Þjóðviljinn - 26.06.1976, Side 2

Þjóðviljinn - 26.06.1976, Side 2
’ SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Laugardagur 26. júní 1976 AF OANÆGJU Það var hér f yrr á árum, áður en elli kelling hafði gert mig að skósveini sínum og ég þaraf- leiðandi bæði var og hét, að ég stundaði sund af nokkru kappi Þótt merkilegt megi virðast, náði ég ekki umtalsverðum árangri í þessari grein fremur en öðrum,sem ég hef lagtfyrir mig, komst þó það langt, að geta f leytt mér í vatnsskorp- unni eftir sundlaugum höfuðstaðarins endi- löngum, aðekki sénú talað um þverveginn, án þess að sökkva til botns. Þessi staðreynd gaf mér sjálfstraust og hressti líkams — en þó öðru f remur sálarlíf ið því allir vita, að sá sem sekkur til botns í sundlaug og kemst ekki aftur uppá yf irborðið, er lítið betur settur en sá sem sekkur sömu leið f lífinu sjálfu. En svo lífspekin sé nú látin lönd og leið og snúið að kjarna málsins, þá held ég að lær- dómsrikast, skemmtilegast og jafnframt f urðulegast f yrir mig haf i verið að ræða málin við hina sundlaugargestina og þá ekki síst að fá að njóta þess að verða áheyrsla að gleði baðgesta og sorgum. Allt þetta rifjaðist upp fyrir mér í morgun, en þá brá ég mér í sund, til að freista þess að ná aftur heilsunni, eftir hrikalega næturreið um Leirvoginn þveran og endilangan, en þar er betra reiðfæri, þegar fallið er út, en annars staðar sem ég þekki til, þótt menn og hestar vökni þar stundum, eins og gerist og gengur. Þegar ég kom í sundlaug vesturbæjar var þar komin vegleg viðbót við þennan vinsæla baðstað, (sundlaugina) stórhýsi sem ég ekki kannaðist við frá liðinni tíð. Inn í þetta nýja baðslot var mér vísað, en þar reyndist svo villugjarntaðég villtistaf leiðog fór að ganga í hringi í æðisgenginni leit að afdrepi til að fletta mig klæðum, líkt og gert er stundum á Mosfellsheiðinni, þegar þar er verið að ferð- ast um í svartaþoku, og munaði raunar minnstu að ég rambaði,jafnkompáslausog ég var, inn í hin helgu vé baðkvenna staðarins, og geta menn af þessu gert sér í hugarlund hvílík vá var fyrir dyrum, því eins og okkur hefur öllum verið kennt frá blautu barnsbeini, er fátt jafn háskalegt í lífinu eins og það áfall, sem kona verður fyrir ef hana hendir það stórslys að sjá berrassaðan karlmann, að ekki sé nú talað um það ef karlmaður verður fyrir því að sjá konu í slíku ástandi. Alltendaði þetta þó vel, því velviljaður mað- ur kom mér á rétta slóð, en þá var ég orðinn svo villtur að mér sýndist vatnið úr sturtunum renna uppímóti og skápnúmerið mitt vera 69, en þegar ég jafnaði mig kom i Ijós að það var raunar 96. Og nú gat ég farið að tína af mér spjarirnar og leggja eyrun að samræðum þriggja herramanna, sem voru á svipuðum slóðum og ég. Og viti menn. Hvað ég kannaðist vel við gamia hijóðið, óánægjurausið, þrasið og pexið yf ir öllu, sem þarna hafði verið gert. Ég kíkti á kallana og þekkti þá strax frá því þeir höfðu veriðdaglegir gestir í lauginni áður en hún var stækkuð og ekkert hafði breyst, nema að þá var óánæg jurausið, þrasið og pex- ið yfir því, sem ekki hafði verið gert. Einn var með lásana á fataskápunum