Þjóðviljinn - 05.05.1976, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 05.05.1976, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 5. mai 1S76 Tillaga Stefáns Jónssonar á alþingi: Enginn fái hærra kaup tvöföld verkamannslaun A fundi efri deildar alþingis s.I. miðvikudag mæiti Stefán Jóns- son aiþingismaður fyrir þings- ályktunartillögu, sem hann flytur um hámarkslaun. Efni tillögunnar er að skora á rikisstjórnina að láta undirbúa löggjöf þar sem kveðið verði á um, að ekki megi greiða hærri laun hér á iandi fyrir 40 stunda vinnuviku en sem svarar tvöföld- um launum verkamanna fyrir þann vinnutima. Tillagan i heild er á þessa leið: „Alþingi skorar á rikisstjórnina að láta undirbúa löggjöf um há- markslaun, þar sem kveðið verði á um, að ekki megi greiöa hærri laun hér á landi en sem samsvar- ar tvöföldum vinnulaunum verkamanns miðað viö 40 stunda vinnuviku. Jafnframt verði loku fyrir það skotið, að einstaklingar gegni nema einu fastlaunuðu starfi og eins fyrir hitt, aö átt geti sér stað duldar launagreiðslur i formi einhvers konar fríðinda umfram hámarkslaun. Með breytingu á skattalögum skal að þvi stefnt, að einkafyrirtæki hagnist ekki á lögbundinni lækk- un hæstu launa og skal þvi fé sem rennur til rikissjóðs af þessum sökum, eða sparast með niður- skurði á launum embættismanna i efstu launaþrepum, varið til al- mennrar kjarajöfnunar og ann- arra félagslegra umbóta.” Sexföld eða tvöföld I greinargerð segir m.a.: „Með ráðstöfun þeirri sem hér er reifuð hyggst flutningsmaður koma þvi til leiðar að kjarabætur handa þeim, sem lægst eru launaðir, verði algjör forsenda hverrar launahækkunar til þeirra sem betur eru settir i þjóðfélag- inu. Að hyggju flutningsmanns er unnt með þvi að lögbinda ákveðið hlutfall milli almennra launa verkamanns og hæstu launa að bUa svo um hnUtana að kjarabæt- ur til handa verkamönnum verði að beinu hagsmunamáli fyrir þá þegna þjóðfélagsins, sem eru i sterkastri aðstöðu til þess að hafa áhrif á stefnuna i efnahags- og kjaramálum landsmanna. Svo dæmi sé tekið, þá yrði það ófram- kvæmanlegt eftir setningu slikra laga, sem hér eru ráðgerð, fyrir bankastjóra, sem nU mun hafa að öllu meðtöldu sexföld laun verka- manns, að veita sjálfum sér kauphækkun samtimis þvi, sem þeir Urskurðuðu að ekki væru efnahagslegar forsendur fyrir al- mennri kauphækkun verkafólks. Refnsla kynslóðanna sýnir^ að i tvöfaldur hásetahlutur er nóg fyrir skipstjórana Þingsjá Nýlega hafa verið gerðir kjara- samningar þar sem verkamönn- um eru ætluð laun, sem nema um það bil helmingi framfærslu- kostnaður visitölufjölskyldunnar,' ef miðað er við 40 stunda vinnu- viku. Má þvi ætla, að þeir lands- menn, sem hafa tvöföld verka- mannslaun fyrir eðlilegan vinnu- tima hafi til hnifs og skeiðar. Þegar svo er ástatt hlýtur það að teljast með öllu ósæmilegt, að greidd séu hærri laun. óþarft er að dómi flutningsmanns að kveða sérstaklega á i greinagerð um sérstöðu hlutasjómanna i launa- kerfinu en vafalaust er ab kaup- trygging fiskimanna hlýtur að teljast til óhæfilegra lágra launa, miðað við vinnutimann.” Skipstjórahluturinnn samsvarar réttlætis- kennd fólks. t framsöguræðu sagði Stefán m.a.: Tillagan byggir á reynslu kyn- slóðanna varðandi mestu umbun fyrir kunnáttu, framtak, reynslu og ábyrgð. Skipstjórahluturinn hefur löngum verið tvöfaldur há- setahlutur, á landi hér.allar götur