Þjóðviljinn - 05.05.1976, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.05.1976, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 5. mai 1976 DJÓÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Ctgefandi: Útgáfufclag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Kitstjórar: Kjartan óiafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón með sunnudagsblaði: Arni Bergmann Ritstjórn, afgrciðsla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur) Prcntun: Blaðaprent h.f. KLOFNIN GSHÓTUN 1. mai, á hátiðis- og baráttudegi verka- lýðsins birti Morgunblaðið grein eftir Pétur Sigurðsson alþingismann. Þar hefur hann i hótunum um að kljúfa verkalýðs- samtökin, að sjá til þess að þau verkalýðs- samtök sem ihaldsmenn hafa enn forustu i hætti að borga skatta til Alþýðusambands íslands. Þessar endemiskveðjur Péturs Sigurðssonar eru sprottnar af sárindum ihaldsleiðtoganna vegna niðurstöðunnar i fulltrúaráði verkalýðsfélaganna i Reykja- vik 1. mai. I fulltrúaráði þessu hafa ÁMINNING Sama daginn og Pétur Sigurðsson verkalýðsleiðtogi og þingmaður ihaldsins sendi klofningshótanir sinar út i tugum þúsunda eintaka Morgunblaðsins sátu flokksmenn hans önnum kafnir við að semja frumvarp um skattaálögur á almenning. Þannig nýttu samherjar Péturs Sigurðssonar og Guðmundar H. Garðarssonar hátiðis- og baráttudag verkalýðsins. Niðurstaðan af helgidagavinnu ráðherr- anna birtist svo almenningi á mánudag. Þar er gert ráð fyrir miljarða króna auk- inni skattlagningu og ósvifinni árás á gerða kjarasamninga. í skattahækkunar- frumvarpi rikisstjórnarinnar er gert ráð fyrir 1.608 milj. kr. hækkun vörugjalds, það á að verða 18% allt árið, i stað þess að til stóð að fella það niður á siðasta hluta ársins, en það er nú 10%. Þetta vörugjald er ranglát skattheimta þvi að hún kemur af sama þunga niður á öllum láglauna- Alþýðuflokksmenn og Sjálfstæðismenn verið eins og óaðskiljanlegir hlutir um áraraðir — þar til nú. Þjóðviljinn fagnar þvi að þarna hafa myndast augljós skil á milli, enda eiga þessir aðilar að sjálfsögðu ekki neina samleið nú fremur en endra- nær. En árásir Péturs Sigurðssonar eru fyrst og fremst visbending til félagsmanna i verslunarmannafélagi Reykjavikur og Sjómannafélagi Reykjavikur um nauðsyn sem hálaunamönnum. 1 annan stað gerir frumvarp rikisstjórnarinnar ráð fyrir verulegum hækkunum til vegamála, og loks ætlar rikissjóður að auka tekjur sinar með þvi að setja nýjar reglur um notkun persónuafsláttar við útsvarsálagningu. Verkalýðshreyfingin, og stjórnarand- stöðuflokkarnir hafa lýst andstöðu sinni við skattahækkanir og við árás á kjara- samningana. En þar sem hluti af þessari tekjuöflun fyrir rikissjóð er ætlaður til landhelgisgæslunnar og fiskileitar hafa þessir aðilar lýst skilningi á þeirri fjárþörf en fráleitt er að ætla að taka það fjármagn af almenningi með þeim hætti sem gert er ráð fyrir i frumvörpum rikisstjórnar- innar. Þjóðviljinn telur að nauðsynlegt sé að treysta f járhag landhelgisgæslunnar og að rikisstjórnin hefði átt að halda þeim vanda alveg sér, en ekki að rugla þeim vandamálum saman við ráðleysi rikis- þess að breyta til um forystu i þessum samtökum. Félagar i