Þjóðviljinn - 30.05.1976, Page 8
8 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Sunnudagur 30. mal 1976.
Sitt af
hverju úr
sjónvarpinu
Valur Gislason og Róbert Arnfinnson I hlutverkum slnum
I,,Sigri”.Oghvaösvo? /
sunnudags
Það hef ur ekki verið sér-
lega friestandi að fara
viðurkenningarorðum um
sjónvarpið í vetur.
Sjónvarpsleikritið Sigur
eftir Þorvarð Helgason var
þó af meiri fagmennsku
gert en annað ef ni íslenskt
sem við eigum að venjast.
Það segir frá illum ein-
ræðisherra sem eitt sinn
var ungur uppreisnar- og
hugsjónamaður. Nú er hann
að tapa fyrir nýrri kynslóð
róttækra og gerir sig lík-
legan til að horfast í augu
við þá, sigra sjálfan sig
með því að kannast við
verk sín.
Leikur og saga
Ég held að þetta sé ekki sann-
færandi verk. Við þykjumst vita
að sjálfskönnun og samviskubit
sé ekki þaö sem öðru fremur ein-
kennir einræðisherra I háska
heldurmundi það verða langsam-
Iega algengust þróun slikra
manna, að raddir af þvi tagi séu
löngu þagnaðar i þeim og þrjósk
sjálfréttlæting rfki ein. En það
skiptir kannski ekki öllu máli
hvað okkur finnst „algengast.”
Höfundur á ýmissa kosta völ, það
er hans réttur. En ég get samt
ekki stillt mig um að minna að-
eins á sögu Suður-Amerfku (en
þar gætum við helst komið ein-
ræöisriki Þorvarðs Helgasonar
fyrir). Þeir forsetar sem ekki
flýja land með siðasta skipi eöa
siðustu flugvél, þegar and-
stæðingar þeirra hafa náð yfir-
tökum, það eru ekkimenn af gerð
Thomasar þess, sem sýndur er i
„Sigri”. Það eru menn sem ekki
gengu inn i kerfiö sem þeir gerðu
uppreisn gegn, þeir menn sem
reyndu að halda hugsjón sinni til
streitu. Ég minni á Chileforseta
tvo, Balaceda sem nálægt alda-
mótum framdi sjálfsmorð eftir að
breskt saltpétursauðvald haföi
steypthonum af stóli og svo á All-
ende sem féll i forsetahöllinni
með byssu i hendi.
úr fjarska
Annað sem veröur okkur til
leiðinda er það, aö það er horft úr
miklum fjarska á þá þróun sem
verður i riki af þvi tagi sem
leikurinn lýsir. Reynsla hans
verður ekki nærgöngul, mann-
fólkið miklu duflegra en hinar
skörpu þverstæður veruleikans
gefa til kynna. Hinar almennu
ályktanir sem verða dregnar af
sliku verki eru gamalkunnar:
uppreisnarhreyfing er gleypt af
þeim samfélagsaöstæðum sem
hún beindist gegn og hverfist i
andstæöu sina. Svona var þaö og
er það enn. Það er nokkuð til i
þessu, það vitum við, en það er
fleira sem gerist. Hvað var það
sem höfundur vildi bæta viö og
þar með réttlæta val sitt á alþjóð-
iegu viðfangsefni? Engu
kannski? Eða býr kannski á bak
viö allt saman sá þanki, aö úr þvi
ekki sé tryggt að uppreisn gegn
kúgun þróist farsællega siöar
meir, þá sé verr af staö fariö en
heima setið.
Heimsstyrjaldar-
þættir
En með þvi að við erum að tala
um sjónvarp: ég geri ráð fyrir
þvi, að af þvi sem verið hefur á
vetrardagskránni hafi bresku
þættirnir um heimsstyrjöldina
vakið langsamlega mesta at-
hygli. Það er ljóst aö þeir snúast
meira um þátt breta sjálfra i
striðinu tiltölulega en ýmsum
öörum styrjaldarþjóðum mundi
gott þykja. En það er alls ekki
ætlunin að kvarta yfir þeim hlut-
föllum hér: bretar gera þennan
flokk fyrir sjálfa sig fyrst og
fremst og það er ekki við öðru að
búast en svona fari.
Tveir siðustu þættirnir hafa
veriö sérlega áhrifasterkir. Þátt-
urinn um hernumið Holland var
að þvi leyti fróðiegur að hann
minnir okkur á ýmislegt, sem
hernumdu þjóðirnar sem voru,
hafa viljað gleyma. Bg á þá við'
það samstarf við hernámslið
nasista sem var allviða miklu
meira og viötækara en svo að
menn hafi viljað kannast við það
sem góðu móti. Og er þá bæði átt
við hið virka samstarf sem ýmis-
konar ruglaðir þjóðernissinnar i
ætt hiö hollenska fasista lögðu
fram, og hiö óvirka, allt að þvi
sjálfvirka samstarf af hálfu em-
bættismanna og kapitalista, sem
fyrirhafnarlitiö verða við skipun
um eöa taka viö stórum pöntun-
* ■■■
um frá þeim sem með valdið fer
— hver sem hann er.
