Þjóðviljinn - 25.06.1976, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 25.06.1976, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. júni 1976 Skrifið eða hringið. Sími: 17500 Skilum landinu hreinu til sósíalismans Ég las nýlega tvær greinar i Þjóöviljanum, hina fyrri cftir Stefán Jónsson, alþm. en þá siö- ari eftir Ásmund Stefánsson, hagfræöing. Nokkuö viröist mér aö grein Stefáns um „eignar- hald á landi”, hafi fariö i taug- arnar á Ásmundi hagfræöingi og mun ég ekki blanda mér neitt i þeirra viöskipti en játa þó, aö skrif þeirra hvöttu mig til aö koma á framfæri nokkrum hug- myndum mfnum um þessi efni. Kannski er ekki heldur svo fráleitt, að ósköp venjulegur bóndi, meira að segja „sjálfs- eignarbóndi”, láti nokkuð i sér heyra um „eignarrétt á landi, gögnum þess og gæðum”, eins og það mun heita á máli krat- anna. Já, þingsályklunartill. Braga krata Sigurjónssonar og co. er mikið mál og virðist rugla marga i riminu. Mig langar til að skjóta þvi hér inn i, að nú I vor, veittist okkur Héraðsbúum sá heiður að hlýða á Braga túlka sitt mál á Menningarvöku okk- ar. Ég missti nú reyndar af framsöguerindi Braga en tel það, eftir atvikum, engan skaða þótt svo færi, enda kom á daginn að senunni var stolið frá fram- sögumanni af Sverri nokkrum Hermannssyni, svokölluðum þingmanni Austurlands. Sverrir hélt stórkostlega ræðu um „heilagan eignarrétt” stórút- gerðarmanna, þótt aldrei nema þeir komist yfir skipin með allt að 120 % aðstoð af almannafé og þjóðnýta svo tap, sem þeir geta búið til sjálfir. Um hagnað, ef einhver er, gegnir auðvitað öðru máli, eins og allir geta skilið. Sverrir „sannaöi” siðan, með áhrifamiklum látbrögðum hvað BtJR., sem hann tiltók sérstak- lega, væri slæmt fyrirtæki og kæmi illa við sig sem skatt- greiðanda. Hann dró peninga- pung mikinn upp úr vasa sinum, veifaði honum framan i fundar- menn og sagði: „Ég borga hallann á BÚR”. Sumum datt I hug að þessum 120% hefði þá verið vel varið, að koma fótunum undir þennan mann, úr þvi að hann stæði und- ir bæjarútgerðinni. Þetta var nú útúrdúr frá „eignarrétti” á landi en þetta var svolitið um annarskonar „eignarrétt”. Um hvað var Laxárdeilan? — Þegar hugleidd er þjóðnýting á landi, gögnum þess og gæðum, kemur ýmislegt upp i hugann. Þar ber hæst LaXárdeiluna þó að af ýmsu sé að tpka. Eftir þvi, sem ég veit best,. var sú deila um það, hvort Laxárvirkjunar- stjórn, með fulltingi rikisvalds- ins, fengi að byggja svokallaða Gljúfurversvirkjun, sem mun hafa legið fullhönnuð á teikni- borðum sérfræðinga. Að þvi hafa verið færð fullgild rök, að virkjun þessi, með Suðurárveitu i Mývatn, og glæfralegri stiflu- gerð i Laxá, hefði þýtt hvorki meira né minna en eyðileggingu Laxár og Mývatns, ásamt stór- felldri kaffæringu lands I Lax- árdal, auk beinnar lifshættu fyr- ir fólk það, sem hefði mátt eiga allt sitt undir öryggi eða öllu heldur öryggisleysi stiflumann- virkja. Auðvitað kölluðu svo brjálæð- isleg áform, sem unnið var að á meðan stætt var, á andsvar fólksins. Andspyrnan kom svo sannarlega. Hér var engin nátt- úruverndarrómantik allsráð- andi þó að náttúruvernd hlyti, eðli málsins samkvæmt, að tengjast þessu mjög mikiö, vegna þess að náttúran sjálf og lifsgrundvöllur þessa fólks fór algjörlega saman. Blind gróða- öfl, sem hugsuðu i nokkrum megavöttum, en þó mest um há- marksgróðann með sem minnstri