Þjóðviljinn - 25.06.1976, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.06.1976, Blaðsíða 3
Föstudagur 25. júfli 1OT« ÞJOÐVILJINN — SÍBA 3 Jöklaleiðangur Raunvisindastofnunar HÍ REYNIR NÝ TÆKI TIL JÖKLAMÆUNGA sem geta gjörbreytt jöklamœlingum hér á landi ef þau reynast vel Um síðustu helgi lagði af staðhópur manna á vegum Raunvísindastofnunar Há- skóla Islands/ undir stjórn Helga Björnssonar jökla- fræðings/ uppá Vatnajökul og er tilgangur ferðarinnar að reyna ný tæki til jökla- mælinga/ sem smíðuð hafa verið í Englandi og eru sér- fræðingar frá Cambridge- háskóla með i ferðinni. Að sögn Sveinbjörns Björnsson- ar forstöðumanns Raunvisinda- stofnunar H1 eru þessi tæki til þes's gerð að mæla þykkt jökla og likjast þau einna helst radar, það er send út sterk rafbylgja og sið- an er endurkastið mælt. Þessi tæki eru alveg ný og hafa ekki verið prófuð á svokölluðum þýð- jöklum áður,en allir jöklar á Is- landi eru þýðjöklar, en tækin hafa reynst vel á svokölluðum gadd- jöklum, eins og til að mynda Grænlandsjökli. Fyrirhugað er að leiðangur þessi standi yfir i 2 vikur og reyni tækin tilfulls. Ef vel tekst og vel viðrar þá er fyrirhugað að leið- angurinn fari uppi Grimsvötn, og mæli þar. Ef leiðangurinn i heild tekst vel og tækin reynast eins og vonast er til er fyrirhugað að fara aftur næsta ár út i þykktarmæl- ingar á jöklum landsins. Þess má og geta að annar leið- angur er á Vatnajökli, en hann er á vegum Jöklarannsóknafélags- ins, en leiðangur á vegum þess félags hefur farið árlega að mæla jökla, en að þessu sinni er leið- angurinn á Tungárjökli að mæla iang og þversnið jökulsins. —S.dór Ekki ákveðið hvenær sáð verður í flagið — segir Ásgeir Magnússon um viðskilnað Járnblendifélagsins En hvernig sem allt veltist mun Járnblendifélagið gangast undir þá skyldu sina að ganga snyrti- lega frá athafnasvæðinu á Grundartanga. Það er ekki bara spurningin um að sá, heldur er mikið verk óunnið við að lagfæra jarðveginn þar efra.” Þetta sagði Asgeir Magnússon, framkvæmdastjóri Járnblendi- félagsins, þegar Þjóðviljinn bar það undir hann hvort ekki væri ætlun félagsins að sá i flagið á Grundartanga i sumar. Eins og Þjóðviljinn hefur skýrt frá fóru milli 50 og 60 borgfirðingar og sáðu I sárin á tanganum 17. júni. Með þvi vildu þeir meðal annars vekja athygli á þvi hve illa Járn- blendifélagið og Union Carbide hafa skilið við á athafnasvæði A þjóðhátiöardaginn tók sig til hópur fóiks úr Borgarfirði og sáði I hluta fyrirhugaðrar járnblendiverk- af flaginu á Grundartanga. smiðju. og Union Carbide á Grundartanga „Það verður lagað til og snyrt á ekki ráðlegt að fara að setja smá- Grundartanga, en hvenær það hópa i gang núna, meðan ekki verður gert er ekki hægt að segja liggur ljóst fyrir hvernig fram- neitt um i dag. Við teljum það haldið verður með verksmiðjuna. Hér sést friðaða svæöið norðaustur af landinu en þar heldur smá- fiskur sig allt frá flæöarmáli og 50-60 milur á haf út. Ef til kemur munu oliuboranirnar fara fram á eða i næsta nágrenni við þetta svæði. OLÍA OG FISKUR Nú hafa sovéskir visinda- menn orðið til þess að is- lendingar eru komnir mcð oliubragð i munninn. Nú á að fara að bora norðaustur af landinu og jafnvel á miðri Melrakkasléttu i þeirri von að upp spýtist svart gull i striðum straumum. 