Minni og gleymska
Frakkar hafa mátt á undan-
förnum misserum horfa á
miskunnarlausa úttekt á ljós-
fælinni framgöngu mjög stórra
hópa sins samfélags á striðsárun-
um og hefur i þeim heimildar-
kvikmyndum sést margt svo
ótrúlegt, að enginn hefði trúað þvi
ef af stað hefði verið farið fyrir
10—15 árum. (Væri ekki rétt hjá
islenska sjónvarpinu að reyna að
veröa sér úti um eitthvað af þeim
myndum). Minni einstaklinga,
stétta, þjóða, er einhver
óáreiðanlegust staðreynd i
heimi. En það er þó nokkur hugg-
un, aö viö lifum þá tima þegar
goösagnir margar eru afhjúpaðar
— vonandi ætti það að hamla
sæmilega gegn þvi að menn
hamist við að koma sér upp nýj-
um.
Vel á minnst: það var nokkuð
vel til fundið hjá Þorvarði Helga-
syni i „Sigur” að láta forkólf
auðvaldsins i landinu reyna að
koma sonum sinum i tugthús hjá
einræöisherranum rétt áður en
siöasta vigi hans, höfuðborgin
fellur. Þetta gerðist einmitt i
hernumdu löndunum; þegar
striðsgæfan snerist gegn
þjóðverjum sendu ýmsir hátt-
settir og auðugir samstarfsmenn
þeirra kannski einn af sonum sin-
um i andspyrnuhreyfinguna: sá
sonur (sem kannski féll eöa var
pyntaöur hjá Gestapo) átti að
vera trygging fyrir þvi að ekkert
yrði hróflað við eigum fjöl-
skyldunnar eftir strið.
Þjóöarmorö
Og siðan sáum við þátt á mánu-
dagskvöldið var um útrýmingu
gyðinga. Það væri smekklaust að
velta þvi fyrir sér hvort þáttur af
sliku tagi sé „vel” eða „illa”
gerður: hér er um slikar ógnir að
ræða aö allt slikt hjal þagnar.
Þetta er blátt áfram eitt af þvi
sem tuttugustu aldar mennverða
að horfast i augu við og er bannað
að lita undan — og þvi miður hafa
gerst fleiri tiðindi af þvi tagi. En
ef spurt er um það, hvort áhrifa-
sterkari og gloppulausari vit-
neskja um þetta helviti fáist af
heimildarmynd eða bók, þá skal
þvi haldið fram hér, að engin
kvikmynd, enda þótt hún stæði i
þrjár stundir, getur veitt þann
nærgöngula skilning sem nokkrar
bækur gefa. Ég á þá einkum við
hið mikla rit Jean-Francois
Steiners, Treblinka, sem lýsir
hinni djöfullegu blekkingar-
maskinu útrýmingarinnar. Og
þvi höfuðvopni fangabúöa-
meistara, að það sem þar gerist
virðist alltof skelfiiegt til að geta
verið satt.
Nokkrir gyðingar sem höfðu
komistlifsafúr búðunum tóku til
máls. Þeir voru úr ýmsum lönd-
um Evrópu, en þeir töluðu á he-
bresku. Þeir höfðu, með öðrum
orðum, flutt til Israel. Ég minni á
þetta vegna þess, að mörgum
vinstrisinna hættir til, fyrir sakir
andúðar á israelskum stjórn-
völdum, að festa I huga sér svotil
alsvarta mynd af tsrael sem af-
sprengi skelfilegs samsæris
heimsvaldasinna gegn framfara-
og þjóðfrelsisöflum í Arabarikj-
um. Við skulum láta það liggja
milli hluta hér, hve hrifandi póli-
tik arabarikja er nú um stundir.
Allavega var i þeim efnum ekki
margt um góða drætti i þvi
sjeikaveldi sem einmitt heims-
valdasinnar höfðu komið sér upp i
Austurlöndum nær og var litið
haggað þegar hin mikla bylgja
flóttagyðinga frá Evrópu kom til
Palestinu rétt fyrir og rétt eftir
strið. Og þótt Menahem Begin og
pólitiskir foringjar af hans sauöa-
hausi hafi ætlað sér þá þegar að
koma upp Stóra-ísrael beggja
vegna Jórdan, þá hafði þetta fólk
úr gettóum Austur-Evrópu hug-
ann við annað: að finna athvarf. í
Evrópu var þeim ekki vært.
