Þjóðviljinn - 30.05.1976, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 30. mai 1976.
DIÖÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Úlgefandi: útgáfufélag Þjóðviljans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Umsjón með sunnudagsbiaði:
Arni Bergmann
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólavörðust. 19. Sími 17500 (5 Hnur)
Prentun: Blaðaprent h.f.
NU A AÐ BÆTA EFNAHAGSBANDALAGINU VIÐ
Þegar samningarnir voru gerðir við
vestur-þjóðverja fyrr i vetur lýstu ráð-
herrarnir þvi yfir að samningurinn yrði
felldur úr gildi ef bókun sex yrði ekki kom-
in til framkvæmda við lok samnings-
timans, eða um sl. mánaðamót.
Er liða tók að lokum samningstimans
fóru að berast fregnir um það að vestur-
þjóðverjar væru að reyna að knýja Efna-
hagsbandalagið til þess að láta bókun sex
taka gildi, en hún felur það i sér sem
kunnugt er að felldir skulu niður tollar á
islenskum útflutningsvörum til EBE-
rikjanna verði ástandið i fiskveiðimálum
við ísland „viðunandi” eins og það er
orðað.
Þegar leið að lokum samningstimans
lýsti utanrikisráðherra yfir þvi, að til
greina gæti komið að segja vestur-þýska
samningnum upp innan mjög skamms
tima ef vestur-þjóðver jar gætu ekki tryggt
framkvæmd skv. margnefndri bókun. En
þegar til kom stóð hann ekki við orð sin
frekar en fyrri daginn — bókun sex hefur
enn ekki tekið gildi og vestur-þjóðverjar
halda áfram veiðum hér við land.
Það siðasta sem gerst hefur i þessu máli
er það, að vestur-þýski utanrikisráð-
herrann, Genscher, hefur þegar fyrir
tveimur vikum eða svo lýst þvi yfir i við-
tölum við islenska ráðamenn að hann geti
engu um þokað varðandi bókun sex.Þegar
þetta lá fyrir frá Genscher kom fram inn-
an rikisstjórnarinnar tillaga um að losa
islendinga við vestur-þýska samninginn.
Geir Hallgrimsson bað þá um frest og var
hann veittur. Nú er Geir Hallgrimsson
kominn heim frá Osló með uppkast að
samningi sem er með þeim endemum að
staða islendinga yrði miklu verri eftir að
hann væri gerður en áður. I þessum
samningi sem i meginatriðum fjallar um
veiðar breta er smeygt inn atriðum um
önnur mál. Eitt er það að Efnahagsbanda-
lagið mundi yfirtaka fiskveiðisamninga
breta við aðrar þjóðir eftir að samningur
sem hugsanlega yrði gerður við breta
rennur út. Annað er það að vestur-þýski
samningurinn yrði framlengdur meðan
bókun sex væri i gildi.
Þannig reynir rikisstjórnin að smeygja á
landsmenn snöru vestur-þýska samnings-
ins áfram. Nató, Geir Hallgrimsson og
Einar Ágústsson vilja slá tvær flugur i
einu höggi: að neyða til samninga við
breta og framhaldssamnings við vestur-
þjóðverja i senn.
Aumingjaskapur rikisstjórnarinnar
andspænis vestur-þýsku samningunum er
talandi dæmi um það hvað við gæti tekið ef
fiskveiðimál breta yrðu hengd á EBE. Ef
það gerist eins og Geir og Crosland vilja
nú, yrði eftir að samningur við breta rynni
út um að ræða átök við breta, veiðiþjófa
þeirra og freigátur, vestur-þjóðverja og
veiðiþjófa þeirra og allt Efnahagsbanda-
lagið. Þar með er hætta á þvi að viðskipta-
þvingunum yrði beitt til viðbótar við her-
skipaofbeldið og njósnir Nimrod-vélanna.
í þeim samningsdrögum sem fyrir
liggja nú er ekki gert ráð fyrir neinni
viðurkenningu af hálfu breta á yfirráða-
rétti okkar yfir islensku fiskveiðilandhelg-
inni. Þar er heldur ekki um að ræða neinar
tryggingar fyrir þvi að bretar haldi ekki
uppteknum hætti — þar er þvert á móti
bætt við þann vanda sem islendingar
kynnu að standa frammi fyrir:
Sameinuðum styrk Efnahagsbandalags-
ins, viðskiptahótunum þess og þvingun-
um, andspænis smárikinu íslandi.
Það eru þessi óþverraverk sem nú er
verið að framkvæma i hvita húsinu við
Lækjartorg i Reykjavik. Þennan háska
verður að stöðva.
—s
Póstdagurinn
Ég las ekki alls fyrir löngu
fyrirsögn i einu stórblaðanna
sem var á þessa leið: „Póststof-
ur hóta að skera útburð niður i
þrjú skipti á viku”.
Þar kom að þvi. Arið 1980 fór
póstmeistarinn i sjónvarpið og
tilkynnti landsmönnum að
vegna 600 miljón dollara halla
og vegna þess að þingið hefði
neitað sér um að hækka venju-
legt burðargjald upp i fimm
dollara, þá muni bandariska
þjóðin hér eftir fá póst sinn
aðeins einu sinni á ári. Þessi
dagur verður kallaður Póstdag-
ur og verður almennur hátiðis-
dagur. Póstmeistarinn kvaðst
harma þessa ákvörðun, en um
leið fullvissaði hann bandarisku
þjóðina um að hún myndi engu
að siður njóta hins besta póst-
þjónustukerfis sem til væri. Og
hann fullvissaði alla, að með ör-
fáum undantekningum mundi
enginn verða fyrir skakkaföll-
um af þessum sökum.
