Þjóðviljinn - 25.06.1976, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 25.06.1976, Blaðsíða 11
Föstiítfagur 2S. }tfni Wfi ÞJÖOVH..n«IN — St®A II Vilborg var vonsvikin i gærkvöldien gat þó svo sannarlega skrifaö misheppnaöa tilraun sina á reikning veöurguöanna. Hér ræöir hún viö hafnfirskan þjáifara sinn. Mynd: —gsp Frábœr árangur hjá Vilborgu í rigning- unni í gœrkvöldi! Hún náði nœstbesta tíma sínum í 200 m skriðsundi og vantaði 8 sekúndubrot í OL-lágmarkið — Ég get vissulega verið mjög ánægð með þennan tíma i 200 metrunum en það vantar ennþá þessi sekúndubrot í lágmarkið/ sagði Vilborg Sverrisdóttir vonsvikin á svip eftir enn eina misheppnaða tilraun við Ol-lágmarkið í 200 m. skriðsundi. I gærkvöldi var tími hennar þó mjög góður miðað við aðstæður. Hún synti á 2.15.8 mín. en lág- markið er 2.15.0 svo að ekki munaði nema 8 sekúndu- brotum. Grenjandi rigning og kuldi var í gærkvöldi og dregur það ávallt eitthvað úr árangri. Vilborg synti ein i gær án nokkurrar keppni eins og venjulega og einnig það hefur sitt að segja. Er það skoðun margra að nánast sé hlægi- legt að leggja það á Vil- borgu að reyna frekar við lágmarkið, hún hefur sýnt hvers hún er megnug og vitaðer að hún getur miklu betur i keppni og við góðar aöstæður. Olympiunefndin er þó ekki á sama máli og einu yfirlýsingarnar sem þaðan koma eru þær, að nú sé ekki nóg að ná lág- mörkunum — aðeins 12 keppendur verði sendir á leikana og er því enginn öruggur með farseðilinn sinn! — Þeir gætu alveg eins skrifað þessum krökkum bréf og beðið þau vinsamlegast um að ná ekki Ol-lágmörkunum, sagði Guð- mundur Harðarson sundþjálfari i gærkvöldi. — Menn eru argir út i nefndina fyrir svona yfirlýsingar þegar iþróttamenn æfa kvölds og morgna l mikilli taugaspennu vegna bardagans við lágmörkin. Ekki sist vegna þess að nákvæm- lega þetta sama gerðist fyrir sið- ustu Ol-leika. Svona yfirlýsingar eru eins og köld vatnsgusa framan i krakkana og engum til góðs. Um fjörutiu manns, sund- laugargestir og félagar Vilborg- ar, stóðu á bakkanum og hvöttu óspart þegar hún reyndi við lág- markið i gærkvöldi. Vilborg var dálitið upptrekkt áður en sundið hófst enda hafa siðustu dagarnir verið erfiðir. Hún hefur reynt á þriggja til fjögurra daga fresti siðustu vikurnar og aldrei munað nema sáralitlu að dæmið gengi fullkomlega upp. Til stóð að Þórunn Alfreðsdóttir reyndi i gærkvöldi við lágmarkið i flugsundi en hún var hálflasin og treysti sér ekki til þess. Bára ólafsdóttir reyndi við ts- landsmetið i 400 m. fjórsundi og synti á timanum 5.43.1 min. en metið á Þórunn Alfreðsdóttir enn- þá og er það 5.31.1. Næsta tilráun Vilborgar við lágmarkið verður á Reykjavikur- meistaramótinu um helgina. Fyrri daginn reynir hún við 200 metrana og á sunnudeginum Framhald á bls. 14. Enn mistókst Þrótturum að ná sér í stig Vikingur sigraði 2:0 í viðureign liðanna í gœrkveldi Þróttarar eru ennþá á botni 1. deildar meö ekkert stig eftir aö þeir töpuöu i gær fyrir Vikingum meö tveimur mörkum gegn engu i sannkölluöum rigningarleik. Regniö buldi á leikmönnum nær látlaust og leikurinn einkenndist af þeim erfiöu aöstæöum sem viö var aö glima. Vikingar gerðu út um leikinn á fyrstu 15 minútunum. Þeir skoruðu þá bæði mörk sin, en réttara sagt fengu þau bæði skráð á sinn reikning. Það var nefnilega varnar- maður Þróttar, Gunnar Ingva- son, sem var svo óheppinn aö senda boltann yfir markvörð sinn og i eigið mark á 9. min. Gerðist Framhald á bls. 14. Þróttur I vörn eins og venjulega i leiknum I gærkvöldi. Mynd: —gsp Ný sovésk fimleika- stjarna,Nelli Kim hún er sögð ný „Olga Korbut,, hjá þeim þar eystra Nelli Kim er aöeins 