Vítahringur
Hin þekkti sagnfræðingur og
marxisti Isaac Deutscher hefur
gert grein fyrir þeim vitahring
sem gyðingar lentu i i ágætu riti
sem nefnist „Hugleiðingar
ógyöinglegs gyðings.” Deutscher,
sem er fæddur i Póllandi, segir
sem svo: Ég var alltaf andvigur
boðskap sionista um að gyðingar
ættu að keppa að þvi að stofna
þjóðriki i Palestinu — vegna þess
blátt áfram, að þar var önnur
þjóð fyrir. Við marxistar deildum
oft viö unga sionista á millistriðs-
árunum. Við settum von okkar á
sósialisma, alþjóðlega verkalýðs-
hreyfingu, sem mundu hjálpa
okkurgyðingum tilað ná jafnrétti
viö þær þjóðir sem við bjuggum
með koma á nýjum og betri sam-
skiptum þjóða og minnihluta-
hópa. Sionistarnir töldu þetta
vonlaust og hvöttu fólk til að
koma með sér til Palesinu. Og ég
verð að játa það, að þeir sem
höfðu svipaðar vonir og við og
sátu heima þeir fórust i gettóun-
um i Vilnius og Varsjá, eða voru
brenndir i Auschwitz og
Treblinka. En þeir sem trúðu
sionistum — þeir fengu lifi haldið.
Arni Bergmann
t Varsjárgettóinu; það er bannað að lita undan.
Raddir á þingi PEN-klúbba
Nýlega var framkvæmda-
nefnd PEN—klúbba rithöfunda
á fundi i Haag i HoIIandi, en i
henni hafa fulltrúar slikra
klúbba I um þaO bil 50 löndum
atkvæOi. Þeir eru frá firnalega
ólikum löndum, m.a. eru þarna
nokkur Austurevrópulönd, ekki
samt Sovétrikin, og samkomu-
lagiO er oft stirt. En áfram sigl-
um viO samt, segir Per WSst-
berg i stuttri frásögn um fund-
inn i DN.
Til hvers PEN?
PEN—kúbbar þar sem mikið
fer fyrir yngri meðlimum (t.d. i
Finnlandi og Hollandi) vilja
gera samtökin aö baráttutæki
gegn fasisma. Engin vinátta
starfsbræðra á að fela andstæð-
urnar. Hinn stóri klúbbur út-
lægra rithöfunda (en þar eru
flestir flóttamenn úr austri)
hefur andstæða skoðun : PEN á
að þeirra dómi að afhjúpa
kommúnista og meðreiðar-
sveina þeirra.
Austurevrópurikin og eng-
lendingar vilja að allt sé við hiö
sama og ekki hrært of mikið I
hlutunum. En rithöfundarnir
eru engu að siöur bundnir
statútum PEN sem skuldbinda
þá til að mótmæla, séu rithöf-
undar i heimalandi þeirra of-
sóttir. Austurþýsku höfundarn-
ir, undir forystu hins ágæta
skálds Stefans Hermlins, hafa
gert það nokkrum sinnum.
En ekki PEN i Chile. Sendi-
maður þess klúbbs, Ivan
Hlibner Gallo, taldi aö allir rit-
höfundar i Chile væru frjálsir,
þessvegna væri engin ástæða til
að bera fram mótmæli við
Chilestjórn. Það væru bara
glæpamenn sem væru hand-
teknir i Chile. Bara marxista-
bókmenntir sem væru bannað-
ar. Hann játaði að lokum, að
tveir rithöfundar sætu i fang-
elsi en annar væri klámritahöf-
undur en hinn hefði drepið opin-
beran starfsinann. Hann hafði
aldrei heyrt um skáidið Victor
Jara sem pyntaður var og drep-
inn á knattspyrnuvellinum i
Santiago.
PEN i Chile var refsað fyrir að
geröaleysi og klúbburinn gerður
brottrækur til eins árs. Þetta
hefur ekki gerst siðan nasistar
yfirtóku þýska PEN 1934.
Frelsið og fangelsin
Nokkrar raddir frá
PEN—fundinum. Austurþýski
skáldsagnahöfundurinn Stefan
Heym :
— Hin póiitisku kerfi okkar
eru a.m.k. 50 árum á eftir tim-
anum. Ihaldsöflin eru sterk i
austri og vestri. Allir
pólitikusar tala um kúgun, en
aðeins utan eigin landamæra...
Tjáningarfreisi rithöfunda er
takmarkað af frelsi stjórnvalda
til að meina þeim það. Sú
pólitisk bylting er ekki til, sem
ekki hafi kúgað margt fólk og
takmarkað frelsið með það fyrir
augum að vernda það.
Djörf orð úr þeim herbúðum.
Mexikanska skáldið Homero
Aridjis :
— Okkar heimur er ekki sá
sem Marx deildi út i bæklingum
sinum og Rockefeller tiusentum
sinum, ekki sá sem Gandhi end-
urbætti og Lenin umbylti.
Heimur okkar eru heimur
mengunar og atómógna þar
sem fólki fjölgar hraðar en
þekking vex....
Nefndin „Rithöfundar i fang-
elsi” telur að ástandið sé slæmt
i 30 löndum. Ef að talað er um
fjölda ofsóttra rithöfunda en
ekki aðferðir sem þeir eru beitt-
ir þá eru þessi lönd talin einna
verst : Indonesia, Sovétrikin,
Brasilia, Chile, Indland.
PEN i Tékkóslóvakiu hefur
verið leyst upp.
En vel á minnst : einhverju
sinni var til PEN—klúbbur á ís-
landi. Hvað skyldi hafa orðiö af
honum?