Þjóðviljinn - 25.06.1976, Síða 9

Þjóðviljinn - 25.06.1976, Síða 9
Föstudagur 25. júnf 1976 ÞJóÐViLJINN — SIÐA 9 lagsins e&a innan væru 6. I 78% býlanna væru rekin einyrkjabú, 22% félagsbú. A sl. áratug heföi búfé í fjór&ungnum fjölgað svo sem hér segir: Nautgripum um 1117, (þó fækkað i N-Þing. og V-Hún)., sauðfé um 25.666 og hrossum um 6333. Margar fleiri upplýsingar komu fram i erindi Jóhannesar og mun þeirra vænt- anlega að einhverju getið siðar. „Bændastéttin er hluti af sjálfu landinu,” sagði Jóhannes, ,,og það ætti að meta að verðleikum.” Egill Bjarnason, ráðunautur á Sauðárkróki ræddi um félagslega aðstöðu fólks 1 sveitum. Kom hannm.a.inn ásamgöngumál og skiptingu vegafjár, sem hann kvað einkum renna til vega, er tengdu saman þéttbýlissvæði og virtust hraðbrautir hafa algjöran forgang. Ræddi og um lækna- og simaþjónustu og rafmagnsmál og benti á, hversu dreifbýlið byggi þar við skarðan hlut miðað við þéttbýlið. Heiðar Karlsson, skrifstofustj. á Húsavik talaði um landbúnað og þróun þéttbýlis. Benti hann á hversu mikilsvert það væri fyrir Mendur hefðu ekki talið það borga rostnaðinn við að rýja. Á sl. ári hefði magnið af óþveginni ull ver- ið 1222smál. en ætti að hafa num- ið 1720 smál., miðað við tölu sauð- fjár i landinu og eðlilegt ullar- magn af kind. Munaði þarna um 500 smál., sem væru gifurleg verðmæti. Gæðum skinna hefði hrakað og færu nú ekki nema um 20% I 1. verðflokk. Að einhverju leyti stafaði þetta af meðferð i sláturhúsum en einnig virtist sem frumur i skinnunum hefðu gisnað og bylgjur ullarinnar breyst. Orsökina til þess kvað hann ekki liggja ljóst fyrir. Ekki væri til i heiminum eðlisbetri ull enhin islenska og þyrftum við að kosta alls kapps um að auka hana ogbæta. Gefjun stefndi nú að 30% framleiðsluaukningu. Markaðs- horfur væru góðar. Fryrir dyrum væri 350 millj. kr. fjárfesting hjá Akureyrarverksmiðjunum. Af þvi rynnu um 100 millj. til rlkis- ins, eða hlutfallslega helmingi meira en hjá hliðstæðum fyrir- tækjum erlendis. Ketill Hannesson, búnaðarhag- fræðingur, ræddi um hagkvæmni ndinu 55 þéttbýlið og afkomu fólks þar að á bak við það stæðu blómlegar landbúnaðarbyggðir, þar sem vinnsla úr búvöruhráefnum veitti fjölda fólks i þéttbýlinu atvinnu og gæti hvorugt án annars verið þéttbýli og dreifbýli. 1 erindi formanns Stéttarsamb. bænda, Gunnars Guðbjartssonar, sem talaði um framieiðslu- og markaðsmál landbúnaðarins kom m.a. fram, að búvörufram- leiðslan hefði i heild litið aukist á sl. 10-15 árum. Afurðir af hlunn- indum heföu þó vaxið verulega. Sömuleiðis hefði nokkuð aukist framleiðsla á svina- og alifugla- kjöti. Hins vegar hefði fram- leiðsla á garðávöxtum og gróður- húsaafurðum minnkað, sem og afurðir af hrossum. Stafaði þetta af þvi annars vegar, að innlendur markaður væri mettaður og svo að hinu leytinu af skorti á lánsfé og óhagstæðum lánakjörum. Af framkvæmdakostnaði á búum sinum legðu bændur sjálfir fram 66%. Þá ræddi hann um reksturs- fjárskortinn en öll reksturslán til sauðfjárbænda, sem Seðlabank- inn veitir á árinu 1976, næmu ekkí einu sinni hækkuninni á áburöar- verðinu. Hjörtur Eiriksson, framkv.stj. benti á, að einn verðmætasti þátt- ur I útflutningsiönaði okkar væru ullar- og skinnavörur. Verð á ull tilbænda hefði hins vegar löngum farið lækkandi og það svo, að i búvöruframleiðslu og búskapar- hætti, og byggði upplýsingar sin- ar einkum á búreikningum, sem þó