18 ára en telur sig þó engan nýliöa i iþróttum. Hún er i landsliöi Sovétrikjanna i leikfimi, en þaö liö á heimsmeistaratitil- inn, hún varö önnur I Evrópu- meistarak'eppninni og sigraöi á 6. innanlandsmóti Sovétríkj- anna. Við spyrjum hana hvernig hún hafi byrjað feril sinn i iþróttum. „Það var ekki fyrir tilvilj- un” svarar hún. „Þetta gcrðist fyrir næstum þvi 10 ár- uni, þcgar ég var niu ára. Sér- fræðingarnir segja að það sé of hár aldur til aö byrja i leik fimi. Ég var þá i skóla i Tsimkent i Kasakhstan, þar sem ég á enn hcima. Leikfimi var skyldunámsgrein en þar að auki máttum við taka þátt i einni iþróttagrein i viðbót, ef við vildum. fsg tók þátt i þess- um aukatimum, mér til mik- illar ánægju og fékk þar þjálf un i leikfimi til viðbótar þeirri scm ég fékk i skyldutimunum. Það var siöur að þjálfarar iþróttakiúbba og iþróttaskóla kæmu að horfa á okkur i þess- um timum, þeir voru að leita að krökkum meö hæfileika. Einu sinni kom þarna frægur þjáifari að nafni Vladimir Bædin. Hann tók eftir mér og tók að sér að þjálfa mig. Eftir það fór ég til hans oft i viku, þegar ég var búin að læra heima á kvöldin. Ég veit ekki ennþá hvað það var i mér sem vakti athygli hans. Ég var ekkert frábrugðin hinum stelpunum. Pinulitil og mjó. Ég er það reyndar enn hæöin er 157 sm og þyngdin 48 kg.” „Stúkurnar i landsliöinu segja að þú vinnir ótrúlega mikið. Ilvernig öðlast þú þessa vinnugleði og seiglu?” „I fjölskyldu minni liefur alltaf verið lögð mest áhersla á að vinna,vera hciðarlegur og gefast ckki upp. Kannski er það þess vegna, sem ég reyni alltaf að ná sem bestum árangri I öllu sem ég tek mér fyrir hendur, hvort sem það er iþróttir eða nám. Nú er ég i iþróttaskóla. Y ngri systkini min tvö, Sasha, sem er 15 ára og lra sem er 10 ára, hafa lika mikinn áhuga á iþróttum og stunda þær meö skólanum, þar sem þau standa sig með ágætum. Mamma afgreiðir i matvöruverslun og pabbi er verkstjóri i asbest-vcrk- smiðju.” „Hefurðu nokkurn tima til að sinna öðrum áhugamálum en íþróttum?” „Ég hef mikla ánægju af að lesa. Gleypi i mig visinda- skáldsögur. Sem stendur er ég að lesa bækur eftir Emile Zola. Ég er lika lirifin af tón- list, bæði sigildri og jass, þó sérstaklega jass. Ég styðst mjög við tónlist i leikfiminni. Tilað byrja með átti ég i erfið- leikum meö frjálsar æfingar, mér gekk betur á slánni. En svo fór ég að æfa frjálsar æfingar eftir tónlist Posjlakovs „Dans frá Nenets”. Þetta er hratt og hressilegt lag. Mér gekk svo vel, að 1975 varð é Evrópu- meistari i frjálsum æfingum.” „i fjölmiðlum cr oft sagt að þú sér „járnhörö” og gjörn á að taka áhættum. Er þetta satt?” „Ég er ekkert hrifin af svona einkunnum, sem blaða- menn gefa manni, en mér finnst að visu gaman að taka áhættum. Enda kæmist maður ekki langt án þess. Til dæmis þurfti ég að leika ymislegt eftir Olgu Korbut og jafnvel gera hennar „númer” ennþá flóknara fyrir siðasta leikár. Olga er einmitt fræg fyrir dirfsku og nýjungar. En ég stökk „Korbut-heljarstökkið" á slánni ekki i lok æfingarinnar eins og Olga gerir, heldur i miðri æfingu, sem er auðvitað meiri áhætta. En ég veit ekki hvað þeir eiga við þegar þeir segja, aö ég sé „járnhörð”. Ef til vill finnst þeim ég vera með svona sterkar taugar. A undanförn- um árum hef ég lært að beina athyglinni frá taugaveiklun- inni sem fylgir alltaf keppn- um, með þvi að hugsa mér að ég sé ekkert aö keppa heldur sé ég bara á einhverri skemmtilegri hátið. Þannig leið mér til dæmis i Montreal á undirbúningsvikunni fyrir Ólympiuleikana, þarsem mér tókst að sigra i þremur æfing- um af fjórum" (APN)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.