en Armann
og Þróttur sem nú eru neðst og
jöfn með 2 stig, Armann eftir 4
leiki en Þróttur eftir 3 leiki.
KR átti ekki I neinum erfiðleik-
um með að sigra Armann. Þeim
gekk þó ekki alltof vel að skora og
það var ekki fyrr en siðast I fyrri
hálfleik að þeim tókst að skora
fyrra markið. Siðara markið kom
svo snemma i siöari hálfleik, en
þrátt fyrir að KR-ingar legðu sig
alla fram til þess aö skora 3ja
markið og hljóta þar með auka-
stig tókst það ekki og þeir urðu að
láta sér 2:0 sigur nægja. Arni
Guðmundsson skoraði bæði mörk
KR-inga og lofar hann góðu ef
hugsað er til framtiðarinnar.
Staðan i Reykjavikurmótinu er
nú þessi:
Valur 4 3 0 1 10:2 8
Fram 4 2 11 9:4 6
Vikingur 3 12 0 7:2 5
KR 4 112 3:6 3
Þróttur 3 10 2 2:6 2
Armann 4 4 13 2:12 2
Valur á eftir að leika gegn Vik-
mgi og sigri Valur i þeim leik
hefur liöið tryggt sér Reykja-
vikurmeistaratitilinn, en tapi
Valurleiknum geta bæði Vikingur
og Fram blandað sér i baráttuna
um titilinn.
Meistaramótiö
í kraftlyftingum
mun fara fram laugardaginn
29. mai nk. i Laugardalshöll-
inni i Reykjavik.
Tilkynningar um þátttöku
þurfa að berast skriflega á-
samt þátttökugjaldi, sem er
kr. 500,00, til Brynjars Gunn-
arssonar, Torfufell 27,
Reykjavik, eigi siðar en 22.
mai nk.
Samkvæmt reglugerö um
keppni i lyftingum ber að
greiða þátttökugjaldið viö til-
kynningu.
Þar sem nokkur misbrestur
hefur verið á þvi aö und-
anförnu, að þessu ákvæði væri
fylgt, hcfur stjórn L.S.t. á-
kveðið að herða eftirlit með
þvi að reglunum sé fylgt, og
þvi munu þær þátttökutil-
kynningar, sem berast án
þátttökugjalds, eigi verða
teknar til greina.