Þjóðviljinn - 30.05.1976, Síða 12

Þjóðviljinn - 30.05.1976, Síða 12
- SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 30. mai 1976. Einu sinni fyrir langalöngu varð á vegi minum bók eftir Tage Danielsson. Hún hét „Sagor för Barn över 18 ár’’ ef ég man rétt, og haföi inni aö halda dæmisögur úr nútimanum, bráðfyndih sam- bland af þjóösögum og nútlma- legri ádeilu. Ég las hana spjald- anna á milli og hló við hátt. Siöan hef ég ekki haft fregnir af Tage þessum fyrren nú, að Háskólabió veitir mér kærkomiö tækifæri til aö endumýja kunningsskapinn. Er skemmst frá þvl aö segja, aö s.l. mánudagskvöld hló ég meira en alla vikuna á undan, saman- lagt. Eplastriöiö er ádeila, en á sem betur fer ekkert skylt með þeirri „ádeilu” sem mér hefur fundist áberandi I skandlnaviskri list: húmorlausum og endalaus- um „umræöum um vandamál”. Þrátt fyrlr sannan sænskan tón,sem reyndar er undirstrikaö- ur af sjálfum Evert Taube, minnti Eplastrlöiö mig einhvern- aö nafni, ætlar aö kaupa upp. heilt hérað I Svlþjóö, Englavelli, og breyta þvi i alþjóölegan skemmtistaö, Deutschneyland. Þetta fagra, ósnortna sænska land á aö malbika svo aö hægt sé aö reisa þar pulsubari, flugvelli og poppkornsjoppur. í fyrstu taka Ibúarnir nokkuö vel i þetta og hugsa jafnvel gott til glóöarinnar, nú á aö fara aö græöa. En smám saman kemur i ljós hver framtlö þeim er búin i Deutschneylandi, og þá hefst andspyrnan undir öruggri forystu Lindberg—fjöl- skyldunnar. Sú fjölskylda er samsafn af þjóösagnapersónum, dauöum og lifandi, og er þaö göldrótt fólk og jákvætt á alla lund. Til aö fjármagna andspyrn- una er ungur piltur fenginn tii aö munda sverö Lindberganna, drekka galdraseyöi og leggja aö velli eldgjósandi dreka, sem legiö hefur á gulli öldum saman. Að lokum fer allt vel, en mér EPLASTRÍÐIÐ G veginn á Jaques Tati. Líkiega stafa þau hugsanatengsl af þvi áö ibáöum tilfellum (tökumt.d. Mon oncle) er um aö ræöa andspyrnu við plastmenningu nútlmans túlk- aöa af hugarflugi og gáska, sem breytist oft I grátt gaman. Aö ööru leyti eiga þeir fátt sameig- inlegt, Tage og Tati. Efni myndarinnar er I stuttu máli þaö, aö svissneskur kaup- sýslumaöur, Jean Volkswagner finnst ekki rétt aö tiunda hér alla þá atburðarás, vegna þeirra sem skunda I Háskólabió annaö kvöld. Ádeila þessarar myndar er I þvi fólgin aö teflt er fram tvennskon- ar gildismati, tveimur ólikum llfsviöhorfum. Náttúran gegn plastinu, mannllfiö gegn pening- unum, landiö og fólkiö gegn al- þjóölegu auövaldi. Jean Volks- wagner er fulitrúi þess siðar- nefnda og viö erum oft minnt á Atriði úr Eplastriöi Tage Andersons skuggahliöina á auövaldinu: þaö á aö reisa Hitlon—hótel I Deutschneylandi, svo eitthvað sé nefnt. Volkswagner stendur keik- ur á svölum og horfir yfir vöru- bila sem aka framhjá hlaönir vinnuafli, en við vegarbrúnina stendur fólkiö og veifar fánum. A sllkum stundum er gott aö vera göldróttur og geta breytt óvinum sínum I steina eöa froska. Margir ágætir leikarar taka þátt I þessu gamni, þeirra á meö- al Tage Danielsson, sem leikur einn af Lindberg—bræðrunum. Hans Alfredson leikur annan bróöur, en hann hefur samiö handritiö ásamt Tage Danielsson. Af öörum leikurum má nefna Gösta Ekman, Monica Zetter- lund, og Max von Sydow. Tvær sovéskar kvikmyndir I siöustu viku voru sýndar i Reykjavik tvær sovéskar myndir, „Flóttinn” og „Hvitt sólskin eyöi- merkurinnar”. Sýningar þessar verða að teljast til nokkurra tlö- inda, þareð sjaldan gefst tækifæri til að sjá sovéskar kvikmyndir hér. Skemmtilegt hefði veriö að sjá fleiri myndir, og þá einkum myndir sem fjaUa um nútimann, en bæði Flóttinn og Hvitt sólskin eyðimerkurinnar gerast i borg- arastrlðinu fyrir tæpum 60 árum. Þaraðauki eru myndirnar ekki alveg nýjar af nálinni, t.d. er sú siðarnefnda framleidd 1968. Bió- stjórum skal bent á að af nógu er aö taka, þvi að rússar framleíða um 140 leiknar myndir árlega. En hvað um það, nú höfum við séð þessar myndir: „Flóttinn” er sannkölluð stórmynd, tekur rúma þrjá tima i sýningu, og hefði ekki sakaðað