Þjóðviljinn - 05.05.1976, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 05.05.1976, Blaðsíða 16
UOÐVIUINN Miðvikudagur 5. mai 1976 Enn minnkar afli breta á Islands- miðum á tímabilinu 9. feb. til 24. april minnkaði þorskafli breta um 3,400 tonn á Islandsmiðum Að sögn Helga Agústssonar fulltrúa i íslandsdeild norska sendiráðsins i London skýrði breska blaðið The Gardian frá þvi i gær að þorskafli bresku tog- aranna á íslandsmiðum á tima- bilinu 9. febrúar til 24. april sl. hafi verið 12.400 tonn en var á sama timabili árið áður 15.800, þannig að hann hafi minnkað um 3.400 lestir, þrátt fyrir miklu þyngri sókn i ár. A sama tima og breskt blað skýrir frá þessari staðreynd, skýrir Morgunblaðið frá þvi að þorskafli breta á íslandsmiðum hafi aukist mjög fyrri hluta þessa árs. Hefur Mbl. sem heimild breskar aflaskýrslur. Það vekur margar spurningar hver sé ástæðan fyrir slikum frétta- flutningi hjá Mbl. Engu er likara en blaðið vinni leynt og ljóst að þvi að færa landsmönnum rangar fréttir af afla breta og draga með þvi móti kjark úr fólki, þannig að auðveldara verði að plægja akurinn fyrir samninga við breta. Þetta er nefnilega ekki i fyrsta skiptið sem Mbl. leikur þennan ljóta leik. —S.dór Skemmdirnar á bresku herskipunum á Islandsmiðum: V iðgerðarkostn- aðurinn kominn í 700 milj. kr. mikið rœtt um landhelgismálið i breskum blöðum i gœr að sögn Helga Agústssonar íLondon — Allt i einu i gær, tóku bresku blöðin að skrifa mjög mikið aftur um landheglisdeiluna og m.a. var Times með frétt um málið á for- siðu i dag. Astæðan er auðvitað fyrst og fremst hótun bresku tog- araskipstjóranna um að sigla heim af Islandsmiðum, ef ekki verður orðið við kröfum þeirra um aukna flotavernd og allskonar tjónabætur sem þeir hafa sett fram. Nú funda útgerðarmenn með bresku rikisstjórninni um málið i dag en frétta af þeim fundi má ekki vænta fyrr en i kvöld,! sagði Helgi Agústsson, fulltrúi i! Islands-deild norska sendiráðsinsj i London er Þjóðviijinn ræddi við hann i gær. Helgi sagði að öll helstu blöð Bretlands hefðu fjallað um máiið i gær. Þau ræddu öll um hugsan- lega heimsiglingu, fundinn sem verður i dag og klippinguna á Boston Gestrel um siöustu helgi. Daily Express ræöir m.a. um herskipaflotastærð breta um þessar mundir i þessu sambandi, sagöi Helgi. Segir blaðið að frei- gátur breta séu nú 71. Þar af hafa 19 þeirra verið á Islandsmiðum, togurunum til verndar. Niu þeirra hafa orðið fyrir skemmd- um og nemur viðgerðar- kostnaðurinn á þeim, að sögn Framhald á bls. 14. ' * Þó að kalt væri I veðri i gær var sumarsvipur yfir höfuðstað landsins. Þessi ungi listamaður notaði sólskinið til þess að teikna á blað með malbikið eitt að undirlagi. Mynd EK. Kvikmyndagerðar- menn með samninga við við sjónvarpið: Oánægðir með úthlutun styrkja Kvikmyndagerðarmenn hafa nú samið við sjónvarpið og gilda samningarnir til áramóta. Samn- ingar hafa ekki verið i gildi milli rikisútvarpsins og FK siðan 1970. A aðalfundi FK sem haldinn var fyrir skömmu var félaginu kosin ný stjórn. Sigurður Sverrir Páls- son er formaður, Hinrik Bjarna- son, ritari og Erlendur Sveinsson, gjaldkeri. A