frá landnámi. Ef ég leyfði mér þegar i upp- hafi máls mins, að staldra nokkur andartök við þetta atriði eitt, þá er það skoðun min.aö einstakir þegnar eigi ekki fremur timan- lega velferð sina undir kunnáttu og hæfiieikum neins forystu- manns á þurru I samfélaginu en hásetinn undir hæfileikum og dug skipstjóra sins. Reynsla kynslóð- anna hefur kennt okkur að hæfi- leg umbun skipstjóra er tvöfaldur hásetahlutur. Hvorki meira né minna. Fiskigengd, veðrátta og far- kostur með bUnaði eru frumfor- sendur fyrir afla, en þar næst dugur áhafnar undir forystu skip- stjóra. Hvort sem fengurinn er til skipta kemur er meiri eða minni verður hlutföllunum ekki haggað. Skipstjórinn fær tvöfald- an hásetahlut. Þessi skipan hefur gefist afburdarvel, hUn hefur stuðlaðað undraverðri samheldni áhafna og undraverðum afköst- um, raunar afköstum, sem eru langtumfram neitt annað, sem til þekkist við erfiðisvinnu á Norður- slóð og þá sennilega fyrst og fremst vegna þess, að þessi skipan samsvarar nokkurn veg- inn réttlætiskennd fólksins. Klæðum og bólstrum gömul húsgögn. Gott úrval af áklæðum. BÓLSTRUN: ÁSGRÍMS, Bergstaðastræti 2, Slmi 16807. Aflakóngar sem ekki létu bjóða í sig Ég ræði hér ekki um breyting- ar, sem hafa orðið á hlutaskiptum þessi 35 ár, sem ég hef fylgst með þeim, skiptum milli Utgerðar- manns og áhafnar. Ekki heldur um þau tilvik þegar Utgerðar- menn bjóða i aflaskipstjóra, þess háttar uppboð hafa gefist mis- jafnlegæog aflakóng hef ég þekkt, og það fleiri en einn, sem ekki létu bjóöa i sig. Einn þeirra raunar heimsfrægan aflamann, sem svaraði þvi til, þegar Utgerðar- maður hans bauðst til að umbuna honum af bátshlutnum, að það vildi hann ekki. „Leggðu þetta heldur i veiðarfærin, ég skal svo reyna að fiska meira. Strákarnir myndu gruna mig um að hafa lofað þér að gera eitthvað ljótt i staðinn,” sagði hann. Og það var Utgerðarmaðurinn, sem sagði mér frá svarinu. Ég liki sem sagt aðeins til skiptanna á áhafnahlutnum. Það er við hæfi, þegar við ræðum um stjórnun kjaramála á þjóðarskUt- unni i heild. NU geri ég alveg ráð fyrir þvi, að mér verði sagt með spekings- svip, að likingar séu nU jafnan hættulegar, vegna þess að hlið- stæðurnar séu of fáar og mér verði nefnd mörg dæmi um það, hversu óliku sé saman að jafna, þar sem sé þjóðfélagið með mis- munandi og flókinni verkaskipt- ingu annars vegar og fiskiskipið með annars konar og miklu ein- faldari verkaskiptingu hins vegar. Þetta býst ég við að mér verði sagt með alveg sérstökum spekingssvip. Raunar þess háttar spekingssvip, sem er við hæfi hvarvetna þar sem hver étur eitt- hvað upp eftir öðrum. Kynni meira að segja að fara svo, að fyrirbærið yrði nefnt nUtimaþjóð- félag ef ekki beinlinis háþróað nU- timasamfélag. En það er ná- kvæmlega sama hvaða nöfnum isienskt þjóðfélag er nefnt. Ég mun eftir sem áður verða þeirrar skoðunar, að tveir hásetahlutir séu alveg nægilegir handa skip- stjóra og mun halda hinu fram, að tvöföid verkamannalaun séu ekki aöeins nægilega há laun fyrir mestu ábyrgð og fullkomnustu kunnáttu i þjóðfélaginu heldur sé þess háttar binding hinna hæstu launa við hin lægstu með föstu og óumbreytanlegu hlutfalli, til þess fallin, að auka samheldni og eyða tortryggni og auðvelda almennar kjarabætur og siðast en ekki sist, þá myndi slikt skref i áttina til kjarajöfnunar auðvelda lands- feðrunum það verk, sem þeir ráða