stytta hana nokkuð, amk áður en hún var flutt úr landi (rússneskir áhorfendur vilja hafa myndir svona langar). En fyrir utan lengdina, sem að minum dómi er galli, er myndin að mörgu leyti frábær. Kvikmynda- stjórarnir Alov og Naúmov hafa unnið saman I ein tuttugu ár og gert margar góðar myndir. Nýjasta mynd þeirraer um ævin- týriTýli Ugluspegils, sem lesend- ur Þjóðviljans minnast úr myndasögu, sem birtist i blaðinu fyrir allmörgum árum. „Flóttann” byggðu þeir á rit- verkum Mikhails Búlgakovs, mikils og umdeilds rithöfundar sem lést árið 1940. Búlgakov er frægastur fyrir skáldsögur sinar Meistarinn og Margrét og Leik- hússaga, en einnig fyrir leikrit, td. Dagar Túrbinfjölskyldunnar. Myndin er i tveimur hlutum, og geristhinn fyrri á Krimskaga en hinn siðari i Istambul. Söguefnið er flótti hvitliðanna og fylgdarliös þeirra, heldra fólks og mennta- manna, undan bolsévikkum i Úljanof leikur Tsjernota hershöföingja borgarastyrjöldinni sem fylgdi i kjölfar rússnesku byltingarinnar. Nokkrir frábærir leikarar skapa ógleymanlegar myndir af þessu liði. Mikhail Úljanov leikur Tsjarnota hershöfðingja af mik- illi snilld. Hann er þróttmikill, lifsglaður og ómenntaður hers- höfðingi i fyrri hlutanum, skemmtir sér best' i striði, við drykkjuogá kvennafari. t seinni hlutanum er illa fyrir honum komið, hann selur spýtukarla i einkennisbún. Rauða hersins á fátæklegum götum Istambúl og eyðirþeim fáuaurum sem honum áskotnast með þvi móti i að- göngumiða á kakkalakkahlaupin sem einn landi hans hefur skipu- lagt og auglýst sem „sanna rúss- neska hirðiþrótt”. Lifi útlaganna er lýst napurlega og eflaust sann- sögulega. Það er ekkert gaman- mál að glata ættjörð sinni og flækjast um heiminn peninga- laus, vinalaus og allsiaus. úlja- nov lýsir þessu ástandi mjög vel, og sama er að segja um fleiri leikara. Ein af aðalpersónunum er Khlúdov hershöföingi, sem hefur látið hengja fjöldann allan af saklausu fóiki, einsog gerist i striðum. Hann er kominn með samviskubit og orðinn hálfvit- laus. Þetta er fyrsta kvikmynda- hlutverk Dvorsjetskis, sem leikur Khlúdov, en hann var áður lækn- ir. Ég veit ekki hvort læknavis- indin hafa misst mikið, en kvik- myndalistin hefur hlotið nokkurn ávinning, Dvorsjetski skapar mjög sannfærandi og hrollvekj- andi mynd af bööli sem hundeltur er af draugum sinnar eigin for- tíðar. Myndin er glæsilega tekin, ein- kum vel skipulagðar fjöldasen- urnar. Martraðir Khlúdovs eru i svört—hvitu og vekja tilætluð áhrif, en eru óþarflega oft endur- .teknar að minum dómi. Ringul- reið strlðsins er best lýst I ógleymanlegri senu þar sem ung stúlka með geit i bandi hefur óvart lent i miðjum bardaga. Hún æðir um skelfingu lostin, en þegar hún sér að henni eru allar leiðir lokaðar, gripur hún fyrir augu geitarinnar, til þess að hlifa henni við að horfa á bardagann. „Hvitt sólskin eyðimerkur- innar” auglýsa Rússar sem „sovéskan vestra”. (Gárungarn- ir kalla svoleiöis myndir ,,austra”).Þaö má til sanns vegar færa að nokkru leyti, t.d. er aðal- hetjan einn af þessum ódrepandi mönnum sem alltaf skjóta beint i mark og aldrei láta koma sér að óvörum. Samt er eitthvað mann- legt við hann, einkum og sérilagi draumar hans um Katrinu, feitu konuna sem biður hans á Volgu- bökkum. Til hennar hugsar hann alltaf þegar syrtir i álinn á eyði- merkurgöngu hans meö 9 fagrar konur I eftirdragi. Hann hefur nefnilega veriö settur yfir kvennabúr og á að koma því heilu og höldnu til næsta þorps og verja það fyrir stigamönnum. Fremur litið kemst til skila af upphafleg- um húmor myndarinnar eftir að sett var i hana enskt tal, það á einhvern veginn ekki við þessa leikara að tala amerisku. En allt um það er myndin góð kvöld- skemmtun, til annars mun ekki hafa verið ætlast af aðstandenda hálfu. Athugasemd t Kvikmyndakompu s.I. sunnudag uröu þau mistök að mér var eign- uð grein Þorsteins Jónssonar, sem hann sendi frá Osaka i Japan. Við biðjum Þorstein og lesendur afsökunar. Ingibjörg Haraldsdóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.