aðalfundinum var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Fundur í Félagi kvikmynda- gerðarmanna, haldinn 30. april, 1976, lýsir áhyggjum sinum yfir þeim hætti, sem verið hefur á út- hlutun styrkja til kvikmynda- gerðar úr Menningarsjóði. Fund- urinn telur, að miðað við núver- andi stöðu islenskrar kvikmynda- gerðar og þess f jár, sem til henn- ar er veitt af opinberum aðilum, berifyrstum sinn að vinna mark- visst að uppbyggingu smámynda- gerðar innan listgreinarinnar, þar eð markaði, aðstöðu og til- Framhald á bls. 14. sagði Guðmundur J. Guðmundsson formaður Verkamannasambands r Islands um hœkkanafrumvarp ríkisstjórnarinnar — Það liggur i augum uppi að verkalýðshreyfingin mun svara á viðeigandi hátt þessari nýjustu árás rikisstjórnarinnar á lifskjör fólks og nú duga engin pappirs- mótmæli og við munum athuga okkar gang með tilliti til þess, sagði Guðrúundur J. Guðmunds- son formaður Verkamannasam- bands Islands er við ræddum við hann i gær og spurðum hann um viðbrögð verkalýðshreyfingar- innar við hækkunarfrumvarpi þvi sem rikisstjórnin hefur lagt fram á alþingi. — Að minu áliti er það mjög at- hyglisvert, að það er beðið með að leggja þetta frumvarp fram, framyfir 1. mai og þar á of- an bætist, að rikisstjórnin fæst ekki til að viðurkenna að hér sé um fullkomna björg- unaraðgerð að ræða og gefa þannig i skyn að meira sé i vændum. Það liggur þvi i loftinu að hér er um fyrstu aðgerð að ræða. Og komist rikisstjórnin upp með þetta, verður allur kaup- máttur launa i rjúkandi rúst i lok þessa árs. —- Ég dreg ekki i efa að gengið verði áfram látið siga og siðan má vænta innan tveggja mánaða eða svo enn nýrra ráðstafanna. Það sjá þvi allir að verkalýðs- hreyfingin getur ekki tekið þessu mótaðgerðalaust. Enda er nú svo komið að hæggerðasta fólk, sem oftast vill fara varlega að öllum hlutum, er nú orðið standandi bit, hvað þá hinir sem harðari eru af sér. Það er mikil reiði rikjandi hjá fólki úti rikisstjórnina. — Forsætisráðherra er varla búinn að sleppa þvi útúr sér i f jöl- miðlum að búast megi við hægari verðbólguvexti siðari hiuta árs- ins, þegar hann slengir þessu nýja frumvarpi framan i þjóðina. Siðan kemur fjármálaráðherrann i sjónvarp og segir að vandamálin séu miklu dýpri og alvarlegri, sem ekki verði leyst með þessu, — hvað þýðir það? Auðvitað nýjar aðgerðir innan skamms. Halda menn svo að verkalýðshreyfingin taki þessu öllu með jafnaðargeði? Ég segi nei og ég á von á þvi að undir það taki margir. — Ég á von á þvi að næstu daga muni verkalýðshreyfingin kalla saman ráðstefnu um þetta mál og eflaust verður einnig mikið um fundarhöld hjá einstökum verka- lýðsfélögum, sagði Guðmundur J. Guðmundsson að lokum. „ BSRB og skattahœkkanirnar Nær að fresta fé til stórframkvæmdanna • Járnblendi 975 milj. kr. oKrafla 2.865 milj. kr. • Brú á Borgarfjörð 390 milj. kr. Svofelld ályktun var einróma samþykkt á fundi stjórnar B.S.R.B. „Stjórn Bandalags starfs- manna rikis og bæja hefur fjallað um frumvarp til laga um fjáröfl- un til landhelgisgæslu og fisk- verndar, rfkisfjármál og fjár- mögnun orkuframkvæmda sveitarfélaga. Stjórn