Þjóðviljinn - 25.06.1976, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.06.1976, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 25. júní 1976 DJOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. (Jtgefandi: (Jtgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón meö sunnudagsblaöi: Árni Bergmann Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólavöröust. 19. Simi 17500 (5 línur) Prentun: Blaöaprent h.f. ÞORSKURINN OG LEIGUGJALDIÐ Matthias Bjarnason sjávarútvegsráð- herra hefur lýst þvi yfir opinberlega i við- tali við Þjóðviljann i gær að hann taki ekki mark á „svörtu skýrslunni”. Þessi maka- lausa yfirlýsing ráðherrans hlýtur að koma mörgum á óvart, enda þótt aðgerð- arleysi ráðherrans hingað til hafi að visu bent til þess að hann væri þeirrar skoðun- ar að skýrsla þessi væri ekki marktæk. I svörtu skýrslunni var gert ráð fyrir 230 þúsund tonna hámarksafla af þorski. Sið- ar komu fram upplýsingar sem bentu til þess að i rauninni mætti ekki veiða svo mikið. Þrátt fyrir þessar upplýsingar, — i svörtu skýrslunni og siðar — hafa stjórn- arvöld ekki sinnt þeim i neinu og þau tóku sjálf ákvörðun um að veiða 280 þúsund tonn á árinu 1976 en það þýðir að aflinn á næsta ári má alls ekki fara yfir það mark ' heldur. Þrátt fyrir varnaðarorðin hefur sjávar- útvegsráðherrann ekkert aðhafst að marki til þess að stemma stigu við sókn- inni i þorskinn og hann var eins og kunn- ugt er allra manna áfjáðastur i að semja um veiðar útlendinga innan islensku land- helginnar. Nú, á miðju árinu 1976, litur þvi út fyrir að aflinn af þorski verði um 320 þúsund Iestir eða um 100 þúsund lestum meiri en svarta skýrslan gerir ráð fyrir og liklega um það bil tvisvar sinnum meiri en gert er ráð fyrir samkvæmt hinum nýju upplýsingum sem fiskifræðingar hafa nefnt opinberlega en Hafannsóknarstofn- unin hefur þó ekki komið frá sér enn í end- anlegu formi. Andvaraleysi stjórnarvalda i sjávarút- vegsmálum kemur ekki á óvart, núver- andi rikisstjórn hefur jafnan sýnt að hún hefur litinn eða engan skilning á þýðingu sjávarútvegsins. Raðherra sjávarútvegs- mála hefur verið svo önnum kafinn við að semja við útlendinga undanfarin misseri að fiskveiðistefna islendinga hefur orðið út undan. Það ber upp mjög á sama tima að Matthias Bjarnason sjávarútvegsráð- herra lýsir þvi yfir að hann ætli i reynd ekki að virða svörtu skýrsluna viðlits að hann lýsir þvi yfir opinberlega að hann vilji taka leigugjald af herstöðinni — á þeim forsendum m.a. að hér riki bágborið efnahagsástand. Hér er ihaldspólitikin lif- andi komin. Hún birtist i þvi að vanrækja islenska atvinnuvegi, láta sjávarútveg landsmanna drabbast niður eins og gert var á viðreisnarárum Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Þá var haldreipið það, þegar iðnfyrirtækjunum hafði verið lokað og þegar báta- og togaraflotinn var að grotna niður og frystihúsin að verða ó- nothæf með öllu, að efna hér til erlends at- vinnurekstrar i stórum stil. Þegar það dugði ekki til var fólkið rekið úr landi, þúsundir gengu atvinnulausar. Svo farið sé enn lengra aftur i timann til þess að finna hliðstæðu þess sem nú er að gerast má benda á hermángsvinnuna á valdaár- um Framsóknarflokksins og Sjálfstæðis- flokksins til 1956, þá voru þúsundirnar fluttar hálfgerðum nauðungarflutningum á suðvesturhorn landsins og byggðirnar um allt land misstu hið duglegasta fólk. Heilu byggðarlögin lögðust i eyði. Nú er semsé hið sama uppi á teningnum, sjávar- útvegsráðherra íslands horfir áhyggju- laus og meðan þorskinum er útrýmt, en kvakar um leið um nauðsyn þess að bandarikjamenn bjargi bágum fjárhag með leigugjaldi. Hér kemur fram vantrú- in á islenskt sjálfstæði, en oftrúin á er- lenda bjargvætti. Matthias Bjarnason sjávarútvegsráð- herra tók við örri uppbyggingu sjávarút- vegsins, eflingu hans um allt land og djarfhuga stefnumörkun i landhelgismál- inu. Hann hefur að heita má snúið öllu við og nýjasta dæmið um dugleysi hans er að- gerðarleysið i fiskfriðunarmálum. Menn skulu þó ekki halda að aðgerðarleysið stafi af ómennsku ráðherrans og leti, — það á rætur að rekja til stefnu hægri- stjórna — hvort sem þær eru kallaðar við- reisnarstjórnir eða helmingaskiptastjórn- ir, — sem kemur fram i vantrú á islenskt efnahagslegt forræði. Afstaða sjávarútvegsráðherrans