Þjóðviljinn - 26.06.1976, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 26.06.1976, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. júnf 1976 Hákon 0. Jónasson: SAGT ER FRÁ SAMBÚÐINM VIÐ VOTTA JEHÓVA Á miðvikudaginn birtist fyrsti hluti greinar eftir Hákon Ó. Jónasson um sambúð hans við Votta Jehóva, söfnuð nokkurn hér á landi. Hér birtist annar hlutinn og sá þriðji og sá siðasti birtist i næstu viku. Þjóðviljinn vill taka fram að blaðið tekur sem slikt enga afstöðu til þeirra deilna sem hér er um að ræða frekar en i trúardeilum al- mennt. Enda eru greinarnar birtar undir nafni höfundarins sem ber þvi fulla ábyrgð á þeim. Hákon Ó. Jónasson ANNAR HLUTI Nú vil ég segja frá þvi, hvernig þessi undur komust inn i hausinn á mér, og liklega skrokkinn lika. Ég var uppalinn á Kjallaksstöð- um á Fellsströnd. Fóstra min, Hólmfriður Brynjólfsdóttir, var góð kona aö minum dómi. Það var mikið af fátæku fólki i sveit- inni okkar og reyndist hún þessu fólki mjög vel. Hennar heimili var mjög vel efnum búið og læt ég hennar getið sérstaklega af þvi, að hún hafði alltaf forystu i þvi að hjálpa fátækum. Þrjú tökubörn voru alin upp á heimili Hólm- friðar, sem voru tekin af fátækum foreldrum til fósturs. Oft var ég sendur með bjargræði handa fá- tæku nágr.fólki og verða mér þær minnisstæðar allt mitt lif, þær móttökur, sem ég fékk, strák- bjáninn var faðmaður, kysstur og strokinn yfir höfuðið. Ég fór stundum aö gráta við þessi bliöu- læti, ég skildi þetta ekki. Heima á Kjallaksstöðum var alltaf nógur matur. Þegar ég kvaddi þetta fólk, var ég beðinn fyrir þakklæti og margskonar blessunaróskir til Hólmfriðar fóstru minnar og sjálfur er ég henni þakklátur fyrir allt það góða, sem ég var aönjót- andi af hennar hendi. En samúðin meö fátækum, sem hún innprent- aði mér, hefur oft reynst mér erfið og orsakað, að ég hefi oft verið bendlaður við kommún- isma, sem einn háttsettur Vottur Jehova segir, að sé það djöfulleg- asta, sem til sé i öllum heiminum. Já, það er enginn leikur þetta. Nú er það hitt og þetta. Leo Larsen er orðinn alveg trylltur. Ef ég mæti honum i stiganum heima hjá honum og ég er á upp- leið, þá renndi hann sér niöur handriðið og brunaði fram hjá mér. Þetta hafði ég stundum séð stráka gjöra, en aldrei hafði ég séð fullorðið fólk leika slikar kúnstir. Oft reyndist mér erfitt að tala við Mac Donald. Það urðu oft margskonar vandræði út af þvi, sem ég sagði við hann. Hann var breti og ég var ekki nógu varkár i minu tali við hann. Honum fannst alltaf að ég talaði ekki nógu virðulega um landsmennina sina. Ég var að segja við hann, að kola- námuverkamenn i Englandi hefðu vist ekki neitt góða daga, kaupið litiö og áhættusöm vinna. Þeir hafa það nógu gott, sagöi Mac. Eg talaði lika um nýlendu- þrælkunina hjá bretanum. Ég hafði dvalið um tima á Jamaica og sá ég þar, hvernig fariö er með fólk i breskum nýlendum. Það var sama svarið: ,,Þeir hafa það nógu gott”. 1 þessu sambandi vil ég segja frá ýmsu, sem ég fræddist um og reyndi, þegar ég var um tima á Jamaica. Ég var á danskri skonnortu og vorum við að taka farm af rommi. Dvöldum við þarna vist I eina tvo mánuöi og fórum svo með farminn tii Dan- merkur. Við tókum farminn um borð I Kingston. Það var nokkuð stór borg. Þar ægði öllu saman, hvitt fólk, negrar og allslags kyn- blendingar. Ég var oft einn að rangla i landi. Ég hélt mig litið inni á veitingahúsum, var heldur að forvitnast hingað og þangað, sem maður kallar, að skoða sig um. 1 þá daga var þetta bresk ný- lenda og leyndi það sér ekki. Ég fylltist angri að sjá alla þessa eymd hjá fólkinu. Það var hálf- nakið og betlandi, enda fór það þannig hjá mér, að ég gaf þessu