Fyrst í stað reiddust menn
frétt þessari, en innan tiðar
sættu þeir sig við þetta, eins og
þeir hafa sætt sig við allt sem
bandariska póstþjónustan hefur
gert þeim til þessa.
A fáeinum árum varö Póst-
dagurinn alveg eins vinsæll og
jólin og tilhlökkunin magnaðist
mjög eftir þvi sem nær honum
dró.
Litlum börnum var sagt að ef
þau væru óþekk, þá mundi póst-
urinn (sem teiknaður var i
bláum einkennisbúningi og með
sitt hvitt skegg) ekki færa þeim
neinar „plötur mánaðarins”.
Vöruhús leigðu menn til að leika
póstmenn og karlar, konur og
börn settust i keltu þeirra og
sögðu þeim, hvað þau vildu fá á
Póstdaginn.
Fólk skreytti dyr sinar og
glugga með gömlum afmælis-
kortum og settu litfögur ljós á
póstkassana.
Metsöluplatan sem spiluð var
vikum saman fyrir Póstdaginn
var endurútgáfa á „Mig
dreymir um vörulista frá Sears
Roebuck” með Bing Crosby.
Andi almennrar velvildar var
tengdur degi þessum. Dyra-
verðir, lyftuþjónar og húsverðir
urðu bliöari á manninn og um-
hyggjusamari. Menn heilsuðu
hver á annan með þvi að segja
„Gleðilegan póstdag”. Góð-
gerðafélög söfnuðu i sjóði á göt-
unum fyrir fátæklinga, sem
gátu ekki deilt pósti við neinn.
Bræðrafélagshópar ýmis-
konar fóru um göturnar og
sungu póstsálma. Kirkjur og
önnur guðshús voru opin kvöldið
fyrir Póstdaginn til að fólk gæti
komið þangað og beðið um bréf
frá börnunum sinum.
Ef að börn spurðu um
heimilisfang póstmannsins,
svöruðu foreldrar þeirra þvi til
að hann ætti heima á Norður-
pólnum og verði öllu árinu til að
lima frimerki á bréf og pakka til
að hann gæti fært þeim þau á
Póstdagsmorgni. Ef að þau
Eftir Art
Buchwald
spurðu, hvernig það geröist,
var þeim sagt að hann setti
póstinn i poka og kæmi með
hann niður reykháfinn. En væri
hundur i húsinu þá færi hann
framhjá þvi húsi. Allir læstu
hunda sina inni kvöldið fyrir
Póstdag.
Um tiu ára skeið var Póstdag-
urinn langsamlega mest spenn-
andi dagur ársins. En svo gerð-
ist það i janúar árið 1990, að
póstmeistarinn kom i sjónvarp-
ið, og sagði, að vegna aukins
kostnaðar og tveggja biljarða
halla þá mundi póstþjónustunni
það ekki mögulegt lengur að
bera út póstinn einu sinni á ári
eins og verið hefði um hrið.
Hann sagði, að i framtiðinni
mundi póstur borinn út aðeins
einn dag á hlaupári. Hann
kvaðst þeirrar skoðunar, að
með þessu móti yrði starf póst-
þjónustunnar virkara en engu
að siður mundi hún sjá fyrir
þeirri þjónustu, sem svo margt
fólk er háð. En hann varaði við
þvl, að ef að þingið ekki féllist á
að hækka burðargjald i 49
dollara á bréf, þá yrði póstþjón-
ustan að gripa til miklu rót-
tækari ráðstafana.
Frá lífeyrisjóöi
Landssambands
vörubifreiöastjóra
Ákveðið er að fram fari lánveiting á veg-
um Lifeyrissjóðs Landssambands vöru-
bifreiðastjóra, samkv. ákvæðum 4. tl. 8.
gr. reglugerðar sjóðsins.
Frestur til að skila umsóknum er til 15.
júni 1976.
Þeir sjóðsfélagar, sem áður hafa fengið
lán á vegum sjóðsins, koma ekki til greina
við þessa lánveitingu.
Ný umsóknareyðublöð hafa verið gerð og
hafa þau verið póstlögð til formanna vöru-
bilstjórafélaganna. Þeir sem sent hafa
umsóknir á þessu ári á eldri umsóknar-
eyðublöðunum þurfa að endurnýja um-
sóknir sinar.
Umsóknir skulu sendar til Lifeyrissjóðs
Landssambands vörubifreiðastjóra, póst-
hólf 1287, Reykjavik, eigi siðar en 15. júni
1976.
Lifeyrissjóður
Landssambands vörubifreiðastjóra
TILBOÐ
óskast i eftirtaldar bifreiðar er verða til
sýnis þriðjudaginn 1. júni 1976, kl. 1—5 i
porti bak við skrifstofu vora Borgartúni 7:
Volvo f ólksbifreið........árg. 1967
Chevrolet sendi/fólksbifr... ” 1972
Ford Econoline sendi/fólksbifr” 1971
Land Rover benzin........... ” 1971
Land Rover benzin........... ” 1968
Volvo F-85 vörubifreið...... ” 1967
Til sýnis hjá Sementsverksmiðju rikisins,
Ártúnshöfða:
Scania Vabis vörubifreið...árg. 1967
Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 17.00 að
viðstöddum bjóðendum.
Réttur áskilinn að hafna tilboðum sem
ekki teljast viðunandi.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844