Þjóðviljinn - 26.06.1976, Blaðsíða 7
Laugardagur 26. júní 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
Að
marka
og draga
á land
O
Mynd þessi, sem tekin var um 1920, er úr
Sögusafni verkalýös hreyfingarinnar. Hún
sýnir hvar veriö er aö vinna viö varanlega
gatnagerö I Pósthússtræti i Reykjavfk.
Valtarinn sem sést til hægri var ávallt
nefndur Briet f höfuöiö á kvenskörungnum
Brieti Bjarnhéöinsdóttur. Maöurinn sem
stýröi honum var kallaöur „Baldvin á
henni Brieti”.
„Ljóst er yfir liöinna alda
lýð, og margt oss finnst
þar glæst,
samtið má þess samt ei gjalda,
sinnt skal þvi er liggur næst:
menningin frá minningunni
manntakið i nútiðinni
framtið skulu hefja hæst”.
Fornólfur
t nágrannalöndum okkar var
snemma á þessari öld komið á
fót sögu-og minjasöfnum verka-
lýðshreyfingarinnr. Fyrstir
urðu sviar með stofnun sins
sögusafns árið 1902. Á næstu
árum var hafinn undirbúningur
að stofnun sögusafna verkalýðs-
hreyfingarinnar i Noregi, Dan-
mörku og Finnlandi og taka þau
til starfa 1909.
Sögusöfnin eru nú orðin vold-
ugar stofnanir, sem búa yfir
góðum kosti sögulegra verö-
mæta og leggja stóran skerf til
visindalegra rannsókna á
sviðum sagnfræði og þjóð-
menningar.
Til þessara safna er leitað af
öllum þeim, sem vilja fræðast af
reynslu og baráttu verkalýðs-
stéttarinnar fyrr og siðar, þvi
þar er að finna skráö og sýnileg
tákn mikillar sögu.
Svo vikið sé að norska sögu-
safninu er þar til húsa auk
skjaia og margskonar frum-
gagna, sérstakt bókasafn með
50 þúsund bindum, sem hafa
inni að halda sagnfræði, stjórn-
mál og félagsfræði, hagfræði og
efnahagsmál.
Safnið hefur nýlega fengið
aukið húsrými i Folkets Hus i
Osló: skrifstofur, lestrarsal og
vinnuherbergi til rannsóknar-
starfa. 1 safninu og geymslum
þess er þrjú þúsund og fimm
hundruð metra hillupláss. Siðan
1972 hafa unnið sex fastráðnir
starfsmenn við safnið. En þeir
sem hafa notað lestrarsal og
vinnuherbergi safnsins eru
u.þ.b. 2500 manns á ári. Norska
sögusafnið naut lengi styrks
einungisfrá norska Alþýðusam-
bandinu,en á siðari árum nýtur
það greiðslu af fjárlögum
norska stórþingsins og styrks úr
fræðslusjóði, sem AOF hefur
yfir að ráða.
tslenska verkalýðs-
hreyfingin hefur á þessu sviði
orðið ótrúlega siðbúin til
athafna. Til þess liggja sjálfsagt
margar ástæður. Eitt er vist að
fáliðuð hefur hún á skömmum
tima lyft grettistökum, fengist
við fjölþætt verkefni og háð
harða baráttu fyrir tilveru og
sjálfstæði verkalýðsfélaganna,
og þessi barátta heldur áfram.
Margt nauðsynlegt varð
útundan eða hlaut að biöa, þar á
meðal söfnun og geymd sögu-
legra verðmæta i einu safni.
>aö er þó hin siðari árin, að
verða æ fleirum ljóst, að ef
tengslin við upphafið og eldri
tima rofna mun hagnýt reynsla
og baráttuvit okkar einnig fara
forgörðum.
Árangur af þessum skilningi
má það kallast, að 5. aprfl 1974
er samþykkt i sambandsstjórn
ASl reglugerð fyrir Sögusafn
verkalýðshreyfingarinnar. A sl.
tveim árum hefur tekist að
safna saman allmiklu af gögn-
um, sem snerta sögu verkalýðs-
hreyfingarinnar með einum eða
öðrum hætti. Þá hafa safninu
borist nokkrar verðmætar
gjafir, ljósmyndir, fregnmiðar,
bæklingar o.fl. Ennfremur
fundargerðarbækur nokkurra
verkalýðsfélaga. I vörslu ASl
voru hinsvegar allmargar
fundargerðarbækur og fleiriri
gögn, sem runnu til safnsins við
stofnun þess. Auk þessa eru enn
i vörslu Þorsteins Pjeturssonar
fjölmörg gögn, sem hann
ánafnaði ASl á siðasta þingi
þess.
Þess er áð vænta, að þegar
Alþýðusambandið flyst i ný
húsakynni, eins og nú er
áformað, verði Sögusafninu
búinn verðugur samastaður,
geymslupláss og vinnuaðstaða
bæði fyrir þá sem að safninu
starfa og eins hina, sem vilja
nota safnið.
1 bréfi, sem stjórn MFA sendi
verkalýðsfélögunum 1973 ti)
undirbúnings stofnúnar Sögu-
safns verkalýðshreyfingarinnar
er að nokkru mörkuð stefnan i
þessum málum. Þar segir svo
m.a.:
„Það sem brýnast er og enga
biðþolirervarðveisla þess, sem
hvergi er skráð og einungis býr i
minni manna, og aðeins fárra
frá fyrstu áratugum þessarar
aldar. Með segulbandinu mætti
mörgu bjarga af sjóði minninga
verkafólks ef strax væri hafist
handa.