fyrirhöfn, vógu hér ab lifshagsmunum sveitafólksins. Þessi saga er öllum kunn, bæði lok Laxárdeilu, sem hlaut aö enda með sigri fólksins og eins hin sagan, sem er enn að gerast, hér og um allan heim, nefnilega skefjalaus rányrkja og tortim- ing auðvaldsins á náttúrugæð- um. Þeirri sögu verður einnig að ljúka með sigri alþýðunnar, að öðrum kosti blasir alger tor- timing við. Og þá kom tillaga til þing- ályktunar. Nokkrir kratar, og að visu margir fleiri, sættu sig illa við sigur bænda yfir skammsýnu og gráðugu auðvaldi og þessvegna er tillaga þeirra fram komin. Hún er þvi þegar af þeirri ástæðu forkastanleg, en margt fleira kemur þó til sem veldur þvi, að sumir sósfalistar geta ekki stutt hana. Þar má til nefna nokkur atriði svo sem i fyrsta lagi: Ekkert er finnanlegt i stefnu eða störfum krata, sem bendir til að þeir stefni að sósíalisma. Tillöguflutningur þeirra er þvi, af þeirri ástæðu, marklaust glamur. 1 öðru lagi? Rikisvald brask- aranna bútar niður og selur rík- isjarðir til einstaklinga. Þetta er gert með kliku- og hrossa- kaupasniði. í þriðja lagi, og þetta er að minum dómi höfuðatriði: t auð- valdsþjóðfélagi er þjóðnýting ekki til. Hún er eins og nýju fötin keisarans — blekking, vegna þess, að burgeisarnir nota sitt eigiö rikisvald til þess að tryggja sinn eigin gróða og völd. Vinnandi alþýða landsins nýtur þar einskis en er eftir sem áður aðins tæki auðvaldsins til áframhaldandi auðsöfnunar. Að endingu vil ég leggja áherslu á nokkur atriði. Það er að minum dómi rétt afstaða, sem Stefán Jónsson og Helgi Seljan hafa tii tillöguflutnings kratanna.Bændum ber aðstanda vörð, I öllu tilliti, um bújarðir slnar, og hrinda ásókn auövalds og braskara til yfirráða. Bænd- ur verða að leggja sitt af mörk- um til að skapa samstöðu með verkalýð og vinnandi alþýðu bæjanna og hafa það háleita markmið að leiðarljósi, að koma á fullkomlega sósialisku þjóðskipulagi. Sú barátta mun, eins og nú háttar til, fara fram i andstöðu við verkalýðs- og bændaforystuna. Rétt stefna, eins og nú er ástatt i þjóðfélag- inu, er að minum dómi sú, að bændur og alþýða öll stuðli að eflingu sveitarfélaganna og sameiningu, þar sem það þykir henta, enda verði sameining til þess að einfalda stjórn þeirra en jafnframt styrkja, gegn rikis- valdi auðvaldsins. Sú „þjóðnýting”, sem gæti komið almenningi að gagni i okkar rotnandi auðvaldsþjóð- félagi og nú þarf að berjast fyrir er: 1 fyrsta lagi: Öll afréttarlönd verði eign sveitarfélaga. 1 öðru lagi: öll vatnsréttindi, heit og köld, verði eign sveitar- félaga, (aldrei framar Svarts- engishneyksli). 1 þriðja lagi: Allar eyði-, kirkju- og rikisjarðir verði eign ) sveitarfélaga. 1 fjórða lagi: öll hlunnindi, hverju nafni, sem nefnast, verði eign sveitarfélaga. Og i fimmta lagi: Bújarðir i eigu einstakra braskara, sem ekki nytja þær til búskapar, verði iagðar undir sveitarfélög- in, endurgjaldslaust. Að endingu þetta: Vinnandi alþýða i sveit og við sjó. Stönd- um vörðum landið og gæði þess. Berjumst hart gegn landssölu- áformum VL-klikunnar, sem nú heimtar að þjóðin selji sig, að hætti gleðikvenna. Tökum öll virkan þátt i baráttu herstöðva- andstæðinga og gerum þau samtök að þjóðfrelsisfylkingu. Hreinsum burt bandariska smán og skilum landinu hreinu til srtsialismans. Jón St. Árnason, Finnsstöðum. HREINGERNING

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.