nU aiis ekki við, sem er að hemja neysluna innan þeirra marka, sem efnin leyfa. Laun eftir þörfum fyrir framlag eftir getu 1 tillögunni svo ráð fyrir gert, að lögbundið verði, að hæstu laun hériendis verði ekki hærri en svo, að þau samsvari tvöföldum verkamannslaunum miðað viö 40 stunda vinnuviku. Hér er alls ekki gefið i skyn, að flutningsmaður telji, að hinu fullkomna réttlæti verði náð með þessari skipan kjaramála, né heldur að þessi háttur skuli viðhafður um aldur og ævi. Hér er haft i huga að stefnt skuii að launajöfnuði, horf- ið frá vísvitandi og opinberri stefnu, sem miðar að launamis- mun. Hér verði stigið mjög þýðingarmikið skref i átt til þess markmiðs, sem hefur verið skil- greint á þá lund að hver þegn fái laun eftir þörfum fyrir framlag eftir getu. Einnig er svo ráð fyrir gert, að öil friðindi, sem starfi fylgja skuli metin tii launa og að < enginn þegn megi gegna fleiri launuðum störfum en einu. Til þess er sem sagt ætlast að svo verði gengið frá hnUtunum við lagasetningu þessa, að hin nýju lög um hámarkslaun þar sem bætt launakjör verkamanna verði algjör forsenda fyrir hækkuðum launum þeirra, sem betur yrðu settir, að þau lög verði ekki sniðgengin. Að sjálfsögðu er það ekki Utilokað með löggjöf af þessu' tagi, að menn inni af höndum meiri vinnu en 40 stundir i viku og fái greiðslur fyrir. En þá eiga þeir að fá greiðsluna i sömu hlutföll- um og áður er greint. Enginn fái hærri laun fyrir unna klukku- stund i yfirvinnu, en sem nemur tvöföldu yfirvinnukaupi verka- manns. Og eins og að likum lætur, þá yrði horfið frá þvi kerfi frið- inda, sem nU er tiðkað, að nokkurrar stéttar maður fái fastar greiðslur fyrir meinta yfir- vinnu, sem hann ekki vinnur. Að Ijúga og falsa skýrslur Ég hef reynt að rýna dálitið I opinberar skýrslur um launa- greiðslu hérlendis siðustu árin og lagt i það talsverða vinnu að bera laun saman við skattgreiðslur. Niðurstaðan af athuguninni með tilliti til upplýsinga, sem fyrir liggja um einkaneyslu, leiddi til þess að ég taldi mér ekki fært að draga af henni áreiðanlegar niðurstöður. Athugunin leiddi eiginlega ekki til neins annars en þess að rifja upp fyrir mér orð Guðmundar heitins Benja minssonar á Grund i Kolbeins staðahreppi, þegar hann sagði; Það er nU svona með þessa góðu og gáfuðu og göfugu þjóð, henni er svo eiginlegt að ljUga og falsa skýrslur. Svo ég nefni aðeins tvö dæmi um niðurstöður af athugunum I fyrsta lagi af tekjum i öðru lagi af opinberum gjöldum og i þriðja lagi af neyslu, má geta þess, að ég fletti upp i skattskránni á nafni kunningja mins eins, sem ég taldi mig hafa rökstuddan grun um, að hefði um það bil tvöfaldar tekjur á við mig, og komst að raun um, að hann hlyti að hafa fjórðungi minni laun en ég. Viö lauslega at- hugun á eyðslu hans komst ég aft- ur á móti viö raun um, að hvort tveggja væri rangt, hann hlyti að hafa tiföld laun á við mig. Við at- hugun á sköttum annars kunn- ingja mins I sama launaflokki sem ég vissi, að gegndi allmörg- um aukastörfum komst ég að raun um, að hann hlyti að vinna 52 klukkustundir á sólarhring 363 daga á ári og dreg þá að visu frá jóladag og annan I jólum. Neyslu- venjur hans benda aftur á móti eindregið til þess að hann hafi minni tekjur en ég, enda hefur konan hans orð á þvi, að hann sé dálitið fastheldinn á heimilis- peningana. NU samt, þrátt fyrir það, þótt niðurstöður af