á heil- anum — „Þeir hafa víst kostað skildinginn. Mér sýnast þeir hafa verið smíðaðir fyrir Seðlabankann, ha! ha! ha!" Annar samsinnti og sagði að það færi víst ekki milli mála hver þyrfti að borga brúsann: „Það erum við". Sá þriðji kvað það ef til vill hafa verið óþarfi að hafa postulín í hólf og gólf. Áður en laugin var stækkuð og gerð mann- sæmandi fyrir almenning, að ekki sé nú talað um blessaða krakkana, sem eru að læra að fleyta sér, þá var nöldrað: „Aðstaðan er til stórskammar, hvernær verður viðbótarbygg- ingih, sem búið er að lofa kláruð, og svo þarf maður að hátta sig og baða innanum brjálaðan krakkaskrílinn." Svo var kallað á baðvörðinn og hann rak káta krakkana úr sturtunum og sagði höstugur: —„Svonanú burt með ykkur. Leyfið þið fólkinu að komast að!" En ég hafði líka heyrt í köllunum í „heita- pottinum" , og þess vegna vissi ég, að þeir höfðu aldrei verið óhressir yfir stórhýsum sem byggð hafa verið hundruðum saman hér- lendis Mammoni til dýrðar, en ekki fyrir al- menning, nema þá til að hagnast á honum. Bankahof oddfellóa, frímúrara og flokks- musteri og tröllauknar verslunarhallir eru þeirra einkasundhallir, og þegar byggja þarf slík hof er óþarf i að hneykslast þótt lásarnir á skápunum séu rammgerir og postulín í hólf og gólf. Miljónirnar koma aftur „á nó- tæm". Og nú fór ég útí heitapott. Þar voru líka þrjár f rá því í gamla daga, en þegar ein þeirra sagði:„Mér finnst svo indælt, þegar ég er búinaðgefa manninum mínum morgunkaffið og koma honum í vinnuna, að fara hingað snöggvast, fara svo heim og uppí aftur og kíkja í Moggann," Þá fannst mér orðið svo heitt í heitapottinum, að eg fór í kalda sturtu. Þar hitti ég hins vegar fyrir mann, sem sagði að slíkt athæfi væri stórhættulegt fyrir hjart- að, en ég svaraði honum til, að ég væri nú þeg- ar, hér í lauginni á þessum fagra sumar- morgni, búinn að upplifa svo margt, sem stór- hættulegt væri fyrir hjartað, að mig munaði ekkert um eitt áfallið enn. Síðan stakk ég mér til sunds, fór uppúr og hugsaði með mér á heimleiðinni, að þakka bæri það og virða, að sundlaug vesturbæjar skyldi hafa verið stækkuð fyrir almenning í borginni, þvf eins og kerlingin sagði: „Þakka ber það sem vel er gert, jaf nvel þótt djöf ulsins borgarstjórnaríhaldið beiti sér fyrir því." Hins vegar er rétt að geta þess í lokn, að ef til vill er annað mál brýnna en stækkun sund- lauga, allavega ef marka má opinber ummæli þeirra, sem um málefni smábarna fjalla, en það er að gera betur en hingað til við litlu greyin og þess vegna liggur eftirfarandi til- laga fyrir borgarstjórn, en verður sennilega felld, eða stungið úndir stól vegna fyrri hlut- ans: Þótt það gefi engan arð auðkýfingum fáum, byggjum stóran barnagarð börnunum okkar smáum. Flosi Frá millisvœðamót inu á Filippseyjum Þegar þetta er skrifað er lokið 7 umferðum á millisvæða- mótinu i Manila og er staöa efstu manna þessi: 1-2. V. Hort og H. Mecking 5.5 v. 3. W. Browne 5. v. Staðan er öðru leiti mjög óljós, þannig má gera ráð fyrir nokkrum biðskákum. Vitað er að Spassky hefur ekki gengið sem best, hann er með 4 vinninga, hefur unnið aðeins eina skák en gert 6 jafntefli. Júgóslavinn Ljubojevic hafði 4 vinninga aðloknum 6 umferðum en skák hans f 7. umferð hefur liklega farið i bið. Svona til gamans ætla ég að birta töflu- röðina i Manila, en með henni geta menn ráðið hverjir eigast við i' hverri umferð: 1. L. Ljubojevic (JUgóslavía) 2. Y.Balachov (Sovétrikin) 3. B. Spassky (Sovétrfkin) 4. Z. Ribli (Ungverjaland) 5. E. Torre (Filippseyjar) 6. S. Mariotti (ttalia) 7. H. Harandi (íran) 8. 