bærust of fáir, einkum frá sauðfjárbændum.Tekjur bænda á vinnustund væru mjög misjafnar. Vinna við sauðfjárbú væri mis- jafnari en á kúabúum, kæmis t allt upp i 20 klst. á sólarhring. Hins vegar væri vinnan við kúabúin jafnari allt árið. Tækniþróun við kúabúskap hefði verið meiri en við sauðfjár. „Verksmiðjubú” væru ekki álitleg. Hætt við að þau færðust úr höndum bænda við kynslóðaskipti. Auðveldasta leið- intii stofnunarbúskapar nú væru félagsbúin. Guðmundur Sigþórsson, deild- arstjóri, talaði um áætlanagerð i landbúnaði. Nauðsyn bæri til þess að búvöruframleiðslan væri betur skipulögð með hliðsjón af verð- lagi, framleiðslumagni, mark- aðssvæðum og samgöngum. Niðurgreiðslur á búvörum hefðu verið mjög breytilegar á undan- förnum árum, sveiflast frá 3-10% af verði vörunnar og væri það mjög óheppilegt. Hér hefúr nú verið reynt, að bregða ipp nokkrum svipmynd- um af þvl, sem fram fór fyrri dag ráðstefnunnar og þó á fátt eitt drepið af þvi, sem fram kom i hinum mörgu og fróðlegu fram- söguerindum. Að fleiru mun vikið siðar. —mhg Frá starfsemi Dramatiska Institutet Komust gegnum nálaraugað Góð frammistaða íslendinga sem þreyttu samkeppnispróf í Tveir islendingar hafa að und- anförnu þreytt inntökupróf i það fræga Dramatiska Institutet i Stokkhólmi sem er mjög eftirsótt- ur skóli i leikstjórn. Margir tugir manna þreyta að jafnaði sam- keppnispróf um inntöku en aðeins örfáir komast inn i skólann. Is- Dramatiska Institutet i Stokkhólmi lendingarnir tveir voru meðal sonog stóöst einnigmeð ágætum. hinna örfáu. Lárus Ýmir Óskars- Nú eru þvi þrir islendingar við son, sem lesendur Þjóðviljans nám i Dramatiska Institutet; auk þekkja af greinum frá Stokkhólmi þeirra tveggja Þráinn Bertels- þreytti próf ásamt 72 öðrum og son, rithöfundur, sem leggur varð einn þriggja sem fengu inn- stund á kvikmyndaleikstjórn. göngu i skólann. Hliðstætt sam- keppnispróf tók Hallmar Sigurðs- Skóhljóð aldanna Ot er komin bókin Skóhljóð aldanna með ijóðum góðskáid- anna Fáfnis Hrafnssonar (f. 1943) og ögmundar Slvertsens (1799-1845). Það er Sameignar- félagið Fiaskan sem gefur bókina út. Formála og æviágrip skrifar Vigi Linnet. I formála segir ma. „Þó að Fáfnir og Ogmundur séu ólikir um margt er þeim fleira sameiginlegt: andlegt og likam- legt fjör, stuðningur fram- sækinna byltingarafla, hylli vin- guðsins, geðheilsa snillingsins, skaftfellskur uppruni og skáld- legt útlit.” Megineinkenni bókarinnar er róttækur og gáskafullur húmor. Þetta er önnur bók Fáfnis, áður útkomið Fáfniskver 1973 en sjötta bók ögmundar, hinar fimm komu út á 19. öldinni. Myndskreyting bókarinnar hafa SKOHLJOÐ ALDANNA Fafnir ÖgmunJur HrafoSSon Siwerfsen annast tviburasysturnar Arný og Anna Kristin Sigurðardætur 10 ára. Bókin er gefin út i tak- mörkuðu upplagi og verður ekki fyrst um sinn seld i verslunum. Þeim er vilja eignast bókina skal bent á aö panta hana i sima 25753 næstu daga. Verslanir lokaðar fyrirhádegi á laugar- dögum Frá og með 20. júni og til ágústloka eiga verslanir að vera lokaðar fyrir hádegi á iaugardögum, samkvæmt kjarasamningi VR. Verslanir mega hins vegar vera opnar til kl. 22 á föstu- dagskvöldum, en i samtali við blaðið benti Jón I. Bjarnason hjá Kaupmannasamtökunum á þaö, að margar smærri verslanir yrðu líklega opnar fyrir hádegi á iaugardögum. þar sem eigendur eru sjálfir við afgreiðslu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.