bandalagsins er sam- mála stjórnvöldum um, að verja verði fjármagni til landhelgis- gæslu, eftir þvi, sem á þarf að halda við núverandi aðstæður. Hins vegar mótmælir stjórn B.S.R.B. þvi harðlega, að fjár til landhelgisgæslu eða annarra út- gjalda rikisins á þessu ári, sé afl- að með auknum álögum á al- menning. Nú er svo komið fjármálum þjóðarinnar, að aðeins ein leið er fær i þessu máli að dómi stjórnar B.S.R.B., að frestað verði á þessu ári tilteknum framkvæmdum, og fjármunir i þess stað látnir ganga til landhelgisgæslu og fiskvernd- ar, eftir þvi sem þörf er á. Stjórn B.S.R.B. vekur athygli á, að á yfirstandandi ári er gert ráð fyrir fjáröflun til: 1. Járnblendiverksmiðju á Grundartanga 975 miij. kr. sem litlar eða engar likur eru fyrir að nota þurfi á árinu 1976. 2. Vegna Kröfluvirkjunar a. stöðvarhús 1.694 milj. b. borholur 600milj. c. linulagnir 571milj. Samtals 2.865 milj. 3. Vegna brúar yfir Borgarfjörð 390 milj. Bandaiagsstjórnin bendir á framangreindar framkvæmdir, sem mögulegt væri að fresta á þessu ári. Hins vegar hefur stjórnin ekki fyrirvaralltiö að- stöðu til að leggja fram fullmót- aðar og rökstuddar tillögur i þessum efnum. Með frestun framkvæmda ynn- ist það tvennt að auðvelda öflun fjármagns til landhelgisgæsiunn- ar og losa þjóðina við auknar álögur, sem heimilin þola ekki. Það er kominn timi til, að rik- isstjórn og Alþingi sýni sama kjark og einstaklingar verða að hafa og taki ákvörðun um, að ekki sé varið meiri fjármunum til eyðslu og framkvæmda en unnt er að standa undir án yfirvofandi gjaldþrots. Fari svo, að Alþingi taki þá ákvörðun að auka álögur á heim- ilinu og magna verðbólgu, er það eindregin krafa B.S.R.B., að vörugjaldið verði reiknað með i visitölu til kaupgjaldsbreytinga skv. nýgerðum kjarasamningum. Stjórn B.S.R.B. mótmælir þvi, að gerðum kjarasamningum verði þannig enn rift með löggjöf. Slik- ar aðgerðir hljóta að skapa full- komið vantraust og gera samn- ingsgerð alla erfiða i framtiðinni. Sömuleiðis verði bannað að bæta verslunarálagningu við væntan- legt vörugjald.” Hafna kröfum útgerðarmanna um 1OO mílna fiskveiðilögsögu Brussel 4/6 ntb — A utanrikis- ráðherrafundi Efnahagsbanda- lags Evrópu, sem stendur yfir i Brussel, skýrði Roy Hattersley aðstoðarutanrikisráðherra breta frá þvi i dag að bretar vildu koma upp fiskveiðilögsögu allt að 50 milum, þar sem einungis bresk skip fái að veiða. Bretar hafa lengi verið mjög tviráða á vettvangi EBE með hvað þeir raunverulega ætla sér i landhelgismálum. Hefur það staðið bandalaginu mjög fyrir þrifum þvi meðan bretar tvistiga getur bandalagið ekki mótað neina heildarstefnu i landhelgis- málum. , Hattersley sagði að á einstaka svæðum gætu bretar fallist á minni lögsögu en 50 milur, en þeir mundu aldrei hleypa neinum inn fyrir 12 milur. Hvatti hann tii þess að samþykktir um lögsögu og veiðikvóta yrðu gerðar hið fyrsta og visaði til þess að Ford Banda- rikjaforseti hefði þegar undir- ritað lög um útfærslu bandarisku lögsögunnar i 200 milur. Hattersleý sagði einnig að breskir útgerðarmenn vildu að Framhald á bls. 14.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.