Þjóðviljinn - 05.05.1976, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 05.05.1976, Qupperneq 5
Mi&vikudagur 5. mai 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 I * i I Sffj? wmm Portúgal •^^mt^mmmm^mmm^mm eftir þing- kosningarnar: A yfirboröinu uröu portúgölsku kosningarnar sveifla til hægri, þó mun minni en spáð hafði verið. i rauninni er vafasamt, að um nokkra slika fylgis- sveiflu hafi verið að ræða. Þeg- ar kosið var til stjórnlagaþings- ins i fyrra voru ihaldsöflin enn- þá skelkuð eftir fall Caetano- stjórnarinnar, og aðalflokkur þeirra, miðdemókratar, hafði sig þvi ekki nema takmarkað i frammi. Mikill hluti ihalds- samra portúgalskra kjósenda mun þvi hafa kosið milliflokk- inn. Nú er öldin önnur, hægriöfl- in liafa sterka aðstöðu á ný. t mörgum norðurhéraðanna, þar sem kaþólskt klerkavald er enn i algleymingi og mikill þorri fólks nánast miðaldamenn i hugsunarhætti, má raunar heita að fasisminn liafi verið inn- leiddur á nýjan lcik. Starfsemi kommúnista og annarra rót- tækra vinstriflokka er þar bönn- uð i raun. skrifstofur kommún- ista i flestum horgum og bæjum liafa verið eyðilagðar og fólk, sem lætur vinstriskoöanir i ljós Kosningaplaköt limd upp i Lissabon. forsetakosningarnar (ef hún hjarir þá svo lengi). Sósialista- flokkurinn og Kommúnista- flokkurinn hafa þingmeirihluta samanlagt,en af hálfu þess fyrr- nefnda kemur ekki til greina að þeir myndi stjórn saman. Til þess er óvildin milli flokkanna of mikil eftir harða keppni þeirra á milli siðan stjórnar- byltingin var gerð.og ennfremur mun Soares sjá fram á fylgistap úr hægri armi flokksins, ef hann myndaði stjórn með kommún- istum. öflugustu Nató-rikin, Bandarikin og Vestur-Þýska- land, myndu lika bregðast mjög illa við stjórnarþátttöku kommúnista og liklega refsa Portúgal fyrir slikt með efna- hagslegum þvingunum — að minnsta kosti. Hinsvegar er Soares engu siður á verði gegn hægrisveiflunni og vill ekki mynda stjórn með alþýðudemó- krötum og þaðan af siður mið- demókrötum. Soares hefur sagt að hann stefni að myndun minnihlutastjórnar Sósialista- flokksins með stuðningi vissra óháðra aðila, og kvað eiga þar einna helst við miðjumenn og vinstrisinna meðal her- foringjanna. Framtið slikrar minnihlutastjórnar virðist all- mjög óviss. Drepið hefur verið á möguleikanná samsteypustjórn alþýðudemókrata og miðdemó- krata en sú stjórn yrði einnig i minnihluta á þingi og myndi varla standast deginum lengur. Óvissa um stjórnar- myndun og ótti við valdarán opinberlega, er i Iffshættu af völdum hægrisinnaðs skrils, seni venjulega nýtur verndar hersins og lögrcglunnar á sva'ðinu. Enda fór það svo i þing- kosningunum þann 25. april s.l. að miðdemókratar meira en tvöfölduðu fylgi sitt, og mest var fylgisaukningin einmitt þar sem flokkurinn var sterkastur fyrir i norðurhéruöunum. Hætt er við að sá sigur boði ekkert gott fyrir þá þróun i átt til lýð- ræðis og sósialisma, sem hófst i Portúgal með stjórnarbyltingu vinstrimanna i hernum fyrir tveimur árum. Miðdemókratar hafa oft verið sakaðir um að vera dulbúinn — og raunar illa það lasistaflokkur. Það segir sig raunar sjálft, að ekki hafa allir áhangendur einræðis- st jórnarinnar gömlu, sem drottnað hafði i