þessum athugunum minum séu nU ekki til þess að flika þeim beinlinis sem j áreiðanlegum, neyðist ég til þees að nefna hér fáeinar dálitiö teygj- ! anlegar tölur varðandi launa- greiðslur eins og þær eru nU. I Um 10% launamanna hafa nú meira en tvöföld verkamannslaun Fjöldi starfandi launafólks árið sem leið mun samkvæmt upp- lýsingum Þjóðhagsstofnunar hafa verið nálægt 70 þUs. og fjölg- unin nemur um 1500 á ári. Launa- i greiðslur á landinu munu hafa samkvæmt sömu heimildum numið um 40 miljörðum kr. árið 1973, um það bil 59 miljörðum áriö 1974, og talið sennilegt að þær hafi numið um 77 miljörðum i fyrra. Fjölgun launa- manna frá árinu 1973 til ársins en Stefán Jónsson 1975 mun nema 4500, en heildar- launahækkunin nemur 37 miljörð- um. Af þessum tölum getum við aðeins ráðið i það, hvernig verð- bólgunni hefur vegnað á þessu timabili, en afkoma launafólks hefur breyst að verulegu leyti i öfugu hlutfalli við það. Ef við hyggjum að launa- skiptingunni á landi hér þessi sömu ár og miðum við sömu upp- lýsingar þ.e.a.s. tölur Þjóðhags- stofnunar sem ég ætla að venju- lega séu lagöar til grundvallar við kjarasamninga, þó það sé nU með nokkrum fyrirvara gert, þá ber að geta þess, að hér er einUngis miðað við föst laun yfirvinna og aukasposlur eru sem sagt ekki reiknuö með. Skiptingin verður þá þannig, ef miðað er viö árið i fyrra, aö laun upp að 60 þUs. kr. á mánuði munu hafa fengið um þaö bil 25 þUs. manns: um það bil 25 þUs manns fengu föst laun upp að 60 þUs. kr. á mánuði. Laun á bil- inu 60—90 þUs. kr. munu hafa fengið álika margir eða hér um bii 25 þUs. manns. Laun á bilinu 90—120 þUs. á mánuðifengu um 15 þUs. manns. Og laun yfir 120 þUs. á mán þ.e.a.s. tvöföld verka- mannslaun og meira hafa fengið 5—7 þUs. manns, samkvæmt þessum Utreikningum. NU er þess að geta að þriðjungur af heildar- launagreiðslum árið sem leið er fyrir utan og ofan þessa skipt- ingu, og er ekki með öllu ljóst af opinberum skýrslum, hversu mikill bluti þeirra 26 miljarða hefur farið i einhvers konar auka- sposlur yfirvinnugreiðslur eða greiöslur fyrir aukastörf. Og loks erþess að geta, aö laun sjómanna eða hlutur sjómanna er ekki reiknaöur með i þessu dæmi. Hlutaskiptin eru sem sagt fyrir utan þessa 77 miljarða launa- greiðslu. Námslán í stað námsstyrkja Mér er það meira en ljóst, aö ein af megin-ándbárunum gegn slikri ráðstöfun sem hér er lögð til verður sU, að hér sé ekki gert ráð fyrir nægjanlegri umbun fyrir menntun og þekkingu^að með þvi að takmarka vinningsvonina á þennan hátt verði einnig brottnuminn hvatinn til náms og dáða. En þvi er þá til að svara að auðvelt ætti að vera fyrir okkur með þessari skipan að bjóða námsfólkinu okkar upp á náms- laun í stað lána og styrkja, gegn þvi að það gangi til starfa hjá okkur skuldlaust að námi loknu fyrir tiltölulega lægri laun en ella, meðan það getur nU, eins og nU er ástatt, borið við miklum námskostnaði. Hinu, að umbun fyrir framtak og dáð verði skertmeðþessu móti, má svara á þá lund, að reynslan sýnir nU, að tvöfaldur hásetahlutur reyriist fullnægjandi hvöt fyrir skipstjóra á fleytunum okkar til þess að leggja sig alla fram. Og ég fæ ekki séð, aö laun sem nema tvö- földum launum verkamanna þurfi að verða neinum of litil, þótt dugandi maður sé, ef við keppum að þvi að verkamannslaunin verði bara nógu há.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.