til leigugjalds af herstöðinni og aðgerðar- leysi hans i fiskfriðunarmálum eru engin tilviljun, — þarna eru komnir tveir fletir á sömu stjórnmálastefnunni, stefnu Sjálf- stæðisflokksins, sem „þriðja aflið”, „milliflokkarnir”, hefur aldrei spornað gegn i stjórnarsamstarfi við ihaldið. —s. Að treysta á glópalánið Það hefur vakið talsverða athygli að Matthias Bjarnason afneitaði „svörtu skýrslunni” i Þjóðviljanum i gær. Viðtalið við hann i gær er fullt af bröndur- um, sem þvi miður sýna dóm- greindarskort ráðherrans. Tök- um þessa setningu: „Þá vil ég og taka fram, að það liggur ekki ljóst fyrir, hvað þorskstofninn þolir. Tölur svörtu skýrslunnar eru ágisk- unartölur og likur. Það liða tvö til þrjú ár þar til fiskifræðingar geta sagt til um hvort þessar tölur hafi verið réttar eða ekki. ” Þaö er sem sé ekkert hægt að sanna fyrr en þorskurinn er búinn. Eins og siðar kemur fram i viðtalinu telur Matthias fræð- inga yfirleitt hafa rangt fyrir sér en treystir á glópalán sitt sem tækifærissinnaðs stjórn málamanns. Og hann viröist gera þvi skóna að fiskifr. séu upp til hópa svo illgjarnir menn aö þeir myndu gleðjast ef tölur þeirra reyndust réttar og þorsk- stofninn hryndi vegna stefnu sjávarútvegsráöherra. Það hlýtur þó hver maöur að gera sér ljóst aö á grundvelli rann- sókna og staðreynda hafa fiski- fræöingarnir varaö sterklega viö þvi að sé veitt meira en 230 þúsund tonn af þorski á þessu ári geti það valdiö hruni stofns- ins. Umframveiöin verður þá ungfiskur aö verulegu leyti. Þeir vilja ekki tefla i tvisýnu þeim náttúrugæðum, sem eiga aö vera lifsbjörg okkar um langan aldur. Matthias Bjarnason treystir hinsvegar á glópalániö. Mikil er hansábyrgö að fara svo gáleys- islega meö fjöregg þjóðarinnar. Morgunblaðið fagnar fylgi kommúnista t forystugrein Morgunblaðs- ins á miðvikudaginn er kosn- ingaúrslitunum á ítaliu fagnað ákaflega. Þaö er ekki einleikiið hvað blaðið tekur miklum fram- förum þessa dagana. Þó var það meira en hægt var að búast við úr þessari átt að stórsigri kommúnista á ttaliu yrði fagnað svo ákaflega i Morgunblaðshöll- inni. Kommúnistar bættu við sig 49 þingmönnum i fulltrúadeild- inni og i öldungadeildinni 23. þingmannatala Kristilegra demókrata i fulltrúadeildinni stóð i staö, en i öldungadeildinni fækkaði kristilegum um þrjá. Kristilegir eru nú meö 38.9% at- kvæöa en kommúnistar meö 34.4%.Þessari heilbrigðu skyn- semi itala fagnar Morgunblaðið ákaflega. Menn skyldu vera minnugir þessara viðbragða, þegar Mogginn dregur upp kommúnistagrýluna fyrir næstu kosningar hér heima. Að velta sér upp úr slysum Siödegistviburarnir i islensku blaðaflórunni flytja gjarnan mikið af slysa- og lögleglu- fréttum. Slikar fréttir eru sjálf- sagt „góð” söluvara, en mikið veltur á þvi að smekklega sé á haldið, þannið að fréttir séu sagöar innan marka þess sem getur talist almennt velsæmi og háttvisi. Þvi miður vill stundum verða misbrestur á þessu. Dæmi um það er frétt i Dag- blaðinu i gær, þar sem blaðiö bókstaflega veltir sér upp úr þvi á forsiöu og baksiðu að tvisýnt er um lif konu, sem lenti i umferðarslysi. Það hlýtur að vera siðlegt atriði fyrir blaða- menn að sölusjónarmiðið gangi ekki að smekkvisinni dauðri. Gjaldeyrisbraskið Alveg er það meö eindæmum hvað framsóknarmenn eru saklausir i gjaldeyrismálum. 1 þætti um ferðamál i sjónvarpinu i fyrradag lýsti Halldór E. Sigurðason yfir þvi að honum væri ekki kunnugt um að neitt gjaldeyrisbrask ætti sér stað með þjóðinni. Að minnsta kosti hefði hann ekki orðið var við það. Þegar ferðagjaldeyririnn var til umræður i vetur minnast menn samskonar ummæla Ölafs Jóhannessonar. Nú er það afar ósennilegt að gjaldeyris- b rask fari fyrst af öllu til æöstu yfirmanna gjaldeyris- og ólafur ferðamála til þess að pranga inn á þá gjaideyri á svörtum. En þeir loka augunum, þótt ferða- skrifstofumenn beri að islend- ingar erlendis séu með bólgin veski af „gjaldeyri” þar sem aðeins áttu að vera nokkrar krónur samkvæmt gildandi gjaldeyrisreglum. Og i Alþýðu- blaðinu i gær er fullyrt að gjald- eyrisbraskið nemi hundruðum miljóna . Þeir eru góðir saman i gjaldeyrismálunum Halldor E. og Ólafur Jó. Þar leiðir bilndur haltan og heyrnarlausan, ef komast mætti svo skáldlega að orði um ráðherra. Halldór E.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.