landinu i hálfa öld. gufað upp á einum tveimur árum. Einhversstaðar hljóta vondir að vera. Og nýlega hafði vesturþýski blaðamaðurinn Oíinter Wallraff það upp úr portúgölskum hægriöfgamönn- um - þar á meðal Spinola hers- höfðingja —■ að Freitas do Amaral, aðalleiðtogi mið- demókrata, og fleiri framá- menn þess flokks ættu hlut að samsa'ri ha'grimanna um að ræna völdum i landinu fyrir for- setakosninganar, sem fram eiga að fara i júm. Sósialistaf lokkurinn Aðalsigurvegari kosninganna verður þrátt fyrir allt að teljast Sósialistaflokkurinn. Að visu tapaöi hann litillega frá þvi siðast, en það má kallst vel sloppið miðað við það að um þetta leyti i fyrra var flokkurinn nýr af nálinni, næsta sundurleit- ur og erfitt að sjá hvers af hon- um gæti verið að vænta. Núorðið hefur flokkurihn fengið á sig öllu meiri festubrag. Mario Soares, leiðtogi hans, skil- greinir Sósialistaflokkinn svo að hann sé ,,ekki marxiskur, en markaður af marxiskum áhrif- um.” Ennfremur hefur Soares margtekið fram að flokkur hans sé ekki sósialdemókratiskur og að sóialdemókratiskt stjórnar- far (velferðarkapitalismi eins og hann þekkist i Norður- Evrópu) sé óframkvæmanlegt i Portúgal. Samt, segir Soares, eru portúgalskir sósialistar hugmyndalega i nánum tengsl- um við sósialdemókratiska flokka, ekki sist flokk Olofs Palme i Sviþjóð. Þetta kann mörgum að þykja nokkuð þoku- kennd afstaða og er það lika. en engu að siður er ljóst að með þessu er Soares að leggja áherslu á, að flokkur hans sé lengra til vinstri en krataílokk- ar Norður-Evrópu og að hann vilji þróa Portúgal i átt til sósialisma. Landf ræöileg skipting Kosningarnar urðu að sumu leyti til þess að marka skýrari linur i stjórnmálunum, en það kann að visu að reynast tviræð blessun. Sem fyrr er getið vann ihaldið mest á i norðurhéruðun- um. þar sem það var sterkast fyrir. Kommúnistaflokkur Portúgals, sem bætti við sig nokkru fylgi frá þvi i fyrra, styrkti einkum aðstöðu sina i Alentejo-héruðunum Suður frá, sem alla tið hafa verið eitt sterkasta vigi hans. Landfræði- legur klofningur Portúgals eftir st jórnmálaskoðunum færist sem sagt i vöxt. Svörtustu norðurhéruðin hafa orðið enn svartari og rauðustu suður- héruðin enn rauðari. Hverjir mynda stjórn? Hinar hörðu pólitisku and- stæður geta lika gert að verkum að erfitt veröi að mynda nýja rikisstjórn, þegar núverandi bráðabirgðastjórn fer frá eftir Forsetakosningar Ekki voru portúgalar ryrr snúnir frá kjörborðinu en þeir fóru að bollaleggja um forseta- kosningarnar, sem fram eiga að fara eftir tvo mánuði, en þær verða að likindum engu siðra hitamál en þingkosningarnar. Meðal kandidata, sem nefndir hala verið af hægri vængnum, eru menn eins og hers- höfðingjarnir Ramalho Eanes, yfirhershöfðingi Portúgals, og Pires Veloso. herstjóri i norður- héruðunum. Samkvæmt upp- ljóstrunum Wallraffs eiga þeir báðir hlut að valdaránsbruggi ha'grimanna. Ollu óljósara virðist um það. Iner fari fram af hállu vinstrisinna. Núverandi forsætisráðherra Pinheiro de Azevedo helur verið nelndur. en hann er sagður hlynntur alþýðu- demókrötum og þvi ha'pið að kjósendur Sósialistallokksins og Kommúnistaflokksins sætti sig við hann. Giskað hefur verið a að Soares sjáll'ur kunni