betlandi fólki næstum alla þá pen- inga, sem ég hafði handa á milli. Einu sinni lá við, að mér yröi hált á þessu flakki. Ég fann upp á þvi einu sinni að rangla um eina götu, sem lá út úr bænum. Þegar ég hafði gengið nokkuð, fór ég að sjá fólk og sá þá, hvað var að gerst. Það var heil röð af fólki fram með götunni á löngu svæði. Það var að leggjast til náða, konur og börn, auðsjáan- lega heilar fjölskyldur. Konurnar voru að breiða margskonar drusl- ur yfir börnin og var að raula fyr- ir þau Þegar ég hafði virt þetta fyrir mér, snéri ég við og hélt aft- ur inn I bæinn. Lendi í ævintýri. Þegar ég er á miðri leið i bæinn, varð ég var við, að tveir negrar voru á eftir mér. Þeir kölluðu til min og báðu mig um peninga. Ég lét þá skilja, að ég hefði enga pen- inga. Nokkru seinna sá ég, að þeir eru orðnir fjórir og nálgast mig iskyggilega mikið. Ég var með griöarmikinn panamahatt á hausnum og vissi ég ekki af fyrr en hann er sleginn af hausnum á mér og rauk hann langar leiðir burt. Sá ég loksins, að það var al- vara á ferðum. Það rann i skapið á mér, snéri mér við eins og eld- ing með kreppta hnefa á báðum höndum, sló tvo þeirra niður á augabragði sinn með hvorri hendi og gerði mig svo liklegan til að mæta hinum tveimur, en þeir tóku til fótanna. Ég labbaði sneyptur um borð og fór ekki aft- ur i þessháttar leiðangra. Mac Donald sagði mér, að fólkið á Jamaica hefði það nógu gott. Hann slengir þessu fram eins og hver önnur kjaftablaðra. En það má segja um mig, að sjón er sögu rikari. Vandræðin halda áfram. Nú er það frú Sally, sem lætur til sin taka. Ég labbaði upp á þriðju hæö á Nýlendugötu 22 einhverra er- inda vegna. Það var frú Sally, sem tók á móti mér, ekki neitt vinsamlega, hún hrinti mér út úr dyrunum og sagði, út með þig, og hypjaði ég mig auðvitað út, hálf- sneyptur. Nokkru eftir þetta fór ýmislegt að verða að þessu fólki. Frú Sally fékk krabbamein i magann. Mac Donald fór með hana til Englands og þar dó hún stuttu á eftir. Það kom babb i bát- inn hjá Leo Larsen. Hans frú þoldi ekki loftslagið hér á íslandi og þau fluttu til suðrænni landa. Edvard Jensen fékk hroðalega kveisuverki og flúði til Danmerk- ur. Þannig var öllu þessu fólki kippt á burtu. Mér fannst mjög skiljanlegt, að eftir þvi sem þetta fólk hagaði sér á Islandi, að þá tæki þessi æðri kærleiksriki mátt- ur i taumana og fjarlægöi það héöan. Ekki tekur betra við. Nú voru engir Vottar Jehova hér á Islandi um nokkurn tima, en 1957 held ég það hafi verið, að ný sending kom hingað og var það líka friður hóp- ur. Fyrst skal talinn foringinn sjálfur Laurits Rennebo og frú, tvær dömur komu lfka. Var önnur kölluð Tova, en hin Edidt. Allt var þetta danskt fólk og bjó það á Ný- lendugötu 22. Fljótlega eftir að það er komið hingað, er ég kallað- ur til viðtals. Ég mæti á tilteknum tima. Mér er boðið inn i herbergi og þar situr þessi Rennebo og annar maður, sem ég hafði aldrei séð áður og hét hann Friðrik Gislason. Þeir tóku vel á móti mér, voru sætir og bliðir. Við töluðum saman sem maður gæti kallað um daginn og veginn. Bréf á dönsku Snögglega snéri þessi Friðrik sér aö mér og hrökk ég alveg i kút. Þetta var rosastór maður á miðjum aldri, skarpleitur i andliti með starandi augu og fólskulegur á svip. Hann byrjaði svo að tala og spyr mig: „Hvað álitur þú um kommúnismann?” Þessu var fljótsvarað af minni hálfu þvi ég gerði mér alveg grein fyrir þvi, hvað hann væri og gaf ég Friðrik þetta „bibliulega” svar: Kommúnisminn „það er uppsker- an af þvi, sem hinn svokallaði kristni heimur hefur háð. Hann hefur sáð ofbeldi, manndrápum og kúgun og hann uppsker það sama.” Auðheyrt var, að þessi Friðrik reyndi strax að gera sér