0. Panno (Argentina) 9. L. Kavalek (Bandaríkin) 10 L. Pachman (V-Þýzkaland) 11. L. Polugajevski (Sovetrikin) 12. L. Tan (Singapore) 13. M. Quin- teros (Argentina) 14. F. Gherghiu (Rúmenia) 15. H. Mecking (Brasilia) 16. V. Hort (Tékkóslavakia) 17. W. Browne (Bandarikin) 18. W. Uhlman (A-Þýzkaland) 19. P. Biyiasas (Kanada) 20. V. Czeshkovsky (Sovétrikin) Við skulum þá að lokum lfta á einu vinningsskák Spasskys frá mótinu á Filipppseyjum. Hvltt: B. Spassky (Sovétrlkin) Svart: W. Uhlman (A-Þýska- land) Frönsk vörn. I.e4e6 2. d4d5 3.Rc3 Bb4 4. e5 Re7 5. Dg4 c5 6. Rf3 (Þetta mun vera nýr leikur. 1 skák Guð- mundar Sigurjónssonar og Uhl- mans, Hastings ’75—’76 lék Guðmundur hér 6. Dxg7 Hg8 7. Dh6 cxd4 8. a3 Bxc3+ 9. bxc3 Dc7 og Uhlman náöi undir- tökunum. Ástæða er til að ætla að Spassky hafi undirbúiö þetta r Helgi Olafsson skrifar afbrigði sérstaklega fyrir Uhlman, sem beitir frönsku vörninni að jafnaði.) 6. —cxd4 7. Rxd4Dc7 8. Bb5+ Rbc6 9. o-o Bxc3 (Eftir 9. — Dxe5 10. Rxc6 bxc6 11. Dxb4 cxb5 12. Bf4 Df6 13. Rxb5 er að- staða svarts greinilega mjög erfið.) 10. bxc3 Bd7 (10. — Dxe5 kom til greina en eftir 11. Ba3 er staða hvits örugglega peðsins virði.) 11. Bxc6 bxc6 12. Ba3 Dxe5 (Þvingað. Hótunin var 13. Bd6 og 12. — c5 stranaaði á 13. Rb3) 13. Hfel h5 14. Df3 Dc7 (Eftir 14.-DÍ6 15. Dg3 er svartur iskyggilega veikur á skálinun- um a3—f8 og h2—h8). 15. c4 Hb8 16. cxd5 cxd5 17. Bxe7 Bxe7 18. f5+ Kd8 (Eini leikurinn. Eftir 18.—Kf8 19. Da3+ Kg8 20. Re7+ Kh7 21. Df3 er svartur glataöur.) 19. Rxg7 Ke7 20. Rxh5 Hh6 21. Rf4 Bc6 22. Dg3 Kd7 23. c4 dxc4 24. Hedl+ (1 sovéska vikuritinu ,,64” bendir I. Zatziev á 24. Hadl+ sem betri leik t.d. 24,—Bd5 25. Dg5 Hbh8 26. Hxd5+ exd5 27. He7+ o.s.frv. eða 24,—Kc8 25. Dg7 Dxf4 26. Df8+ Kc7 27. De7+ Kb6 28. Hbl+ Bb5 29. g3 Hér ná athuganir Zatzives ekki lengra, en eftir 29.—Hg8 virðist eitt- hvert hald i svörtu stöðunni.) 24—Bd5 (Ekki 24,—Kc8 25. Dg8+ Kb7 26. Habl+ Ka8 27. Hxb8+ Dxb8 28. Hd8 o.s.frv., eða 24,— Ke8 25. Dg8+ Ke7 26. Dg5+ Hf6 27. Rh5 o.s.frv.) 25. Rxd5 Dxg3 26. Rf4+ Dd3 27. Rxd3 cxd3 28. Hxd3+ Ke7. (Upp er komið hróksendatafl þar sem hvitur hefur peð yfir. Slikum stöðum er oft unnt að halda, en Spassky teflir framhaldið óað- finnanlega og gefur andstæðingi sinum enga möguleika.) 29. Hb3 Hhh8 30. Habl Hxb3 31. Hxb3 Hc8 32. Hb7+ Kf6 33. g3 a5 34. Hb5 a4 35. Hb4 a3 36. Hb3 Ha8 37. Kg2 Ke5 38. He3+ Kd4 39. h4 e5 40. g4 Kd5 Skákin fór hér i bið. Með hjálp kóngsins renna peðin upp kóngsmegin, það getur ekkert hindrað nema meö enn meira liðstapi. Uhlman lék nokkra leiki i viðbót en gafst siðan upp.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.