að gela kost á sér. eða þá einhver annar framarlega i hans llokki. Nú verandi lorseti Costa Gomes hefur afsagt að gefa kost á sér og borið við þreytu eftir óróa- sama forsetatið, en liklegt er að margir myndu lallast á hann sem mnlarniðlunarlausn. ef hann skyldi eftir allt saman yfirvinna þreytuna og skipta um ákvörðun. Portúgalskur Allende? Og á bak við allar þessar bollaleggingar um nýja þing- ræðisstjórn og forseta býr óttinn við valdarán hægrimanna - valdarán ásamt með fjölda- morðum á vinstrisinnum i stil við kúppið i Chile, sem Spinola og stuðningsmenn hans hafa lýst yfir að þeir stefni að fyrir forsetakosningarnar. Vafi getur leikið á þvi að ihaldsöflin þori að hrinda þeim fyrirætlunum sin- um i Iramkvæmd, en um hugarfarið þarf enginn að efast. Aðeins tveimur dögum eftir þingkosningarnar sagði Freitas do Amarai, foringi miðdemó- krata um Soares að hann ætti að vara sig ef hann ætlaði ekki að enda sem „porlúgalskur Salva- dor Allende. -dþ Vélstjóri Orkustofnun óskar að ráða vélstjóra með full réttindi og sveinspróf til starfa við jarðbor. Skriflegar umsóknir sendist Orkiistofnun, Laugavegi 116 Reykjavik fyrir 10. mai nk. Orkustofnun íbúðalánas j óður Selt j arnarness Auglýst eru til umsóknar lán úr íbúða- lánasjóði Seltjarnarness. Umsóknir skulu sendast bæjarskrifstofu fyrir 1. júni n.k. Umsóknareyðublöð fást á bæjarskrif- stofunni. Bæjarstjórinn Seltjarnarnesi LAUSAR STÖÐUR Tvær lektorsstöður við Kennaraháskóla íslands eru lausar til umsóknar, önnur i stærðfræði, en hin i sögu, og er áhersla lögð á góða þekkingu i sögu Islands. Laun skv. launakerfi starfsmanna rikisins. Auk fræðilegrar hæfni i viðkomandi kennslugreinum er lögð áhersla á starfsreynslu umsækjenda og þekkingu i kennslufræði greinanna. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf, sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 1. júni n.k. Menntamálaráðuneytið, 30. april 1976 LAUSAR STÖÐUR Tvær dósentsstöður, önnur i efnafræði og hin i véla- og skipaverkfræði, við verkfræði- og raunvisindadeild Háskóla tslands eru lausar til umsóknar. Laun skv. launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknarfrestur er til 1. júni n.k. Umsækjendur um dósentsstöður þessar skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf þau er þeir hafa unnið, ritsmiðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Umsóknum skal skilað til menntamálaráðu- neytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik. Menntamálaráðuneytið, 30. júni 1976 LAUSAR STÖÐUR Sjávarútvegsráðuneytið óskar að ráða 2 stúlkur til skrifstofustarfa i 4 mánuði frá l. júni eða fyrr. Góð vélritunarkunnátta áskilin. IFnsóknir ásamt upplýsingum um i ænntun og fyrri störf sendist ráðu- i eytinu fyrir 14. mai n.k. Sjávarútvegsráðuneytið 4. mai 1976. ^ff^Blómabúðin MÍRA Suðurveri við Stigahlið 45—47, simi 82430 Miðbæ við Háaleitisbraut simi 83590 Blóm og gjafavörur i úrvali -------------------------------------------------------- Ctför eiginkonu minnar, Rúnhildar Danielsdóttur. fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 5. mai kl. 15. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Baldvin Þórðarson.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.