verslunarmanna- félaginu og sjómannafélaginu eiga stéttar- lega samstöðu með öðrum verkalýð þessa lands, en ekki með afturhaldsöflunum i Sjálfstæðisflokknum og núverandi rikis- stjórn. Það er þvi nauðsynlegt að Alþýðu- bandalagsmenn og Alþýðuflokksmenn i verkalýðsfélögum þessum taki höndum saman til þess að hnekkja þar forræði ihaldsmanna. fjármálanna i heild eins og gert er i frum- varpi rikisstjórnarinnar. Fjármagns til landhelgisgæslunnar hefði átt að afla með skattlagningu á þá aðila sem nú sleppa alveg við skatta eða nær alveg, en þar er átt við atvinnureksturinn i landinu. Þá mætti hugsa sér að afla fjármagns til landhelgisgæslunnar með þvi að skatt- leggja innflutning frá Bretlandi og má segja að slikt væri á margan hátt eðli- legasta skattlagningin á þessu stigi málsins. Skattafrumvarp riksistjórnarinnar er ein héimildin um nauðsyn þess að verka- lýðurinn þjappi sér saman á stjórnmála- vettvangi gegn árásum fjandsamlegrar rikisstjórnar og auðstéttanna. Skatta- frumvarpið er áminning um þessa nauðsyn alveg á sama hátt og ræður þær sem fluttar voru 1. mai viðsvegar um landið. —s. Fulltrúi „Kommúnistaflokks Bretlands”, (.?) f Reykjavlk I. mal. Maóistar villa á sér heimildir 1 hugum sósialista leikur ljómi um nafn Kommúnista- flokks íslands ,,In memoriam”, enda „var það eitt sinn frægur flokkur”. Það var þvi ekki ann- að en við mátti búast þegar Kommúnistasamtökin marx- ist-leninistarnir tóku upp þetta gamla flokksheiti, að þeir reyndu að færa sér frægöar- ljómann i' nyt. Nú skulu menn taka vel eftir þvi að eftir nafn- breytingu maóista heita þeir nú Kommúnistaflokkur fslands marxistarnir-lenínistarnir (skammstafað m-1). Við þvi er ekkert að segja þótt þessum m.l. viðauka sé ekki skeytt við flokksheitið i hvert sinn sem það er nefnt hérlendis á opinberum vettvangi. Annar „flokkur” með llku heíti er hvort eð er ekki til eins og stendur og þvi er ekki hætta á misskilningi. Það er hinsvegar gróf fölsun þegar maóistar auglýsa það I útvarpi og láta hafa eftir sér i útvarps- og sjónvarpsfréttum að fulltrúi frá Kommúnista- flokki Bretlands ávarpi l.-mai samkomuþeirra.Hérvarum aö ræða fulltrúa frá breskum maó- istum, en þeir nefna sig nú Kommúnistaflokkur Bretlands m-1. Og eins og áður er það „m-1” sem breskir maóistar hafa tekið upp sem vörumerki til aðgreiningar frá hinum eina og sanna Kommúnistaflokki Bretlands.sem erenginný bóla. Maóistar á íslandi, sem nú hafa aö dæmi annarra maóista- samtaka i Vestur-Evrópu, byrj- að að kalla sig Kommúnista- flokk, ættu ekki að villa á sér heimildir með þvi að skreyta sig lánuöum fjöðrum. Það verður þeim skammgóður vermir. Lausn Gylfa Nýsköpunar stjórn t viðtali við Visi i gær segir Gylfi Þ. Gislason að s vo langt sé siðan að nýsköpunarstjórn hafi verið reynd I landinu að timi sé til kominn að slik stjórnarsam- steypa fái að reyna sig. Og svo öruggur er Gylfi um að löngun annarra i ráðherrastóla sé eins mikil oghans,að hann segist„að sjálfsögðu gera ráð fyrir að eng- in breyting yrði á meginstefn- unni 1 utanrikismálum.” Hvaðj skyldu hans eigin flokksmenn, ungir jafnaðarmenn og Björn Jónsson segja um þetta atriði. Annars lýsir Gylfi skoðun sinni og rökstyður