1 þessari umræðu rifjaðist það upp fyrir okkur hér á Þjóðviljanum að i vetur var mikið skammast út i breska togara sem voru að skrapa upp smáfisk út af Langanesi og Sléttu. Þar var semsé friðað svæði fyrir togveiðar og skipti engu hver átti trollið. Nánar tiltekið er friðaða svæðið afmarkað af linum sem ganga réttvisandi i norð- ur frá Rifstanga og austur frá Langanesi 200 milur á haf út. A þessu svæði eru mikilvægar uppeldisstöðvar þorsks eins og reyndar á öllu svæðinu frá Reykjaf jarðarai austur um að Glettinganesgrunni. A þessu svæði er mikið af smáfiski amk. 50-60 milur á haf út. Nú segja menn ab olian sem rússinn þóttist finna lykt af sé 160 milur undan landi og fyrir utan landgrunnið. En þaði hefur einnig komið fram að sovétmenn telja að setlögin sem olian er i teygi sig undir landgrunnið og ailt inn á Melrakkasléttu. Það kæmi þvi til álita að bora hvar sem er á þessu bili. Reynsla annarra þjóða sýnir að boranir á landgrunni geta haft ófyrirsjáanleg áhrif á viðgang fiskistofan. Og menn geta imyndað sér áhrif oliumengunar á smáþorsk og annað ungviði. 1 siðasta laugardagsblaði gátu menn lesið um áhyggjur grænleskra fiskimanna af oliuborunum úti Reynsla annarra þjóða sýnir að boranir á landgrunni geta haft ófyrirsjáanleg áhrif á viðgang fiskistofna. Og menn geta imyndað sér áhrif oliumengunar á smáþorks og annað ungviði. 1 siðasta laugardagsblaði gátu menn lesið um áhyggjur grænlensra fiskimanna af oliuborunum úti fyrir ströndum Grænlands en þær fóru fram á miðjum rækjuveiðislóðum þeirra. Nú þegar það virðist i sjón- máli að hafréttarráðstefna Sameinuðu þjóðanna sam- þykki 200 sjómilna efnahags- lögsögu strandrikja ættu menn að gera sér grein fyrir þvi að slikri lögsögu fylgja ekki aðeins forréttindi til að Framhald á bls. 14. Nú kárnar gamanið LÖGMAÐUR VL-INGA BRIGSLAR ÞJÓÐVILJANUM UM FALSANIR Merkileg tiðindi gerðust i réttarhaldi hinn 14. júni s.I. þegar þingað var i einu VL-mál- anna, þvi sem Jónatan Þór- mundsson o.fl. hafa höfðað gegn Svavari Gestssyni ritstjóra Þjóðviljans. 1 þessu réttarhaldi lagði lög- maður stefnda, Ingi R. Helga- son hrl., fram nokkur skjöi en að þvi loknu lýsti hann yfir, að hann væri reiðubúinn til þess að Ijúka gagnaöflun i málinu. Ekki óskaði hann sérstaklega eftir þvi, að stefncndur kæmu fyrir dóm, enda er málið ekki viða- mikið, þvi aðeins er stefnt fyrir eina einustu sctningu I leiðara Þjóðviljans 22. mars 1974. Þá gcrðist það, að lögmaður stefnenda Gunnar M. Guð- mundsson hrl., skoraði á lög- mann stefnda að leggjá fram frumrit undirskriftalistans á dómskjali nr. 7. Þetta skal nr. 7 er undir- skriftarskjal 152 málsmetandi manna á sviði visinda- og lista, þar sem þeir skrifa nöfn sln undir harðorða mótmælayfir- lýsingu gegn þvi tiltæki að- standenda Varins lands að lög- sækja andstæðinga sina fyrir meiðyrði. 1 þingbók réttarins lét lög- maður stefnenda bóka eftirfar- andi: ,,Að öðrum kosti held ég þvi fram, að nafnaritanir á skjali þessu séu að meira eða minna leyti falsaðar og vitna i þvi sambandi til ummæla Bjarna Guðnasonar prófessors i máli stefnenda gegn Garðari Viborg, en er hann kom fyrir dóm sem vitni I þvi máli kannaðist hann ekki við undir- skrift sina undir þetta skjal." 1 tilefni af þessari bókun lét Ingi R. Ilelgason bóka eftirfar- andi: „Ég tel, að lögmaður hafi haft hér uppi nokkuö stór orð unt falsanir nafnritunar á það skjal, sem i niáli þessu er mcrkt nr. 7. Ég mun hlutast til um að afla þessa frumgagns, en sé það fyrir einhverra hluta sakir ófinnanlegt, þá mun ég gera ráðstafanir til þess að þessir 152 menn komi hér fyrir dóminn til þess að tjá sig um sina nafnritun, þar sem ég vil ekki una þeim ásökunum, sem fólgnar voru i ummælum hátt- virts andstæðings.” Er Ijóst, að finnist ekki frum- gögn þessa réttarskjals, verður að leiða sem vitni svo marga af þessum 152 mönnum, að lög- maður VL-inganna dragi um- tnæli sin um falsanir á nafnritun þeirra til baka, og er hætt við að sumum finnist nú gamanið kárna i þessum umfangsmestu meiðyrðamálaferlum sem háð hafa verið á tslandi. Gunnar M. Guðmundsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.