Þjóðviljinn - 25.06.1976, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 25.06.1976, Blaðsíða 16
Fimm hundr uð smálestir í súginn? Meöal þeirra útflutnings- vara okkar islendinga, sem viröast eiga hvaö mesta fram- tiö fyrir sér, eru ullar- og skinnavörur. Þær veröa æ vin- sælli úti I hinum störa heimi. Veldur þvi margt: Fram- leiöslan er vönduö. Hráefniö, islenska ullin, á ekki sinn lika annarsstaöar i veröldinni. Gærurnar eru léttari og voö- felldari en af erlendum sauö- fjárkynjum. En þvi fer fjarri aö þetta verömæta hráefni komi allt til skila. Fimm hundruö smá- Framhald á bls. 14. Mestu tón- listarhátið á Islandi Sumarferðin: Glœsilegt ferðahapp- drœtti Eins og áður hefur verið skýrt frá i Þjóðviljanum verður eitt glæsilegasta happadrætti ársins i sumarferð Alþýðubandalagsins. Margir vinningar veröa i hverja rútu en hæsti vinningurinn er ferð fyrir tvo til Portoroz i Júgóslaviu með uppihaldi á finasta hótelinu þar i 3 vikur. Verðmæti þessa vinnings er 107 þúsund krónur en ferðin verður farin á vegum ferðaskrifstofunnar Landsýnar. Vegna takmarkaðs miðafjölda eru vinningslikur afar miklar. Sumarferð Alþýðubandalagsins er opin öllum og er fólk hvatt til að næla sér i miða strax, áður en það verður um seinan. • Frá Portoroz BARUM BfíEGST EKK/ ■ vorubíla l I hjólbarðar I fM Kynnið ykkur hin hagstæðu verð. ■■ TEKKNESKA B/FfíEIÐAUMBOÐIÐ Á /SLAND/ H/F AUÐBREKKU 44—46 KÓPAVOGI SÍMI 42606 Fyrsta þjóðþing landsins alls kemur saman SINGAPOR 24/6— Vietnam er eitt og sameinað riki frá og með deginum i dag að telja. Var þessu lýst yfir i Hanoi, höfuð- borg Norður-VIetnams þegar nýkjörið þjóðþing, sem 492 full- trúar eiga sæti á var sett i Ba Dinh-þinghúsinu. Þingið, sem fer með æöstu völd I landinu, á meðal annars fyrir höndum að semja stjórnarskrá, velja hinu nýja riki höfuöborg og leggja drög að skipulagningu stjórn- kerfis fyrir landið allt. Hiðnýja ríki horíist i augu við gifurlega erfiðleika, þvi að enn- þá er efnahagslif suðuhlutans að miklu leyti i rústum eftir striðið, sem lauk fyrir aðeins rúmu ári. Háttsettur suðurvietnamskur embættismaður, Nguyen Van Hieu, sagði fréttamönnum ný- lega að þjóð hans ætti einnig við að glima gifurlega erfiöleika i félagsmálum og heilbrigðismál- um, sem eru afleiðingar striðs- ins og dvalar Bandarikjahers i landinu. Ein miljón manna i Suður-Víetnam þjáist af kyn- ferðissjúkdómum og á yfirráða- svæði Saigon-stjórnarinnar voru tugþúsundir vændis- kvenna, eiturlyfjaneytenda og afbrotamanna sem þarf að koma á réttan kjöl. Striðið tók einnig mjög á norðurhluta landsins og heldur norurvlet- namska stjórnin þvi fram að Bandarikin hafi 19731ofað þvi að greiöa Noröur-VIetnam 3.250 miljónir dollara i bætur fyrir tjón það sem lofthernaður Bandarikjanna olli. Bandarikin viðurkenna að þau hafi heitið bótum, en segjast ekki hafa til- tekið neina upphæð. Umræddar bætur hafa enn ekki verið inntar af hendi. Þrátt fyrir erfiðleikana fram- undan var mikið um dýrðir og glatt á hjalla i Hanoi i dag, er lýst var yfir sameiningu lands- ins og setningu fyrsta þjóð- þingsins fyrir landið allt. Eysteinn hirtir ráðherra fyrir betUhugmyndir Tollar á flestum sjávar- afurðum lækka um 80% Viðskiptaráðuneytið hefur gefiö út Viðskiptafréttir, þar sem veitt- ar eru upplýsingar um vörusvið og tollfriðindi á EBE-svæðinu frá 1. júll. Jafnframt er eftirfarandi yfirlit gefið um þýðingu þess að friverslunarsamningurinn fra 72 kemur nú til framkvæmda aöfullu, að minnsta kosti um sinn: „Efnahagsbandalagið hefur fallist á að framkvæma tolla- lækkanir á islenskum sjávar- afurðum eins og bókun nr, 6 hafi tekið gildi um leið og fri- verslunarsamningurinn 1. april 1973. Hefur þetta i för með sér, að tollar stofnrikja EBE á flestum Islenskum sjáfarafruðum lækka um 80%, en afurðir, svo sem freð- fiskflök og fryst rækja, sem voru samkvæmt EFTA-samningnum