Hið næsta verkefni er skrá-
setning og söfnun.
Stjórn MFA er ljóst, að verk-
efnið sem hér um ræðir er ekki
fljótunnið, og við gerum okkur
grein fyrir að myndarlegu sögu-
minja- og menningarsafni is-
lenskrar verkalýðshreyfingar
verður ekki komið á fót án að-
stoðar fjölda manns og með
rikum skilningi verkafólks á
verkefninu.
Enda þótt markmiðið, i
framtið, sé að koma upp á
einum stað veglegu sögu- og
minjasafni islensku verkalýös-
hreyfingarinnar, er erindi
okkar nú að fylkja liði til þessa
starfs svo bjargað verði þvi sem
bjarga má og stuðla að þvi að
lagður verði traustur grund-
völlur að söfnun og varöveislu
sögulegra gagna og minja fyrir
nútið og framtið.
1 byrjun hugsum við okkur
þetta starf þannig:
Hvert einasta verkalýðsfélag
I landinu setti á fót nefnd eða
skipi fulltrúa til þess aö „vinna
að stofnun sögusafns verkalýðs-
hreyfingarinnar”.
Verkefni nefndar eöa fulltrúa
sé að sjá um eftirfarandi starf:
1. Viðtöl við eldra félagsfólk, og
sé það m.a. fengið til þess að
segja frá starfi sinu i verka-
lýðshreyfingunni auk minn-
ingum úr daglegu lifi fyrri
ára, ennfremur viðhorfum til
nútiðar og framtiðar.
2. Skrásetning eftirfarandi
atriða:
a) Hvenær voru fyrstu
samtök verkafólks á staðnum
eða i byggðarlaginu stofnuð.
b) Hvað mörg voru félögin og
hver eru nöfn þeirra.
c) Hvaða timabil störfuðu
þau.
d) Hverjar voru helstu
ástæður stofnunar verkalýðs-
félaganna.
e) Hverjir voru helstu hvata-
menn og forustumenn.
3. Safna þarf ljósmyndum og
kvikmyndum af:
a) 1. mái-hátiðahöldum og
öðrum hátiðum verkalýðsins,
kröfugöngum, verkfalls-
átökum.
b) Markverðum viðburðum
úr þjóðfrelsishreyfingu og frá
öðrum þeim fundum og
samkomum, sem verkalýðs-
félög hafa átt aðild að.
c) Forustufólki, stjórnum og
öðrum starfandi meðlimum.
d) Húseignum og fundar-
stöðum félaganna.
e) Úr atvinnulifinu frá
ýmsum timum.
4. Fu nda rgeröa bæk ur og
skjalasafn.
Safna þarf i örugga geymslu:
a) fundargerða
bókum, b) skjölum, c) samn-
ingum, d) bréfum. Gera þarf
skrá yfir efnið: fjölda, brot
bóka, blaðsiðufjölda, tima-
skeið sem þær ná yfir, fjöida
bréfa og skjala, dagsetningar
og efni.
5. Blöð, bækur, ritlingar.
Safna ber blöðum, bókum,
ritlingum, dreifimiðum og
öðru prentuðu og fjölrituðu
efni, sem gefið hefur verið út
á vegum verkalýðshrey f-
ingarinnar á staðnum.
Framhald á bls. 14.
Hið ægilega brott-
rekstrarvald
Þegar litið er yfir einstaka
þætti verkalýösbaráttunnar er
samanburður nútimans við
liöna tiö oft næsta auöveldur.
Ennþá stendur baráttan um af-
rakstur vinnunnar og eignar-
hluta stéttanna i honum. Og það
er enn látið heyrast hver valdiö
á.
A láglaunaráðstefnu kvenna
nú i vor komu ma. fram glögg
dæmi um stöðu konunnar i
atvinnulífinu ef hún kvartar yfir
kjörum sinum og óskar lag-
færingar. Þaö var á einum
Iöjustaðnum að starfsmat
varöandi sjónbeitingu við mis-
munandi verk var auðsæilega
konum i óhag miðað við til-
svarandi störf karla. Kvartað
var við verkstjórann af hálfu
kvennanna og hógværar óskir
þeirra bornar fram um endur-
skoðun og lagfæringu. Svörin
voru: „Það er hægt að fá nóg af
konum i þessa vinnu fyrir þetta
kaup.”
1 merkilegri ritgerð um
verkalýðshreyfinguna á Bildu-
dal sem Ingivaldur Nikulásson
skrifar, segir eftirfarandi sögu
fráaldamótum um „hiöægilega
burtrekstrarvald”.:
„Einusinni var isfirsk stúlka,
sem var hér á reitunum, rekin
fyrir þáeinusök, að hún svaraði
þvi til er mjög var rekið eftir viö
samantekt, að það stæöi ekki i
þeirra valdi að hindra
rigninguna, verkstjórinn
skipaði henni strax aö hætta og
koma sér burt fyrst hún heföi
ekki getað „haldið kjafti eins og
hinar”.”
Arin hafa óneitanlega mýkt
orðalag verkstjóranna en mein-
ingin er enn hin sama: Þú getur
farið ef þú möglar. St. ö
Híbýli alþýðu á kreppuárunum — 6
Mynd sú er nú er tekin úr Sögusafni verkalýðs-
hreyfingarinnar er úr sveit en ekki af mölinni.
Þetta er Hólakot i Borgarfirði. Sigurður
Guttormsson er ljósmyndarinn og myndin tekin
einhvern tima á 4. áratug aldarinnar.