á eftirfarandi hátt: ,,Ég skal ekki skorast undan að láta i ljós persónulega skoðun ■ mina sem svar við spurningu VIsis. Hún er sú, að nýsköpun- arstjórn, þ.e. samsteypustjóm Sjálfstæðisflokks, Alþýöu- bandalags og Alþýðuflokks með beinni eða óbeinni aðild Sam- takanna væri færari um að leysa þann mikla efnahags- vanda, sem nú steðjar að þjóð- inni en núverandi ríkisstjórn,” „rök sin væru þau, að Alþýðu- bandalagið, Alþýðuflokkurinn og Samtökin væru sameiginlega langsterkasta aflið I launþega- samtökunum, þannig að sam- vinna ætti að geta tekist varð- andi mál launþega. Sjálfstæðis- flokkurinn hefði nánust tengsl flokkanna við vinnuveitendur. Enán þess aðsamvinna tækist á stjórnmálasviðinu milli laun- þega og vinnuveitenda varðandi stefnuna I launamálum, verð- lagsmálum og fjárfestingar- málum yrðu núverandi vanda- mál ekki leyst.” Samningameist- arar viðreisnar, jarðstöðin og Stóranorrœna Flestir tæknimenn, verkfræð- ingar Pósts og sima, Verkfræð- ingafélagið, starfsfólk útvarps og sjónvarps og áhugamenn um fjarskipti eru sammála um það, að það væri stórt skref afturá- bak að samþykkja þá ráðagerð „Stóra norræna simafélagsins”, að leggja nýjan sæstreng milli íslands og Evrópu. t stað úrelts sæstrengs sem „Stóra Nor- ræna” hyggst gjörnýta með þvi að nota sér einokunarsamning- inn við okkur, vilja menn jarð- stöð, sem getur þjónað marg- vislegum tilgangi og annast ýmsa þjónustu nýja af nálinni. Menn vilja opna möguleika i fjarskiptum en ekki loka þeim. Jarðstöðin yrði litlu dýrari en jarðstrengurinn og áreiðanlega hagkvæmari til lengdar, enda „Stóra Norræna” uppvistað þvi aö okra á okkur. En Halldór E. Sigurðsson samgönguráðherra vill ekki rjúfa samninga við Stóra Nor- ræna sem gilda eiga til 1985. Það eru mikil undur þegar Halldór E. er farinn að virða nauð- ungarsamninga af þessu tagi. Er það ekki rétt munað að hann hafi staðið að þvi með ýmsum öðrum góðum mönnum að brjóta á bak aftur nauðungar- samningana við breta, sem við- reisnarstjórnin gerði 1961. Það voru þó samningar milli rikis- stjórna, ekki við auðhring eins og i þessu tilfelli. Annars er það eftirtektarvert hvilikur samningahugur var i viðreisnarherrunum upp úr 1960. Þeir gerðu samninginn við breta og afsöluðu sér valdi til þess að ákveða frekari útfærslu til Alþjóðadómstólsins i Haag. Þeir gerðu samning við Stóra Norræna um einkaleyfi á fjar- skiptum til 25 ára. Skömmu sið- ar sömdu þeir um að selja Al- verinu og ISAL raforku undir kostnaðarverði til 25 ára. Þá átti aðafsala sérhluta rikisvaldsins I hendur Efnahagsbandalaginu, þá átti allt að vera i anda fri- verslunar og EFTA, og byggja 20 álverksmiðjur með „frjáls- um fjármagnshreyfingum: Þá voru þeir timar þegar Gylfi Þ. sagði einu sinni I ræðu: „Besta leiðin til þess að varðveita sjálf- stæði sitt er að glata þvi.” Við búum enn að þeim samn- ingaglapræðum, sem viðreisn- arstjórnin gerðist sek um á þessum tima. Reynslan hefur sýnt að sumir þessara samn- inga ganga svo I berhögg við hagsmuni islendinga, að ekki er hægt að láta þá binda hendur sinar i áratugi. Það gildir einnig um samninginn við Stóra Nor- ræna. —ekh.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.