Þjóðviljinn - 15.05.1976, Qupperneq 11
Laugardagur 15. mai 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11
Skiilptúrinn I ruslaporti Myndlista- og handlOaskúlans.
Vefnaöurinn sem rætt er um I greininni.
Vorsýning Myndlista-
og handíðaskólans um helgina
Vetrarstarf
nemenda
á veggjum
i gær hófst árleg vorsýning á
verkum nemenda Myndlista-og
handlöaskólans aö Skipholti 1,
þar sem skólinn er til húsa.
Þritugasta og sjötta starfsári
skólans er nú aö ljúka og hafa
yfirlitssýningar á árangri
nemenda veriö fastur liöur i
starfseminni frá byrjun. Eitt af
þvi sem ávallt setur
skemmtilegan svip á sýningar
Myndlista-og handiöaskólans er
þaö aö ekki er um aö ræöa úrval
af verkum nemenda, heldur er
jafnan reynt aö sýna eins mikiö
af verkum og hægt er og eiga
allir nemendur citthvaö á sýn-
ingunnr. Þannig er þaö venjan
aö gefa sem best þversniö af
vinnu nemenda um veturinn
Liklega er þvi engin sýning eins
fjölbreytt og viöamikil eins og
vorsýning skólans, og aldrei aö
vita hvaö fyrir augu ber, þegar
reikaö er um króka og kima
hæöanna aö Skipholti 1, en þar
er kennt i hverju skoti. Enda eru
þessar vorsýningar meö
vinsælli viöburöum i menning-
arlifi borgarinnar. Ekki dregur
þaö úr aö nemendur hafa heitt á
könnunni i kaffistofu sinni og
selja rjómavöfflur meö. Sýn-
ingin er opin I dag og morgun
frá 2-10.
Hildur Hákonardóttir, skóla-
stjóri, sagöi i viötali viö blaöiö i
gær, aö enda þótt reynt væri að
hafa mikla breidd i sýning-
unni og verkin væru fleiri en
hægt væri aö kastu tölu á I fljótu
bragöi vildi hún þó halda þvi
fram, aö öll verkin væru þó i
góöum gæöaflokki.
Viö spuröum Hildi um
nýjungar i kennsluháttum og
starfi skólans i vetur. Hún sagði
aö t.d. væru nú i fyrsta sinn sýnd
plaköt eftir nemendur, en skól--
inn heföi á vetrinum eignast
tæki til prentunar á þeim. Þá
heföi I vefnaöardeild veriö gerö
mjög skemmtileg tilraun i
vetur. Myndhöggvarinn Jón
Gunnar Arnason var fenginn til
aö kenna vefnaö og árangurinn
af þessari samvinnu vefara og
myndhöggvara er eitt stærsta
vefnaðarverk á íslandi gert i
glært og svart plast og nær yfir
hálft herbergi. Hægt er aö
ganga inn og út um verkiö og er
þaö allt hiö forvitnilegasta. Þá
hafa nemendur gert tilraunir
meö útivinnu, en aöstööu til
sliks skortir tilfinnanlega viö
skólann. í ruslaporti á baklóö
hefur veriö geröur griöarmikill
skúlptúr, og fundu annars árs
nemendur efniviö i hann á
ruslahaugum og bilakirkjugörð-
um. Hann gefur nokkra hug-
mynd um þá möguleika sem
opnuðust ef skólinn fengi úti-
svæöi til þess að vinna á. Þá eru
nú i fyrsta skipti sýndar bækur,
sem nemendur i Myndlistar-
deild hafa unnið meö nýjum
tækjabúnaði skólans.
I Myndlista- og handiðaskól-
anum eru nú 140 nemendur.