tollfrjálsar I Bretlandi og Dan- mörku áður en þau gengu I bandalagið, verða strax 1. júli 1976 tollfrjáls á nýjanleik. Þannig lækkar tollur á flökum i stofn- rikjum EBE úr 15% i 3% 1. júli 1976 og verður svo alveg felldur niður 1. júli 1977. Hins vegar fellur strax niður 12% tollur, sem verið hefur I gildi i Bretlandi og Danmörku. Á sama hátt lækkar tollur á frystri rækju i stofn- rikjum bandalagsins úr 20% I 4% og verður svo afnuminn að ári, en i fyrri aðildarríkjum EFTA, Bretlandi og Danmörku, fellur 16% tollur alveg niður strax. Slikur tollamunur I eitt ár verð- ur samt ekki á Isfiski, sem féll ekki undir EFTA samkomulagið, heldur verður sami tollur á Isfiski I öllum bandalagslöndum, 3.7% á þorski, ýsu og ufsa I stað 12% og 15% og 2% á karfa i stað 6.4% og 8%. Með framkvæmd á bókun nr. 6 hefur friverslunarsamningur Is- lands og Efnahagsbandalagsins frá 22. júli 1972 tekið að fullu gildi. Viö samningsgerðina var talið, að vörusvið samningsins næði til Framhald á bls. 14. lauk í gær Norrænum músikdögum lauk i gærkvöldi, — en þeir voru mesta tónlistarhátið á Islandi, 48 verk voru flutt á 11 tónleikum og komu 450 manns fram. Norrænir músikdagar eru haldnir að tilhlutan Tónskálda- ráös Norðurlanda, en það er sam- bandsfélag allra tónskáldafélaga á Norðurlöndum, — og er þessi hátið haldin á tveggja ára fresti til skiptis i löndunum. Gestir hátiðarinnar að þessu sinni voru kanadiskir tónlistar- menn, — en á næstu hátið sem fyrirhugað er að halda i Stokk- hólmi árið 1978 undir kjörorðinu Tónskáld og fjölmiðlar veröa austur-þjóðverjar gestir Tón- skáldaráðs Norðurlanda. Stórstúkufundur á Alþingi Stórstúka islands var stofnuð var setningarfundurinn haldinn fyrir niutiu árum I Alþingishús- i sölum Alþingis. A myndinni inu. i gær var sett þing Stór- sést Helgi Seljan alþingismaður stúkunnar og i tilefni afmælisins ávarpa þingfulltrúa og gesti. Fjórir ráðherrar með, þrir ó móti og einn óviss enn i afstöðunni til þess að herinn borgi islenskar framkvœmdir Nú hafa allir ráðherrarnir nema Matthias Mathiesen tjáð sig vegna hugsanlegs leigugjalds af hernáminu eða vegna hugsan- legrar þátttöku bandarikja- manna i framkvæmdum á Is- landi. Þeir sem virðast hlynntir þvi að bandarikjamenn verði látnir greiða islenskar fram- kvæmdir eru: Gunnar Thoroddsen Matthias Bjarnason Ólafur Jóhannesson Halldór E. Sigurðsson Þeir sem hafa lýst sig andviga slikri tilhögun eru: Geir Hallgrimsson Vilhjálmur Hjálmarsson Einar Agústsson Þá hefur formaður Alþýöu- flokksins Benedikt Gröndal lýst stuðningi viö þessar betlihug- myndir, en Gylfi Þ. Gislason kveðst andvigur þeim. Þannig eru herstöðvarflokkarnir klofnir niður i rót i þessu máli að þvi er best verður séð. Afstaða Alþýðubandalagsins i þessum efnum er þekkt og hefur Þjóðviljinn lýst afdráttarlausri andstöðu við „hugmyndir Gunn- ars.” 1 gær skrifar Eysteinn Jónsson grein i Timann þar sem hann ræðst gegn „hugmyndum Gunnars.”: „Ég vara eindregið við þvi að sú stefna verði nú tekin upp að gera dvöl varnarliðs eða her- stöðvar að féþúfu fyrir rikis- búskap okkar I einu eða öðru formi. Verði fariö inn á þá braut er meira en erfitt að fóta sig og tsland má aldrei verða fjötrað með þvi að vera fjárhagslega háð dvöl erlends vernarliðs i landinu. Það er nógu erfitt fyrir smáþjóð að halda sjálfstæði sinu — þótt þess háttar fjötrar bætist ekki við önnur vandkvæöi, sem fylgja þvi að vera litil þjóð i hörðum heimi, þar sem ekki skortir að þeir stærri og sterkari vilji ráða fleiru en sinum eigin málum.” Greinilega er Eysteinn þarna að hirta flokksbræður sina sem hafa lýst stuðningi við að betla fé af hernum og svo þá rikisstjórn sem nú ræðir i alvöru um þessi mál — fyrsta rikisstjórnin á Is- landi þar sem slik mál eru tekin á dagskrá! DJÚÐVIUINN Föstudagur 25. júni 1976 VlETNAM SAMEINAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.