mat úr þessu svari minu og rang- túlkaði hann það strax. Hann sagði: „Ég álit nú, eftir þvi sem þú hefur sagt, að þú sért hlynntur kommúnistum”. Nokkru seinna fæ ég tilkynningu frá þessum herrum báðum um að ég sé rek- inn úr söfnuði Votta Jehova og birti ég brottreksturinn hér i heild. Hann var skrifaður til min á dönsku. Þeim þótti það vist eitt- hvað finna, en ég hef snúið þvi á Islensku: „Reykjavik Söfnuður Votta Jehova Dtvaldir Herra Hákon Jónasson Rauðahvammi Reykjavik Hér með skrifum við til þin til þess að tilkynna þér hvaða ákvörðun við höfum tekið eftir að við höfum nákvæmlega athugaö þetta mál i sameiningu. Astæðan til þess, að við óskuð- um eftir að tala við þig var sú, að það voru ekki á þeim tima svo skýrar linur um það, hvernig af- greiða ætti þannig mál og lika óskuðum við aö gefa þér tækifæri til þess aö gefa skoðanir þinar til kynna áöur en endanleg ákvörðun yrði tekin. Arangurinn er i stuttu máli sá, að við höfum viðurkennt þá ákvörðun, sem þá var tekin, þannig, að nú álftum við þig fyrir fullt og aflt út rekinn úr söfnuði Votta Jehova. Þaðer ekki aðeins þetta gamla, sem er ástæöan fyrir þessari ákvöröun, en við getum sagt þér, að við álitum þinar núverandi skoðanir, það sem þú talar og alla þina háttsemi, algjörlega ósamrýmanlega kenningu Bibli- unnar og þetta sýnir mjög greini- lega, að þú getur ekki verið með- limur i söfnuði Votta Jehova. Hið eina ráð, sem við getum gefið þér, er að rannsaka Bibli- una og með þvi aö fá skilning á þinu núverandi ástandi og hvernig þú getur öðlast breytingu. En nákvæmar út- skýringar á þessu getur þú lika fengið I Varöturninum frá 1. júni 1952 og hér með álítum við, að okkar skyldum I þessu máli sé lokiö. Reykjavík þann 3. október 1958 P.U.V. Laurits Rendeboe Safnaðarþjónn Friðrik Gislason Vise safnaöar- þjónn” Það sem ég sérstaklega vil benda á i sambandi viö þennan burtrekstur er þaö, að þeir sem að honum standa, setja sig i sam- band við Leo Larsen, sem var þá einhversstaðar úti i löndum og hef ég hér áður lýst háttsemi þess fólks, þegar það var hér á tslandi. Ég fékk einu sinni að sjá bréf, sem kom frá Leo viðvikjandi mér. Þar ráðleggur hann Vottun- um hér að reka mig úr söfnuðin- um, en — fyrir alla muni, segir hann, ekki að láta mig vita fyrir hvað það sé, ekki að minnast á hvað ég hafi til saka unnið. Þeir fóstbræður segja lika i bréfinu um burtreksturinn: „Viö höfum viöurkennt þá ákvörðun, sem þá var tekin.” Það var Leo Larsen, sem sagði þeim fyrir verkum. Mérfinnst, að hann hefði frekar átt að blygðast sin fyrir sitt starf hér á Islandi heldur en að bæta gráu ofan á svart eins og máltækið segir. Nú byrjar hjá mér lærdómsrik- ur kafli I lifi minu og stóð yfir i mörg ár. Næst þegar ég fór á samkomu hjá Vottunum og er að leggja af stað heim er fröken Tova þar úti á gangi og ég sný mér að henni og rétti henni hönd- ina og býð henni góða nótt. En hvað skeður. Já, þvilik undur. Hún snýr sér viö eins og elding og ég lendi með höndina á hálf leiðinlegum staö, já, á aftur- endann. Hún kvaddi mig semsagt með rassinum. Nú byrjar þannig háttsemi hjá Vottunum, að maður á helst engin orð til yfir þau und- ur. IP Kennarar: Eftirtaldar kennarastöður við skólana á Sauðárkróki eru lausar til umsóknar: Staða kennara i raungreinum og landa- fræði við gagnfræðaskólann. Staða í- þróttakennara pilta við gagnfræðaskólann og barnaskólann. Kennarastöður við barnaskólann. Umsóknir sendist form. skólanefndar Guðjóni Ingimundarsyni Bárustig 6, Sauðárkróki. ^BIómabúðin MÍRA Suðurveri við Stigahlið 45—47, simi 82430 Miðbæ við Háaleitisbraut slmi 83590 Blóm og gjafavörur i úrvali

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.