Tuttugu útskrifast i vor, en
næstu árgangar eru stærri. Þá
hafa um 800 manns veriö á
námskeiöum sem haldin voru á
tveimur önnum i vetur. Á vor-
sýningunni eiga reglulegir
nemendur þorra verkanna, en
einnig er reynt að veita sýnis-
horn af vinnu námskeiösfólks-
ins. Kennarar við skólana eru
yfir 30. 1 Myndlista-og handiöa-
skólanum eru nemendur fyrst i
2ja ára almennu undirstöðu-
námi. Siðan taka viö sér-
námsdeildir. Myndlistar-deild
skiptist I málun, myndmótun og
grafik, og listiönaöardeildirnar
eru þrjár, textildeild
auglýsingadeild og keramik-
deild. — Skólinn hefur oröiö
mikla þörf fyrir aö komast i
eigið húsnæöi sem hentar starf-
semi hans, segir Hildur
Hákonardóttir, en framhalds-
skólalöggjöfin er öll i mótun og
viö höfum ákveöiö aö doka
aöeins viö meö aö hefja upplýs-
ingaherferö til þess aö sannfæra
yfirvöld i eitt skipti fyrir öll um
þarfir skólans og fá þau til þess
aö veita honum úrlausn. >
Sýningum
á
Equus hœtt
Sýningum á leikritinu EQUUS
veröur hætt nú um helgina vegna
forfalla eins leikarans. Mjög mik-
il aösókn hefur veriö aö siöustu
sýningunum á verkinu, þaö svo aö
selst hefur upp á þær mörgum
dögum fyrirfram og margir raun-
ar misst af sýningunni fyrir
bragöiö. — Allar likur eru á aö
verkiö veröi tekiö upp aftur og
sýnt nokkrum sinnum næsta
haust.
Islenskir leikhúsgestir eru ekki
einir um áhugann á þessu verki,
þaö hefur vakiö mikla athygli um
heim allan, veriö leikiö i flestum
löndum Evrópu og vestur i New
York, þar sem Richard Burton
fer meö annaö aðalhlutverkiö
sem frægt er oröið. — í sýningu
Leikfélagsins fer Jón Sigur-
björnsson með þetta hlutverk,
Dysart lækni, en Hjalti Rögn-
valdsson leikur strákinn Alan
Strang sem sést hér á myndinni
ásamt Höllu Guömundsdóttur,
sem leikur Jill.
Sunna stofnar leik-
skóla á Costa del
Sol og Costa Brava
Sunna tekur nú upp þá nýjung i
þjónustu viö farþega sina á Costa
del Sol og Costa Brava, þar sem
margt fjölskyldufólk dvelur i
skemmtiferöum, aö stofna leik-
skóla og barnagæslu fyrir islensk
börn og hefur ráöiö reynda fóstru
og stjórnanda daghcimilis, Val-
borgu Böövarsdóttur, til aö
stjórna þessari starfsemi.
Á Costa del Sol veröur leikskól-
inn og barnagæslan viö Las
Estrellas ibúöahverfiö, þar sem
Sunna hefur 50 ibúöir fyrir gesti
sina. 011 börn á aldrinum 2—12
ára eiga þess kost aö taka þátt i
daglegum leikskóla og barna-
gæslu frá klukkan 3—8 siðdegis.
Sérstök dagskrá er fyrir hvern
dag, tilsögn er veitt i sundi viö
barnalaugina, börnunum kenndir
leikir, fariö i stuttar gönguferöir
um borg og strönd. Tilsögn veitt i
náttúrufræöi og sögu og efnt til
stuttra feröa á sveitarþæi þar
sem hægt er aö bregða sér á bak
múldýra og fariö i skemmtigarða
og tivoli.
A Costa Brava veröur þessi
þjónusta sams konar viö hinar
vinsælu Trimarantibúðabygg-
ingar i Llorret de Mar, þar sem
einnig er sérstök litil sundlaug
fyrir börn og aðstaða til leikja. En
i þessum byggingum hefur Sunna
30 ibúðir fyrir gesti sina frá
íslandi.
Þessi þjónusta og þátttaka
barnanna i daggæslu og leikskól-
um er ókeypis fyrir alla farþega
Sunnu á stööunum. En farþegar
sem feröast þangað með öðrum
feröaskrifstofum eiga þess kost
aö kaupa aðgangskort fyrir börn
sin og kostar það 6.000,- kr. fyrir
vikuna.